Dagur - 17.02.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 17.02.1999, Blaðsíða 5
Tfe^ui- MIÐVIKUDAGVR 17. FEBRÚAR 1999 - 21 LÍFIÐ í LANDINU Vöxtur Reykjavlkiir í sögulegu samhengi Saga Reykjavíkur, Borgin 1940- 1990, er -sjálfstætt framhald sam- nefndra bóka, sem fjalla um tíma- bilið frá 1870 til 1940. Fyrri hluta verksins ritaði Guðjón Friðriksson sagnfræðingur en þau tvö bindi sem nú eru komin út skrifar Egg- ert Þór Bernharðsson, sagnfræð- ingur. Allt er bókverkið glæsilega út gefið, í stóru broti og mikið myndskreytt á vandaðan pappír. Þau tvö bindi sem fjalla um mið- bik og síðari helming aldarinnar sem senn er að Iíða, eru samtals 928 blaðsíður að stærð. Iðunn gef- ur út. Það tímabil sem síðustu bindin ná yfir er ekki aðeins saga ört vax- andi höfuðborgar, heldur einnig mikilla umbrotatíma í sögu þjóðar- innar. I verkinu er öllum helstu þáttum borgarlífins gerð góð skil á aðgengilegan hátt. Með grunn- rannsóknum á þessum vettvangi Ieitast höfundur við að varpa ljósi á þá gjörbreytingu þjóðfélagshátta, sem átt hefur sér stað á tiltölulega skömmum tíma og setur verklegar framkvæmdir, menningarstrauma og reynslu þeirra kynslóða sem byggt hafa borgina síðustu áratugi f sögulegt samhengi. Verkinu er skipt í nokkra meg- inhluta sem greinast í smærri kafla. I fyrri hlutanum er Qallað um þá öru þéttbýlisþróun og hvernig fornir og nýjir hættir fléttuðust saman í Iífi og starfi borgarbúa í og upp úr síðari heimsstyrjöld. Sveitamenningin vék hægt Eggert Þór Bernharðsson, höfundur síðari binda Sögu Reykjavíkur blaðar í verki sinu og útskýrir fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra. og sígandi og borgarvitund tók við. Rakin er þróun atvinnumála og helstu atvinnu- greinar, og erfiðleika þeirra á haftatíma og síðan þær byltingarkenndu breytingar sem orðið hafa á nær öllum sviðum. Sagt er frá skipulagi og útþenslu byggðar, fjall- að um húsnæðismál og þær úrlausnir sem grípa varð til í ört vaxandi þéttbýli. í Hátt Iokakafla fyrra bindis er grein gerð fyrir stjórnmálum og stjórnsýslu borgarinnar. Síðara bindið er helgð mál- efnum daglegs lífs og þeirri menningu sem einkennir borg- arlífið. Velferðarþjónusta, verkalýðsbarátta, heilsuvernd og er allt hluti kjarabaráttu. Félagslegar aðstæður borgar- fjölskyldunnar eru skoðaðar og viðhorfsbreytingar samfara nýrri þjóðfélagsgerð. Nýtt gild- ismat og kvennabarátta setja sinn svip á tímabilið, þróun tískustrauma og afþreyingar- menning er áberandi í borgar- lífinu. Skólakerfi og uppeldis- þáttur menntastofnana mótar unga fólkið í ríkara mæli en áður og íþrótta- og skemmt- analíf er umtalsverður hluti daglega lífsins. Itarleg saman- tekt í. lista- og menningarlífi höfuðborgarinnar er að finna í ritinu og reynt er að skyggnast í hvað upplifun og túlkun lista- manna á borginni hefur haft mikil áhrif. Heimildaöflun í svona verk er erfið, að sögn útgefanda, ekki vegna þess að heimildir skorti, fremur hitt, að af þeim er slík ofgnótt að erfitt er að velja og hafna. á annað þúsund myndir eru í bókunum og undirstrika frásögnina og eru hluti af þeim heimildum, sem gefa verki sem þessu gildi. Um stærðfræði SVOJM ER LIFID Pjetur St. Arason skrifar Pjetur svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Pjetur svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is Fyrir nokkkrum árum fengu íslenskir skólamenn vægt áfall af því að íslensk börn stóðu sig ekki eins vel í stærðfræði og þeir töldu. Mesta sjokkið var að vera Iakari en helsta saman- burðarríkið Singapúr. Margir nemendur óttast tölur og merki, og eru bara með hreina fælni fyrir stærðfræði. Sumir hafa hins vegar lent £ því að þurfa að reikna sömu bókina aftur og aftur. A internetinu hefur verið komið upp stærðfræðivef. Það eru tveir bræður sem hafa veg og vanda af þessu framtaki. Húgó og Tómas Rassmus. Báðir eru þeir kennarar. Húgó kennir í Hjallaskóla í Kópavogi en Tómas er kennari á Flúðum. Tómas hefur starfað við fjarkennslu hjá Islenska menntanetinu. Hann segir að hugmyndin hjá þeim hafi verið að hressa uppá krakkana sem þeir voru að kenna. Vefur- inn er hugsaður fyrir efstu bekki grunnskóla en nem- endur í framhaldsskólum eiga einnig að geta haft not af honum. Vef- urinn skiptist í 1 1 meginþætti og er hverjum þætti skipt í þrjú þyngdarstig. Þarna geta menn tíl dæmis æft getu sína í veldareikningi eða Iiðastærðum, reiknað út úr jöfnum, eða reiknað algebrudæmi úr samræmdum prófum. Hverjum þætti er fylgt eftir með prófi og þá geta menn fengið niður- stöðuna strax og þeir hafa reiknað út úr prófinu. Tómas segir að þeir sem að noti vefinn kerfisbundið geti haft gagn af honum. Ætli menn sér hinsvegar að notfæra sér hann til þess að redda sér kvöldið fyrir próf fái þeir í magann. A heimasíðunni ttp://rvik.ismennt.is/~rasmus/t/ er hægt að fá nánari upplýsingar um vefinn. Þeir bræður selja aðgang að vefnum. Fyrirkomulagið á því er þannig að þeir sem hafa áhuga senda tölvupóst á rasmus@ismennt þeir fá svo sent lykilorð til baka og gíróseðil. Skólar eru rukkaðir um 10 þúsund krónur auk 200 króna á hvern nemanda sem notfærir sér þjónustuna. Tómas segir þetta vera svipað og ef skólinn keypti eina tóma möppu á hvern nemanda. Hann segir þetta vera Töluvuleik sem að skilar árangri í lífinu. HVAÐ ER Á SEYfll? DANSKT - DANSKT - DANSKT Efnt verður til djasstónleika f Deiglunni á heitum fimmtudegi í byrjun danskra daga á Akureyri 18. febrúar kl. 21.00. Þar Ieikur þekkt dankst tríó, Kind of jazz, skemmtilega efnisskrá, danskt og dejligt.. Tríóið skipa: Nils Raae á píanó, Ole Rasmussen á kontrabassa og Mikkel Find á trommur. Jassklúbbur Akureyrar hefur í samstarfi við Danska sendiráðið, Norrænu upplýsingarskrif- stofuna á Akureyri, Café Karólínu og Samland sf. staðið að heimsókn Kind ofjazz. Danskar veiting- ar verða á Café Karólínu fyrir tónleikana. Aðgang- ur er ókeypis fyrir félaga í Jassklúbbi Akureyrar. HÖFÐUBORGARSVÆÐID Háskólatónleikar Miðvikudaginn 17. febrúar kl. 12.30 verða Háskólatónleikar í Norræna hús- inu. Það er tríóið Austan 3 Tríó en það skipa konur úr Austurbænum, þær Svana Víkindsdóttir, píanóleikari, Sigurlaug Eð- valdsdóttir, fiðluleikari og Lovísa Fjeld- sted, sellóleikari. Á efnisskránni er V op. 70 no. 1 eftir Ludvig van Beethoven. Verð aðgöngumiða er kr. 400. Ókeypis fyrir handhafa stúdentaskírteina. Gönguferð á Þorra I kvöld, miðvikudagskvöld í síðustu viku þorra, stendur Hafnargönguhópurinn fyr- ir gönguferð og býður upp á sýrudrykk og molakaffi í Iok gönguferðarinnar. Farið verður frá Hafnarhúsinu að vestanverðu kl. 20.00, gengið upp Grófina og um Vík- urgarð og Hljómskálagarð suður í Vatns- mýri eða eftir gönguhraða hvers og eins til kl. 20.45. Þá snúið við og gengið til baka. Þá er einnig hægt að mæta við Hafnarhúsið ld. 21.30 og njóta hressing- ar með göngufólkinu. Þórður mætir með nikkuna. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnargönguhópnum. Ríkiseign á fjölmiðlum á það við? Samband ungra jafnaðarmanna og Heimdallur halda sameiginlegan fund á Sólon íslandus, 2. hæð fimmtudaginn 18. febrúar kl. 21.30. A fundinum verður fjallað um réttmæti ríkiseignar í fjölmiðl- um á Islandi. Framsögumenn verða: Hrafn Gunnlaugsson, leikstjóri, Guðrún Helgadóttir, fyrrv. alþingis- og útvarps- maður og Hólmfríður Sveinsdóttir, stjórn- málafræðingur. Félag eldri borgara Ásgarði, Glæsibæ Almenn handavinna og perlusaumur, kennari er Kristín Hjaltadóttir kl. 9- 12.30. Línudanskennsla Sigvalda kl. 18.30. Almennur félagsfundur verður í Ásagði sunnudaginn 21. febrúar kl. 14.00. Skyndihjálparnámskeið Reykjavíkurdeild Rauða krossins gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst fimmtudaginn 18. febrúar. Kennsludagar verða 18., 22. og 23 febrú- ar. Neimskeiðið verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Þeir sem hafa áhuga á að komast á þetta námsekið geta haft sam- band við skrifstofu deildarinnar í síma 568-8188 frá kl. 8-16 í dag eða á morg- un. Oskudagurinn í Reykjanesbæ Öskudagshátíð verður fyrir nemendur í 1.-6. bekk grunnskólanna í Reykjanesbæ. Hátíðin stendur yfir frá 14-16. Nemend- ur í Myllubakkaskóla mæti í íþróttahúsið við Sunnubraut og nemendur í Njarðvík- urskóla í lþróttamiðstöðina. Kötturinn verður sleginn úr tunnunni, leikir, dans, glens og grín er á dagskránni. Foreldrum er bent á að taka virkan þátt í skemmtun- inni og aðstoða börnin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.