Dagur - 17.02.1999, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGIJK 17. FF.BRÚAR 1999 - 7
V&fur-
ÞJOÐMAL
Það gengur bara
betur næst
Aðdragandinn að prófkjörum
Samfylkingarinnar var með því-
líkum endemum að flestir áttu
von á því að prófkjörin sjálf yrðu
daufleg og niðurstaðan dapurleg.
En það var nú öðru nær á höfuð-
borgarsvæðinu. Þar var niður-
staðan eins og best varð á kosið,
í það minnsta í augum þeirra
sem vilja raunverulega samfylk-
ingu á vinstrikantinum. Eða eins
og einhver sagði: Samfylkinginn
sigraði en flokkarnir töpuðu.
Þannig átti það líka að vera þótt
margir reyndu að sveigja vagninn
af leið og beina honum inn á sína
heimreið.
En það eru ekki alltaf jólin og
þegar röðin kom að Norðurlandi
fór að styttast í hamingju sam-
fylkingarsinna. Úrslitin þar voru
afar óhagstæð samfylkingarferl-
inu, hvort sem litið er á bæði
kjördæmin saman eða hvort
þeirra fyrir sig.
Þrennt þarf til
Nú þykist ég heyra margar raddir
sem spyrja hvers ég sé umkom-
inn að ákveða hvað sé best fyrir
Samfylkinguna og hvað verst.
Um það skal ég ekki dæma en vil
nefna hvað ég legg til grundvall-
ar þegar ég varpa fram þessari
fullyrðingu.
I fyrsta lagi þarf framboðslisti
að endurspegla að vissu marki
styrkleika þeirra afla sem að
Samfylkingunni standa. Hann
má alla vega ekki vera í hróplegu
ósamræmi við hann.
I öðru lagi þarf listinn og það
fólk sem Ieiðir hann að hefja sig
„Ef við metum úrslitin á Norðurlandi út frá þessu þá blasir það fyrst við að það hlýtur að teljast afskaplega
óheppilegt að í báðum kjördæmunum skuli veljast til forystu rótgrónir Alþýðuflokksmenn, “ segir Þröstur m.a. í
grein sinni. Frá kosningavöku Samfýlkingarinnar á Akureyri um síðustu helgi. mynd sbs.
upp yfirhrepparíg og hagsmuna-
pot sem er Iandlægt í öllum kjör-
dæmum. I þriðja lagi þarf að velj-
ast til forystu fólk sem hefur til-
trú í öllum hlutum Samfylkingar-
innar, fólk sem allir geta sætt sig
við og hefur sýnt í verki að það
vilji vera fulltrúi allra sem þátt
taka í þessu ferli.
Ef við metum úrslitin á Norð-
urlandi út frá þessu þá blasir það
fyrst við að það hlýtur að teljast
afskaplega óheppilegt að í báðum
kjördæmunum skuli veljast til
forystu rótgrónir Alþýðuflokks-
menn, af þeirri ástæðu að Al-
þýðuflokkurinn hefur ekki haft
sterka stöðu í þessum kjördæm-
um. I báðum kjördæmum hefur
Alþýðubandalagið staðið sterkar
og átt föst þingsæti svo áratugum
skiptir en Alþýðuflokknum hefur
ekki tekist nema endrum og
sinnum að koma manni á þing.
Og ekki virðast þessir framboðs-
listar ýkja hugnanlegir þeim sem
fylgt hafa Kvennalistanum að
máli.
Auk þess sýnist mér að báðir
þessir leiðtogar hafi höfðað fyrst
og fremst til byggðasjónarmiða
og tekist að smala vel, annars
vegar á Siglufirði þar sem nærri
því hver kjaftur var dreginn á
kjörstað, hins vegar á Brekkunni
á Akureyri þar sem símalínur Sig-
bjarnar og IBA fiskuðu grimmt.
Og það sem kannski er verst: Eg
þykist hafa fylgst nokkuð vel með
samfylkingarumræðunni en verð
að játa að ég minnist þess ekki að
hafa heyrt Sigbjörn Gunnarsson
tjá sig mikið um nauðsyn sam-
fylkingar - fyrr en að prófkjöri
loknu.
Mismunandi hrepparigur
Nú þekki ég betur til austan
Tröllaskaga en vestan. Þó sýnist
mér vestra kjördæmið líða miklar
kvalir af völdum hrepparígs. Það
hefur löngum verið skipt í þrjú
hólf - Húnavatnssýslur, Skaga-
fjörð og Siglufjörð - sem alltaf
hafa bitist um þingsætin sem eru
fá. Þetta lagast vonandi í næstu
kosningum þegar kjördæmin
stækka en verður þó trúi ég ekki
úr sögunni fyrr en Iandið allt er
orðið að einu kjördæmi.
Austan Oxnadalsheiðar þekkist
hrepparígurinn vissulega þótt að-
stæður geri það að verkum að
hann birtist með allt öðrum
hætti en fyrir vestan. Akureyri
ber þar höfuð og herðar yfir aðra
staði með yfir helming af saman-
lögðum íbúaijölda kjördæmisins.
Þessarar yfirburðastöðu hefur þó
ekki séð stað á framboðslistum
flokkanna í undanförnum kosn-
ingum.
A j'firstandandi kjörtímabili er
Tómas Ingi Olrich eini fulltrúi
rótgróinna Akureyringa í þingliði
kjördæmisins. Ef litið er á það
landslag sem búast má við að
verði að veruleika eftir kosning-
arnar í vor sýnist mér að þeim
muni fjölga um einn: Sigbjörn
Gunnarsson.
F.inn af oss“ hverjum?
Ef við lítum á úrslitin á Norður-
Iandi eystra út frá forsendunum
þremur sem ég nefndi í upphafi
þá verður ekki sagt að þau falli
sérlega vel að þeim. Fyrir algera
slysni senda Norðlendingar dug-
legan þingmann, Svanfríði Jón-
asdóttur, heim af þingi og missa
þar með forystumann sem upp-
fyllir öll skilyrðin með glans.
Það dapurlega við þessi úrslit
er að sigurvegari í prófkjörinu er
hinn landlægi smásálarskapur og
minnimáttarkennd sem hefur
verið versti óvinur Akureyrar um
langa hríð. Þetta er þeim mun
sorglegra vegna þess að Akureyri
hefur svo mikla og augljósa kosti
sem margir innfæddir Akureyr-
ingar hafa af einhverjum orsök-
um aldrei getað notið. Þegar á
reynir grípur alltaf um sig ein-
hver vanmáttarkennd sem veldur
því að menn kjósa frekar þann
sem er“einn af oss“ en einhvern
andskotans utanbæjarmanninn.
Þeim síðarnefndu er jú aldrei
treystandi. Þeir gætu meira að
segja átt það til að ganga erinda
þeirra fyrir sunnan“.
Fyrir bragðið sitja Norðlend-
ingar eystri uppi með lista sem
því miður höfðar hvorki til þeirra
sem af einlægni vilja efla sam-
fylkingu jafnaðarinanna né þeir-
ra sem vilja efla veg kvenna í
stjórnmálum. Svo ekki sé talað
um þá sem dreymir um samfylk-
ingu sem er þess umkomin að
hefja sig upp yfir hrepparíg,
landsbyggðarvæl og músarholu-
sjónarmið sérhagsmunanna. En
\ið þetta verðum við að lifa og
huggum okkur við kjörorð Enn
einnar stöðvarinnar: Það gengur
bara betur næst.
Lækkun á ári aldraðra
ÁRNJJÓN
KONRAÐSSON
SKRIFAR
I nóvember var lagt fram frum-
varp á Alþingi til að breyta lögum
um Lífeyrissjóð sjómanna frá
1994. I þessu frumvarpi er
ákvæði um að Iækka greiðslur til
aldraðra sjómanna og til ekkna
sjómanna og sjómanna sem eru á
örorkubótum um 15,5%. Lækk-
un þessi tekur gildi frá 1. júní
1999. Þetta eru 1007 aldraðir
sjómenn og 446 ekkjur sjómanna
og 595 sjómenn sem eru á ör-
orkubótum. Allir þessir bótaþeg-
ar sem fá greiðslur úr Lífeyris-
sjóði sjómanna fá ekki heldur
3,5% hækkun, sem allir launa-
menn á Islandi fengu frá 1. janú-
ar 1999. Þetta er því í heild um
20% lækkun á greiðslum til bóta-
þega sem fá greiðslur úr Lífeyris-
sjóði sjómanna árið 1999, og það
í mesta góðæri sem komið hefur
á Islandi. A ári aldraðra á að
breyta lögum um Lífeyrissjóð sjó-
manna til að hann fái starfsleyfi
1. júní 1999. Tryggingafræðileg
úttekt á eignum Lífeyrissjóðs sjó-
manna var gerð í apríl 1998 og á
stöðu sjóðsins miðað við 31. des-
ember 1997. Samkvæmt henni
vantar um 1.166.000.000 krónur
á að eign sjóðsins nægði fyrir
áunnum réttindum sjóðsfélaga
miðað við 3,5% vexti. Það svarar
til þess að hrein eign sjóðsins
hafi nægt fyrir 96,6% af áunnum
réttindum. Sá sem gerði þetta
reikningsyfirlit íyrir Lífeyrissjóð
sjómanna notar ekki 54% af
vaxtatekjum sem sjóðurinn hafði
árið 1997, það eru
1.233.244.682 krónur. Þetta
breytir eignarstöðu Lífeyrissjóðs
sjómanna þannig að hann á fyrir
öllum skuldbindingum við sjóðs-
félaga. Það er enginn vandi að fá
reikningslegan halla á Lífeyris-
sjóð sjómanna með því að nota
ekki 54% af vaxtatekjum af eign-
um sjóðsins á ári í mörg ár. Þeir
sem eru að eyðileggja Lífeyris-
sjóð sjómanna, sem aldraðir sjó-
menn og ekkjur sjómanna og sjó-
menn sem eru á örorkubótum fá
bætur úr, þeir taka það háa upp-
hæð af iðgjöldum, sem eru
45,71% af greiðslum í Lífeyris-
sjóð sjómanna, þ.e. 707.184.824
krónur.
Þegar framkvæmdastjóri Líf-
eyrissjóðs sjómanna og stjórnar-
menn sjóðsins sjá þessar tölur á
blaði, þá sjá þeir rautt. Þeir vilja
að þessi upphæð Iækki um
15,5%, það er 109.613.648
krónur. Nú beitum við reikniað-
ferð til að laga eignarstöðu Líf-
eyrissjóðs sjómanna. Eignir 31.
desember 1997 voru
28.537.644.897 krónur. Lífeyrir
var 707.184.824 krónur, sem er
2,48% af eignum Lífeyrissjóðs
sjómanna árið 1997. Hve margir
þeirra togarasjómanna sem voru
fyrstu sjóðsfélagar Lífeyrissjóðs
togarasjómanna frá 12. júní
1957 skyldu vera á lífi í dag. Og
hve margir fá lífeyri úr Lífeyris-
sjóði sjómanna? Hve margir sjó-
menn frá Færeyjum skildu eftir
greiðslur í Lífeyrissjóði sjó-
manna?
Eftirfarandi tillögur voru
bornar upp af mér á aðalfundi
Sjómannafélags Reykjavíkur,
sem haldinn var á Veitingahús-
inu Sexbaujunni við Eiðistorg
þann 30. desember 1998 klukk-
an 16:
Nr. 1 að stjórnin geri kröfu í
eignir sjómanna sem þeir eiga í
Fjárfestingabanka atvinnulífs-
ins og af þeim eignum sem
koma í hlut sjómanna úr Fjár-
festingarbanka atvinnulífsins
fari einn milljarður króna til
ekkna sjómanna og barna þeirra
og til munaðarlausra barna sjó-
manna.
Nr. 2 að stjórnin geri þá kröfu
að greiðsluviðmiðun hækki úr
1,84% í 2,15%. Þær greiðslur
sem koma úr greiðslumiðlun inn-
an sjávarútvegsins í Lífeyrissjóð
sjómanna eru bókfærðar sem ið-
gjöld frá útvegsmönnum í Lífeyr-
issjóð sjómanna. Þessi hækkun
Iagar eignarstöðu Lífeyrissjóðs
sjómanna.
Nr. 3 að stjórnin geri þá kröfu
að Þorsteinn Pálsson alþingis-
maður og sjávarútvegsráðherra
skili eignum sjómanna, sem þeir
eiga í Verðjöfnunarsjóði sjávarút-
vegsins, sem voru 1.273.530.363
krónur. Þetta eru eignir sjó-
manna þegar Verðjöfnunarsjóður
sjávarútvegsins var lagður niður
með lögum árið 1992. Að hann
skili þessum smáaurum til sjó-
manna áður en hann hættir á Al-
þingi. Þorsteinn Pálsson er bú-
inn að hafa þessa smáaura vaxta-
lausa í sjö ár. Hvað eru 3.5% af
1.273.530.363 krónum?
Nr. 4 að stjórnin geri þá kröfu
að ríkisendurskoðandi fari eftir
ársreikningum Lífeyrissjóðs sjó-
manna fyrir árið 1997 og endur-
skoði það og ársreikninga Lífeyr-
issjóðs sjómanna frá 1994-1996.