Dagur - 17.02.1999, Qupperneq 5

Dagur - 17.02.1999, Qupperneq 5
 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 - 5 FRÉTTIR Um 6. hver keirn- ari án réttinda Hlutfall leiðbeinenda í kennaraliði skóla er mismunandi eftir landshlutum en til daemis á 1/estfjörðum gera menn sér vonir um að aukning á fjarnámi geti orðið til þess að fjölga réttindakennurum. Rúmux helmingur kennara í graimskðl- um á Vestfjörðum eru leiðbemendur. Af rúmlega 4 þúsund grunn- skólakennurum í landinu í haust voru um 710 leiðbeinendur, þ.e. án kennsluréttinda, eða 17,5%, samkvæmt svari menntamála- ráðherra við fyrirspurn á Alþingi, um hlutfall kennara og leiðbein- enda og jafnframt menntun leið- beinendanna. I ljós kemur að 110 þeirra (nær sjötti hluti) hafa aðeins að baki próf úr grunn- skóla (áður gagnfræðaskóla). Næstum helmingurinn (330) hefur lokið framhaldsskólaprófi, t.d. úr fósturskóla, þroskaþjálfa- skóla, stúdentsprófi, sveinsprófi eða 8. stigi úr tónlistarskóla auk þess sem nokkrir eru iðnmeistar- ar, vélstjórar, skipstjórar, lækna- ritarar eða leiðsögumenn. Ríf- lega þriðjungur leiðbeinenda (260) hefur próf af háskólastigi. Engin ný sannindi á Vestfjörðum Langhæsta hlutfall leiðbeinenda er á VestQörðum, um helmingur allra kennaranna. Hlutfallið er næstum 40% á Norðurlandi vestra, tæp 35% á Austurlandi, 30% á Norðurlandi eystra, 25% á Vesturlandi og 20% á Suður- landi. Á Reykjanesi er nær tíundi hver leiðbeinandi og tæp 7% í Reykjavík. Um helmingur allra leiðbeinenda er í hlutastarfi, en einungis fjórðungur réttinda- kennaranna. Þannig að réttinda- kennarar annast hærra hlutfall kennslunnar en fjöldi þeirra gef- ur til kynna. „Þessar tölur eru engin ný sannindi hér, staðan var mjög svipuð í fyrra. Raunar hefur þetta verið í þessu horfinu síð- ustu 15 ár eða svo, þó með þeirri undantekningu að fyrir 4-5 árum lagaðist hlutfallið töluvert um 2ja til 3ja ára skeið. En síðan sótti aftur í sama horf,“ sagði Pétur Bjarnason, fræðslustjóri Vestfjarða. Leiðbeinandi ekld sama og óhæfur kennari „Staðreyndin er að Vestfirðir eru, eins og þeir hafa verið, með lægst hlutfall réttindakennara. En tölurnar segja ekki nægilega mikið til um það hver innir kennsluna af hendi. Að telja Qölda leiðbeinanda, án tillits til kennsluhlutfalls, kemur líka verr út þar sem mikið er um fámenna skóla sem sækja sér fólk úr at- vinnulífinu til kennslu mjög fáar stundir, en allir heita þeir leið- beinendur. Til dæmis presturinn sem kennir biblíusögur. Leið- beinandi í minna en hálfri stöðu kennir oftast sérfög, t.d. tón- mennt, handmennt eða annað. Kannski smiðurinn í þorpinu sem kennir smíðar í 4 stundir á viku. Og sem betur fer er ekki samasemmerki á milli leiðbein- anda og óhæfs kennara," segir Pétur. Fjamámið að snúa þrónninni við Vestfírðir búa óneitanlega illa í fjölda menntaðra kennara. „En á móti kemur að þetta ástand er búið að vera það Iengi hérna, að við erum með allmikið af reyndu fólki sem hefur aflað sér mennt- unar gegn um námskeið og fræðslufundi - auk þess sem við höfum fengið að hafa fleira fólk í Ijarnámi Kennaraháskólans en aðrir landshlutar, sem er í raun- inni að Iaga stöðuna mjög mikið. Heilmargir leiðbeinendanna eru í námi. Þessi nýju vinnubrögð Kennaraháskólans eru, að mínu mati, á góðri leið að snúa þróun- inni við og gera okkur kleift að halda uppi markvissu og góðu skólastarfi," segir Pétur. - HEl Hagnaður Búnaðarbankans hefur aukist undanfarin ár. Metgróði Búnaðar- bankans Hagnaður Búnaðarbankans 1998 var 876 milljónir króna fyrir skatta, en 649 milljónir króna eftir að skattar höfðu ver- ið greiddir. Hagnaður bankans hefur farið stigvaxandi síðustu árin, um leið og hlutfall kostn- aðar af tekjum hefur lækkað og eigið fé vaxið upp í 6,1 milljarð króna. Raunarðsemi eiginfjár var 19,6% á árinu. Afkoman í fyrra samsvarar hagnaði upp á 3,4 milljónir króna hvern virkan dag ársins. Munur á vaxtatekjum og vaxta- gjöldum var jákvæður um 2,9 milljarða króna þrátt fyrir minnkandi vaxtamun, en auk þessa tekjupósts vekja athygH þjónustutekjur upp á 1,3 millj- arða króna eða 5 milljónir króna hvern virkan dag. Þessar þjón- ustutekjur standa að stórum hluta undir 1,7 milljarða króna gjöldum vegna launa og launa- tengdra gjalda. Samkvæmt frétt bankans má rekja góða afkomu hans fyrst og fremst til aukinna umsvifa og hagstæðra ytri skil- yrða. Niðurstöðutala efnahags- reiknings var 88,5 milljarðar króna og hefur Búnaðarbankinn samkvæmt því stækkað um 40,4 milljarða á síðustu þremur árum eða 84%. - FÞG Talar um afskræm- ingu kjördæmaima Frumvarp um breyt- ingu á kjördæmaskip- aninni komin í gegn- um aðra umræðu. Breytingar á kjördæmaskipan landsins voru samþykktar með 42 atkvæðum gegn 5 eftir aðra um- ræðu um frumvarpið á Alþingi í gær. Það eru einkum þingmenn landsbyggðarinnar sem eru ósátt- ir við þær og telja að kjördæmin verði alltaf stór. Egill Jónsson tal- aði um afskræmingu kjör- dæmanna og sagði að þingmenn þéttbýlisins hefðu öllu ráðið við undirbúning málsins. „Vinnsla málsins byggist á pólitískri hags- munagæslu milli stjórnmálaflokk- anna. Þessa geldur fólkið í hinum dreifðari byggðum,'1 sagði Egill. Hjörleifur Guttormsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðjón Guð- Egill Jónsson: Þetta byggist á pólitískri hagsmunagæslu milli stjórnmálaflokkanna og þess geld- ur fólk úti á landi. mundsson, Kristinn H. Gunnars- son og Magnús Stefánsson lýstu einnig andstöðu sinni við fækkun og stækkun kjördæma þegar þeir gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Sighvatur Björgvinsson fagnaði því að verið væri að jafna atkvæð- isrétt landsmanna og sagði breyt- ingarnar stórt skref í að gera land- ið allt að einu kjördæmi. I sama streng tók Asta Ragnheiður Jó- hannesdóttir en hún sagðist mjög á móti því að skipta Reykjavík í tvö kjördæmi. Það sagði Og- mundur Jónasson einnig fráleitt. Hann og Steingrímur J. Sigfússon eru einnig mjög mótfalllnir því að framboð þurfi að fá 5% atkvæða á landsvísu til að fá uppbótarþing- mann. „Það getur þýtt að atkvæði 9500 kjósenda nýtist ekki og pólitískur vilji þeirra virtur að vettugi,“ sagði Ögmundur. Frumvarpið fer væntanlega aft- ur til umtjöllunar í stjórnsldpun- arnefnd áður en það verður end- anlega afgreitt. Breytingarnar taka hins vegar ekki gildi fyrr en þær hafa verið samþykktar öðru sinni á Alþingi eins og ber að gera við breytingar á stjórnarskránni. Tugir yfirheyrðir í Hagaskólamáli Tugir sakborninga og vitna hafa verið yfirheyrðir á síðustu vikum vegna 6 kærumála foreldra grunnskólanema í Hagaskóla til lögreglunnar, sem lagðar voru fram um síðustu mánaðamót. Kærurnar eru m.a. um líkams- meiðingar, einelti og jafnvel morðhótanir sem nemendur segjast hafa fengið frá öðrum nemendum. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar er rannsókn málsins komin á seinni stig, en þó eru fá- einar vikur í að niðurstaða náist og of snemmt að segja til um hvort af ákærum verður. Kærurnar voru lagðar fram að áeggjan Einars Magnússonar, skólastjóra Hagaskóla, en kæru- efnin munu vera misjafnlega al- varlegs eðlis. Að minnsta kosti í tveimur tilfellum má tala um al- varleg sakarefni, líkamsárás og alvarlegt einelti, og munu tveir drengir koma oftar við sögu en aðrir sakborningar. — FÞG Mál að gjaldfæra Flekkuvík Að mati Ríkisendurskoðunar er mál til komið að gjaldfæra hjá A- hluta ríkissjóðs 200 milljónirnar sem ríkissjóður ábyrgðist og lagði út vegna kaupanna á Flekkuvík undir stóriðju - og hefur verið að borga af síðan 1991 - samkvæmt skýrslu um endurskoðun ríkisreiknings. Vegna stóriðjuáforma við Flekkuvík í upphafi áratugarins keypti Vatnsleysustrandarhreppur þar land með ábyrgð og lánveitingu ríkis- sjóðs er nam um 1 50 milljónum. Til viðbótar greiddi ríkissjóður síð- an 50 milljóna rannsóknakostnað. Greiðslurnar voru færðar sem viðskiptakröfur enda ráð fyrir gert að þær yrðu endurgreiddar að af- Ioknum stóriðjusamningi. „Þar sem ekki er séð að í náinni framtíð komi til byggingar stóriðju á þessu svæði ber að mati Ríkisendurskoð- unar að færa framangreindar íjárhæðir til gjalda hjá A-hluta ríkis- sjóðs,“ segir Ríkisendurskoðun. - HEI Um 2.000 fengu mataraðstoð um jól 1.992 einstaklingar nulu góðs af matarbúri Fljálparstarfs kirkjunnar um sl. jól, en þangað sóttu bágstaddir á Islandi um aðstoð. 888 sóttu um þessa aðstoð og því ljóst að nokkuð var um Ijölsky'ldufólk á með- al þeirra bágstöddu sem sóttu um mataraðstoðina. 17,5 milljónir króna söfnuðust í jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunn- ar 1998 undir kjörorðinu „Ert þú aflögufær". Söfnunarfénu verður varið til þróunarverkefna erlendis, sem felst meðal annars í mennt- un barna, uppbyggingu heilsugæslu, vatnsöflun og fleiru og einnig í neyðaraðstoð, s.s. í Mið-Ameríku. — FÞG HÚJiaþmg vestra mótmælir Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur mótmælt harðlega fram komnu stjórnarfrumvarpi til laga um breytingar á skipulags- og byggingalög- um. Samkvæmt frumvarpinu eru sveitarfélög sem liggja að miðhá- lendinu alveg tekin út fyrir og fá ekki rétt til að tilnefna fulltrúa í samvinnunefnd um skipulagningu hálendisins. Sveitarstjórn álítur að með því sé gengið á svig við megininntak skipulagslaga þar sem sveitarfélögin hafa skipulagsmál á sinni hendi. Þess í stað er skilgreindum og óskilgreindum félagasamtökum falið meira vald og réttur til afskipta af skipulagsmálum en umræddum sveitarfélögum. — GG

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.