Dagur - 13.03.1999, Síða 8

Dagur - 13.03.1999, Síða 8
8 - LAUGARDAGUR 13 . MARS 19 9 9 ro^tu- LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 - 9 FRÉTTASKÝRING L * FRÉTTIR Hvalveid ar sem fyrst? Enu er óljóst hvernig kyimingarstarfsemin erlendis verður vegna fyrirhugaðra hval- veiða íslendinga. Skoðanir eru skiptar um hvort samþykkt Alþingis feli raun- verulega í sér fyrirheit um veiðar á næstunni. Alþingi hefur samþykkt að hefja skuli hvalveiðar hér við land hið fyrsta. Samkvæmt samþykktinni eiga veiðarnar nú að fara fram á grundvelli vfsindalegrar ráðgjafar Haffannsóknarstoíhunar og und- ir eftirliti stjórnvalda. Alþingi leggur áherslu á óskoraðan full- veldisrétt Islands við nýtingu hvalastofna á íslensku hafsvæði í samræmi við alþjóðlegrar skuld- bindingar um sjálfbæra nýtingu lifandi auðlinda. Samkvæmt niðrstöðu vísindanefndar NAMMCO (Norður Atlantshafs sjávarspendýraráðsins ) teljast veiðar á 292 hrefnum vera sjálf- bær nýting. Ríkisstjórninni er falið að undirbúa hvalveiðar, meðal annars með því að kynna málstað og sjónarmið íslendinga meðal viðskiptaþjóðanna og verði þeirri kynningu hraðað. Undir- búningur miði að því að veiðar geti hafist sem fyrst. Kyimingin sendiráða mikil- væg „Eg hef að sjálfsögðu fylgst með þessari ályktun, en á þessari stun- du er ekkert vitað um það hvern- ig að þessu verður staðið né hvaða fjármunum verði varið til þess. Islensk-ameríska verslunar- ráðið, sem eru samtök íslenskra fyrirtækja sem starfa á mörkuð- um í Norður-Ameríku, beindu þeirri ályktun nýlega til ríkis- stjórnarinnar þar sem þau vöruðu eindregið við hvalveiðum og af- leiðingum þeirra. Eina athyglin sem ég hef orðið var við hér er samþykkt frá Samtökum áhuga- manna um hvalveiðar með að- setri í Norður-Noregi þar sem þessari samþykkt er fagnað,“ seg- ir Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra Islands í Washington. María Erla Marelsdóttir, sendi- ráðsritari í Bonn, segir að þar sem svo stutt sé liðið frá því sam- þykktin var gerð hafi sendiráðið ekki fengið fyrirmæli frá ráðu- neytinu varðandi kynningu á samþykktinni. Hvort fiskmarkaðir Islendinga í Þýskalandi bíði skaða af því að Islendingar hefji aftur hvalveiðar segir María Erla að ekki hafi orðið vart neinna breyt- inga á fiskmörkuðum Islendinga í Þýskalandi. Með öflugri kynn- ingu á málstað Islendinga megi gera ráð fyrir að unnt verði að minnka hættuna á því að fisk- markaðirnir bíði skaða. Engra viðbragða hafi orðið vart í þýsk- um fjölmiðlum um málið. Sömu sögu er að segja frá Frakklandi. Vill veiða 250 hre£aur og 100 langreyðar Konráð G. Eggertsson, hrefnu- veiðimaður á Isafirði, var á þing- pöllum þegar tillagan var sam- þykkt. Hann segir þetta vera skref í rétta átt en hann hafi alltaf Iitið svo á að hvalveiðibannið hafi ver- ið úr gildi árið 1990. Konráð seg- ir að ef ríkisstjórnin geri eitthvað með það sem Alþingi samþykkir hefjist hvalveiðar sumarið 2000. „A sínum tíma hótaði þýska verslunarkeðjan Aldi að hætta viðskiptum við okkur. Það var ekki vegna hvalveiða heldur vegna þess að við vorum ekki með nógu góða vöru. Ekki vorum við að spyrja þessar þjóðir að því hvort við færðum út landhelgina, enda hefðu svörin verið á sama lund,“ segir Konráð. „Við erum í beinum viðskiptum við menn og erum að framleiða góðan fisk á samkeppnishæfu verði. Það er það sem skiptir máli, annað er stormur í vatnsglasi, m.a. mót- mæli einhverra sjálfskipaðra um- hverfisverndarsamtaka. Eg er vongóður um það að nýjir stjórn- arherrar í Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna átti sig á því að við verð- um að byrja hvalveiðar og þeir muni beita sér fyrir sölu hvalaaf- urða jafnframt fiskafurðum. Haf- rannsóknarstofnun hefur gefið út að rétt sé að byrja á því að veiða 250 hrefnur og 100 langreyðar og ég vil að við byrjum á því,“ segir Konráð ennfremur. Sýndanneimskutillaga Arni Finnsson, sjálfstætt starf- andi ráðgjafi í umhverfismálum, telur að samþykkt Alþingis feli ekki í sér neina ákvörðun um að hefja hvalveiðar. Þetta sé mál sem þing og framkvæmdavald hafa kastað á milli sín sem glóandi teini um nokkurra ára skeið. Til- lagan feli heldur ekki í sér neinar skuldbindingar um að hefja eigi yfirieitt hvalveiðar, enda skorti þjóðréttarlegar forsendur, ísland sé ekki aðili að Alþjóða hvalveiði- ráðinu. Þeir hafi skrifað undir hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem þeir skuld- binda sig til að standa að verndun og stjórnun á hvalastofnum í samstarfi við aðildarþjóðir sátt- málans innan vébanda viðeigandi alþjóðastofnunar. Arni telur vafa- samt hvort NAMMCO geti talist þjóðréttarlega valdbær alþjóða- stofnun þar sem aðildarlönd hennar utan Islands, Noregur, Færeyjar og Grænland, eru með- limir Alþjóða hvalveiðiráðsins sem jafnframt starfar á því svæði sem NAMMCO starfar á. „Þessar hugmyndir Alþingis eru alls ekki til útflutnings. Þegar Norðmenn hófu hvalveiðar á sín- um tíma eyddu þeir í kynningu um 45 milljónum króna en Is- Iendingar eyða varla meiru en 2 til 3 milljónum króna auk þess sem starfslið sendiráðanna er yf- irleitt mjög fámennt. Til þessa hefur kynningin héðan verið fremur áróður gegn umhverfis- verndarsamtökum en kynning á málstaðnum,“ segir Arni. Hann Eftir samþykkt Alþingis í vikunni hafa líkur aukist verulega á að hvalveiðar við ísland hefjist að nýju. Ekki eru þó allir á eitt sáttir um það hversu miklar þær líkur séu. telur að almenningur viti að AI- þjóða hvalveiðiráðið er fremur veik stofnun og saga hvalveiða sé dæmisaga um hvernig manninum hafi tekist að fara illa með náttúr- una. „Það væri allt of mikil ögrun að ríki utan ráðsins hefji veiðar í trássi við samþykktir ráðsins, og þá þyrftu menn ekki að leita í herbúðir Greenpeace til þess að fá sterkustu viðbrögðin. Eg er fylgjandi því að Islendingar sæki að nýju um inngöngu í Alþjóða hvalveiðiráðið ef íslensk stjórn- völd vilja vinna þessu máli braut- argengi. Irar hafa viljað að Norð- menn og Japanir fái leyfi til að veiða hrefnur í eigin landhelgi en ekki er gert þar ráð fyrir Islend- ingum þar sem þeir eru utan samtakanna. Ein náttúruverndar- samtök, World Wide Fund For Nature, hafa Iýst yfir fylgi við til- Iögu Ira,“ sagði Arni Finnsson. Stækkun hvalastofna eykur rækjustofniim Hilmar Malmquist, líffræðingur hjá Náttúrurfræðistofu Kópa- vogs, telur að Islendingar eigi að stunda hvalveiðar innan viður- kenndra alþjóðasamtaka og eigi að ganga í Alþjóða hvalveiðiráðið og vinna málum sínum brautar- gengi þar. Iiilmar segir það sína tilfinn- ingu að það sé fremur ólíklegt að hafnar verðí hvalveiðar og það byggir hann á því hvernig and- rúmsloftið er erlendis og er ekki bara að vísa til umhverfisvernd- arsamtaka. Skíðishvalur sé tákn fyrir umhverfishreyfingu almennt og veiðarnar í Suðurþöfum hafi verið eitt versta dæmið um gengdarlausa rányrkju. Hilmar segir að í dag séu hvalveiðar ekki nauðsynlegar fyrir neina þjóð. „Kenningin um að nauðsynlegt sé að grysja suma hvalastofnana er röng enda er í flestum tilfellum stuðst við mjög frumstæðar rann- sóknir, ekki sfst þær sem ætla að byggja á vistfræðiforsendum. Fullyrðingar um að hvalir séu að éta nytjastofna eru bæði vísinda- legt og vistfræðilegt bull. Það sem hvalir éta af fæðu, sem fiskar éta líka er bara dropi í hafið miðað við það sem aðrir dýrahópar éta Iíka. Fiskurinn er að éta undan sjálfum sér og það er fjöldinn all- ur af smálífverum sem er að éta undan nytjafiskistofnum. Þó hvalir éti um 2 milljónir tonna af ' fiskmeti er það ekki tapaður afli. Þó allir hvalir yrðu veiddir og þar með fjarlægðir úr vistkerfinu þá þýðir það ekki aukningu f af- rakstri fiskistofna því hvalirnir eru að éta ýmsar lífverur sem eru að éta nytjafiska okkar. Þá muni þeim fjölga og éta meira undan nytjastofnunum,“ segir Hilmar Malmquist. Hilmar telur alls óvíst að hvala- stofnum fjölgi meira en orðið er. Hagsmunaaðilar hafa ekki bent á að stækki hvalastofnar eins og gert sé ráð fyrir, stækkar rækjustofn- inn, en á það sé ekki bent þar sem það þjónar ekki hagsmunum þeir- ra sem vilja hefja hvalveiðar. Lang- tímaafrakstur þorskstofnsins kann hins vegar að minnka. Staðfestingarkæra frá Banda- rlkjamönnum I greinagerð sem Gunnar Schram, lagaprófessor og Davíð Þór Björg- vinsson, dósent sendu forsætisráð- herra árið 1993 kemur m.a. fram að hefji Islendingar hvalveiðar aft- ur á grundvelli ákvarðana sem teknar væru innan vébanda NAMMCO má telja líklegt að Bandaríkin gefi út .staðfestingar- kæru [sem felur í sér að grípa megi til refsiaðgerða í anda Pelly- ákvæðisins, sem kveður á um að ríki sem með aðgerðum sínum veiki alþjóðlegar verndunarað- gerðir] og grípi til refsiaðgerða gegn þeim ef veiðar þeirra verða ekki í fullu samræmi við ályktanir Alþjóðahvalveiðiráðsins. Eftir að Bandaríkjaforseti sendi þinginu erindi þann 4. október 1993 vegna staðfestingarkæru á hendur Noregi, þar sem fram kemur að Bandaríkin aðhyllast nú verndunaraðgerðir á vísindalegum grunni, kom til greina að Island tæki til endurskoðunar úrsögn sína úr Alþjóðahvalveiðiráðinu. Leiddar voru í greinagerðinni Iíkur að því að það væri bæði í samræmi við aðrar alþjóðlegar skuldbind- ingar Islands, og árangursríkara, að vinna að öflun veiðiheimilda innan ráðsins fremur en utaru . GEIRA.GUÐ- STEINSSON Brestnr í samstöóu um lokun hafnariimar Mesta samstaðan hefði myndast við það að allir færu út að veiða kvótalausir ])ví erfitt sé að eiga við 50 skip á sama tíma. Landssamband kvótalítilla báta hvetur félagsmenn sína til að koma til Reykjavíkurhafnar næsta sunnudag og loka höfn- inni vegna þeirri stöðu sem þeir telja sig vera í. Mikill kurr varð í þeirra hópi í vikunni þegar AI- þingi neitaði að taka frumvarp Sighvats Björgvinssonar um 15 þúsund tonna kvóta þeim til handa á dagskrá. Hilmar Bald- ursson, framkvæmdastjóri Landssambands kvótalausra skipa, segir félagsmenn bíða í Iengstu lög með að fara í þessar aðgerðir þar sem þeir voni að sjávarútvegsnefnd Alþingis komi til móts við þeirra kröfur og skoð- anir. Tíminn til sunnudags sé hins vegar það naumur að ekki verði eins almenn þátttaka eins og æskilegt hefði verið. T.d. taki allt að fjóra daga að sigla frá Austfjörðum eftir að net hafi ver- ið tekin upp. I samtökunum eru á bilinu 40 til 50 skip. Svavar Guðnason, útgerðar- maður Vatneyrarinnar, bátsins sem hóf kvótalausar veiðar fyrir austan land til þess að mótmæla kvótakerfinu, segist ekki ætla að taka þátt í því að loka Reykjavík- urhöfn, þar sem hann sjái ekki tilgang í því að vera að eyðileggja fyrir öðrum til að hagnast á því sjálfur. Svavar segist sjálfur stan- da í aðgerðum með kvótalausum veiðum en ef félögum hans finn- ist það ekki nægar aðgerðir, skip- ti engu máli hvort Reykjavíkur- höfn verði lokað. Mesta samstað- an hefði myndast við það að allir færu út að veiða kvótalausir því erfitt sé að eiga við 50 skip á sama tíma. Svavar telur að ekki fáist lausn á þessum ágreiningi nema fyrir dómstólum. Alþingi hefur samþykkt að frá og með fiskveiðiárinu 2000/2001 verði krókabátum heimilt að fá úthlutað þorskaflahámarki og stunda veiðar samkvæmt því frá 15. apríl nk. til ágústloka árið 2000. Sóknardagabátum verður heimilað að veiða mánuði lengur, eða til loka októbermánaðar og verður eigendunum gefinn kost- ur á að endurskoða val milli sóknardagakerfis og krókafla- marks. - GG Sprengfj ör ugur Frumsýning 19. mars kl. 20.00 Önnur sýning 20. mars kl. 20.00 Örfá sæti laus. gamanleikur um glæp Miðasala: 462 1400

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.