Dagur - 17.02.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 17.02.1999, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 - 23 X^ur. LÍFIÐ í LANDINU MEINHORNIÐ • Furðuleg er sú árátta Islend- inga að Ieggjast í biðraðir við ferðaskrifstofúr eins og væru þeir Rússar fyrir utan brauðbúð- ir. Það er ekki eins og það sé skortur á utan- landsferðum eða framboðið fullnægi ekki eftirspurn. Meinhyrningur hefur ekki haft efni á því að fara í utan- landsferð s.l. 10 ár. En ef til þess kemur, þá verð- ur sko ekki lagst í biðraðir við ferðaskrifstofur, heldur látin þau boð út ganga að Meinhyrningur vilji utan. Og þá geta fulltrúar ferðaskrifstof- anna staðið í biðröðum við heimili Mein- hyrnings og hampað sínum undir-, gylli- og kostaboðum. Þannig eiga kaupin auðvitað að ganga fyrir sig á utanlands- ferða-eyrinni. • Gengdarlaust offramboð á fót- bolta og öðrum knattleikjum á sjónvarpstöðun- um er óþolandi. Það er nánast sama hvar borið er niður á rás- unum, allsstað- ar er verið að sparka og henda boltum. Og yfir- leitt eru þetta óþjóðlegir bolt- ar, amerískir körfuboltar, þýskir handbolt- ar og breskir, þýskir, ítalskir og spænskir fót- boltar. Er furða þó ekki sé pláss á rásunum fyrir þjóðlegustu, göfugustu, feg- urstu og karl- mannlegustu íþrótt í heimi - íslensku glínuina? FOLKSINS Flugslys Hu leioa nr. 4 5 GUÐBJARTUR HALLDORSSON SKRIFAR Bréfritari leitar svara frá Flugleiðum vegna tafa og annarra óþæginda við flug til London föstudaginn 5. febrúar 1999. Bréf Guðbjarts birtist hér nokkuð stytt. Hvað þennan föstudag varðar þá var ég ásamt fleira fólki á Ieið til London á ráðstefnu með flugi nr. 450. Ohætt er að segja að góður andi hafi verið í hópn- um enda verið að fljúga með flugfélagi sem auglýsir sig upp með að hafa bestu þjónustuna og yngsta og öruggasta flug- flota sem eitt flugfélag getur státað af (aumingja hin flugfélögin). ... Frekari seinkun Ekki er nú hægt að tala um að ferðin hafi byrjað glæsilega því þegar heila- þvottateipið var rétt hálfnað að dásama félagið þá var tilkynnt að vélin væri ekki alveg í standi til ferðarinnar og fólk beð- ið að ganga aftur frá borði. Fljótlega var tilkynnt að töfin yrði um tveir tímar og úr því sem komið var tók fólk þessu með jafnaðargeði. En þegar leið að brottför með öruggasta flugflota sem völ er á hjá einu flugfélagi var tilkynnt um frekari seinkun og að farið yrði í loftið um kl. tólf, var fólk farið að bölva í hljóði. ... Rétt um kl. 11.30 var það búið að Strandgötu 31, 600, Akureyri Þverholti 14,105 Reykjavík Sími umsjónarmanns lesendasíðu: 460 6122 Netfang: ritstjori@dagur.is Símbréf: 460 6171/551 6270 Óskað er eftir að bréf til blaðsins séu að jafnaði hálf til ein vélrituð blaðsíða, 1000-1200 tölvuslög. Dagur áskilur sér rétt til að stytta lengri bréf. kvisast út að flugvélin færi í fyrsta lagi í loftið kl. 14.00 ef hún færi þá bara nokkuð af stað þennan daginn. Um 12.30 var farþegum í flugi nr. 450 hjá öruggasta flugfélagi heimsins boðið til hádegisverðar og fljótlega mátti sjá breytingar á brottfararskjánum að flug- tíma hefði verið breytt, enda ekki furða, ldukkan var orðin tólf, farþegarnir að borða og ein af öruggustu flugvélum heimsins ennþá biluð. Þegar nálgaðist brottfarartíma kom tilkynning á brott- fararskjá að flugið hefði verið fellt niður og ekki leið á löngu þar til óskað var eft- ir 35 sjálboðaliðum til að skjótast til Kaupmannahafnar og síðan myndu þeir fá að sitja í hjá SAS til London þegar líða tæki á kvöldið og þá væri hægt að koma restinni af farþegunum á flug nr. 452 til London sem áætlað hafði verið um Id. 16.30 að mig minnir. Siunir sneru heim Þessir áður morgunglöðu farþegar voru nú komnir í síðdegisþunglyndi og voru ekkert ginkeyptir til að skjót- ast til Kaupmannahafnar, enda höfðu þeir ekkert þang- að að gera. Með þrautseigju tókst þó að þvæla nokkrum farþegum til að bíta á agnið og leit þetta nú bara vel út hjá þessu „heimsklassa þjónustufyrir- tæki“ með yngstu og bestu flugvélar í heimi, já það gleymdist í upphafi að nefna það að þær heita Boeing. En aumingja starfsfólkið, flugfarþegar til Kaupmannahafnar og 35 manna sjál- boðaliðar fóru ekki Iangt því ein af ör- uggustu flugvélum heimsins bilaði, en skrítið og klukkan bara að verða 16.00. Þetta var ekkert mál hjá leikfangadeild Flugleiða, Kaupmannahafnarflugið var sett í salt, morgunflug nr. 450 var aftur komið á dagskrá og síðdegisflug nr. 452 var enn í fullum undirbúningi. Þegar hér var komið voru sumir alveg búnir að fá nóg og voru að undirbúa Reykjavíkur- ferð, en þá gall við í hátalarakerfinu að flug nr. 450 væri að verða tilbúið aðeins átta tímum á eftir áætlun og farþegar vinsamlega beðnir að ganga um borð. ... Flugferðin hófst eftir að búið var að dásama Flugleiðir með heilaþvottavíd- eóspólunni og yfirfara helstu öryggisat- riði, sem virðist nú ekki vera vanþörf á, í nýjustu og öruggustu flugvélum sem eitt flugfélag hefur yfir að ráða. En Adam var ekki lengi í paradís, flugstjórinn til- kynnti að öruggasta flugvél heimsins sem var að koma úr níu tíma skoðun væri BILUÐ og að hann yrði að lenda vélinni aftur, „við fengum þó kortérs flug“. Ekki þarf að fara mörg- um orðum um það að allir voru orðnir drullufúlir og raunin varð sú að slangur af mannskap hélt til Reykjavíkur... Aprílgabh? Undirritaður ákvað að reyna að þrauka og viti menn, kallað var út í síð- degisflug nr. 452 og fólk beðið að hraða sér því flug- vélin væri tilbúin og væri farin að bíða, ekki stóð á farþegunum að hendast út enda fangar númer 452 löngu orðnir leiðir á þessu rugli, en viti menn það var punkterað á einni af öruggustu flugvélum heimsins, það fréttist síðan af henni að hún hefði komist í Ioftið. Það er af fangaflugi nr. 450 að segja að tilkynnt var að morgunflugið yrði ekki tilbúið fyrr en upp úr kl. 20 og öll- um farþegum boðið til kvöldverðar þeg- ar kl. var 19.20. Agætlega gekk að koma kvöldverðinum út og þegar fólk var rétt að byrja að borða kom tilkynning kl. 19.35 að morgunflugvélin væri tilbúin og fólk beðið að ganga um borð. Þvílík upplýsingaþjónusta, enda héldu allir að þetta væri 1. apríl gabb í febrúar og héldu áfram að borða. Flug nr. 450 fór í loftið kl. 20.10 og kom ekki aftur niður fyrr en eftir tvo tíma og tíu mínútur á Heathrow flug- velli í London. Já! eitt af öruggustu flug- vélaflökum heimsins hafði náð alla leið án þess að bila og farþegar í flugi nr. 452 komnir á leiðarenda eftir 13 tíma. Þar sem undirrituðum er runnin mesta reiðin ætla ég ekki að hafa þetta öllu lengra, en til að hnykkja á umfjöll- un minni um upplýsingaþjónustu Flug- leiða þá bíður undirritaður enn eftir svari vegna kvörtunar sem hann sendi til þeirra aðila sem um þau mál sjá hjá fé- laginu og það var nú bara í maí 1998. ... VEÐUR Veðrið í dag... Vaxandi suðaustanátt í fyrramálið og fer að snjóa um landið suðvestan og vestanvert. Stinningskaldi eða allhvasst víða um landið sídegis og þá með snjókomu um mest allt land, en þó slyddu syðst. Dregur úr frosti á morgun, iyrst sunnan- og vestantil. mti 12 tu 0 stig Blönduós Akureyri Egilsstaðir Bolungarvík rc) mm rc) mm -10 -6“ \1,- ■ ■ ■ 1 ■ -5 -10- -0 -15- -*■ r-——"r-™—™ i **— \\\ Miö Fim Fös Lau M Þri Mið Fim Fös ^ r Fteykjavík \ / ^ W /'/•// Kirkjubæjarklaustur Þrl Miö Fim Fös ^ ^ í [ •r' _____Stykkishólmur Mán Þri Miö Fim Fös Lau -// Stórhöfði I ■ ■; -15 5V -10 ; o- - -I l ■ i , Þri Mið Fim Fös \ S. . / í s'Sf- f VEÐURSTOFA ? ÍSLANDS Veðurspárit 16.02.1999 Línurit: Lofthiti, spágildi fyrir miðnætti og hádegi. Súlurit: Úrkoma, uppsöfnuð i 12 klst. Vindörvar: Vindur blæs inn að punkti. Vindhraði táknaður með skástrikum; heilt strik táknar 5 m/s en hálft 2.5 m/s. Þríhyrningur táknar 25 m/s. er . k Dæmi: • táknar norðvestanátt, 7.5 m/s. Færð á vegum Á Norð-Austurlandi er víða skafrenningur og þungfært er um Kísilveg og á Möðrudalsöræfum en þæfingsfærð er á Mývatnsöræfum og á Vopnafjarðarheiði. Ófært er til Borgaíjarðar eystri. Að öðru leyti er allgóð vetrarfærð á vegum landsins. 66*N SEXTIU OG SEX NORÐUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.