Dagur - 17.02.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 17.02.1999, Blaðsíða 4
20-midvikudagur n. febrúar 1999 LIFIÐ I LANDINU UMBUÐA- LAUST Upphaf stjórnmálabarátt- unnar fyrir næstu kosningar tekur áhugaverðan sveig að því hvernig hæfilegt er að beijast með orðum. Það er skynsamlegt að reyna að marka umræðunni völl. Við eigum nefnilega von á hörð- um slag með þöndum taug- Stefán Jón Hafstein Björn Bjarnason mennta- málaráðherra og Davíð Oddsson voru settir upp að vegg í liðinni viku vegna „ógætilegra" ummæla. Voru þau það? Nei. skrifar Tikarsonur talar Sá sem hér skrifar neyddist til að Ieita álits ritstjóra Morgunblaðsins á því hvað væri við hæfi í stjórnmálabaráttunni. Sem ritstjóri Dags eða stjórnandi Þjóðarsálarinnar á Rás 2 hefði ég ekki leyft að nota orðið „tfkarson- ur“ í blaðagrein eða símtali um aðra per- sónu. Það þýðir samkvæmt orðabókinni „hórusonur". Og var valið okkur tveimur samstarfsmönnum síðasta vor. Maður sér ekki tilganginn í því að svívirða þriðja aðilja, sem hvergi nærri kemur, með svona munn- söfnuði. Morgunblaðið neitaði að biðjast af- sökunar á því að hafa birt þessi ummæli, birti þriggja dálka leiðara því til stuðnings að „tíkarsonur" væri gott og gilt skammaryrði í almennri íslensku. Það ætti því heima í að- sendum greinum sem blaðið birti. Sú umræða var fróðleg fyrir þá sök að stærsti vettvangur skoðanaskipta um stjórn- mál skilgreindi fyrir sjálfum sér og öðrum að í nafni tjáningarfrelsis mætti ganga að minnsta kosti svona langt í Ijótum munn- söfnuði í þjóðmálaumræðu. Sem betur fer hefur þetta „algenga skammaryrði“ hvergi verið notað svo spurnir fari af eftir að Sverrir Hermannsson Iærði að hemja sig ögn. Enda er alveg fráleitt að hórusonur eða viðlíka svívirðingar séu þörf gögn í lýðræðislegum skoðanaskiptum. Illugi og fleiri ganga of langt, Björn hefur leyfi til að vera ögn klaufalegur í framsetningu. Við hæfl? Pol Pot og minkuriim Að þessu sögðu þykir mér menn gerst held- ur viðkvæmir þessa dagana. Björn Bjarnason menntamálaráðherra hefur verið húðstrýkt- ur fyrir eftirfarandi ldausu á vefsíðu sinni: „Kvennalistinn er ekki Iengur til sem stjórnmálaafl, hvað sem yfirlýsingum um hið gagnstæða líður og enginn hefur í raun verið duglegri við að veita honum nábjargirnar en sú kona, sem lengst hefur náð í nafni hans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Sömu viðleitni til að gera út af við gömlu flokkana sína verður vart hjá ýmsum samherjum Ingi- bjargar Sólrúnar, til dæmis þeim Helga Hjörvar í Alþýðubandalaginu sáluga og Öss- uri Skarphéðinssyni í Alþýðuflokknum sál- uga. Þetta fólk virðist vilja fá hreint borð með því að þurrka út fortíðina og byrja á núll-punkti. Pólitfskar æfingar af þessu tagi eru þekktar úr samtím- anum og hafa Pol Pot og hans menn í Kam- bódíu gengið lengst á þeirri braut að skapa nýja framtíð með því að gera út af við fortíð- ina.“ Var Björn Bjarnason að líkja Ingibjörgu Sól- rúnu við fjöldamorð- ingja með þessum orð- um? Nei. Það er engin ástæða til að fjargviðr- ast út af þessari klausu. Bjöm Bjarna- son gekk ekki of langt með þessari frekar langsóttu samlíkingu. Hún er hvorki skyn- samleg né áhrifamikil, en í felst engin æru- meiðing. Þá er algjör óþarfi að þyrla upp ryki þótt Davíð Oddsson telji stjórnarandstöðuna myndu haga sér eins og „mink í hænsnabúi“ kæmist hún yfir ríkisfjármálin. Steingrímur J. gerði hárrétt í því að gefa ekki mikið fyrir dýrafræðina, en láta sér orðalagið í Iéttu rúmi liggja. Við eigum ekki að kalla yfir okkur skinhelgi á vettvangi stjórnmálanna. Mér þykir menn gera meira en góðu hófí gegnir úr klaufalegri framsetningu mennta- málaráðherra og heldur kliskjukenndri sam- líkingu forsætisráðherra. Hvar eru mörkin? Valdimar Jóhannesson baðst afsökunar á því að líkja nafngreindum einstaklingum við Stalín og Hitler og var maður að meiri. Hann fór yfir boðleg mörk. Astþór Magnús- son fullyrti í beinni útsendingu úvarpsstöðv- ar að nafngreindur stjórnmálamaður hefði ekið drukkinn. Það var rangt. Hefðu fjöl- miðlar átt að kanna sannleiksgildi staðhæf- ingarinnar og ganga síðan hart eftir því að afsökunarbeiðni bærist. Rangar ásakanir um saknæmt athæfí, rakalausar samlíkingar við stórglæpamenn og grófar persónulegar sví- virðingar um ósannar ávirðingar eiga hrein- lega ekkert erindi í opinbera umræðu. Fjöl- miðlum ber engin skylda til að birta slíkt. Ég nálgast þetta mál ekki á lagalegum eða siðlegum forsendum, sem eiga þó fyllilega heima í umræðu af þessu tagi. Ég vil að menn dragi mörkin við spurninguna: hvað þjónar sann- Ieika, rökfærslu, um- ræðu? Ég er ekki með bannorðalista. Mér finnst að menn megi segja hvað sem er. Þjóni það um- ræðu. Þess vegna finnst mér að kalla megi mann tíkarson þjóni það einhveijum sæmilega alvarlegum tilgangi til að nálgast viðfangsefni sem skiptir almenning máli. Sama á við samlík- ingu við Pol Pot eða álíka glæpamenn. Hérðasdómur dæmdi Hrafni Jökulssyni rétt- inn til að kalla embættismann „glæpa- mannaframleiðanda ríkisins"; orðnotkunin var í röldegu samhengi við mikilvægt um- ræðuefni blaðagreinar. Sama má segja um mun vægari orð menntamálaráðherra: þau stóðust í samhenginu. Morgunblaðið er hugsi Morgunblaðið birtir miklu meira aðsent efni en nokkur annar fjölmiðill á Islandi. Mörkin sem blaðið dregur skipta þvf verulegu máli um það hvernig orðræða um stjórnmál þró- ast. Þess er nú vart að blaðið sé alvarlega hugsi yfir frammistöðu sinni. í Reykjavíkur- bréfi í síðasta mánuði var skrifað: „Tjáningarfrelsið er einn þýðingarmesti þátturinn í lýðræðislegri stjórnskipan og okkur ber skylda til að standa vörð um það. I nafni þess gengur Morgunblaðið býsna langt í mati á því hvað telst hæfilegt að birta á prenti. Þeim, sem verða fyrir gagnrýni eða í sumum tilvikum hörðum persónulegum árásum, finnst oft of langt gengið. Þarna er vandratað meðalhóf en helzta viðmiðun blaðsins er sú, að birta grein eða bréf, ef það telst ekki vera brot á lagaákvæðum um æru- meiðingar. Þá getur í vissum tilfellum verið nauðsynlegt að hafna greinum af siðferði- legum ástæðum... ...Það gengur auðvitað ekki að hver sem er geti fengið að segja hvað sem er um hvern sem er í fjölmiðlum." Eru Iög um ærðumeiðingar besti mæli- kvarðinn á það sem við hæfí er að fjölmiðlar birti? Þau eru í besta falli byrjun, en ekki fullnaðarregla. Til dæmis er vel hægt að hugsa sér að nauðsynlegt sé og í þágu opin- berrar umræðu að setja fram ummæli sem líkur eru á að verði fundin „ærumeiðandi" fyrir rétti. Fjölmiðill getur ekki skotið sér al- gjörlega á bak við lögin. Þá er hægt er að hugsa sér grófan dónaskap og persónulegar svívirðingar sem ekki hafa neitt umræðu- gildi. Eiga fjölmiðlar að birta slíkt efni af skyldu við tjáningarfrelsi, þó ekki sé líklegt að það yrði dæmt „ærumeiðandi'1? Ég set stórt spuningamerki við svo umburðarlynda ritstjórn á helstu fjölmiðlum. Ritstjórn helstu fjöliniðla jafngildir ekki afnámi tjáningarfrelsis. Þeim sem liggur á að birta svívirðingar og dónaskap í bland við lygaþvætting geta prentað slíkt í eigin út- gáfu, mælt fram á fundum eða sett á Netið. Og borið ábyrgð á. Viðkvæmnl? Viðbrögðin í umræðunni undanfarna daga benda til viðkvæmni. Hugsanlega er ástæð- an sú að nokkrum sinnum hafa menn farið mjög illilega yfir strikið með gjörsamlega til- gangslausum dónaskap og rakalausum stað- hæfingum. Við verðum að gæta okkar á því að bregaðst ekki við dellukörlunum með því að ganga í skrokk á þeim sem hafa ágætis ástæðu og réttmætan tilgang með því að rífa kjaft. Við eigum ekki að kalla yfir okkur skinhelgi á vettvangi stjómmálanna. Mérþykir menn hafa gert miklu meira en góðu hófi gegnir úrfrekar klaufalegri framsetningu menntamálaráðherra og heldur kliskjukenndri samlíkingufor- sætisráðherra. ■menningar ] LÍFIÐ Gudrún Heiga Sigurðardóttír Hvaðan kemur orðalagið? Lítill drengur (sjö ára) sat við heimiiistölvuna og var að leika sér í Small Soldier, tölvuforriti þar sem ófrýnilegir hermenn voru að berja hver á öðrum inni í húsi. Eitthvað hallaði á drenginn og hermennirnir voru drepnir fyrir honum hver á fætur öðrum. Allt í einu dettur upp úr honum: „Mamma, hann tekur bara E- töflu og fær þá meiri kraft." Foreldrunum á heimilinu brá heldur betur í brún við þessi orð og veltu málinu mik- ið fyrir sér. Fjöldi spurninga vaknaði. Af hverju í ósköpun- um tók drengurinn svona til orða? Hvernig komst þessi ranghugmynd inn hjá barn- inu? Er kannski almennt tekið svona til orða £ þessum leik eða getur þetta orðalag/þessi ranghugmynd hafa síast inn gegnum fjölmiðlana? Eða er þetta ættað frá jafningjunum, sem hafa kannski lært þetta af sér eldra fólki? Þegar forritið var skoðað kom í ljós að þar var ekkert sem gaf tilefni til þess að halda að ranghugmyndin væri ættuð þaðan. Að vísu gat her- maðurinn gleypt einhverjar pillur til að fá kraft en flaskan var ekki merkt neinu sérstöku efni. Undirrituð hallast ekki að því að Ijölmiðlum sé um að kenna því að þeir hafa ekki talað fyrir E-töflunotkun, frek- ar þvert á móti. Spurningin er hvort þetta hafi ekki síast inn í barnamenninguna frá eldra fólki. Aðalsteiim tekur við Silja Aðalsteinsdóttir skrifar bók- menntasögu. Úr einu í allt annað. Af DV berast þær fréttir að Silja Að- alsteinsdóttir menningarrit- stjóri sé á leið til Kaupmanna- hafnar að skrifa bókmennta- sögu, eða hluta hennar, fyrir íslendinga en bókmenntasag- an kemur út árið 2000. Silja fer í fríið um næstu mánaða- mót og verður í heila sex mán- uði i burtu enda á hún ekki Iítið verk fyrir höndum. A meðan ku Aðalsteinn Ingólfs- son listfræðingur axla þá ábyrgð að sjá um menningar- skrifin á DV og dugar sjálfsagt ekkert minna því að menning- arsíðurnar á DV hafa sjaldan verið betri en þessi ár eftir að Silja tók við.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.