Dagur - 27.02.1999, Qupperneq 4
4- LAUGARDAGUR 27. FERRÚAR 1999
StUOlíl
Félagi Svavar kvaddur
Svavar Gestsson þingmaður tekur við sendiherra-
stöðu í næsta mánuði og verður af þeim sökum að
hætta á þingi og segja sig úr Alþýðubandalaginu. Fé-
lagar hans í flokknum hafa því ákveðið að efna til
veislu næstkomandi föstudag til að heiðra Svavar eft-
ir 20 ára þingsetu og fjölmörg trúnaðarstörf fyrir
flokkinn.
Veislan verður í Iðnaðarmannahúsinu við Hall-
veigarstíg föstudaginn 5. mars og verður húsið opn-
að kl. 19. Það mun kosta 2.500 krónur fyrir mann-
inn að taka þátt, en innifalið er matur; sjávarréttafor-
réttur, lambakjötsréttur og ís. Ekki eru öll dagskráratriði veislunnar
komin á hreint, en reiknað er með ræðum frá formanni flokksins og
formönnum félaga innan flokksins, Margréti Frímannsdóttur, Kol-
beini O. Proppé, Helga Hjörvar og Sigþrúði Gunnarsdóttur. Auk þess
fer fram leit af þeim manni eldri kynslóðarinnar sem getur rifjað
gömlu tímana betur en þetta unga fólk. Þegar það er búið spilar
hljómsveit hússins og dansinn dunar fram á rauða nótt.
Svavar Gests-
son.
Búnaðarþing 100 ára
Búnaðarþing verður sett á Hótel Sögu á sunnudag klukkan 14.00
Þingið hefst með hátíðardagskrá í tilefni 100 ára afmælis Búnaðar-
þings sem er öllum opin. Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka ís-
Iands, setur þingið og Guðmundur Bjarnason, landbúnaðarráðherra
og Jón Helgason, fyrrverandi formaður Búnaðarfélags Islands flytja
ávörp. Matthías Johannessen, skáld, flytur hátíðarræðu og Karlakór
Bólstaðarhlíðarhrepps syngur.
Byggðamál og skipulag félagssamtaka bænda verða að líkindum fyr-
irferðarmest á þinginu. Starfshópur á vegum landbúnaðarráðherra
vinnur nú að endurskoðun búvörulaga með tilliti til flutnings verk-
efna frá Framleiðsluráði landbúnaðarins til Bændasamtaka íslands
og stefnt er að því að kynna Búnaðarþingi tillögur hópsins. Skýrsla
nefndar um stefnumörkun og starfsemi BI með tilliti til þessa verk-
efnaflutnings verður einnig lögð íyrir þingið. — GG
Rangur Hreggviöur
1 þættinum „Smátt og stórt“ í Degi á fimmtudaginn
birtist röng mynd með tilvitnuninni „Gullkorn.“ Þar
var vitnað í ummæli sem Hreggviður Jónsson, íyrr-
verandi alþingismaður, Iét falla í blaðagrein, en með
greininni birtist hins vegar mynd af nafna hans -
Hreggviði Jónssyni hjá Islenska útv'arpsfélaginu. Þeir
eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum.
Hreggviður
Jónsson, fyrr-
verandi alþing-
ismaður.
Stjómvöld auka á vausæmd sína
„Enn ætla íslensk stjórnvöld að auka á vansæmd sína í umhverfismál-
um,“ segir í samþykkt framkvæmdastjórnar Frjálslynda flokksins, þar
sem ríkisstjórnin er harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki undirritað
Kyoto-bókunina, eitt allra landa innan OECD. Segja frjálslyndir að
Island hafi því kosið að einangra sig í alþjóðlegri umræðu um um-
hverfismál og að stjórnvöld hafi kallað skömm yfir íslendinga með því
að fresta undirritun bókunarinnar. Segir í lok samþykktarinnar að
„mengun eins ráði framtið annars.“ - s.DÓR
Sókn gegn sjálfsvígiim
Frelsið-kristileg miðstöð opnar um helgina nýtt húsnæði að Héðins-
götu 2 í Reykjavík. Um ræðir verulega stækkun frá fýrri aðstöðu og
ætlunin að auka við öll umsvif starfsins. Meðal nýjunga í starfinu er
að hjálparstarf sem Frelsið rekur undir nafninu Sókn gegn sjálfsvíg-
um opnar hjálparlínu þar sem ráðgjafar verða við símann allan sólar-
hringínn en einnig er rekið athvarf í miðbæ Reykjavíkur sem opið er
hvert föstudagskvöld. Símanúmerið er 577 5777.
Vilja fulltrúa í baukaráð
Á aðalfundi starfsmannafélags Búnaðarbankans í fyrakvöld var sam-
þykkt ályktun þar sem þess er farið á leit við viðskiptráðherra, að
hann heimili starfsmönnum og öðrum óbreyttum hluthöfum að kjósa
einn mann í bankaráð bankans á næsta aðalfundi. Jafnframt vill að-
alfundur Starfsmannafélagsins að aðalfundur bankans verði haldinn
á laugardegi í Háskólabíói í Ijósi þess að um almenningshlutafélag
með tugþúsundum hlutafa er að ræða.
Rætt iim beiiiþynningii
Málþing
Lars Hyldstrup og Ingvar Teitsson
skoða tæki til mælingar beinþynn-
ingar í mjöðm á FSA í vikunni.
um beinþynningu
kvenna eftir tíðarhvörf var haldið
í Reykjavík og á Akureyri í vik-
unni. Helstu sérfræðingar lands-
ins ásam danska sérfræðingnum
Lars Hyldstrup komu við sögu á
þessum málþingum. Beinbrot
sem rekja má til beinþynningar
valda miklu álagi á heilbrigðis-
þjónustuna. Sjúklingum með
mjaðmabrot hefur fjölgað úr 218
árin 1965-1969 í 755 árin 1990-
1995. Árlegur kostnaður af þess-
um beinþynningarbrotum er þeg-
ar mjög hár og er nú áætlaður um
500-700 milljónir árlega.
FRÉTTIR
.TJxgur
Auglýsingaherferð Örykjabandalagsins er talin kosta eitthvað á aðra milljón króna.
Auglýsingastríd á
aðra milljón króna
Öryrkjar múma á
bága stöðu sína.
Undrun hjá stjórnar-
liðum. Herferð í vor.
Framboð nr sögunni.
„Það var ákveðið að ráðast í þetta
núna vegna þess að síðasta þingi
kjörtímabilsins er að ljúka. Það
þótti því rétt að minna menn á
stöðu öryrkja rétt áður en þeir
taka slaginn," segir Helgi Seljan
hjá Oryrkjabandalagi Islands.
Herferð í vor
Á undanförnum dögum hefur
Oryrkjabandalagið staðið fyrir
viðamikilli auglýsingaherferð í
fjölmiðlum þar sem kastljósinu
hefur verið beint að bágri stöðu
öryrkja í samfélaginu. í þeim
efnum hafa m.a. verið birtir vitn-
isburðir biskups, landlæknis og
fleiri um erfið kjör öryrkja og
misskiptingu góðærisins. Kostn-
aður þessarar auglýsingaherferð-
ar er eitthvað á aðra milljón
króna. Viðbúið sé að önnur aug-
Iýsingaherferð sjái dagsins Ijós
þegar nær dregur alþingiskosn-
ingum.
Nóg framboð af framboðum
Um tíma stóð til að öryrkjar
myndu jafnvel bjóða fram við al-
þingiskosningarnar í vor. Svo
virðist sem þau áform hafi dagað
uppi. I það minnsta segist Helgi
Seljan ekki hafa heyrt um það
Iengi. Það var heldur aldrei á
dagskrá hjá Öryrkjabandalaginu
heldur hjá átakshópi hjá Sjálfs-
björgu f Reykjavík, sem hafði
verið að velta því fyrir sér. Hann
er hinsvegar á því að það verði
alveg nóg „framboð af framboð-
um,“ í vor.
Stjómarliðar undrast
Það sem af er hafa viðbrögð við
auglýsingaherferðinni einkum
verið hjá stjórnarandstöðunni,
eða þeim sem hafa „frítt spil“,
eins og Helgi orðar það. Hins-
vegar hefur minna verið um
undirtektir hjá stjórnarliðum. Ef
eitthvað er þá hafa þeir spurt að
því hvað gangi eiginlega á hjá ör-
yrkjum með því að hafa „harðari
og hvassari tón“ en áður. Öryrkj-
ar telja þó ekki svo vera, heldur
sé áróður þeirra fyrir bættum
kjörum minni ef eitthvað sé.
- GRH
Puukturinn fer í Gilið
Skiptar skoðanir um
ákvörðimina. Hvorki
lakkrísgerðin né Lista-
safnið fengu sínar ósk-
ir uppfyHtar.
Bæjarráð ákvað á fimmtudag að
lista- og handverksmiðstöðin
Punkturinn fái inni í Gilinu, þar
sem brauðgerð KEA var áður til
húsa. Bæjarráð Ieggur áherslu á
að kostnaði verði haldið í algjöru
lágmarki en samkvæmt grófu
kostnaðarmati má áætla að heild-
arkostnaður vegna flutningsins
auk nauðsynlegra lagfæringa og
breytinga á húsnæðinu muni
verða a.m.k. 2 milljónir króna.
Lakkrísgerðin Skuggi hafði falast
eftir húsnæðinu til leigu, en bæj-
arstjóri, Kristján Þór Júlíusson,
segir rökin fyrir ákvörðuninni
þessi:
„Punkturinn var kominn á
Punkturinn mun flytjast í Listagilið.
hrakhóla með húsnæði og hann á
ágætlega heima þarna. Sú starf-
semi sem þarna á sér stað á fullan
rétt á sér og það þurfti að finna
henni ákveðinn stað. Það er ekki
fyrirsjáanlegt næstu ár að við nýt-
um þetta húsnæði með betri
hætti.“
Þröstur Ásmundsson, formaður
menningarmálanefndar, setti fyrir
skemmstu fyrirvara við þá ákvörð-
un sem nú hefur verið tekin. „Sú
lausn á málum Punktsins sem hér
um ræðir er því miður bráða-
birgðalausn og hún hefur ýmsar
neikvæðar hliðar sem er mikil-
vægt að allir geri sér Ijósar í upp-
hafi,“ segir Þröstur í bréfi til hæj-
arstjóra. Hann ritar m.a. um mik-
ilvægi þess að Listasafnið á Akur-
eyri fái betri aðbúnað en Lista-
safnið hafði einmitt augastað á
húsnæðinu. Þá varar Þröstur við
hugsanlegri hljóðmengun starfs-
manna Punktsins og bendir á
bílastæðavanda: „Miðað við að
nokkrir tugir rnanna séu daglega
við störf á Punktinum er ljóst að
llutningur hans í Gilið skapar
talsverðan bílastæðavanda og eyk-
ur auðvitað á þann vanda sem fyr-
ir er fyrir gesti, t.d. Listasafnsins.
Ef til vill er þetta versti gallinn við
flutning Punktsins í Gilið," segir í
bréfi Þrastar. — BÞ
300 % hækkun deCode
Eftirspurn eftir hlutabréfum í
móðurfélagi Islenskrar erfða-
greiningar, deCode Genetics, hef-
ur verið hreint ótrúleg frá áramót-
um að því er segir í Morgunkorni
Fjárfestingahanka atvinnulífsins.
I upphafi árs var gengi hlutabréfa
í íyrirtækinu um 10,5 dollarar á
hlut en eru í dag að seljast á geng-
inu 20, sem þýðir að bréfin hafa
hækkað um rúm 90% það sem af
er þessu ári. Tæpt ár er síðan
hlutabréf fyrirtækisins voru seld
íyrst á íslenskum markaði á geng-
inu 5 dollara á hlut, sem þýðir að
hækkunin nemur 300% frá fyrstu
sölu. Verið er að vinna að undir-
búningi á skráningu deCode á er-
lenda markaði og reiknað með að
útboðsgengi þar verði á bilinu 12-
14 dollarar á hlut.