Dagur - 17.02.1999, Síða 11

Dagur - 17.02.1999, Síða 11
MIÐVIKVDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Heimspeki audsöfnunar Soros er harður í horn að taka en gjafmildur og tillögugóður þegar sá gállinn er á honum. Þegar George Soros talar hlustar Qármálaheimurinn með meiri at- hygli en á draumsýnir Clintons um ótakmarkaðan hagvöxt og vel- megun eða Greenspan, banka- stjóra Seðlabankans, þegar hann varar við óskhyggju forseta síns. Soros hefur meiri áhrif á alþjóð- lega íjármálamarkaðinn en nokk- ur maður annar og er veldi hans slíkt, að orð hans og gjörðir valda falli gjaldmiðla og hefur hann meira að segja neytt Englands- banka til að fella gengi pundsins. Mörg ríki kunna honum litla þökk fyrir að rugla efnahagsstefnu þeirra, en önnur standa í þakkar- skuld við Soros fyrir rífleg framlög til menntunar- og framfararmála. Soros er spákaupmaður sem spilar á alþjóðavæðingu fjár- magnsins af slíkri Iist að honum verður flest eða allt að peningum. Hann er sagður kaldriljaður fjár- aflamaður sem svífst einskis til að sölsa undir sig fjámagn og völd. En sjálfur segist hann aðeins fara að þeim leikreglum sem fjármála- markaðurinn og alþjóðavæðingin setur. Enginn þekkir markaðinn betur en Soros. Enginn græðir eins mikið á honum og enginn gagn- rýnir alþjóðavæðinguna af meiri þekkingu og viti en hann. Aðhald skortir Soros hefur skrifað nokkrar bæk- ur um efnahagsmál og eru þær ekki síður um heimspeki en hag- fræði. Hann er næsta siðavandur þegar hann fjallar um meðul sem spákaupmenn nota og telur að al- þjóðavæðingin muni kollkeyra sig ef hún fær áfram að leika lausum hala, þar sem skammsýnin og stjórnleysið er allsráðandi. Þegar hann er spurður hvort svona skoðanir stangist ekki á við lífs- starf hans, svarar hann, að hann stundi viðskipti til að græða en ekki í góðgerðaskyni. Bækur sínar skrifar hann aftur á móti til að vara við þeim hættum sem spá- kaupmenn, eins og hann sjálfur, stefni heiminum í. Hann vill brey- ta Ieikreglunum og draga fleiri til ábyrgðar þegar illa fer, en nú er gert. Um þessar mundir leggur hann mikla áherslu á, að Iánveitendur sýni ábyrgð ekki sfður en lántak- endur. Til dæmis átelur hann AI- þjóðagjaldeyrissjóðinn fyrir að ausa fé í vonlaus verkefni og þeg- ar dæmin ganga ekki upp og skuldir fást ekld greiddar til baka kann bankinn ekki önnur ráð, en að lána meira og heimta að stjórn- völd í illa stöddum Iöndum hækki vexti til að minnka eftirspurn og ástandið versnar sífellt og sjóðir sjóðsins eru á þrotum. Þannig telur Soros, að Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn sé hluti af stóru vandamáli en sé ekki að leysa það. Sem geta má nærri fara Baksvið George Soros er um- deildasti og umsvifa- mesti fjáraflamaður nútímans. svona yfirlýsingar f\TÍr bijóstið á stjórnmálamönnum, sem sjaldn- ast vita hvaðan á sig stendur veðr- ið þegar Soros lætur ljós sitt skína, en erfitt er að mótmæla honum, þar sem vit hans og þekk- ing á efnahagsmálum er óumdeil- anleg. Um miðjan nóvember sl. vakti tímaritið The Economist athygli á því, að efnahag heimsins stafaði meiri hætta af uppsveiflunni í Bandaríkjunum, en nokkrum öðr- um fjármálasviftingum. Hagvexti og hlutabréfamarkaði var líkt við Ioftbelg, sem mun springa. Nú tekur Soros undir sömu spá og segir Bandaríkjamarkað vera loft- bólu, „en spyijið mig ekki hvenær hún springur". Kröfurnar um lækkun vaxta, sem veldur aukinni eftispurn hlutabréfa, eru út í hött. Hluta- bréf eru gróflega ofmetin og fer sú þróun ekki nema á einn veg. Soros telur, eins og raunar fleiri, að verðhrunið byiji á netfyrirtækj- um, þar sem eftirspurnin hefur verið nánast sjúkleg og verðhækk- anirnar eftir því. Þekkmg og velgengni Vöxtur og viðgangur Ijármálafyrir- tækja Sorosar byggist ekki á hepp- ni eða glannaskap. Það er athygl- isgáfa hans og víðtæk þekking sem velgengnin byggist á. Hann er fyrir löngu orðinn margfaldur milljarðamæringur og skattleggur sjálfan sig með því að veita rausn- alega til mannúðarmála og til að efla menntun þar sem þörfin er mikil. George Soros fæddist í Buda- pest í Ungveijalandi 1930. Þar ólst hann upp og við þröngan kost í hernumdu Iandi. Hann flutti til Englands 1947 og útskrifaðist frá London School of Economics og flutti til Bandaríkjana 1956. Hann varð brátt umsvifamikill á fjármálamarkaði og stofnaði fyrsta sjóðinn 1979. Síðan rak hver sjóð- stofnunin aðra og hefur honum gengið allt í haginn á fjármála- mörkuðum fram á þennan dag. Þegar Austur-Evrópuríkin losn- uðu undan oki kommúnismans var Sorsos fyrsti maður til að rétta hjáparhönd. Hann varði háum fjárhæðum til að endurreisa sitt gamla föðurland og veitti Rússum ríflega fjárhagsaðstoð. 1990 stofnaði Soros Mið-Evrópuhá- skólann sem starfar í Budapest og Varsjá. George Soros er einn umdeild- asti fjármálamaður allra tíma. Auðsöfnun hans er gífurleg og gjafmildi hans er óumdeild. Hann á sér marga og öfluga óvildar- menn, sem þykjast eiga honum grátt að gjalda, en hefur aftur á móti ekki verið brugðið um óheið- arleika. En klækjarefur er hann þegar því er að skipta. Einu sinni ætlaði Soros að verða heimspekingur, en hætti við og snéri sér að fjármálum. En þeir sem lesa bækur hans og kynna sér kenningar hans segja, að hann sé heimspekingur fjármálalífsins, sem ekki ber að vanmeta í heimi þar sem fjármagnshræringar skip- ta meira máli í lífi þjóða og ein- staklinga en trúarbrögð og önnur hugmyndafræði. Kúrdar mótmæla handtöku Öcalaus TYRKLAND - AbduIIah Öcalan, leiðtogi aðskilnaðarsinnaðra Kúrda, var í fyrrinótt handtekinn í Kenía og síðan fluttur til Tyrk- lands þar sem hann á yfir höfði sér dauðadóm. Að sögn nutu Tyrkir aðstoðar ísraelsku leyniþjónust- unnar Mossad við handtökuna, sem fór fram án vitundar stjórn- valda í Kenía. Kúrdar víða um heim hafa ákaft mótmælt hand- tökunni, og haft uppi mótmælaað- gerðir við sendiráð Tyrklands, Grikklands og Kenía í fjölmörgum Iöndum E\TÓpu. Hafa mótmæl- endurnir sums staðar ráðist inn í sendiráðsbyggingarnar og jafnvel tekið gísla. Öcalan hefur vikum saman ver- ið á flótta og komið við í ýmsum Evrópulöndum frá því hann fór frá Italíu um miðjan Janúar. Hann hafði dvalist 12 daga í sendiráði Grikklands í Kenía, þar sem hann naut griða, þegar hann var lokkað- ur út úr sendiráðsbyggingunni á fölskum forsendum, þannig að unnt var að nema hann á brott og flytja til Tyrklands þar sem hann verð- ur sóttur til saka fyrir hryðjuverk. Banvæn kj ötkveðjuhátíð BRASILÍA - Mikið ofbeldi hefur einkennt kjötkveðjuhátíð í borginni Sao Paulo í Brasilíu. Frá því á Iaugardag hafa a.m.k. 60 manns látið Iífið af þeim sökum. Aðra og betri sögu er þó að segja frá kjötkveðju- hátíðinni í Rio de Janeiro, þar sem fjölskrúðug hátíðarhöldin hafa farið friðsamlega fram að mestu. Ehrlirhman lútinn John Ehrlichman sver eið við Watergate-réttarhöldin. BANDARÍKIN - John Ehrlichman, fyrrverandi ráðgjafi Richards Nixons Bandaríkjaforseta, er látinn, 73 ára að aldri. Hann var einn lykilmanna í Watergate-málinu, sem varð til þess að NLxon varð að segja af sér árið 1973. Ehrlichman var dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi vegna hlutdeildar sinnar í málinu. Þýsk fyrirtæki styrkja fómarlömh nasista ÞÝSKALAND - Fjölmörg þýsk stórfyrirtæki hafa stofnað sjóð til styrktar fórnarlömbum nasista og afkomendum þeirra. Meðal fyrir- tækjanna má nefna bílaframleiðendurna Daimler-Chrysler, Siemens, Volkswagen og BMW, bankana Deutsche Bank og Dresdner Bank og fleiri þýsk stórfyrirtæki. Segir í yfirlýsingu frá fyrirtækjunum, sem Gerhard Schröder kanslari meðundirritaði, að fyrirtækin beri sið- ferðilega ábyrgð vegna þess að þau notfærðu sér ódýrt nauðungar- únnuafl á stríðsárunum. UTSALA Útsalan hefst fimmtudaginn 18/2

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.