Dagur - 17.02.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 17.02.1999, Blaðsíða 2
18 - M IDVIKUD AGU I( 17. FEBKÚAR 1999 LÍFIÐ í LANDINU ■ SMÁTT OG STÓRT UMSJON: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON Örlygur Hnefill Jónsson. Dómarahárið Nú tala Norðlendingar um að ef Samfylkingin á Norðurlandi eystra nái tveimur mönnum kjörnum í þingkosningunum í vor geti Orlygur Hnefill Jónsson virkilega sett sig í dómarasæti. Lokkaburður mannsins er einsog virðulegt dómarahár, en þetta lúkk sést gjarnan á dóm- urunum í breskum framhaldsmyndaflokkum. Mönnum sem sitja í dómarasæti. „Ég held að all- margir hafi tekið þátt í kosningun- um til þess að reyna að veikja listann.11 Anna Kristín Gunnarsdóttir á Sauðárkróki, tapsár eftir úrslit prófkjörs Samfylk- ingarinnar á Norð- urlandi vestra. Þegar Ómar hringdi Fyrir allmörgum árum gegndi Kristján L. Möller á Siglufirði, nú þingmannsefni Sam- fylkingarinnar á Norðurlandi vestra, því starfi að vera kvikmyndatökumaður Sjónvarpsins á staðnum. Kom þá í hans hlut að mynda ýmsa helstu atburði í bænum og voru sjónvarps- menn í Reykjavík oft í sambandi við hann. - Einhverju sinni á vetrarkvöldi gerðist það að snjóflóð féll á Siglufirði, nokkru fyrir innan kaupstaðinn og vissi Kristján þá strax hvað til síns friðar heyrði. Hann ákvað þó að bíða átekta til næsta morguns, en áður en hann fór í háttinn sagði hann við konu sína að hann vissi vel hvaða maður myndi vekja sig í fyrra- málið. Það var svo vel fyrir klukkan sjö sem síminn heima hjá Kristjáni Möller hringdi. Okkar maður vaknaði af værum blundi, en reif upp símtólið og sagði: „Góðan daginn og komdu sæll, Ómar Ragnarsson." „Hvernig vissir þú að þetta var ég,“ sagði Ómar Ragnarsson, rétt einsog enginn hefði búist við því að hann væri á vaktinni. En þjóð- in þekkir Ómar og enn betur samverkamenn hans. Ef leiðimar eru ekki greiðar Fyrir nokkrum dögum ætlaði góður og gegn Akureyringur að bregða sér í ferðalag vestur í Skagafjörð vinnu sinnar vegna. Honum varð þó ekki um sel þegar komið var inn í Öxnadal innanverðan, á móts við Bakkasel. Skyggnið var þar og þá ekki orðið meira en ein stika og sjálfgert að snúa við. Þegar hann kom til baka sendi hann frá sér netleiðis þennan húsgang: Eg legg ekki á brattann t leiðindahríð, ef leiðirnar eru ekki greiðar. Hér norðanlands geysa stórviðrin stríð og stormur um Oxnadalsheiðar. Rósa Magnúsdóttir og Elín G. Guð- mundsdóttir brýna fyrir fólki að kynna sér merkingu og innihaldslýsingu áður en það kaupir liti til að mála and- lit barna sinna. Andlitslitir geta valdið ertingu Þegarböminfara að mála á sérandlitið á öskudaginn verðurað gæta þess að litimir séu tilþess að mála húðina,fyllsta hrein- lætis ogað litimirfari ekki í augun. SPJflLL hvers konar andlitslitir eru á markaðinum. I ljós kom að marg- víslegir Iitir eru seldir og notaðir sem andlitslitir og eru sumir þeirra ekkert sérstaklega ætlaðir til notkunar á húð. Því vilja þær Rósa og Elín G. Guðmundsdóttir hjá Hollustuvernd ríkisins koma á framfæri upplýsingum fyrir þá sem hyggjast nota slíka liti. Þvo með vatni „Litir sem ætlaðir eru til notkun- ar á húð teljast til snyrtivara og einnig Ieikfanga og verða því að uppfylla ákvæði reglugerða sem eru í gildi um slíkar vörur. Litirn- ir skulu vera CE merktir. CE merking er staðfesting framleið- anda á því að vara, í þessu tilfelli leikfang, uppfylli þær kröfur um Öskudagur er mikill hátíðisdag- ur í augum margra barna og þegar hann nálgast fara foreldr- ar og börn að huga að búning- um og tilheyrandi. Sífellt hefur færst í vöxt að mála húð barn- anna. Gætið þess að húðlitir, sem þið kaupið, séu ætlaðir til notk- unar á húð og séu CE merktir og með upplýsingum um inni- hald. Lesið innihaldslýsinguna og forðist liti sem ekki er hægt að fá fullnægjandi upplýsingar um hjá söluaðila. Gætið fyllsta hreinlætis við meðhöndlun lit- anna, þvoið vel pensla og önnur áhöld sem komast í snertingu við Iitina, sérstaklega ef sömu áhöld eru notuð fyrir marga ein- staklinga. Gætið þess að litirnir berist ekki í augu. Þetta eru ráð frá Hollustuvernd ríkisins og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur vegna húðmálningar á öskudaginn. Alls kyns litir notaðir „Ég fór á nokkra staði, tók nokkrar stikkprufur í verslunum og leit eftir þessu á leikskólum sem ég var að líta eftir. Þá sá ég að það voru dálítið margar tegundir í gangi og ekkert endilega Iitir sem voru ætlaðir til nota á húð. Það var jafnvel mælt með slíkum litum í búðum og það getur vel verið að það sé allt í Iagi að nota þá, ég veit ekki til þess að neinn hafi hlaupið upp undan þeim en þeir eru bara ekki rétt merktir. Þetta varð til þess að við ákváðum að kynna þetta fyrir öskudaginn," segir Rósa Magnúsdóttir hjá Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur. Heilbrigðiseftirlitið hefur gert lauslega athug- un á því í nokkrum verslunum og Ieikskólum heilsu, öryggi og umhverfi sem gerðar eru til viðkomandi vöru á Evrópska efna- hagssvæðinu. Á umbúðum allra snyrtivara skulu koma fram upplýsingar um innihaldsefni. Þetta þýðir að á húðlitum þarf að vera innihaldslýs- ing. Upplýsingar um innihald gera notendum til dæmis mögulegt að forðast ákveðin efni. Ef ekki er rými fyrir innihaldslýsingu á umbúðunum þarf að vera hægt að fá slíkar upplýsingar hjá söluaðila,'1 segja þær. Heilbrigðiseftirlitið og HoIIustuverndin minna á að ekki sé ráðlegt að nota húðliti á einstakl- inga sem eru ofnæmisgjarnir eða eru með við- kvæma húð því að þrátt fyrir að vara uppfylli settar kröfur getur hún valdið ertingu. Ef ein- staklingur fær óþægindi vegna andlitsmálningar á hann að þvo málninguna af sér með vatni og leita til læknis. -GHS ■ FRÁ DEGI TIL DAGS „Enginn nýtur þess að slæpast sem eldki hefur mikið að gera.“ Jerome K. Jerome Þau fæddust 17. febrúar • 1894 fæddist Finnur Sigmundsson landsbókavörður. • 1938 fæddist Haraldur Henrysson hæstaréttardómari. Þetta gerðist 17. febrúar • 1870 gerðist það í fyrsta sinn að sardín- ur voru soðnar niður í dós. • 1947 hófust útsendingar bandarísku útvarpstöðvarinnar „Voice of America" til Sovétríkjanna. • 1947 kom fyrsti nýsköpunartogarinn, Ingólfur Arnarson, til landsins. • 1968 var kolakraninn við Reykjavíkur- höfn rifinn. • 1972 hélt Nixon Bandaríkjaforseti af stað í frægðarför mikla til Kína. • 1990 kom Vaclav Havel forseti þáver- andi Tékkóslóvakíu til Islands. Merkisdagurinn 17. febr. I dag er Öskudagur. Þá hefst langafasta og stendur allt til páskadags. Heiti dags- ins er dregið af því að þá var ösku dreift yfir höfuð iðrandi kirkjugesta í kaþólsk- um sið, og jafnvel með einhverskonar vendi yfir allan söfnuðinn. Heitið er þekkt hérlendis frá miðri 14. öld en kynni að vera eldra. Sú veðurtrú er tengd degin- um að hann eigi sér 18 bræður með líkri veðrattu. - Suga dagannu. Vísan Vísa dagsins er tengd þeim atburði þegar meirihluti alþingis kaus Björn Jónsson ráðherra í stað Hannesar Hafstein: Hamingjan á heimangengt, hörmulegt er standið: Öskupoka hafa hengt til háðungar á landið. Afmælisbam dagsins Körfuboltakappinn frækni, sjálfur Michael Jordan, fæddist í New York árið 1961 og er því 37 ára í dag. Hann hætti árið 1993, og sagðist þá ekkert þurfa að sanna sig frekar í körfubolta. Tveimur árum síðar var hann hættur við að hætta, og hóf að sanna sig að nýju með sama glæsibrag og fyrr. En nú nýverið sagði hann enn á ný skilið við íþrótt sína, væntanlega fyrir fullt og allt. Gamli gyðingurinn Ung íslensk blaðakona;'var stödd í Jerúsal- em og gisti í herbergi með útsýni yfir grát- múrinn. í hvert skipti þegar hún leit út sá hún gamlan gyðing biðjast fyrir með mikl- um fyrirgangi. ÞM rölti hún sér niður að múr og kynnir sig fyrir manninum. Hún sagðist hafa tekið eftir þvf að hann kæmi á hverjum degi að múrnum og spurði hversu lengi hann hafi gert þetta. „Ég hef komið hingað til þess að hiðjast fyrir á hverjum degi í 25 ár. Á morgnana hið ég fyrir friði í heiminum og síðan fyrir bræðralagi fólks. Ég fer heim og fæ mér tesopa og kem svo aftur og bið fyrir því að sjúkdómar á jörðinni verði upprættir," sagði gamli maðurinn. Blaðakonan var mjög undrandi á svörum mannsins og spurði að vonum hvernig það væri að biðja um svona hluti. Gamli gyðingurinn svarði mjög dapur í bragði, „eins og að tala við grjót.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.