Dagur - 17.02.1999, Page 4

Dagur - 17.02.1999, Page 4
FRETTIR „Dggur MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRUAR 1999 I FJARÐARBYGGÐ Þrír ættliðir í blaM Þrír ættliðir blakkvenna voru inn á samtímis í leik Þróttar Neskaup- stað gegn Þrótti Reykjavík í kvennaflokki. Mæðgurnar Petrún Jóns- dóttir og Hulda Eysteinsdóttir eru fastamenn í liði Þróttar Neskaup- stað en í fyrstu hrinunni var Elmu Guðmundsdóttur, móður Petru, skipt inn á og því léku þær allar saman um stund. Það þykir tíðind- um sæta þegar mæðgur eða feðgar leika saman í íþróttaliði en að þrír ættliðir leiki saman er vafalítið einsdæmi. Þess má geta að Elma eldri átti eina laumu í gólfið hjá Þrótti Reykjavík í sigurleik Norðfjarðar- kvenna í tveimur leikjum. Þróttur Neskaupstað er í 2. sæti deildar- innar með 26 stig eftir 11 leiki, 6 stigum á eftir Víkingi Reykjavík. Staðkunnugt íólk til Markaðsskrif- stofu Austurlands Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur vísað erindi Ferðamálasamtaka Aust- urlands og Þróunarstofu Austurlands um stuðning við stofnun Mark- aðsskrifstofu Austurlands til ferðamálafélaga í sveitarfélaginu. Er- indið var sent til sveitarstjórna á Austurlandi frá Breiðdal í suðri norður á Bakkafjörð. I umsögn Ferðamálaráðs Norðfjarðar segir að stjórn þess sé jákvæð fyrir tillögunni og leggur áherslu á að til sum- arstarfa og embættis markaðsfulltrúa Austurlands ráðist vel stað- kunnugt fólk. Byggingarkostnaður Nesskóla hækk- ar verulega Magni Kristjánsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Fjarðabyggð, lét nýlega bóka eftirfarandi á fundi bæjarráðs: „Fyrir örfáum dögum upplýsti bæjarstjóri að grunnskólabygging á Norðfirði, sem áætlað var að kostaði 60 mílljónir króna væri komin í 110 milljónir króna. Jafnframt upplýsti hann að skólabygging á Eskifirði sem áætlað var að kostaði 47 milljónir króna væri komin í 65 milljónir króna. Sam- tals hafa því þessar framkvæmdir farið 68 milljónir króna fram úr áætlunum. Bæjarráðsmaður D-lista mótmælir því harðlega að út- gjöld af þessari stærðargráðu umfram heimildir skuli ekki kynntar bæjarráði með tölulegum upplýsingum fyrr en eftir á, né fengnar fyr- ir því heimildir. Þessi vinnubrögð eru ólögleg og algjörlega óheimil samkvæmt samþykkt bæjarins. Meirihlutinn er hvattur til að bæta vinnubrögð sín í þessum efnum og allri ábyrgð af þessum málum er vísað til hans.“ I svari bæjarstjóra, Guðmundar Bjarnasonar, segir að bæjarráði hafi verið gerð grein fyrir auknum kostnaði vegna viðbygg- ingar Nesskóla án þess þó að tölulegar upplýsingar væru bókaðar. Öllum bæjarráðsmönnum hefði því mátt vera fullljóst hvert stefndi vegna kostnaðar við viðbyggingu Nesskóla. Fjármálastjóri verður forstöðiunaður fjármálasviðs Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur samþykkt að með tilliti tíl skipurits skuli stöðuheiti fjármálastjóra sveitarfélagsins verða forstöðumaður Ijármálasviðs, stöðuheiti félagsmálastjóra verði forstöðumaður fé- lagsmálasviðs og atvinnumál bætist á verkefnalista stjórnsýslusviðs. Bæjarráði og bæjarstjóra er falið að vinna að því að stjórnkerfi bæj- arins verði sem fyrst lagað að skipuritinu. Slökkviliðsstjóri ráðiirn Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að ráða Þorberg Hauksson slökkviliðsstjóra Fjarðabyggðar en hann hefur gegnt starfi slökkvi- liðsstjóra Brunavarna Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. Tveir varaslökkvi- liðsstjórar verða ráðnir í Neskaupstað og felur bæjarráð slökkviliðs- stjóra að ganga frá ráðningu þeirra. Þorbergur er annar tveggja bæj- arfulltrúa Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Fjarðabyggðar en þeir sitja í minnihluta ásamt bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks. GG Sæplast í samstarf vlð Danexport Sæplast á Dalvík hefur gert umboðssamning við danska fyrirtækið Danexport um sölu á kerum og brettum til Svíþjóðar og Finnlands. Danexport hefur sérhæft sig í vinnslu kjötafurða, bæði til manneldis og annarra nota. Við framleiðslu á gæludýrafóðri safnar Danexport saman þeim afskurði frá kjötvinnslum sem til fellur í Skandinavíu og flytur til sinna framleiðslufyrirtækja og þar vega ker þungt í flutn- ingsferlinu. Danexport hefur einnig keypt fiskúrgang af íslenskum lyrirtækjum til vinnslu. Sæplast hefur um langan tíma selt ker til Danexport. Sæplast bindur miklar vonir við þessi fyrstu skref fyrirtækjanna í samstarfi en með því skapast tækifæri til að vinna með einum öflug- asta sölu- og framieiðsluaðila innan kjötiðnaðarins á Norðurlöndum að frekari sölu og þróun kera inn á þennan markað, samvinnu í markaðsmálum í öðrum heimshlutum og sameiginlegri þátttöku í sýningum innan þessa iðnaðargeira. GG Reykjavíkurborg mun á næstunni hafa milligöngu um sölu á um 3 þúsund íbúðum. Ætlar að selja 3 þiisund íbúðir Félagslegar eignar- íbúðir sem koma til innlausnar. Verðmæti um 15-20 miljarðar. íbúðum breytt í leigu- íbúðir. Um sjö hundr- uð manns á biðlista. Reykjavíkurborg hyggst á næstu árum hafa milligöngu um sölu á nærri þrjú þúsund íbúðum, eða félagslegum eignaríbúðum sem koma til inniausnar. Talið er að verðmæti þessara íbúða geti numið 15-20 milljörðum króna. Helgi Hjörvar formaður starfs- hóps um stefnumótun í húsnæð- ismálum borgarinnar segir að Innkaupastofnun borgarinnar verði húsnæðisnefnd til ráðgjafar í þessum efnum. Þá séu líkindi á því að borgin verði í samfloti með Ibúðalánasjóði sem sé að kanna samskonar möguleika á sölu fé- lagslegra eignaríbúða. Hjálpað til að kaupa Þetta kemur m.a. fram í tillögum starfshóps um stefnumótun í húsnæðismálum sem borgarráð hefur samþykkt. Nýju lögin breyta töluverðu um stöðu og hlutverk borgarinnar í húsnæðismálum. Helsta breytingin er sú að í stað þess að úthluta efnalitlu fólki íbúðum á hagstæðum kjörum mun húsnæðisnefnd borgarinnar veita því viðbótarlán við hús- bréfalán til kaupa á íbúð að eigin ósk. I tillögum starfshópsins er fallið frá því að borgin nýti heim- ild húsnæðislaga til að skilyrða þessi lán við kaup á félagslegum eignaríbúðum. Formaður starfs- hópsins segir að þetta sé gert til að auka valfrelsi kaupenda á fast- eignamarkaðnum. Þá Ieggur starfshópurinn til að kaupréttur borgarinnar á þessum íbúðum verði lækkaður úr 30 árum í 25 ár. Við það fellur borgin frá for- kaupsrétti á 114 íbúðum en fjöl- di tbúða sem kaupskylda hvílir á er á fjórða þúsund í borginni. Starfshópurinn leggur einnig til að þeim sem leigja fbúðir af borginni verði gefinn kostur á að kaupa þær. Leiguíbúðuin fjölgar Þá hyggst borgin einnig nýta sér heimild í húsnæðislögum með því að breyta félagslegum eignar- íbúðum sem koma til innlausnar í leiguíbúðir. Helgi Hjörvar segir að á þennan hátt sé hægt að fjölga leiguíbúum borgarinnar um allt að 125 á þessu ári og annað eins á næsta ári, ef heim- ild fæst. Á næstu árum gefur þetta möguleika á að stytta há- marksbiðtíma eftir leiguíbúð úr átta árum í þrjú ár og meðalbið- tíma í eitt ár. Þegar séu á sjöunda hundrað einstaklingar og fjöl- skyldur á biðlista eftir leiguíbúð hjá borginni. Auktn breidd i eignaraðild í tillögum starfshópsins er lögð áhersla á að borgin leiti lausna í húsnæðismálum með almennum aðgerðum fremur en með kaup- um og byggingu eigin húsnæðis. Þá telur starfshópurinn æskilegt að stjórn Félagsbústaða verði heimilað að kanna möguleika á eignaraðild annarra sveitarfé- Iaga, Iífeyrissjóða og fleiri að fyr- irtækinu. Hópurinn telur að auk- in breidd í eignaraðild og stækk- un athafnasvæðis muni bæði efla og styrkja stöðu Félagsbústaða. GRH Meiðyrði í kjolfar málverkafolsimar? Samkvæmt heimildum Dags eru miklar líkur á því að farið verði fram á að „Pressumálið" svokall- aða verði tekið upp fyrir dóm- stólum að nýju og þá með hlið- sjón af upplýsingum sem komið hafa fram við meðferð málverka- fölsunarmálsins svokallaða. Ritstjóri Pressunnar, Kristján Þorvaldsson og blaðamaður blaðsins, Þóra Kristín Ásgeirs- dóttir, voru í málinu dæmd vegna ummæla í blaðagrein um meintar falsanir og rangar full- yrðingar í tengslum við Gallerí Borg. Samkvæmt heimildum blaðsins telja Iögmenn og lög- reglumenn sem að málum þess- um hafa komið að endurupptaka Pressumálsins í Ijósi nýrra upp- lýsinga myndi örugglega verða heimiluð og dómurinn, sem staðfestur var í Hæstarétti, að líkindum falla um sjálfan sig. Tryggvi P. Friðriksson, for- stöðumaður Gallerís Foldar, lýsir því yfir í nýjasta hefti Listapósts- ins, sem galleríið gefur út, að nauðsynlegt sé að í tilefni mál- verkafölsunarmálsins svokallaða verði myndaður „fámennur vinnuhópur sérfræðinga, sem falið verði að leita uppi og skoða verk sem grunur leikur á að séu ekki í lagi“. Hann lýsir því jafn- framt yfir að skoða þurfi stóran hluta allra verka sem seld voru í Galleríi Borg a.m.k. frá ársbyrjun 1993. -FÞG

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.