Dagur - 17.02.1999, Síða 8

Dagur - 17.02.1999, Síða 8
8- MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 MIDVIKUD AGU R 17. FEBRÚAR 1999 - 9 FRÉTTASKÝRING FRÉTTIR Hvalveiö ar og hvalaskoðim ekki ósættanlegar andstæður SIGURDÓR SIGURDÓRS- SON SKRIFAR Hvalveiðar og hvala- skoðun þurfa ekki að vera ðsættanlegar and- stæður - rOdsstjóm hikandi við að leyfa hvalveiðar að nýju. Fyrir þinglok 10. mars verður þingsályktunartillaga þingmann- anna Guðjóns Guðmundssonar og Einars K. Guðfinnssonar um að hefja hvalveiðar á nýjan leik hér við Iand að öllum líkindum tekin fyrir á Alþingi. Sjávarút- vegsnefnd þingsins er að sögn til- búin að afgreiða hana frá sér á já- kvæðum nótum. Talið er fullvíst að nokkur meirihluti sé fyrir því á Alþingi að samþykkja að hefja hvalveiðar á nýjan leik. Þannig hefur það raunar verið í nokkur ár. Stjórnvöld hafa hinsvegar alltaf komið í veg fyrir að menn fengju að hefja hvalveiðar. Samkvæmt heimildum Dags hefur hvalveiðimálið ekki verið tekið formlega fyrir í ríkisstjórn- inni að þessu sinni. Það hefur hins vegar verið rætt þar tvívegis en óformlega í bæði skiptin. Ráð- herrar hafa vikið sér undan að taka afstöðu enda málið afar við- kvæmt. Það er bara ferðamála- ráðherrann, gamli hvalskurðar- maðurinn Haildór Blöndal, sem hefur lýst því yfir að hann sé and- vígur því að hefja veiðarnar. Þeir Halldór Asgrímsson utanríkisráð- herra, sem hefur verið heldur hlynntur því að hefja hvalveiðar, og Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra eru í nánu sam- bandi við sjávarútvegsnefnd Al- þingis vegna afgreiðslu málsins þaðan. Þótt áður hafi verið vilji fyrir því á Alþingi að hefja hvalveiðar hafa stjórnvöld komið í veg fyrir að þær hæfust. Einu sinni stöðv- aði sjávarútvegsráðuneytið málið með því að skipa nefnd sem átti að skoða málið betur. Ekkert kom út úr því. Síðast var það svo Dav- íð Oddsson forsætisráðherra sem stöðvaði að hrefnuveiðar hæfust. Hann notaði þau rök að skutull- inn sem nota átti við veiðarnar væri óhæfur, leita þyrfti að betri skutli. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir að það hafi aldrei neitt verið að skutlinum, þetta hafi bara verið fyrirsláttur. Það hafi bara verið sett framan á hann ný sprengja. Annað hafi það nú ekki verið. Og nú spyrja menn hvað gert verði í málinu? Þegar rætt er um að hefja hval- veiðar hér við Iand eru uppi tvö ólík sjónarmið. Annars vegar sjónarmið þeirra sem vilja að Is- lendingar nýti allar auðlindir sín- ar, þar á meðal hvali. Kristján Meira en 30 þúsund manns hafa farið í hvalaskoðunarferðir á síðasta ári og telur Ferðamálaráð og þeir aðilar sem að slíkum ferðum standa að það myndi hafa mjög neikvæð áhrifá ferðamannastraum til landsins ef hvalveiðar yrðu hafnar að nýju, en talið er fullvíst að nokkur meirihluti sé fyrir því á Alþingi að samþykkja að hefja hvalveiðar á nýjan leik. Loftsson segist geta selt allt það hvalkjöt sem leyft yrði að veiða. Hann segir þar ekkert í veginum. Enn aðrir hvalveiðisinnar segja nauðsynlegt að halda hvalastofn- unum í skeQum, þar sem hvalur- inn sé keppinautur okkar um tak- markaða og kvótasetta fiski- stofna. Á hinum kantinum eru svo þeir sem segja að ef við hefjum hval- veiðar að nýju muni það bæði skaða viðskiptahagsmuni okkar erlendis, einkum í Bandaríkjun- um og Þýskalandi, þar sem öfga- hópar græningja eru öflugastir, og hafa áhrif á ferðamanna- strauminn til landsins. Þeir benda Iíka á að hvalaskoðun víða frá landinu sé vaxandi ferða- mannagrein. Meira en 30 þúsund manns hafi farið í hvalaskoðunar- ferðir á síðasta ári. Hvalveiðisinnar gefa lítið fyrir þessi rök vegna þess að það hefur komið í ljós í Noregi að ekkert gerðist í þessa veru þegar Norð- menn hófu hrefnuveiðar 1993. Ferðamannastraumurinn hefur aukist þar eins og annars staðar. Hvalaskoðunarferðir blómstra sem og ferðir þar sem ferðamenn fá að sjá hvalveiðar. Vantar könnun Magnús Oddsson ferðamálastjóri var spurður hvort hann og menn í ferðamálaráði óttuðust að hval- veiðar drægju úr komu erlendra ferðamanna til Islands og þá ekki síst hvort hin unga en vaxandi ferðamannaþjónusta, hvalaskoð- unarferðirnar, myndi leggjast af? „Ferðamálaráð hefur aldrei ályktað í þá veru að hvalveiðar eigi ekki að heljast aftur, heldur að það sé ekki tímabært. Og það er ekki tímabært vegna þess að við vitum ekki svarið við spurn- ingu þinni. Það veit enginn hvaða áhrif það myndi hafa á ferða- mannaþjónustuna ef hvalveiðar yrðu hafnar að nýju. Það vantar allar kannanir og rannsóknir á mögulegum áhrifum hvalveiða á ferðamannaþjónustuna til að hægt sé að segja af eða á með hvalveiðarnar," segir Magnús Oddsson. Hann segir að það þurfi líka að veita verulegu fjármagni til þess að kynna málstað Islendinga ef ákveðið verður að hefja veiðarnar. Þannig væri hægt að bregðast við hugsanlegum mótmælum og annarri andstöðu gegn veiðun- um. „Eg held að allir séu sammála um að þjóðin á að halda til streytu rétti sínum til að nýta sjálfbærar auðlindir sínar. Spurn- ingin er bara hvenær það er tíma- bært og hvernig verður það gert með tilliti til þess að koma mál- stað okkar til skila og vinna hon- um fylgi,“ segir Magnús. Ferðamálaráð gerði á því könn- un hjá erlendum ferðamönnum sem komu til landsins í fyrra hvaða áhrif þeir teldu að það myndi hafa á ferðamannastraum- inn til landsins ef hvalveiðar hæfust að nýju. Ferðamennirnir voru spurðir hvort það myndi hafa haft áhrif á ákvörðun þeirra að koma til íslands ef íslending- ar hefðu verið hvalveiðiþjóð. Útkoman var sú að meirihlut- inn sagði að það hefði haft nei- kvæð áhrif á þá að fara tii Islands ef hvalveiðar væru i gangi. Magn- ús bendir hins vegar á að þetta sé bara ein afmörkuð könnun meðal þeirra sem voru komnir. Nauð- synlegt sé að veita fjármagni til þess að kanna þetta mál allt eins vel og hugsanlegt er. Það þurfi líka að kanna hve margir erlendir ferðamenn koma til Islands til þess eins að fara í hvalaskoðunar- ferðir. Hvað gefur þessi nýja ferðamannagrein af sér og ýmis- Iegt fleira. Markaður í Japan Einar K. Guðfinnsson alþingis- maður er annar flutningsmaður að þingsáþ'ktunartillögunni um að hvalveiðar skuli hafnar að nýju. Hann segist sannfærður um að meirihluti þingmanna vilji að hvalveiðar verði hafnar. „Eg tel skynsamlegast að veið- arnar verði stundaðar undir vís- indalegum formerkjum, þannig að við veiðum úr þeim stofnum sem vísindamenn telja eðlilegt að veitt sé úr. Þess vegna hef ég aldrei viljað nefna hrefnuveiðar sérstaklega eins og sumir gera, heldur bara að það verði veitt úr þeim stofnum sem vísindamenn telja óhætt að veiða úr. Eg hef einnig sagt að það sé bara spurn- ing um aðferðafræði með hvaða hætti við heljum veiðarnar, hvort byrjað verður á að veiða eina teg- und eða fleiri," segir Einar Krist- inn. Hann var spurður að því hvort menn telji mögulegt að losna við afurðirnar? „Ég vil í því sambandi benda á að það er nú ekki þannig þegar menn hefja atvinnurekstur að menn þurfi að svara því hvort eða hvernig menn ætla að losna við afurðirnar. Það er ævinlega lagt í ábyrgð þeirra sem eru að fram- leiða vöru hvernig þeir ætla að Iosna við hana og hefur ekki til þessa verið talið arðvænlegt að hefja rekstur sem ekki gefur af sér tekjur. Hins vegar er það skoðun manna sem hafa komið að þessu máli að það muni ekki standast alþjóðleg lög að banna okkur útflutning á hvalaafurðum. Það er vitað að markaður er fyrir þessar afurðir í Japan og síðan hefur mér verið sagt að það sé einhver eftirspurn eftir þessum afurðum í Noregi. Þeir borða að vísu ekki rengi en eftirspurn mun vera eftir kjötinu sjálfu,“ sagði Einar Kristinn. Hann var spurður hverju hann svaraði þeim sem óttast um ferðamannaþjónustuna, hvala- skoðunarferðir til að mynda, ef hvalveiðar verða leyfðar? „Eg svara því til að reynslan frá Noregi sýnir annað en þeir óttuð- ust. Eins hef ég sagt að menn eigi að vinna þetta þannig að báðir aðilar, veiðimennirnir og þeir sem standa fvrir skoðunarferðunum, geti vel við unað. Það er hægt að stinga út þau svæði sem menn vilja undanskilja frá hvalveiðum og nýta til hvalaskoðunar. Þá vil ég vekja athygli á því að í norsku viðskiptablaði var nýlega skýrt frá því að það væri orðinn algengur hluti af ferðamannaþjónustunni í N-Noregi að menn færu og skoð- uðu hvali og fengju svo að upplifa þá skemmtilegu sjón að sjá hann veiddan af veiðimönnum. Ef þetta yrði tekið upp hér myndi það að mínum dómi styrkja hvalaskoðunarferðirnar enn frek- ar,“ sagði Einar K. Guðfinnsson. Skoða en ekki drepa Júlíus Snorrason skipstjóri er meðal eigenda að Sjóferðum ehf. á Dalvík og skipstjóri á hvalaskoð- unarbát fyrirtækisins. Hann var spurður hvort hann óttaðist um hvalaskoðunarferðirnar ef hval- veiðar hefjast aftur hér við land? „Eg er afskaplega hræddur um það. Við verðum að fara varlega í þetta vegna þess að það tekur engan tíma að eyðileggja það sem langan tíma getur tekið að byggja upp. Eg er hins vegar gamall sjó- maður sem veit að fólki finnst sjálfsagt að þjóðin nýti allar þær auðlindir sem hún á. Eg skil það sjónarmið afar vel. Samt sem áður er ég smeykur um að hvalveiðar geti valdið ókltur meiri skaða en við sjáum fyrir okkur í fljótu bragði. Eg byggi þessa skoðun mína á því sem ég heyri fólk segja sem hefur farið með okkur í hvalaskoðunarferðirnar héðan frá Dalvík. Það fólk segir að mikil spenna myndi skapast í kringum þetta allt ef veiðarnar hefjist á nýjan leik. Vel má þó vera að sú spenna líði hjá og aðrir hópar komi í staðinn sem vilja sjá hvali veidda og skorna. Það er nokkuð sem maður veit ekkert um. Menn hafa verið að benda á Hvalstöðina í Hvalfirði þar sem túristar stopp- uðu til að horfa á hvalskurð. En það hefur bara svo margt breyst síðan þá,“ segir Júlíus. Hann segist verða var við það hjá ferðafólkinu sem fer með þeim í hvalaskoðunarferðirnar, að ef því er boðið að veiða með sjóstöng þá þyki það hin mesta skemmtun en það má bara ekki drepa fiskinn. Það á að sleppa honum lifandi. Hann segir að það megi ekki undir neinum kringum- stæðum blóðga fisk fyrir framan ferðafólkið, slíkt veldur örvænt- ingu hjá mörgum. „Við þurfum að gæta þess að hnífar séu hvergi nærri því Islend- ingum er nú gjarnt að grípa hníf og blóðga veiddan fisk. Það má alls ekld gera. Dráp á dýrum og fiskum virðist vera svo óraljarri þeim ferðamönnum sem með okkur fara. Fólkið vill sjá skepn- urnar og skoða þær en ekki drepa. Það hefur önnur sjónarmið í þess- um málum heldur en við gamla veiðimannaþjóðin. Ég er þeirrar skoðunar að hægt sé að láta fara saman hvalveiði og hvalaskoðun. Því þyrfti hins vegar að stýra með mjög skipulegum hætti og kynna það vel. Eins og ég sagði er fólkið afar viðkvæmt fyrir þessum dýr- um. Við þessir gömlu sjómenn sem stöndum fyrir þessum ferð- um, okkur datt aldrei í hug að fólkið væri svona viðkvæmt fyrir þessu,“ segir Júlíus. Hann segir að þeir sem fara í hvalaskoðunarferðirnar með þeim Dalvíkingum séu margir eldri borgarar frá Bandaríkjunum en meirhlutinn séu Þjóðverjar og fólk frá Mið-Evrópu. Aðsóknin í hvalaskoðunarferðirnar frá Is- landi er vaxandi. I fyrra fórum um 7.500 manns með þeim Júlíusi og félögum f hvalaskoðun frá Dalvík en í allt munu yfir 30 þúsund manns hafa farið í hvalaskoðun frá Islandi. Hvalaskoðun er stunduð frá stöðum á Norður- landi, Suðurnesjum og Horna- firði. Hvaða tekjur þjóðin hefur af hvalaskoðun er erfitt að segja til um. Hverjir komu bara til að fara í slíkar ferðir? Hvað stoppuðu þeir lengi? Hverjir dutt inn vegna þess að þeir áttu leið um Dalvík eða Húsavík? Þetta veit enginn en sjálfar ferðirnar eru sagðar hafa skilað einhverjum tugum milljóna króna. Hægt að selja kjötið „Það myndi taka stuttan tíma að gera hvalveiðibátana klára til veiða ef leyfi fengist. Sömuleiðis hvalstöðina í Hvalfirði. Þessu hef- ur öllu verið haldið við með það fyrir augum að hvalveiðar hefjist aftur. Við værum heldur ekki í neinum vandræðum með að losna við hvalaafurðirnar og þess vegna má veiða alla þá hvali sem talað er um að þyrfti að veiða í vísinda- skyni. Ég veit ekki til þess að bannað sé að selja hvalkjöt og ef einhver ætlar að hindra þá sölu fer maður bara með málið fyrir WTO, sem er innan GATT og hefur með slíkar hindranir að gera,“ segir Kristján Loftsson, for- stjóri Hvals hf., sem á fjögur hval- veiðiskip við bryggju í Reykjavík og hvalstöð í Hvalfirði. Kristján var spurður um þá kenningu að hvalveiðar myndu eyðileggja ferðamannaþjónustu okkar? Hann bendir í því sam- bandi á Norðmenn sem hófu hrefnuveiðar 1993. Hann segir að ferðamannastraumurinn til Nor- egs hafi vaxið jafnt og þétt síðan. Hvalveiðar þeirra hefðu ekki haft nokkur minnstu áhrif á hann „Menn voru mjög hræddir um að veiðarnar og sá áróður sem öfgamenn héldu uppi gegn þeim 1993 myndu eyðileggja Vetrar- Olymptuleikana í Lillehammer 1994. Niðurstaðan varð sú að þetta voru glæsilegustu og best sóttu Vetrar-Olympíuleikar allra tíma. Samt var áróður rekinn gegn hvalveiðum Norðmanna í stærstu dagblöðum víða um heim en algerlega án árangurs. Þess vegna skil ég ekld eftir hverju Is- Iendingar eru að bíða,“ sagði Kristján Loftsson. Jólagarðurinn í Eyjafirði. Við enim ekki Norðurpólliim! Jólagarðmuin ruglað sa inan við „Jólaævin- týri Norðurpólsiiis“ með óskemmtilegum aQeiðmgum. Síðustu vikur hefur heldur brugðið skugga á jólaskapið hjá aðstandendum Jólagarðsins í Eyjaljarðarsveit, en annars hafa menn þar verið í jólaskapi und- anfarin þrjú ár. Jólagarðurinn eða jólahúsið frammi í Eyjafirði var brautryðjandi á sínu sviði og sérhæfði sig í jólunum og selur allt árið ýmiss konar jólavarning og handverk. Jólagarðurinn er hins vegar algerlega óskyldur „jólaævintýri Norðurpólsins" og þær hremmingar sem rekstur Norðurpólsins hefur Ient í hafa valdið aðstandendum Jólagarðs- ins talsverðum vandræðum og pínlegum uppákomum. Sem kunnugt er var um 10 milljóna tap á rekstri Norðurpólsins og í kjölfarið hefur sprottið talsverð umræða um fjárhagslegt þrot þess verkefnis og að skellurinn muni lenda á sveitarfélögunum við Eyjaljörð. Algengt er hins vegar að menn rugli saman Norðurpólnum og Jólagarðinum og telji að Jólagarðurinn sé að fara á hausinn. Af þessu tilefni hafa þau Ragnheiður Hreiðars- dóttir og Benedikt Grétarsson eigendur Jólagarðsins séð sig knúin til að senda út sérstaka yf- irlýsingu þar sem m.a. segir: „Af marggefnu tilefni og til að forð- ast frekari misskilning vilja eig- endur Jólagarðsins í Eyjafirði árétta eftirfarandi. Jólagarðurinn er einkarekið fjölskyldufyrir- tæki. Hann hefur verið farsæl- lega starfræktur í þrjú ár. A þeim tfma hefur hann ekki á nokkurn hátt tengst, títtnefndum, Norð- urpól á Akureyri eða nokkurri annari jólauppákomu." I samtali við Dag segir Ragn- heiður að dæmi um þau tilefni sem vísað er til f yfirlýsingunni, séu t.d. þau að handverksmenn sem þau séu að selja varning fyr- ir hafi haft samband og viijað bjarga vörum sínum út áður en þær brynnu inni í einhverju gjaldþroti. Jafnframt hafi fjöl- margir safnarar, sem hafi safnað sérstökum jólasveinastyttum sem Jólagarðurinn hefur Iátið gera, haft samband til að spyrjast fyrir um hvar þeir gætu fengið þessar styttur í framtíðinni. Rðbert Trausti forsetaritari Róbert Trausti Arnason sendiherra mun í byrjun apríl taka við störf- um forsetaritara í stað Kornelíusar Sigmundssonar, sem verður sendiherra íslands í Finnlandi. - Undanfarin ár hefur Róbert verið sendiherra íslands í Danmörku, en þar á undan var hann ráðuneyt- isstjóri í utanríkisráðuneytinu. Hann er stjórnmálafræðingur frá Há- skóla Islands að mennt en stundaði síðar framhaldsnám í alþjóða- stjórnmálum í Kanada. BæMingur um útblástur bíla Umhverfisráðuneytið, Bílgreina- sambandið og Félag íslenskra bif- reiðaeigenda hafa gert með sér samkomulag um upplýsingagjöf um eyðslu nýrra fólksbíla. Sam- komulagið var undirritað í gær, en það kveður á um að í sýningarsöl- um bifreiðainnflytjenda skuli liggja frammi upplýsingar um eldsneytis- notkun nýrra bíla í samræmi við Frá undirritun samkomulags Um- þær kröfur sem gerðar eru á EES- hverfisráðuneytis, Bílgreinasam- svæðinu. Þá munu einnig verða bandsins og FÍB i gærdag. gefnir út bæklingar um eyðslu nýrra bíla og útblástur þeirra.- SBS.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.