Dagur - 27.02.1999, Qupperneq 11

Dagur - 27.02.1999, Qupperneq 11
T^ui- LAUGARDAGllR 27. FEBRÚAR 1999 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Þúsundir fluttar brott frá snjóflóðasvæðum Þessi þyrla var notud til að flytja fólk frá hættusvæðunum í Sviss. Áfram er spáð miMlIi snjðfldðahættu í Ölp- lllllllll. í gær og í fyrradag voru þúsund- ir manna fluttar á brott frá snjó- flóðasvæðunum í Austurríld, og %'oru tugir austurrískra, sviss- neskra, þýskra og bandarískra þyrlna notaðir í það verkefni. 4.500 manns voru fluttir á brott með þyrlum á fimmtudag, og meiningin var að koma um 5.000 manns á brott í gær. Er þetta langstærsta aðgerð af þessu tagi, sem ráðist hefur ver- ið í í Austurríki. Nokkur hundr- uð manns hyggjast þó dvelja áfram í Paznaudal, þar sem snjó- flóðin urðu. Á skíðasvæðunum í Austurríki voru þúsundir manna engu að síður enn lokaðar inni í gær, en búið var að flytja á brott alla sem þess óskuðu frá Galtur, þar sem snjóflóðið mikla féll á þriðjudag. Einnig var unnið að því að ryðja veg inn í Paznaudal, þar sem Galtur og Valzur eru. Ein- ungis hefur verið hægt að kom- ast þangað loftleiðina. Verulegri snjóflóðahættu er spáð áfram í Austurríki, þar sem hiti kemst yfir frostmark en það þýðir að snjóhengjurnar í fjöll- unum þyngjast. Sömuleiðis er talin hætta á snjóflóðum í þýsku Ölpunum. Hins vegar hefur snjóflóðahættan í Sviss minnkað verulega. 37 lík höfðu í gær fundist í Galtúr og Valzur, en eins var enn saknað að auki. Meðal þeirra sem létust voru Þjóðverjar, Aust- urríkismenn, Danir og Hollend- ingar. Flestir voru það Þjóðverj- ar, eða 21. Nánast engin von er til þess að fleiri finnist á Iífi í snjónum. Bjartsýni björgunarmanna óx þó verulega á miðvikudagskvöld, þegar tvennt fannst á lífi í snjón- um. Annað þeirra var fjögurra ára gamall drengur sem sýndi ekkert lífsmark. Líkamshiti hans var kominn niður í 31° á Celsí- us. Betur fór þó en á horfðist og var í skyndi flogið með drenginn á sjúkrahús þar sem hann hefur braggast ótrúlega vel. Stórt flóð féll í Galtúr á þriðju- dag og annað í Valzur á miðviku- dag, og eru þetta mestu snjóflóð sem orðið hafa í Austurríki í hálfa öld. Fjölmörg snjóflóð hafa fallið í Sviss og Austurríki undanfarna daga. Eitt þeirra var þó af mannavöldum, en það átti sér stað á ferðamannastaðnum Leu- kerbad í Sviss á fimmtudag. Sprengjusérfræðingur, sem var í björgunarliðinu, tók það upp hjá sjálfum sér að koma snjóflóðinu af stað. Verulegar skemmdir urðu á húsum, en engin meiðsl urðu á fólki. Simi 462 3500 • Hólabraut 12 • www.nett.is/borgarbío VID KYNNUM THIN ftED LINE VINNUSKOLI REYKJAVÍKUR LAVSAR STÖDUR SUMARID1999 Vinnuskóli Reykjavíkur auglýsir eftir starfsmönnum í eftirtaldar stöður sumarið 1999: 1. Leiðbeinendur til að vinna með og stjórna vinnuflokkum unglinga. 2. Leiðbeinendur til að starfa með hópi fatlaðra ungmenna sem þurfa mikinn stuðning í starfi. 3. Starfsmenn til að undirbúa og stjórna fræðslu- og tómstundastarfi Vinnuskólans. 4. Yfirleiðbeinendur sem hafa umsjón með ákveðnum verkefnum og vinnusvæðum. Leiðbeinendur skulu vera 22 ára á árinu eða eldri og er æskileg uppeldis- eða verkmenntun og/eða reynsla af störfum með unglingum. Vinnuskólinn er reyklaus vinnustaður. Ráðning leiðbeinenda er frá 1. júnf og stendur í 9 -10 vikur. Vinnuskólinn býður sumarstörf unglingum sem verið hafa í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla í Reykjavík (verða 14, 15 eða 16 ára á árinu). Helstu verkefni eru: • Snyrting og viðhald á skólalóðum og íþróttasvæðum í borginni. • Garðaumhirða fyrir ellil íf ey risþega. • Gróðursetning og stígagerð á svæðum utan borgarmarkanna, s.s. Heiðmörk, Hólmsheiði og Nesjavöllum. • Létt viðhald á stofnanalóðum í borginni í samvinnu við garðyrkju- og gatnadeild borgarverkfræðings. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Vinnuskóla Reykjavíkur. Þar eru einnig veittar frekari upplýsingar um störfin. Umsóknarfrestur er til 19. mars n.k. Snorrabraut 60 • 105 Reykjavík Sími 511 2590 • Fax 511 2599 Netfang: vinnuskoli@rvk.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR Sýnd kl. 5 - Isl. tal. Einnig sýnd kl. 3 um helgina. MuIan Sýnd kl. 5 Sýnd um helgina kl. 13 Sýnd kl. 6.45, 9 og 11.15 l

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.