Dagur - 17.02.1999, Side 2

Dagur - 17.02.1999, Side 2
2 - MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 Tkypir FRÉTTIR „Það kom m.a. í Ijós að sumir þeirra sem þarna gáfu ráð höfðu ekki læknismenntun og aðrir jafnvel verið reknir úr starfi og þrifust hvergi annars staðar, “ sagði Guðmundur Björnsson, formaður Læknafélagsins. Læknisráð á Netmu vafasöm suin hver Ráð „netlækna“ sum var- hugarverð. Áheimasíðu Læknafélagsins eru rit- skoðaðar slóðir sem óhætt er fyrir almenning að skoða og nýta sér. „Ef marka má niðurstöður þessarar könnunar þá mundi ég ráðleggja fólki að fara mjög varlega í þ\a' að fara að læknisráðum á netinu. Það kom m.a. í ljós að sumir þeirra sem þarna gáfu ráð höfðu ekki læknismenntun og aðr- ir jafnvel verið reknir úr starfi og þrif- ust hvergi annars staðar,“ sagði Guð- mundur Björnsson, formaður Lækna- félagsins, aðspurður vegna þýskrar könnunar á ráðleggingum „netlækna", sem nýlega var sagt frá í Læknablað- inu (des. ‘98). 7 af 17 netlæknum gáfu ráð.... Tveir þýskir læknar ákváðu að athuga ráðleggingar þeirra 17 „Iækna“ sem þeir fundu að buðu þjónustu sína á netinu, allir í Bandaríkjunum. Að baki sjúkdómslýsingarinnar, sem þýsku Iæknarnir báðu um ráð við, var dæmi- gerð ristilbólga sem oft leggst á sjúkl- inga með ónæmistruflanir og krefst tafarlausar lyfjameðferðar. Tíu net- læknanna svöruðu og sjö gáfu læknis- ráð, fimm gegn gjaldi en tveir ókeypis. Fimm netlæknanna greindu sjúkdóm- inn rétt og gáfu viðeigandi ráð. En ráð- leggingar tveggja þóttu vægast sagt orka tvímælis. Kuka oft og drekka rigningarvatn Annar þeirra, sem sagðist vera þekktur náttúrulæknir, fyrirlesari, rithöfundur og heimilislæknir, sagði ekkert að ótt- ast og ráðlagði hómópatalyfið Apis 30D ásamt C-vítamíni og krafðist 1.700 kr. fýrir. Hinn sagðist næringar- fræðingur og bauð upp á „beinlínu" sjúkdómsgreiningu. Sagði hann að sjúkdómurinn gæti stafað af stíflu í losunarlíffærum (lifur, milta, gall- blöðru, nýrum, þörmun og húð). Ráð- lagði hann um mataræði, m.a. að drekka rigningarvatn og borða rauð- smára og vatnaliljur, en hætta neyslu mjólkurafurða og alls sem innihéldi hveiti. Og nauðsyn væri að hafa hægð- ir a.m.k. tvisvar á dag. Suint í lagi - annað vafasamt Einu leiðina til að nýta sér þessa teg- und netþjónustu segir Guðmundur kannski þá að koma á einhvers konar viðurkenningu á ákveðnum stöðum á netinu, sem fólk gæti þá nýtt sér. Þetta hafi þó ekki verið skoðað neitt sérstak- lega. „A heimasíðu Læknafélagsins erum við með ritskoðaðar slóðir, sem prófessor Magnús Jóhannsson, sem er okkar netritstjóri, hefur tekið saman. Það er svona það sem við teljum „í lagi“ og óhætt fyrir almenning að skoða og nýta sér. En örugglega er fullt af öðru efni á netinu sem fólk ætti að skoða með mjög gagnrýnum augum.“ íslenskir netlæknar innan tíðar Guðmundur segist ekki vita til að við eigum orðið neina íslenska netlækna, en ekkert ólíklegt að það yrði í mjög náinni framtíð. Þetta sé nútímatækni og sjálfsagt að læknar skoði þá mögu- leíka sem Tiún býður upp á. „Ég hef heyrt þessa umræðu og menn hafa t.d. velt fyrir sér hvort hægt væri fyrir læknastofur að koma bókunum á net- ið og hugsanlega einhverjum einfald- ari ráðum. Það er í rauninni ekkert til fyrirstöðu tæknilega séð, þetta er meira framkvæmdaatriði," sagði for- maður Læknafélagsins, sem taldi slíkt hið besta mál. -HEl Framsóknarflokkuriim á Norðurlandi cystra er nú b>Tj- aöur aö stilla saman krafta sína fyrir kosningabaráttmia í vor. í heita pottinum heyrist því nú fleygt að metm hafi nú þegar augastað á kosuinga- stjóra fyrir haráttuna framundan. Fullyrt er að það sé ValtýT Sigurbjamarson, sem til skamms tíma gegndi starfi forstöðumaims Akureyrarskrifstofu Byggðastofnun- ar. Syðra er sonur Valtýs, Jörundur, við störf Iijá þing- flokki framsóknarmanna.... Prófkjör Samfýlkingarinnar á Norðurlandi þykja ekki hafa farið að óskum. Sérstaka at- hygli vekur að Anna Kristíu Gumiarsdóttir Alþýöubanda- lagskona á Sauðárkróki lýsir því beinlýnis yfir í Degi í gær að fjöldi pólitískra andstæð- inga hefði kosið Kristján Möll- er til þess að vcikja listann! í pottínum velta menn því nú fyrir sér hvemig þeim tveim, Kristjáni og Önnu, muni ganga að vhma saman cftir blanuneringar af þessu tagi.... Á Norðurlandi eystra er lika liiti í mömium og em fýlkhig- amar tvær, með og á móti Sig- bimi Gunnarssyni, sem náði óvænt 1. sæti listans. And- stæðingar Sigbjöms benda á að atkvæðaseðlamir í próf- kjörinu hafi klárast í Mý- vatnssvcit - og smölun hafi gengið svona vel vegna þess að inemi liafi viljað losna við Sig- bjöm úr sveithmi! Stuðnhigsmemiimir bcnda liins vegar á aó Mývetningar þekki inaimhm og trcysti þvi cngum bctur til að reka erindi shi á Alþhigi.... Sigbjörn Gunnarsson. Anna Kristín Gunnarsdóttir. FRÉT TA VIÐTALIÐ Höfuðborgarsvæðið sem eitt í lóðamálum Guðrún Ágústsdóttir formaðurskipulags- og umferðar- nefndar Reykjavíkur. Gagnrýtii sjálfstæðismanna í lóðamálum R-lista vísað á bug. Sprungur í Norðlingaholti. Áhersla á byggingu hálf kláraðra hverfa. Samstarfvið nágrannasveitarfélög. Fimrn þúsund manna byggð í Grafar- holti. - Hefur R-listinn sýnt fyrirhyggjuleysi í lóðamálutn, eins og sjáljstæðismenn full- ■yrða? „Nei. Mér finnst þetta vera frekar átakan- legt útspil hjá þeim vegna þess að þau vita miklu betur. Það var farið mjög rækilega yfir þetta í fjárhagsáætluninni í desember. í Grafarholtinu var ákveðið að reyna ekki að vera að mjatla út lóðum og gera einhvern ákveðinn hluta byggingarhæfan þar á þessu ári fyrir utan atvinnuhúsnæði sem við byrj- um á á þessu ári. Við hefðum alveg getað flýtt þessu. Hinsvegar viljum við gjarnan að það klárist að byggja upp þau hverfi sem eru eins og hálfbyggð inni í borginni. Þarna eru t.d. Skúlagatan, Kirkjutúnið og Þróttar- svæðið. Þannig að við viljum klára þá þétt- ingu byggðar sem þegar er búið að skipu- Ieggja og er hálf kláruð. Svo er það Víkur- hverfið í Grafarvogi, sem hefur líka byggst alltof hægt upp. Þegar við förum austur fyr- ir Vesturlandsveginn, þar sem við brjótum nýtt land á næsta ári, þá ætlum við að gera það í mjög stórum skömmtum." - Hvernig líst þér á tillögu sjálfstæðis- manna utn thúðahyggð í Norðlingaholt- inu? „Það er til skipulag um svæðið sem er nokkurn veginn frá gengið. Það sem á stendur þar er að það eru einkaaðilar sem hafa viljað fá mun meira fyrir lóðirnar sínar en borgin er tilbúin að greiða. Það hefur staðið í málaferlum og deilum vegna hluta svæðisins. Við ákváðum því að setja svæðið í salt og snúa okkur að Grafarholtinu á meðan þessi mál leysast. Farið var að skoða þetta betur vegna nýrra reglna um hljóðvist. Þá kom í Ijós að það getur þurft að breyta þessu skipulagi. Þannig að þar sé meira af atvinnuhúsnæði næst þessum miklu um- ferðaræðum en ákveðið var í fyrstu. Það er því nokkuð Ijóst að það þarf að endurskoða skipulagið þegar lóðamálin Ieysast." - Er Norðlingaholtið ekki á sprungu- svæði? „Jú, það er að sjálfsögðu á sprungusvæði. Það vita líka allir að Rauðhólarnir eru gígar. Það eru þó ekkert meiri sprungur þarna en í Breiðholtinu og allsstaðar í nágrenninu. Það er hinsvegar auðvelt að kortleggja þær og byggja samkvæmt því. Þetta er heldur hjákátlegt vegna þess að sjálfstæðismenn lögðu alla áherslu á að fara í norður þegar við vildum fara í suðvestur. A sínum tíma var hætt við það vegna þess að þarna voru sprungur að þeirra sögn. Nú vilja þau fara þangað. Það er gaman að því. Fólk sér að sér þegar skynsemin tekur yfirhöndina." - Sjálfstæðismenn telja einnig að stefna ykkar í lóðatnálutn liafi þær afleiðingar að horgin tapar hæði fólki og tekjum yfir til nágrannasveitarfélaganna, eða er ekki svo? „Þau hafa alltaf litið á höfuðborgarsvæð- ið sem innbyrðis samkeppnissvæði á milli sveitarfélaga. Mér finnst það ekki sérstak- lega drengilegt ef borgin setur á markað fullt af lóðum til að draga úr möguleikum Kópavogs til að byggja hratt upp hjá sér á mesta uppgangstíma í byggingmálum bæj- arins. Við ásamt nágrannasveitarfélögunum erum að skipuleggja höfuðborgarsvæðið og vinnum mjög náið saman og að mörgu leyti betur en oft áður. I lóðamálum eigum við að iíta á höfuðborgarsvæðið sem eitt svæði. Þegar við setjum lóðir fyrir fimm þúsund íbúa í Garfarholtið á markað á næsta ári, þá getur verið skynsamlegt af nágrannasveitar- félögunum að vera ekki á nákvæmlega sama tíma með stóra skammta af lóðum.“ -GRH

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.