Dagur - 17.02.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 17.02.1999, Blaðsíða 3
MIDVIKVDAGVR 17. FEBRÚAR 1999 - 19 Dnpir. LÍFIÐ í LANDINU Baráttuglaði útgerðar- maðurinn áPatró, SvavarR. Guðnason, ersjóari í húð og hár. Hann segirkvótakerf- inu stríð á hendurog því sem hann kallar ólögum þess. Kvótinn gengurað Vestfjörðum dauðum. heimildir væru til staðar. Segir Svavar verð á leigukvóta svo hátt að það geti alls ekki staðið undir kostnaði við útgerðina. Aflaverð- ið standi í mesta lagi undir kaupum á olíu og kosti. - Fiski- stofa ætlar í hart við Svavar vegna þessa gjörnings hans - og slíkt hið sama á móti hefur Svavar jafnframt boðað. Hann segist fara út í þessar aðgerðir til þess að mótmæla meingölluðu kvótakerfi sem leikið hafi marg- an manninn grátt. Sig meira að segja svo hart að í dag hafi hann engu að tapa með aðgerðum þessum. „Eg hef fengið alveg feiknar- lega sterk viðbrögð síðustu daga við þessari aðgerð minni; að því ekki að þetta er skemmtileg- ur starfsvettvangur. Það er líf í kringum þetta, jafnvel þó stjórn- valdsaðgerðir sem hafa komið hafi kostað mig mikla peninga. Með kvótadómi Hæstaréttar í haust féllu til dæmis úr gildi úr- eldingarreglur báta sem ég gæti trúað að hafi minnkað verðgildi tveggja skipa minna um 80 milljónir. En annars eru pening- ar bara peningar," segir Svavar, sem segir að kvótakerfið hafi margt slæmt haft í för með sér í sjávarútvegi og hafi nánast rú- stað landsbyggðinni. „Ef hún kæmi þarna, borgar- stjórinn í Reykjavík, og biði fólki hér fyrir vestan að koma í bæinn í frítt húsnæði þá myndi svona að vera í öllum þeim hlutverk- um sem til eru í þessari grein. Nú er hann útgerðarmaður en hefur líka verið háseti, netamað- ur, bátsmaður, vélstjóri, stýri- maður, skipstjóri og meira að segja kokkur. Það var hann fyrir þremur - Ijórum árum á línu- bátnum Guðrúnu Hlín, sem gerður var út frá Patreksfírði. „Það dó að minnsta kosti enginn af mínum mat og fæðið var ekki dýrt. Strákarnir fengu meira að segja hluta af fæðispeningunum sínum greidda til baka,“ segir Svavar og hlær við. Upphaflega er Svavar úr Reykjavík. Það voru hinsvegar landsbyggðin og sjávarsíðan sem toguðu í hann og árið 1976 „Heffengið sterk viðbrögð síðustu daga við þessari aðgerð minni að senda Vatneyrina út til veiða án kvóta. Til mín hefur hringt fjöldi fólks aföllu landinu, segir Svavar R. Guðnason, útgerðarmaður á Patreksfirði. Fiskistofa ætlar í hart við Svavar - og hann ætlar að svara i sömu mynt. mynd: þök. ; — „Ég tel mig ekki vera meiri upp- reisnarmann en hvern annan. En einsog kvótakerfið er í dag er það fyrst og fremst útgáfa af nú- tíma þrælahaldi og slíkt hefur aldrei hugnast Islendingum. Við flúðum hingað til Islands árið 874 vegna ofríkis Noregs- konungs og æ síðan hefur búið í blóði okkar þjóðar að berjast gegn ólögum," segir hinn bárátt- uglaði útgerðamaður á Patreks- firði, Svavar R. Guðnason. Viðbrögðtn feiknarlega sterk Nafn Svavars hefur verið mikið í fréttum allra síðustu daga, en skip hans Vatneyri BA 238 var sent til veiða án þess að veiði- senda Vatneyrina út til veiða án kvóta. Það hefur fjöldi fólks hringt í mig, bændur, sjómenn, flugmenn, tölvukarlar og hús- mæður. Fólk af öllu landinu. En það eru engin önnur ráð til, leiguverð á kvóta er svo hátt. Sumir hafa þó verið heppnari en aðrir og hafa náð til sín kvóta, en eru samt sem áður skuldugir upp fyrir haus.“ Sjúmaimsblúð í æðum Það rennur sjómannsblóð í æðum Svavars. Hann var ekki nema fjórtán ára þegar hann fór fyrst til sjós og við sjávarsíðuna hefur verið hans starfsvettvang- ur æ síðan, í 34 ár. ,Já, ég neita 95% af fólkinu taka boðinu. Hér situr fólk í raun og veru í fang- elsum í verðlausum húsum sín- um. Og þó talað sé um að með- altekjur Vestfírðinga séu svo háar verður að skoða málið í botn, þær eru svo háar sem raun ber vitni vegna þess að þeir sem áfram búa hér verða að leggja enn harðar að sér við vinnu í fiskinum. Vinna fram í rauðan dauðann og hafa kannski ofur- Iítið meira upp úr krafsinu fyrir vikið,“ segir Svavar. Ef eitthvað mætti þá veiða Svavar var ekki nema rétt um fermingu þegar hann fór fyrst til sjós. Og síðan þá er hann búinn flutti hann með Ijölskyldu sinni til Patreksfjarðar. Þar bjuggu þau í fjögur ár, en fóru þá í Grundarijörð. Komu svo aftur á Patró fyrir fjórum árum. „Þetta er ágætur staður og gott að stunda héðan útgerð. Stutt á miðin. Og alveg fullt af fiski, ef eitthvað mætti þá veiða. En í raun er staðan í dag hér orðin þannig að ekkert er hér eftir nema fáeinir karlar með trillur og síðan menn einsog ég sem eru að reyna að stunda ein- hverja útgerð, þó það sé alls ekki nóg til þess að halda uppi nægri vinnu í landi fyrir það fólk sem enn býr hér - og ætti að búa, því mikið hefur fækkað á staðnum allra siðustu ár.“ -SBS. ■ BÆKUR Klassískar yiskubækur Út eru komnar hjá Forlaginu fjórar bækur, sem allar íjalla um viskuna. Veraldarviska er eftir Spán- verjann Balt- hasar Gracián og var rituð 1637 og er hagnýt handbók um hvernig á að ná árangri í lífinu. Einn þýðenda hefur gefið lesendum heilræði: „Er þú Iest þessa Iitlu bók í íyrsta sinn, lestu þá aðeins fimmtíu heilræði, og láttu það nægja þann daginn." Bók verðandarinnar varð til fyrir þrjú þúsund árum í Kína og var sett saman af konungi nokkrum undir tilsjón taóísks spekings. Bókin er leiðarvísir til farsældar og er mikill viskubrunnur. List friðarins er eftir Japan- ann Morehei Ueshiba, sem hafði óbein á hvers konar of- beldi. Hann var ósigrandi. Aðferð hans var Aikido, sem er bardagalist friðarins. Hæfnina til að berjast á að nota til að halda frið. Leið pílagrímsins er sjálfsævisöguleg frásaga píla- grfms sem setti svip á rúss- neskt sveitalíf frá miðöldum fram á okkar daga. I gegnum frásögnina kynnist lesandinn að nokkru af andstreymi og gleði sem lífsmáti pílagríms- ins hefur upp á að bjóða. Isak Harðarson rithöfundur þýddi allar bækurnar. Bolla, bolla... Fáir gera sér grein fyrir hvernig bolludagur, öskudag- ur og sprengidagur eru komnir til en í Islensku al- fræðiorðabókinni kemur fram allt um það. Bolludagur er mánudagur í föstuinngangi. Bolluát hefur þekkst hér frá síðari hluta 19. aldar og barst líklega til landsins með dönskum eða norskum bökurum. A bollu- dag eru menn flengdir með vendi áður en þeir fara á fæt- ur. Sá sem flengir fær rjóma- bollu í staðinn. Bolludagur var frídagur í skólum frá um 1850 til 1917 að öskudagur tók við. Sprengidagux Sprengidagur er þriðjudagur í föstuinngangi, síðasti dagur fyrir lönguföstu og hin eigin- lega kjötkveðjuhátíð. Heitið er líklegast dregið úr þýsku, af orðinu „Sprengetag", það er helgidagur þegar vígðu vatni er stökkt á söfnuð. Sú alþýðuskýring hefur orðið til hér á landi að menn skuli eta sig í spreng á sprengidag. Fram yfír síðustu aldamót tíðkaðist að halda grímudans- leiki á sprengidag. Öskudagur Er fyrsti dagur í lönguföstu. Heitið er dregið af kaþólskum helgisið þar sem ösku er strokið á enni manna sem iðrunarmerki. Eftir siðaskipti varð þessi dagur að ærsladegi í löndum mótmælenda og menn jusu hver annan ösku í gamni. Hér hafa börn og full- orðnir laumað öskupoka hver á annan. V________________________/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.