Dagur - 12.02.1999, Page 6

Dagur - 12.02.1999, Page 6
\ -= « ¥ P t n VÍ p i\ 5t »1- , u B \t i>J, U Ví 'V _« 6-FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 ÞJÓÐMÁL Utgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstodarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Simar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjaid m. vsk.: Lausasö/uverð: Grænt númer: Sfmbréf auglýsingadeildar: Símar auglýsingadeildar: Netfang auglýsingadeildar: Simbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.800 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir omar@dagur.is 460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Viðræður um Kosovo í fyrsta lagi Hart er lagt að samningamönnum Kosovo-Albana og Serba að ná samkomulagi um framtíð Kosovo-héraðs á samningafund- um sem nú standa yfir í Rambouillet í Frakklandi. Stórveldin knúðu fulltrúa allra fylkinga til að mæta til viðræðnanna og hótuðu ella loftárásum á hernaðarskotmörk. Ef einhver árang- ur næst á fundunum í Rambouillet næstu dagana verður það einvörðungu vegna þess að Milosevic leiðtogi Serba þorir ekki lengur að treysta því að hugur fylgi ekki máli hjá forystumönn- um vestrænna ríkja. í öðru lagi I upphafi viðræðnanna lögðu sáttasemjarar stórveldanna fram tillögu um framtíð Kosovo næstu árin. Þar var meðal annars gert ráð fyrir þriggja ára reynslutímabili sjálfstjórnar í hérað- inu, sem yrði áfram hluti af serbneska ríkjasambandinu. Þetta er málamiðlun sem hófsamari leiðtogar Kosovo-Albana kynnu að fallast á - ef vestræn ríki tryggja að samkomulagið verði virt í verki. Það mun vafalaust kosta vopnaðar friðargæslusveitir NATO-ríkja í Kosovo - enda óhugsandi að friður komist á og haldist án þeirra. í þriðja lagi Það eitt að viðræður um framtíð Kosovo eru hafnar undir for- ystu stórveldanna er mikilvægt skref í rétta átt. Eftir allar þær hörmungar sem dunið hafa yfir íbúa héraðsins af völdum her- sveita og lögreglu Serba tóku vesturveldin loksins á sig rögg og settu Milosevic og herskáustu Kosovo-Albönunum stólinn fyr- ir dyrnar. Það er fyrst og fremst komið undir ákveðni og vilja- styrk forystumanna vesturveldanna hvort viðræðurnar bera ár- angur og boða bjartari tíð fyrir íbúa þessara stríðsþjáðu byggða. Vonandi eru atburðir síðustu daga merki um að ein- ræðisherranum í Belgrad verði loksins mætt af fullri hörku. Reynist það tálvonir blasir ekkert annað við Kosovo-Albönum en áframhaldandi ófriður og enn meiri eymd. Elías Snæland Jónsson Stöðugleíkiim Garri hlustaði með andakt á Davíð Oddsson flytja boðskap sinn á einhverjum fundi sem sýnt var frá í sjónvarpinu í fyrrakvöld. Davíð var að Ieggja Iínurnar í kosningabaráttunni og talaði af Iandsföðurlegri yf- irvegun, eins og honum er ein- um Iagið. Góðærið er það sem kjósa á um, voru skilaboð for- sætisráðherra og Garri sem var nýbúinn að skila inn skatta- skýrslunni sinni, vissi í hjarta sínu að foringinn hafði lög að mæla. Að vísu hafði launaupp- hæðin á skattframtalinu ekki hækkað neitt frá framtalinu árið áður sem Garri notaði til viðmiðun- ar við útfyllinguna. Satt að segja hefði Garri bara getað skilað gamla fram- talinu. Og skuldirn- ar voru lfka svipaðar kannski örlítið meiri, en ekkert sem tekur því að tala um. En góðærið er ekki bara hærri laun og minni skuldir. Það er svo miklu meira. Eyða og speirna Góðærið sem Davíð gefur felst mest í stöðugleikanum. Það er til lítils að vinna sér inn pen- inga ef þeim er síðan eytt jafn- harðan aftur í einhveija bölv- aða vitleysu. Stöðugleikinn felst nefnilega í aðhaldseminni og það var einmitt það sem Davíð Iagði áherslu á. „Við eyðum ekki og spennum," sagði Davíð og Garri fann hvernig geðshræringin hríslað- ist um hann - hvílíkt lán að eiga slíkan mann að foringja! Allar hugsanir um að kannski væri nú gott ef góðærið sýni sig í hærri tölu á skattframtal- Davíð inu að ári hurfu sem dögg fyr- ir sólu. Það er stöðugleikinn sem skiptir máli og þótt menn fái kannski eitthvað mismikið af launakökunni og af skulda- súpunni fá allir sinn skammt af stöðugleikanum. Geöshræring Geðshræring Garra náði þó hámarki þegar Davíð benti þjóð sinni á hvaða valkosti hún hefði. Vilja menn kannski hina flokkana sem eru að lofa öll- um öllu og ætla að eyða öllum stöðugleikanum?! Eða eins og Davíð orðaði það svo eftirminnilega og með nánast ódauð- legum hætti: sem eru eins og „minkar í hænsnakofanum"! Nei, ó nei! „Það vil ég ekki Þjóðunn kvað“, eins og segir í gömlu ljóði. Hvorki Garri né þjóðin hef- Oddsson. ur áhuga á slíkum jólasveinum f ríkis- stjórn. Það er aðeins tvennt hættulegt í þessum heimi: að leika sér að eldinum og að leika sér að stöðugleik- anum. Upphrópanir um að þessi eða hinn sé að missa af góðærinu sýnir ótrúlegt skiln- ingsleysi á kjarna góðærisins. Góðærið er stöðugleikinn og stöðugleikinn er langlyndur, hann er góðviljaður, öfundar ekki, stöðugleikinn er ekki raupsamur og hreykir sér ekki upp, hann hegðar sér ekki ósæmilega, hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt og umber allt. Stöðugleikinn fell- ur aldrei úr gildi. Hann er eins og Davíð - kjölfesta okkar. GARRI ODDUR ÓLAFSSON skrifar Gróskan í efnahagslífinu er hreint út sagt ofboðsleg. Allt er að bólgna út og vaxa. Hagvöxtur- inn vex og vex, útflutningurinn eykst og innflutningurinn enn meira, kaupið hækkar og skatt- amir hækka, launabilið vex að sama skapi, verðgildi fiskveiði- kvóta vex og gróðinn af nýseldum ríkisfyrirtækjum eykst ár frá ári, hlutabréfin hækka, umferðin eykst, túristum fjölgar og utan- landsferðum enn meira, stóð- hestaeignin vex sem og bílafloti. Ekki veit maður hvar á að bytja eða enda þegar reynt er að telja upp dæmi um vöxtinn í hagsæld- inni á endalausum góðærum sem Davíð & Co hafa leitt yfir þjóð- ina. Þeir ríku verða ríkari með hveiju árinu sem Iíður og hinir fátæku verða fátækir áfram, sem er mikil framför frá þvf að þeir verði fátækari eftir því sem ríki- dæmið vex. Það ríkir nefnilega marglofaður stöðugleiki í fátækt- inni en óróinn er samansafnaður Öbærilegur vöxtur góðærisms í auðsöfnuninni, sem er af hinu góða samkvæmt trúnni á mark- aðslögmálið, sem trúboðar heima og heiman boða af einlægum trú- arhita. Vöxturinn í lánakerfunum er vitnisburður um hve auðsöfnun- in lánast prýðilega. Lánin eru að við erum svo miklu duglegri að kaupa í útlöndum og flytja inn en að skapa verðmæti í landinu og selja til útlanda. Miklu fjár- magni er varið til að fá okkur til að kaupa sem mest og sem dýrast og er auglýsingabransinn ein helsta máttarstoð viðskiptalífsins stjórnmálafólki í ingabaráttunnar. vígahug kosn- Dugleg að kaupa Það sem vex einna hraðast í góð- æri efnahagssveiflunnar er vöru- skiptahallinn. Það helgast af því, forðanum, er farið að gefa aðvör- unarmerki um að allur vöxtur sé ekki til hagsbóta, svo sem eins og aukning vöruskiptahallans. Lífsstíll aó láni Þar sem stutt er til kosninga er séð svo um að skilaboð Þjóðhags- stofnunar og Seðlabanka séu mátulega loðin, svo að ekki verði eftir þeim tekið. Skárra væri það nú ef embættismenn ætluðu nú að fara að skýra atkvæðunum frá því, að góðærið byggist á fölskum forsendum. Svo sem eins og þeim, að glæsilegur IífsstíII mið- stéttarinnar sé tekinn að láni og að okkar góðu markaðir erlendis standi ekld undir kaupæðinu og neysluþörfum sem magnaðar eru upp af trúboðum hagvaxtar sem ekki á sér takmörk. Til er ráð til að losna við gjald- eyrisþurrð. Það er að leggja niður krónuna og taka upp evruna. Þá verður aldrei gjaldeyrisskortur, en verið gæti að evrusjóðirnir tylldu illa í landinu. En Islend- ingar hafa þá fyrr pissað í skóinn sinn og slampast gegnum góðær- in, sem ávallt eru efnahagslífinu skeinuhættari en mögru árin. ro^tr FórBjöm Bjamason yfir strikið með því að líkja borgarstjóra við Pol Pot ípistli á heima- síðusinni? Vilhjálmur Egilsson þ ingmaður Sjálfstæðisflokks. „Ég skyldi þetta alis ekki þannig að Björn Bjarna- son væri í þessum pistli sínum á Net- inu að líkja borgarstjór- anum við Poi Pot. Til dæmis er ekki hægt að setja samsemmerki milli manns sem drekkur einu sinni eitt rauðvínsglas og forfall- ins alkóhólista, þó báðir eigi það sameiginlegt að hafa drukkið áfengi.“ Raimveig Guðmimdsdóttir þingmaðnrjafnaðarmanna. „Þessi umæli Björns Bjarnasonar ásamt því sem Davíð Oddsson sagði um Samfylking- una sýna mikla taugaspennu í herbúðum Sjálfstæðisflokksins. Samlíking menntamálaráðherrans, að líkja borgarstjóranum við alræmdan stríðsglæpamann, er að fara svo gjörsamlega yfir strikið að þau hitta engan fyrir nema hann sjálfan." Valdimar H. Jóhannesson kvótabani. „Það henti mig um dag- inn að láta of sterk orð falla um Ingi- björgu Sól- rúnu og Dav- íð Oddsson í blaðaviðtali, sem ég síðar baðst afsökunar á. Það er sitthvað hvað maður get- ur sagt í tveggja manna tali eða á opinberum vettvangi. Svona orðalag getur maður kannski notað í einkasamræðum til þess að undirstrika rækilega hvað maður er að fara. En Ingibjörg Sólrún er ekki Ijöldamorðingi, þó ég geti hinsvegar verið sam- mála Birni Bjarnasyni um að ég hrífst ekki af henni sem stjórn- málamanni. Einræðistilburðir hennar eru mér ekki að skapi." Indriði G. Þorsteinsson „Þessi um- mæli tel ég mjög ósann- gjörn. Pol Pot drap ekki nema þrjár milljónir manna og hauskúpurnar eru hafðar til sýnis í Kambódíu. Ingibjörg Sólrún hefur ekki mér vitanlega drepið nokkurn, en sett hroll í suma. Mér hefur alltaf lik- að vel við hana, þótt vinstri manneskja sé, og dettur ekki í hug að kenna hana við Pol Pot.“ rithöjundur.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.