Dagur - 27.02.1999, Qupperneq 6
1
6-LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999
ÞJÓÐMÁL
m
Utgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjóri:
Aðstoðarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Símar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjald m. vsk.:
Lausasöluverð:
Grænt númer:
Simbréf auglýsingadeildar:
Simar auglýsingadeildar:
Netfang auglýsingadeildar:
Símbréf ritstjórnar:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVlK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
ritstjori@dagur.is
1.800 KR. Á MÁNUÐI
150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
800 7080
460 6161
(REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason
(AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
omar@dagur.is
460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Hunsa vilja Alþingis
í fyrsta lagi
Á hverju ári afgreiðir Alþingi fjöldann allan af tillögum til
þingsályktunar. Slíkar samþykktir hafa ekki lagagildi, en þær
lýsa vilja meirihluta þingsins í tilteknum málum. Oft er um að
ræða áskoranir Alþingis til framkvæmdavaldsins og stofnana á
þess vegum um að haga sér með tilteknum hætti í mikilvæg-
um málum, eða þá að láta gera áætlanir um hvernig bregðast
megi við afmörkuðum vandamálum sem við blasa í þjóðfélag-
inu. Hvert svo sem efni samþykktanna kann að vera, fer ekki
á milli mála að þar er æðsta stofnun þjóðarinnar að lýsa því af-
dráttarlaust hver er hennar vilji.
í öðru lagi
Dagur hefur nýlega rakið nokkur dæmi sem sýna að fram-
kvæmdavaldið hunsar þennan vilja Alþingis hvað eftir annað.
Mest sláandi var hvernig ríkið gekk þvert á samþykkt Alþingis
við útþenslu opinbera kerfisins. Þingið hafði mælt svo fyrir að
draga ætti úr umfangi ríkiskerfisins á höfuðborgarsvæðinu en
efla það að sama skapi úti á landi. Gjörðir framkvæmdavalds-
ins voru þveröfugar; opinbera kerfið var þanið út í höfuðborg-
inni en dróst saman á Iandsbyggðinni. Mörg fleiri dæmi eru
um að framkvæmdavaldið hafi virt samþykktir þingsins að
vettugi.
í þriðjalagi
Þessi reynsla er auðvitað staðfesting þess að framkvæmdavald-
ið gefur lítið fyrir vilja Alþingis ef samþykktir þess henta ekki
ráðherrum eða stjórnarstofnunum. Þarna er fyrst og fremst við
þingmenn sjálfa að sakast. Það er auðvitað í þeirra valdi að
koma í veg fyrir að ríkisstjórn á hverjum tíma líti á þingsálykt-
anir Aþingis sem marklaus plögg. Með mun strangara eftirliti
forsætisnefndar þingsins og einstakra þingmanna með afdrif-
um þeirra ályktana, sem Alþingi sendir frá sér til framkvæmda-
valdsins, mætti auka líkurnar á að farið sé að vilja löggjafar-
samkomunnar. Á meðan ekkert er gert í þá veru styrkist al-
menningur í þeirri trú að þingmenn séu sáttir við þá niðurlæg-
ingu að ekkert mark sé tekið á samþykktum þeirra.
Elías Snæland Jðnssou
Pólitískt peninga-
strip-show
Garri er heldur hnugginn í dag
því hann hefur ugglaust misst
af miklu í gærkvöld. Þá fór
sem sé fram Islandsmót í
strippi í beinni útsendingu á
sjónvarpsstöðinni Sýn. En
vegna fátæktar hefur Garri
ekki efni á að greiða áskrift að
Sýn og skortir því nauðsynlega
yfirsýn yfir atburði gærkvölds-
ins til að tjá sig um af skyn-
samlegu viti.
Reyndar var atburðurinn
ekki auglýstur sem Islandsmót
í strippi heldur kallað „Is-
landsmótið í erótískum dansi“,
þar sem höfuðáhersla var lögð
á listrænan losta eða lostræna
list. Barþjónnin á Þórscafé
hafði fyrirfram lof-
að stórkostlegri
keppni því stúlk-
urnar legðu sig
rosalega fram og
hafa því væntan-
Iega verið vel fram-
lagðar eða fram
gengnar af íjalli í
gærkvöld. En því
miður, Garri fór á
mis við þennan glaðning.
Vorir skuldu-
nautar?
Hitt er svo annað mál að Garri
hefur í raun meiri áhuga á að
sjá Islandsmót í annarskonar
strippi, það er að segja keppni
þar sem fulltrúar stjómmála-
flokkanna koma fram fjár-
málalega berrassaðir og sýna á
Sýn að þeir hafa ekkert að fela.
Nú er mikil umræða um það
hvurjir beri helst ábyrgð á
skuldum stjórnmálaflokka,
þeir sem flúðu, að þeirra
dómi, hið sökkvandi skip eða
hinir sem eftir sátu.
Ber þingmaður ábyrgð á
skuldum fyrsta flokks síns til
æviloka, jafnvel þó hann skipti
um flokk, gangi í annan og síð-
ar jafnvel í marga flokka? Og
er hann þá ábyrgur fyrir sínum
hluta af skuldum þeirra allra?
Svör við þessum spurningum
hafa verið ákaflega loðin og
teygjanleg að undanförnu, líkt
og ugglaust ýmislegt sem vakti
hvað mesta hrifningu á Is-
landsmótinu í erótískum döns-
um í gærkvöld.
DoUaradjæf og
rúblununha
Þessar spurningar vekja svo
upp aðrar og stærri, sem sé um
fjármál stjórnmálaflokkanna í
heild sinni sem lengi hafa leg-
ið í þagnargildi þó
fulltrúar allra
flokka segist ekkert
hafa að fela í þeim
efnum. Og hafa
raunar haldið því
fram um árabil að
reikningar flokk-
anna eigi að vera
öllum opnir, ekkert
sé sjálfsagðara og
nauðsynlegt sé að setja lög þar
um. En, en...
Og því leggur Garri það til
að sem fyrst verði haldið Is-
landsmót í pólitísku peninga-
strippi. Þar komi fram for-
menn eða gjaldkerar allra
stjórnmálaflokka og fletti sig
seðlum, reikningum, kvittun-
um og öðrum dulum og dilli
sér svo berstrípaðir og gleiðir
frammi fyrir alþjóð í beinni út-
sendingu á Sýn þannig að sjá-
ist beint inn í öll fjárhagsleg
skúmaskot og skorur.
Þá myndi sko Garri glaður
greiða áskriftina og horfa á
með áfergju. GARRI.
ODDUR
ÓLAFSSON
skrifar
Kortlagning heimskimnar
Þróunarsvið Fræðslumiðstöðvar
Reykjavíkur hefur nú sannað
með hávísindalegum aðferðum
að foreldrar með háskólapróf
eiga dugmeiri börn og samvisku-
samari en þeir sem eru bara með
grunnskólapróf eða einhver
ómerkileg pungapróf í verk-
menntun og svoleiðis.
Þá er staðfest að í hverfum og
útskæklum Reykjavíkurborgar er
grófleg stéttaskipting og er þá
tekið mið af efnahag og menntun
íbúanna. Krakkarnir úr fínu og
menntuðu hverfunum ná 'betri
einkunnum í prófum og sækja
tíma betur, en grislingarnir úr
lakar menntaðri hverfum, sem
skrópa og svíkjast um standa sig
sýnu ver í skólastarfi.
Fræðslumiðstöðin er nú búin
að stimpla borgarhverfin og
heiðaþorpin sem langskóla-
menntuð, pungaprófshverfi og
ómenntuð hverfi. Bestu og
stundvísustu börnin koma auð-
vitað úr langskólamenntuðu
skólaumdæmunum en tomæmu
skrópagemlingarnir búa í félags-
Iegum íbúðahverfum þar sem
prófgráður húsráðenda eru ekk-
ert til að státa af.
Starfshópur stofnaður
Forsprakkar fræðslumála borgar-
innar héldu stóran blaðamanna-
fund um niðurstöður
könnunarinnar og
botna ekkert í niður-
stöðunum. Er boðað-
ur starfshópur til að
kanna könnunina og
reyna að komast að
því hvað felst í niður-
stöðunum, annað en
það sem liggur í aug-
um uppi og var tilefni fundarins.
Rekstrardeild Fræðslumið-
stöðvarinnar segir að enginn
munur sé á skólunum og sé unn-
ið gríðarlega gott starf í þeim öll-
um. Fræðsluráðið segir að börn-
um með góðan bakgrunn geti
vegnað vel í hvaða skóla sem er.
Þróunarsviðið telur að þau börn
sem eru með lakastan félagsleg-
an bakgrunn séu helst fjarver-
andi úr skóla.
Hér ber allt að sama brunni.
Það er menntun foreldranna og
búseta sem skiptir sköpum. Fín-
ustu börnin koma úr fínustu
hverfunum en slóðarnir búa í
lökustum hverfum.
Það er munur fyrir
krakkana og alla
hina að vita þetta.
Nú vita þau upp á
hár hverjir eiga góða
foreldra og hverjir
slæma og hvaða börn
eru mannvænleg og
hver mannleysur.
Persónuupplýsingar
Það er mjög heppilegt og hag-
kvæmt að kortleggja borgina á
þennan hátt. Nú þarf enginn að
velkjast í vafa um hvaðan amlóð-
arnir koma og í hvaða skóla fyrir-
myndarnemendurnir ganga. Fín
félög og klúbbar eiga nú auðveld-
ara með að sortéra sauðina frá
höfrunum. Atvinnurekendur
þurfa ekki annað en að líta á
skólahverfin til að sjá hvers
vænta má af starfskrafti og svo
geta kortin orðið staðgóðar upp-
Iýsingar fyrir tryggingafélög.
Borgarstjóri fær enn eina stað-
festingu á því hve hræmulega illa
þorpasafnið, sem kallað er
Reykjavík, er skipulagt, og vill
ráða bót á stéttaskiptingunni.
Það verður þá helst gert með því
að senda Aragötuna inn í Fella-
sókn og Breiðholtið í Laugarás-
inn. Verða það varia minni tilfær-
ingar en að flytja flugvöll út í sjó
og leggja Sundabraut upp á Esju.
En brýnasta verkefnið er að
hleypa íslenskri erfðagreiningu
alls ekki í gögn Fræðslumiðstöðv-
ar. Hún gæti fundið erfðavísa
heimskunnar og fordómanna, og
það er ekki víst að það yrði þeim
sprenglærðu hollt.
Lærðar niðurstöður
menntastéttar.
ro^tr
SPMÉs
Ivajraið
Er auglýsingabann á
innlendum bjór tíma-
skekkja?
Hjörleifur Guttormsson
alþingismaður
„Ég hef alltaf
verið mjög
hlynntur auglýs-
ingabanni á
áfengi og því vil
ég viðhalda því
banni. Því ráða
forvarna- og
heilsufarssjónarmið og á því
byggir nýlegur dómur Hæstarétt-
ar, en viðskiptalegir hagsmunir
mega ekki fá þar neitt vægi.“
Guðný Guðbjömsdóttir
alþingismaður
„Ég er sammála
dómi Hæsta-
réttar um að það
eigi að vera
bann á áfengis-
auglýsingum og
það á jafnt við
um bjór sem
annað áfengi, enda skýr ákvæði
um það i lögum. Það er mikil-
vægur liður í forvarnastarfi og ég
vona að það verði 'látið eitt yfir
alla ganga í þessum efnum. Mér
finnst að banna eigi nú þegar
sjónvarpsútsendingar frá inn-
lendum íþróttakappleikjum þar
sem bjórauglýsingu eða áfengis-
auglýsingu bregður fyrir. Það
yrði mjög áhrifarík aðgerð sem
vekja mundi verðskuldaða at-
hygli.“
Ema Hauksdóttir
framkvæmdastjóri Samtaka fetúa-
ijóniistnnnar
„Algjört bann
við áfengisaug-
lýsingum er
tímaskekkja en
það þarf að
finna ásættan-
legar leiðir f
þeim efnum.
Það eru fljótandi áfengisauglýs-
ingar út um allt land í erlendum
tfmaritum og á erlendum sjón-
varpsstöðum og því hlýtur með-
alvegurinn þar á milli að vera
ákaflega vandrataður. Því er
nauðsynlegt að finna reglur sem
þó gæfu nokkurt aðhald, en í dag
er innlendum framleiðendum
mismunað. Það er mikill tví-
skinningur fólginn í því að Ieyfa
framleiðslu og sölu á vöru eins
og t.d. bjór en banna svo að hún
sé auglýst."
Aðalsteinn Ami Baldursson
foniiaður Verkalýðsfélags Hi'isavíkiir
„Það á ekki að
gera neitt sem
eykur áfengis-
neyslu Islend-
inga, en þegar
ég er að horfa á
íþróttaviðburði
þar sem allt er
yfirfullt af bjórauglýsingum, þá
spyr ég hvort nokkuð verði við
þetta ráðið og rétt sé að banna
Islendingum að auglýsa bjór á
sama tíma. Erlend tímarit eru
full af áfengisauglýsingum og
þar eru einnig auglýsingar frá tó-
baksframleiðendum. Þetta er
mismunun og erfitt að segja á
sama tíma, veljum íslenskt. Ef
ekki næst utan um þetta á alls
ekki að banna þetta, það er bara
hálfkák."