Dagur - 17.02.1999, Qupperneq 6

Dagur - 17.02.1999, Qupperneq 6
6 -MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 ÞJÓÐMÁL Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Adstoöarritstjóri: BIRGIR GUÐMUNDSSON Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 1A, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo 0G soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: í.soo kr. á mánuði Lausasöluverð: íso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símar auglýsingadeildar: creykjavík)563-1615 Ámundi Ámundason CAKUREYRD460-6191 G. Omar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Simbréf ritstjórnar: 460 6171CAKUREYRí) ssi 6270 creykjavíK) Hörmimgar Kúrda í fyrsta lagi Kúrdíski leiðtoginn Abdullah Ocalan er dæmi um þá gamal- kunnu staðreynd að í stjórnmálum eru orðin hryðjuverkamað- ur og frelsishetja samheiti; spurningin er aðeins hverra augum litið er á manninn. Tyrknesk stjórnvöld, sem hafa háð hat- rammt stríð við Kúrdíska verkamannaflokkinn undir stjórn Ocalans allt frá árinu 1984, telja hann bera ábyrgð á voðaverk- um í Tyrklandi. En í augum stuðningsmanna sinna er Ocalan frelsishetja, sem var svikinn í hendur ijandmanna sem munu án efa taka hann af lífi við fyrsta tækifæri. í öðru lagi Hörmungasaga Kúrda er löng og að því er virðist endalaus. Vestræn nýlenduveldi skiptu landi þessarar 25 milljóna þjóðar á milli þriggja ríkja - Tyrklands, Iraks og Irans - þrátt fyrir lof- orð Bandaríkjaforseta við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar um að þeir ættu að fá að mynda sjálfstætt ríki. Snemma á öldinni tóku vestræn ríki fullan þátt í að kúga Kúrda, og hin síðari ár hafa þau beint og óbeint stutt hernaðaraðgerðir tyrkneskra stjórnvalda gegn Kúrdum - en þær hafa kostað að minnsta kosti 20 þúsund mannslíf. Saddam Hussein hóf kerfisbundna útrýmingarherferð gegn Kúrdum fyrir mörgum árum og beitti óhugnanlegum efnavopnum gegn konum og börnum. í þriöja lagi Það er eitt af undrum veraldar að Kúrdar skuli enn halda sér- kennum sínum eftir aldalanga kúgun. Þeim tólf milljónum Kúrda sem búa á svæði sem er innan landamæra Tyrklands er neitað um helstu grundvallar mannréttindi - enda markmiðið að útrýma þeim sem sérstakri þjóð og neyða þá til að aðlagast tyrknesku samfélagi. Því miður hafa Kúrdar ekki borið gæfu til að sameinast í eina fylkingu gegn þessum hatrömmu ofsókn- um. Þeir geta heldur ekki reiknað með stuðningi erlendra stór- velda. Við upphaf nýrrar aldar, þegar hinn auðugi hluti heims- ins fagnar glæstum sigrum mannsandans, bíður Kúrdanna því hörmuleg framtíð misréttis og kúgunar. Elias Snæland Jónsson Nýr formaður í AlþýðufLokknion Þá mun Margrét vera orðin formaður Alþýðuflokksins, ef Garri skilur þetta rétt. Flest- um ber saman um að Alþýðu- bandalagið hafi á síðustu vik- um horfið í þeim prófkjörum sem farið hafa fram á sama tíma og Alþýðuflokkurinn hef- ur vaxið og dafnað. Alþýðu- bandalagsmenn eru svo lélegir smalamenn og svo óvanir próf- kjörum að þeir hafa einfald- lega drukknað í því flóði stuðningsmanna, sem krötum er svo lagið að töfra fram þegar prófkjör ganga yfir. Niður- staðan hefur verið að Alþýðuflokkur- inn hefur einfald- lega gleypt Alþýðu- bandalagið, og allir virðast sáttir við að skilgreina Samfylk- inguna sem krata- framboð fyrst og fremst. Eitt tromp Alþýðubandalagsmenn hafa þó ekki horfið með öllu og eitt helsta tromp þeirra er að Mar- grét Frímannsdóttir, sem ekki þarf að búa við þá skrumskæl- ingu lýðræðis að fara í próf- kjör. Margrét er nú orðinn talsmaður Samfylkingarinnar og foringi - það verður hún sem kemur fram í sjónvarps- kappræðunum fyrir kosningar - og þykja það all nokkur tíð- indi því áður var Björn Bjarna- son búinn að úthluta Jóhönnu þessu embætti. Það virðist vera sama hvar aumingja Björn ber niður þessa dagana, það fer enginn eftir því sem hann segir. En um leið og V Margrét er orðin að formanni Samfylkingarinnar er hún í raun orðin að formanni Al- þýðuflokksins og í því felst snilld Samfylkingarinnar. KonimgsríMð allt Eftir að Alþýðubandalagið er orðið að Alþýðuflokki og for- maður Alþýðubandalagsins að formanni Alþýðuflokksins ætti fátt að geta komið í veg fyrir að vel fari. Þetta er ekki ósvipað því sem konungar gerðu hér á árum áður, þeir giftust og mægðust yfir landa- mæri til þess að auka við Iandvinn- inga sína og sam- eina ólíkar þjóðir undir einni stjórn. Þannig hefur Mar- grét nú náð að stroka út landa- mæralínur milli A- flokkanna og uppsker að laun- um konungsríkið allt. Og for- mennskunni fylgja nú orðið föst hlunnindi sem kannski er mest um vert fyrir Margréti að hreppa. Nú getur hún t.d. ver- ið viss um að hreppa næstu sendiherrastöðu sem losnar, eins og forverar hennar í for- mannsstóli hafa gert - hafi þeir þá ekki hreppt enn æðri stöð- ur. Hins vegar er það jafnframt tryggt að hennar fólk i Alþýðu- flokknum mun ekki halda uppi gagnrýni á þá embættisskipan frekar en þeir hafa gert hingað til. GARRI ODDUR ÓLAESSON skrifar Nýdubbaður talsmaður samfylk- ingar og útvalinn leiðtogi Sig- hvats Björgvinssonar fékk þá hugljómun um helgina, að próf- kjörin fyrir norðan væru skrum- skæling á lýðræðinu. Byggist sú skoðun á glæsilegri kjörsókn í galopnum kosningum. Tvær helgar þar á undan voru haldin prófkjör með svipuðum formerkjum í Beykjavík og í Reykjaneskjördæmi. Þá ljómaði formaður Alþýðubandalagsins af ánægju og sannri gleði og flutti þann boðskap að mikil kjörsókn sýndi mátt og sigurvissu þeirrar miklu fylkingar sem sambræð- ingur þriggja flokka mun bjóða fram í komandi kosningum. Á þessu má sjá að ekki er of- sögum sagt að nú séu umbrota- tímar í pólitíkinni. Þingflokkar klofna þvers og kruss og nýjir eru stofnaðir. Þeir sem voru í þing- flokki Alþýðubandalagsins í byrj- un kjörtímabíls eru nú í þrem þingflokkum eða fúnkera sem Umbrot og skrumskælmg sameiningartákn á Bessastöðum. Þingkonur Kvennalistans eru komnar í þrjá flokka að minnsta kosti og fjölgað hefur í flokksher- bergi framsóknar um einn. Ihald- ið eitt er óumbreytanlegt, utan hvað einhverjir þingmenn kjósa sjálfa sig í eftirsótt embætti þeg- ar þeim er farið að leiðast á þingi og nýir íhaldsmenn taka við af þeim gömlu. Illnn nýi maöur Ekki er nóg með að stjómmálamenn eru á harðahlaupum milli flokka og skipta um álit sitt á lýðræðinu á viku fresti, heldur er hugarfars- breytingin orðin svo mögnuð, að engu er líkara en að siðaskipti standi yfir. Síðari tíma menn ákvarða síðan hvort um siðbót er að ræða. Margt af því sem kommúnist- um datt í hug á velmektarárum sínum var, að skapa hinn nýja mann. Marxískir hugmyndafræð- ingar lögðu á ráðin um sköpun hinnar nýju samfélagsveru löngu áður en farið var að fikta í genum og erfðavísum. A þeim umbrotatímum sem nú æða yfir pólitíkina hefur að minnsta kosti cinn maður gengið gegn- um endurnýjun og er nú orðinn sem nýr. Svavar Gestsson gengst nú undir svar- daga utanrfkisþjón- ustunnar um að þjóna af dyggð ís- lensku ríkisstjórninni og öllum þeim alþjóð- legu samtökum sem Island er að- ili að af frjálsum og fúsum vilja. Fram til þessa hefur hinn for- ldáraði fyrrum ritstjóri Þjóðvilj- ans og formaður Alþýðubanda- lagsins varið kröftum sínum til að berjast gegn öllum þessum samtökum nema Norðurlanda- ráði og SÞ. Hinn nýi Svavar fetar nú slóð hinna kratanna, að sækja í gott embætti og gerast talsmað- ur vestrænnar samvinnu og þeir- ra pólitísku gilda sem hún stend- ur fyrir. Hugsjónagróska Svona fæðast nýir menn og nýjar hugsjónir á nær hverjum degi í umbrotum kosningabaráttunnar. Má með sanni segja að mikil gróska er í hugsjónum. Gamalli hugmyndafræði er hent fyrir róða og nýjar skoðanir teknar upp og um sumar þeirra er skipt á víku fresti, eins og hvort góð þátttaka í prófkjöri er skrum- skæling á lýðræði eða vottur um sigursæla framfarasókn. Eitt er samt sem aldrei bifast f öllu umrótinu hvernig sem póli- tíkusarnir láta. Gamli grái fjór- flokkurinn heldur velli og lætur sér fátt um finnast hvernig óláta- belgirnir halda að þeir séu að umskapa sjálfa sig. _ Það erýmist, of eða vart. Er rétt ákvörðurt að gera Margréti Frímannsdótt- urað tálsmanni Sam- fylkingarínnar? Kjartan Ólafsson í 3ja sæti á lista Sjálfstæðisfloliits á Suðurlandi. „Mér virðist að verið sé að bæta Alþýðu- bandalaginu það upp að gera Margréti að talsmanni Samfylking- arinnar, því alþýðuflokksmenn hafa sigrað allsstaðar þar sem Samfylkingin hefur efnt til prófkjara. Hér á Suðurlandi á hún sitt vissa fylgi og ég held að þetta breyti engu fyrir okkur mótherja hennar f kjördæminu." Kristján L. MöUer í efsta sæti á lista Samfylkingarinnar á Norðurlandi vestra. „Sem formað- ur Alþýðu- bandalagsins hefur Mar- grét Frf- mannsdóttir staðið sig vel við að koma Samfylking- unni á laggirnar og er öflugur stjórnmálamaður. Það er gott að vera kominn í lið með henni, verra var að hafa hana sem mótherja. Frá því í sveitarstjórn- arkosningum í vor höfum við á Siglufirði ekki Iitið á okkur sem fulltrúa gömlu flokkanna, höfum í raun átt tvo formenn; bæði Sig- hvat og Margréti. Við höfum starfað sem ein heild. Þá er ég þess líka fullviss að Davíð mun þurfa að taka tillit til og finna vel fyrir Golíat á næstu mánuðum í aðdraganda aIþingiskosninga.“ Valgerður Sverrisdóttir formaðurþingsflokks Framsóknar- flokks. „Ég treysti Margréti full- komlega til þess að vera talsmaður framboðsins, en ég hjó eftir því að Jó- hanna Sig- urðardóttir notaði það orð. For- ystukreppa Samfylkingarinnar er hinsvegar enn til staðar og er að verða nokkuð spaugileg. Að vera í þessari kreppu mun veikja Samfylkinguna í hugsanlegum ríkisstjórnarviðræðum að Iokn- um kosningum í vor.“ Steingrúnur J. Sigfússon formaðurVinstrihreyfingarinnar - grænsframboðs. „Mér finnst ekki hægt að ætlast til þess að ég láti í Ijós miklar skoð- anir á því máli. Það er auðvitað Samfylkingar- innar að ákveða hvernig hún hag- ar sínum málum. Sú spurning vaknar óhjákvæmilega hvað felist í þessari talsmanns-nafnbót. Það á eftir að koma á daginn."

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.