Dagur - 10.03.1999, Síða 9
8- MIDVIKUDAGUII 10. MARS 1999
MIDVIKUDAGU R 10. MARS 19 9 9 - 9
-tkyUT'
Ða^ur_
FRÉTTASKÝRING
Kvennabylgja rugg'ar bátnum
SIGURDÓR
SIGURDÓRS
SON
SKRIFAR
Á landsfundi Sjálf-
stæðisflokksms er bú-
ist við að í þremur
málaflokkum geti orð-
ið uokkur átök, sjávar-
útvegsmálum, byggða-
máluiii og málefnum
aldraðra og öryrkja og
svo að sjálfsögðu við
kosningu varafor-
mauus.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
hefst á morgun, fimmtudag,
klukkan 17.30, en hann fer fram
í Laugardalshöllinni. Húsið verð-
ur opnað klukkan 14.00 og þá
hefst afhending fundargagna.
Um 1700 manns eiga rétt til
fundarsetu en ekki er búist við að
fleiri en um 1500 manns skrái sig
á fundinn.
Tímasetning landsfundarins er
auðvitað engin tilviljun. Þegar
honum Iýkur eru um 7 vikur til
þingkosninga og með landsfund-
inum hefst hin formlega kosn-
ingabarátta. Flokkurinn hefur nú
setið átta ár samfellt í ríkisstjórn
undir forsæti formannsins, Dav-
íðs Oddssonar. Greinilegt er á
drögum að ályktunum landsfund-
arins að sjálfstæðismenn eru
ánægðir með sig og líka það
hvernig Sjálfstæðisflokknum hef-
ur tekist að koma nær öllum sín-
um stefnumálum fram á þessum
átta árum. Það ríkir enda ágætis
eining innan flokksins nema
helst í þremur málaflokkum.
I fyrsta lagi er um að ræða sjáv-
arútvegsmálin og þá sérstaklega
stjórn fiskveiða. Þar er og hefur
verið djúpstæður ágreiningur.
Hvort hann blossar upp á þessum
landsfundi eins og síðast er óvíst
en þó þótti flestum sjálfstæðis-
mönnum, sem ég ræddi við, lík-
legt að svo verði. A síðasta lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins gerðu
Vestfirðingarnir áhlaup í sjávarút-
vegsmálunum en voru barðir til
hlýðni undir lokin. Menn benda á
að kvótadómur Hæstaréttar í vet-
ur situr enn í mönnum og flest-
um landsbyggðarmönnum þykir
sem svar ríkisstjórnarinnar við
honum hafi verið ófullnægjandi.
Þá er mikill órói meðal eigenda
kvótalítilla báta, línubáta og ann-
arra strandveiðibáta. Ekki er ólfk-
legt að þessi órói nái inn á fund-
inn. Það blasir líka við þing-
mönnum flokksins á Vestfjörðum
að Sverrir Hermannsson, fyrrum
ráðherra Sjálfstæðisflokksins,
ætlar fram á móti þeim í vor með
sjávarútvegsmál sem atgeir í
hönd. Þeir Einarar munu því
trauðla sitja hljóðir á Iandsfund-
inum.
Annað mál sem gæti orðið að
hitamáli á landsfundinum eru
byggðamálin og þá að sjálfsögðu
fyrst og fremst byggðaþróunin
sem orðið hefur á þeim átta
árum, sem Sjálfstæðisflokkurinn
hefur leitt ríkisstjórn. Á þessu
tímabili hefur fólki á Vestfjörðum
fækkað umtalsvert, glæsileg skip
og kvóti verið seldur þaðan og
fólksflóttinn heldur áfram þrátt
fyrir göng og Gilsfjarðarbrú.
Austfirðingar halda því fram að
Austfjarðakjördæmi sé eina kjör-
dæmið þar sem atvinnutækifær-
um hefur ekki fjölgað heldur
fækkað á þessu kjörtímabili. Þar
beijast framsóknarmenn fyrir ál-
veri við Reyðarfjörð og virkjunum
á hálendi Austurlands. Án efa
munu þessi mál berast inn á
landsfundinn og geri þau það
verður um hitamál að ræða.
Loks eru það svo málefni aldr-
aðra og öryrkja. Innan Sjálfstæð-
isflokksins er til sérstakt félag
aldraðra. Þar er formaður Guð-
mundur H. Garðarsson, fyrrver-
andi alþingismaður, málafylgju-
maður og fastur fyrir. Með hon-
um eru líka margir gamlir bar-
áttujaxlar úr pólitískri eldraun í
flokknum. Það má telja víst, mið-
að við umræðuna í þjóðfélaginu
að undanförnu um stöðu og kjör
aldraðra og öryrkja í þjóðfélaginu,
að þau mál verði fyrirferðarmikil
á landsfundinum.
Varaformannsslaguriim
Og svo er það málið sem flestir
bíða spenntastir eftir, varafor-
mannskjörið í flokknum. Þar
keppa í fyrsta sinn opinberlega
karl og kona um embættið. Kona
hefur aldrei gegnt formanns- eða
varaformannsembætti í Sjálf-
stæðisflokknum. Það eru þau
Sólveig Pétursdóttir alþingismað-
ur og Geir H. Haarde Ijármála-
ráðherra, sem keppa að varafor-
mennskunni. Um tíma Ieit út fyr-
ir að Björn Bjarnason mennta-
málaráðherra myndi blanda sér í
baráttuna en hann fann ekki
hljómgrunn og hætti við.
Strax eftir að Björn hætti við
varaformannstilraunina sagði
hann opinberlega að það væri
ekkert samasemmerki milli þess
að verða varaformaður fyrst og
síðan formaður. Þó er nú líklegt
að leið Davíðs Oddssonar í for-
mannsstólinn geti orðið fyrir-
mynd í þessu efni. Fyrst sigraði
hann Friðrik Sophusson í vara-
formannsslag og síðan Þorstein
Pálsson í formannsslagnum
fræga. Þess vegna má telja víst að
leið hans til formennsku verði til
þess að menn líti framvegis á
hana sem hina einu sönnu og
eðlilegu leið í formannsstólinn.
Þvf er haldið fram af þeim sem
vel þekkja til í Sjálfstæðisflokkn-
um að ef Davíð Oddsson verður
forsætisráðherra eftir kosning-
arnar í vor muni hann draga sig í
hlé frá pólitísku argaþrasi eftir 4
ár. Ef hann verður ekki forsætis-
ráðherra geti þetta gerst fyrr því
sem óbreyttur þingmaður muni
honum líða óbærilega. Hann
þekkir ekki það hlutverk að vera
óbreyttur í stjórnarandstöðu.
Hann hefur verið forsætisráð-
herra síðan hann kom inn á þing.
Vegna þessa er varaformannsslag-
urinn nú afar athyglisverður.
Staðan hefur jafnast
En hvort það verður Geir H.
Haarde eða Sólveig Pétursdóttir
sem nær varaformennskunni er
nokkuð erfitt að segja til um. Á
þeim tíma í vetur sem Björn
Bjarnason var að þreifa fyrir sér
Frá síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Greinilegt er á drögum að ályktunum landsfundarins að þessu sinni, að sjálfstæðismenn eru ánægðir með sig og líka það hvernig flokknum hefur tekist að koma nær öllum sínum stefnumálum fram á
þeim átta árum sem hann hefur setið í ríkisstjórn.
voru flestir sjálfstæðismenn á því
að Geir H. Haarde ætti auðvelda
leið í varaformannsstólinn. Eftir
að þetta varð að einvígi milli hans
og Sólveigar hefur staðan breyst.
Það hallast að vísu fleiri að því að
Geir muni sigra. Samt sem áður
íjölgar þeim sem segja að þarna
verði um spennandi einvígi að
ræða og svo benda menn á þá
miklu kvennabylgju sem nú á sér
stað í öllum stjórnmálaflokkum
og ekki síst í Sjálfstæðisflokknum
síðustu dagana. Berist hún af
fullum krafti inn á landsfundinn
geti allt gerst.
Menn benda á hina harðvítugu
baráttu sem sjálfstæðiskonur
háðu fyrir því að koma konu í 9.
sæti Iistans í Reykjavík í síðustu
viku eftir að uppstillingarnefnd
hafði stillt Vilhjálmi Þ. Vilhjálms-
syni upp í það sæti, og höfðu sig-
ur. Sömuleiðis höfðu konur á
Vestfjörðum sigur um síðustu
helgi þegar þeim tókst að koma
konu í 3. sæti Iistans eftir að
ákveðið hafði verið af uppstilling-
arnefnd að kona yrði ekki framar
en í 5. sæti. Svo benda menn á
sigur Arnbjargar Sveinsdóttur
oddvita lista Sjálfstæðisflokksins
á Austurlandi og að Katrín Fjeld-
sted hélt sínu sæti, 8. sætinu, í
Reykjavík.
Þetta er kvennabylgja segja
menn. Sjálfstæðiskonur fullyrða
að þessi bylgja geti fleytt Sólveigu
upp í varaformannsstólinn berist
hún inn á Iandsfundinn. Víst er
um það að eftir fyrrnefnda vel-
gengni yrði það gifurlegt áfall fyr-
ir konur í Sjálfstæðisflokknum,
sem og ásýnd flokksins út á við,
ef Geir H. Haarde myndi sigra í
þessum slag með miklum yfir-
burðum. Það segja konur að yrði
erfitt að fara með inn í kosninga-
baráttu.
Þau Geir og Sólveig njóta bæði
virðingar í flokknum. Geir H.
Haarde var, eins og menn eflaust
muna, formaður jjingflokks Sjálf-
stæðisflokksins. I því starfi ávann
hann sér bæði traust og vinsældir
meðal samþingmanna sinna.
Þess vegna styðja margir þing-
mennirnir hann. Enda þótt Geir
sé nokkuð stífur í framkomu sem
þingmaður, og hafi enn stífnað
sem ráðherra, eins og kemur fyrir
einstaka menn, er hann sagður
vinur vina sinna og hrókur alls
fagnaðar á góðri stund. Um hann
má því segja að hann sé vinsæll í
flokknum.
Sólveig Pétursdóttir er dugleg-
ur þingmaður og glæsileg kona.
Hún er nokkuð stíf á meining-
unni og ákveðin. Hún sagði einu
sinni þegar þetta barst í tal að
þegar um konur væri að ræða
væri slíkt kölluð frekja en þegar
karlar eiga í hlut er þetta kallað
ákveðni og dugnaður. Það er mik-
ið til í þessu. Og það þori ég að
fullyrða að fáir ef nokkrir þing-
menn eru jafn duglegir við að
hlýða á mál manna á þingfundum
og Sólveig Pétursdóttir. Viðvera
hennar í þingsölum er einstök og
það er ekki margt sem fer fram
hjá henni af því sem sagt er í stól
Alþingis.
Finn góðan meðbyr
- En hvað segir Sólveig Pétursdótt-
ir sjálf iwi möguleika sína á því að
hreppa varaformannsembættið?
„Eg tel að það sé nokkuð erfitt
að meta stöðuna við þessar kring-
umstæður. Þó get ég sagt þér að
ég finn góðan meðbyr og er auð-
vitað afar ánægð með það. Eg hef
að undanförnu talað við fjölda
flokksmanna og á eftir að tala við
enn fleiri. Ég er sannfærð um að
landsfundurinn verður bæði fjöl-
mennur og glæsilegur. Að honum
loknum munum við sjálfstæðis-
menn koma af krafti til kosninga-
baráttunnar í vor,“ sagði Sólveig
Pétursdóttir.
Ellen Ingvadóttir er formaður
Landssambands sjálfstæð-
iskvenna. Það var einmitt áskorun
frá landssambandinu til Sólveigar
Pétursdóttur um að gefa kost á
sér til varaformennsku sem varð
þess valdandi að hún sló til. Hvað
segir Ellen um möguleika Sólveig-
ar?
„Auðvitað fagna ég því mjög að
Sólveig skyldi taka áskorun
Landssambands sjálfstæð-
iskvenna um að bjóða sig fram til
varaformanns. Ég er ekki í
nokkrum vafa um að sá pólitíski
jarðvegur sem yið lifum í núna,
sem birtist m.a. í auknum fram-
gangi kvenna innan vébanda
Sjálfstæðisflokksins, mun skila
sér þegar gengið verður til kosn-
inga um varaformann flokksins.
Ég á fullkomlega von á því að sá
meðbyr sem konur hafa nú og sá
mikli kraftur, sem er í sjálfstæðis-
konum, muni skila sér inn á
landsfundinn. En ég vil líka taka
það skýrt fram að við njótum
stuðnings fjölmargra karlmanna.
Sókn okkar til áhrifa í stjórnmál-
unum er ekki bara studd konum,
heldur körlum líka,“ sagði Ellen
Ingvadóttir.
Kosning formanns og varafor-
manns hefst klukkan 16.00 á
sunnudag. Kosning formanns fer
fram á undan en að loknu vara-
formannskjörinu verður lands-
fundinum slitið.
Varfærni
Það sem ef til vill vekur mesta at-
hygli varðandi drög að ályktunum
landsfundarins er hve varfærnis-
Iega fjallað er um sjávarútvegs-
málin. Þar er í miklu málskrúði
farið í kringum málin eins og
köttur í kringum heitan graut.
Varast er að taka afstöðu til þeirra
mörgu deilumála sein gera sjávar-
útvegsmálin að púðurtunnu í ís-
lenskum þjóðmálum. Almennt er
talað um að hagræðing og upp-
stokkun í útgerð hafi skilað sér og
annað í þeim dúr. Ekki er minnst
á kvótadóm Hæstaréttar, kvóta-
lausar byggðir sem eru að leggjast
í auðn og stóran flota fiskiskipa
án kvóta. Einmitt vegna þessa má
búast við átökum um sjávarút-
vegsmálin á landsfundinum.
Þá vekur það athygli í drögum
að ályktunum landsfundarins að
sjálfstæðismenn vilja að flokkur-
inn taki yfir heilbrigðismál og iðn-
aðar- og viðskiptamálin verði þeir
f næstu ríkisstjórn. Og í drögum
að ályktun um heilbrigðismál
kemur fram að sjálfstæðismenn
vilja flytja sem allra flest verkefni
á því sviði frá ríki yfir til einkaað-
ila.
I drögum að ályktun um mál-
efni eldri borgara segir að afnema
beri tekjutengingu lífeyris-
greiðslna almannatrygginga til
þeirra sem náð hafa 67 ára aldri.
I stað grunnlífeyris, tekjutrygging-
ar, heimilisuppbóta, og sérstakrar
heimilisuppbótar eigi sérhver ein-
staklingur rétt á tilteknum eftir-
launum á mánuði, sem ekki verði
skert með neinum hætti.
Hætt er við að þegar út f kosn-
ingabaráttuna er komið þurfi
sjálfstæðismenn að svara því
hvers vegna svona þurfi að álykta
á landsfundi flokksins eftir átta
ára setu hans f ríkisstjórn undir
forsæti Davíðs Oddssonar.
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis
Cp Aðalfundur á
I Grenivík
Aðalfundur Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis verður
haldinn í Barnaskólanum á Grenivík, miðvikudaginn 17. mars 1999
kl. 20:00.
Dagskrá
1. Venjuleg aðalfundastörf
2. Fræðsluerindi um Viagra hefst kl. 21:00. Fyrirlesari verður:
Valur Þór Marteinsson, þvagfæraskurðlæknir.
3. Umræður.
Allt áhugafólk um starfsemi krabbameinsfélagsins velkomið
Stjórnin
Lyginni
líkust!
Megrunarúði og vítamín!
Úðavítamínin frá KERMOR!
Er erfitt að taka inn vítamíntöflumar!
Vantar þig bætiefni sem virka strax!
Engin fyllingarefni né aukaefni!
Reynslan sýnir ótrúlegan árangur!
Megmnarúðinn brennir aukakílóum!
PMS úðinn lagar fyrírtíðaspennu!
Blágrænir þömngar við húðvanda!
Pro Bio Mist er sterkur andoxari!
Auk margra annarra úða!
Því ekki að kanna það nýjasta!!!!!!!!!!!!
Upplýsingar gefa Sigrún s: 552 3994 og
Unnur s: 557 8335 og 897 9319.
Bráðvantar sölufólk, góðar tekjur bjóðast!
Evrópa óplægður akur hjá KERMOR!
V.
°g HEJj þjónusta.
Menntamálaráðuneytið
Endurmenntunarsjóður
grunnskóla
Auglýst er eftir umsóknum í Endurmenntunarsjóð grunnskóla 1999.
Sjóðurinn er í vörslu menntamálaráðuneytisins og sér þriggja manna
stjórn um að meta umsóknir og gera tillögur til menntamálaráðherra
um styrkveitingar. Til úthlutunar að þessu sinni eru 18 milljónir króna.
Þar af eru 4 milljónir ætlaðar sérstaklega til endurmenntunar á sviði
upplýsingatækni í grunnskólum.
Um framlög úr sjóðnum geta þeir sótt sem hyggjast standa fyrir
endurmenntun fyrir grunnskólakennara á árinu 1999 t.d. kennara-
menntunarstofnanir, skólaskrifstofur, sveitarfélög, skólar, félög og
fyrirtæki.
Þær umsóknir einar koma til mats sem sýna að byggt sé á
• að endurmenntunartilboð mæti þörfum grunnskólans
• skólastefnu og aðalnámskrá
• að sveitarfélögum og skólum sé ekki mismunað
• fagmennsku og gæðum
Sjóðurinn veitir ekki fé til ferða og uppihalds kennara sem njóta
endurmenntunarinnar. í umsóknum skal gefa ítarlegar upplýsingar
um hvers konar endurmenntunartilboð umsækjandi hyggst bjóða
fram, m.a. markmið námsins, stað og tíma, áætlaðan fjölda þátttak-
enda, skipulag kennslu, stjórnun, ábyrgðarmann og annað það sem
máli kann að skipta við mat á umsókn. Einnig skal leggja fram sun-
durliðaða kostnaðaráætlun. Þegar fyrir liggur ákvörðun um hverjir fá
styrk, verður gerður sérstakur samningur um hvert endurmenntu-
narverkefni þar sem fram kemur m.a. lýsing á markmiðum og
fyrirhugaðri framkvæmd og hvernig greiðslum verður háttað.
Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu
4, 150 Reykjavík, eigi síðar en 9. apríl 1999.
Menntamálaráðuneytið, 8. mars 1999.