Dagur - 24.02.1999, Page 3

Dagur - 24.02.1999, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 - 19 LÍFIÐ í LANDINU Engir Skáladraugar - Sæl og blessuð, Bryndís. Þið á Selfossi stóðuð að Skála- kvöldi í Tryggvaskála sl. föstu- dagskvöld. Margar sögur eru til um þetta elsta hús bæjar- ins, en í auglýsingu sagði að vafalaust myndi Þór Vigfús- son, sem var sögumaður á Skálakvöldi, segja draugasög- ur. Þú ert alin upp í þessu húsi og þekkir málið vel; eru draugar í Skálanum? „Það held ég ekki. Þetta var látið fljóta með til gamans í aug- lýsingunni enda hefur Þór Vig- fússon gaman af slíkum sögum. Nei, ég varð aldrei vör við drauga í húsinu á mínum upp- vaxtarárum. Þó er til saga um að snemma á öldinni hafi ung stúlka ráðið sig í vist hjá Guð- mundu, sem þá sá um skálann - og nokkru áður en hún átti að mæta til starfa segir sagan að unnusti hennar hafí komið og fengið greidd laun hennar fyrir- fram. Nokkrum dögum síðar lést hún, og daginn sem hún átti að hefja störf þóttist fólk heyra undarlegan umgang í húsinu. Annars hef ég miklu meiri trú á þti að góðar vættir séu í húsinu, oft Iá nærri að þarna yrði elds- voði í gamla daga en aldrei kom neitt fyrir.“ - Og nú stendur til að fara að gera Tryggvaskála uppr „Já, bæjaryfirv'öld hafa afhent okkur Skálann til endurupp- byggingar og munu næstu sex árin veita til okkar tólf milljón króna upphæð til endurbygging- arinnar. Hún verður í áföngum, nú þegar er búið að setja nýtt þak á húsið og í sumar verður skipt um klæðningu. Þegar end- urbyggingu lýkur stendur til að ■ koma húsinu í einhvern rekstur, til dæmis tengdan ferðaþjón- ustu.“ - Má ekki ætla að flestir Selfossbúar eigi minningar tengdar Tryggvaskála? „Vafalaust. Foreldrar mínir ráku þennan stað lengi og ég man að þarna voru fundir allra félaga, bændafundir, böll, erfi- drykkur og margt fleira. Þetta var skemmtilegur staður." - Eg sé það í Dagskránni að þessa dagana er tískuvöruversl- un þfn á Selfossi, Lindin, 25 „Bæjaryfirvöld hafa afhent okkur Skálann og munu á næstu sex árum veita til okkar tólfmilljón króna upp- hæð til að endurbyggja hann, “ segir Bryndís Brynjólfsdóttir á Selfossi. ára. Hvernig hefur reksturinn gengið í gegnum tíðina? „Það hefur verið upp og ofan. Sum ár hafa verið góð og önnur slakari. En nú er góðæri í land- inu og það verðum við vör við. Samkeppni okkar er mest við Keykjavíkursv'æðið, en einnig við útlönd. Við höfum orðið vör við aukinn áhuga ferðafólks á að líta við hjá okkur því úrvalið af fatnaði er töluvert. Við seljum dömufatnað á alla aldurshópa. Við erum einungis með eigin innflutning og það kemur fram í lægra vöruverði.11 „Sveitastörf ekki þannig að þetta sé sérstök erfiðisvinna og að þvíleyti lítið eftir að slægjast fyrir lögguna, “ segir Gústaf Magnús Ásbjarnarson, formaður Nemendafélags Bænda- skólans á Hvanneyri Umhverfis landi ........—f—------- I 1 á áttatíu simsferefi Sigurður Bogi Sævarsson, slær á þráðiun og kannar mannlííið í landinu. Ræningj adóttirm sett á svið Bændur tipp topp í kollinum - Sæll Gústaf. Þú ert formaður Nemendafélags Bændaskólans á Hvanneyri. Hvaðan ert þú af Iandinu og ætlar þú að verða bóndi? „Ég er frá Asbjarnarstöðum í Stafholtstungum. Já, ég hef hugs- að mér að leggja landbúnað fyrir mig í framtíðinni; þetta er grein sem margir hafa gott uppúr þó það auðvitað ráðist af því hvernig bú eru rekin og hver stærðin sé.“ - Ætlar þú að verða bóndi á Asbjarnarstöðum? „Það er nú óvissuþáttur í þessu. Foreldrar mínir eru ekki nema um 45 ára og bregða ekki búi strax. Ég hef því í hyggju að fara í framhaldsnám í búvísind- um, þannig að ég geti starfað í framtíðinni við kennslu og leið- beiningastörf. Þar eru að mínu mati miklir möguleikar. Með námi þessu er ég bæði að skapa mér at- vinnumöguleika, en landbúnaður er lfka áhugamál mitt.“ - Hvaðan eru krakkarnir sem núna eru í bændaskólanuin og hvert fórst þú í starfsnám? „Krakkarnir eru mikið að norðan. Frá Skriðu í Hörgárdal koma Sigríður Sverrisdóttir og Þór Jónsteinsson, Gunnfríður Elín Hreið- arsdóttir frá Svertingsstöðum í Eyjafirði, Karl Ingi Atlason frá Hóli í Svarfaðardal og Inga Hrönn Flosadóttir frá Höfða í Höfðahverfi. Starfsnám tók ég á Spóastöðum í Biskups- tungum hjá Þorfinni Þórar- inssyni bónda. Starfsnám er 79 dagar og 520 vinnu- stundir og þú þarft í því að halda dagbækur um vinnu þína, skila grasasafni með 40 jurtum og korti sem þú teiknar af staðháttum þar sem þú ert. - Það er talsverður munur á búskap á Suðurlandi og á Norðurlandi, þar sem ég þekki vel til. Nyrðra er þurrviðrasamt og því heyja menn meira í rúllur þar en á Suðurlandi. En mannlíf er hvarvetna svipað; í sveitum er fólk alltaf að bjóða í kaffi og spjalla saman." - Nú er frægt að löggan leitaði mikið eftir því á sínum tíma að fá í sínar raðir stráka sem voru að koma úr bændaskóla og þóttu sterkir. Eru þeir að bera víurnar í ykkur? „Þetta hef ég nú aldrei heyrt. Meðalhæð okkar í bekknum er ekki nema 1,75 m. og enginn er mjög sterkur. Sveitastörf í dag eru ekki þannig að þetta sé sérstök erfiðis- vinna og því eftir Iitlu að slægjast fyrir lögguna. Það sem máli skiptir fyrir bændur er að þeir séu tipp topp í kollinum því starfsumhverfið verður sífellt flóknara og hvert meðal- bú er fyrirtæki sem veltir tugum milljóna króna.“ - Sæl Elísabet. Ég hringdi til að grenslast fyrir um hvað væri að gerast í Hjaltadal, mér var sagt að þú værir orðin formaður kvenfélagsins þarna. Ertu þá ekki alltaf að baka... „Jú, ég er orðinn formaður félagsins og við erum vissulega stundum að baka. Sjáum til dæmis um aðventukaffi hér í dal fyrir jól, á kjördag er það kosninga- kaffi, þar sem er boðið uppá kaffi og kleinur - og síðan sjáum við líka um erfi- drykkjur. Frá áramótum höfum við séð um tvær slíkar. En starf í kvenfélagi snýst um fleira en bara bakstur. Bakstur er íjáröflunarstarf félagsins, en það hef- ur mikið snúist um að efla grunn- og Ieikskólann hér í Hjaltadal, sem nú eru komnir undir eitt þak einsog þið sögðuð frá í Degi um daginn." - Ykkar maður þarna í Hjaltadal, Jón skólastjóri á Hólum, var meðal þátttakenda í prófkjöri Samfylkingar- innar á Norðurlandi vestra. Þið hafið staðið þétt með honum? „Að minni hyggju má segja að próf- kjörið hafi í raun verið byggðakosningar. Fólk i hverri byggð reyndi sem best það gat að tryggja sinn frambjóðanda. En annars varð ég nú ekki mikið vör við þetta prófkjör, til dæmis markvissa smöl- un á kjörstað. Mesti fyrirgangurinn var í afmörkuðum hópum.“ - Þú ert kennari í Grunnskólanum á Hólum. Hvað er að gerast í skólastarf- inu? „Nú er það árshátíð á föstudaginn. Þar munu nemendur setja á svið leikritið um Ronju ræningjadóttur, sem við erum búin að æfa sfðan um áramót. AHir nem- „Starfí kvenfélagi snýst um fleira en bara bakstur, “ segir Elísabet St. Jóhannsdóttir, kennari á Ásgarði í Viðvíkursveit. endur skólans taka þátt í uppsetningu og góðrar Iiðveislu leikfélaga hér á Norður- landi njótum \að, meðal annars með láni á búningum. Mig langar að koma á framfæri þakklæti til þessara félaga.“ - Segðu mér meira um kvenfélagið í Hjaltadal. Hvað eruð þið margar í því og hvað gerið þið ykkur helst til dægradvalar? „Við konurnar í félaginu erum 11 og við gerum okkar margt til dægradvalar. Hittumst alltaf reglulega og á vorin reyn- um við að fara saman í skemmtiferð. SI. vor var nú engin ferð farin en þess í stað fórum við saman út að borða og sáum leiksýningu á Sauðárkróki. Ekki er búið að ákveða hvað við gerum í vor.“ Og færð eftlr því - Sæll Friðfinnur. Það var mikið gera hjá ykk- ur hjálparsveitarmönn- um á Akureyri um helgina... „Já, það var talsvert. Síðdegis á föstudag vor- um við kallaðir út til þess að aðstoða öku- menn í tveimur bílum sem sátu fastir uppi á Oxnadalsheiði. Skyggni á heiðinni var slæmt og færðin eftir því. En við fórum upp og náðum í ökumennina og okkur tókst jafnframt að koma öðrum bílnum í bæinn. Þegar við komum svo í bæinn aftur beið okkar það verkefni að fara aðra ferð, þá með ábúendur á Engimýri. Úr þessum verkefnum báðum vorum við komnir klukkan hálf fjögur aðfaranótt laugardagsins og vorum þá búnir að vera að í nærri ellefu tíma.“ - Eitthvað meira hafið þið aðhafst? „Jú, á laugardag vorum við með snjó- flóðaæfingu sem fjöldi Iiðsmanna okkar tók þátt í. Við erum með hund sem not- aður er í leitir ef þess þarf og það fer einmitt mikill tími í að halda honum í þjálfun, sem var meðal þess sem vakti fyr- ir okkur með æfingunni á laugardag. í bráðabýti á sunnudag vorum við síðan mættir á vaktina enda hafði mikið snjóað um nóttina. Við keyrð- um starfsfólk FSA til og frá vinnu og ldpptum í bíla sem sátu fastir hér og þar. En reyndar hafði veður svo mikið gengið þegar leið á sunnudaginn að verk- efni voru minni en við ætluðum." - Þó þessi stórhríð sé afstaðin þá er Adam sjálfsagt ekki kominn í Paradís? „Nei, hvað varðar vetrarveður og ferðalög eru páskarnir alltaf krítískur tími. Þá er komið fram á þann tíma þegar svo margir fara á fjöll og þá hefur gjarnan farið svo að menn týnast. Gjarnan hafa slíkar leitir bjá okkur verið þetta ein til tvær á vetri og þá ekki síst hér inni á Glerárdal. Um páska höfum við björgunarsveitarmenn á Akureyri reynt að halda okkur í bænum ef einhversstaðar er hjálpar þörf, og einsog ég segi er það ekki síst á þessari helgu hátíð.“ „Hvað varðar vetrarveður og ferðalög eru páskar krítískur timi, “ Friðfinnur Freyr Guðmundsson, hjálparsveitar- maður á Akureyri.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.