Dagur - 26.03.1999, Blaðsíða 10

Dagur - 26.03.1999, Blaðsíða 10
26 - FÖSTUDAGUR 26. MARS 1999 ro^tr LÍFIÐ í LANDINU DAGBOK ■ALMANAK FÖSTUDAGUR 26. MARS. 85. dagur ársins - 280 dagar eftir -12. vika. Sólris kl. 07.09. Sólarlag kl. 20.00. Dagurinn lengist um 6 mín. ■ APÓTEK Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka I Reykjavík í Háaleitis apóteki. Lyfja, Lágmúla 5. Opið alla daga vikunnar frá kl. 09-24. Upplýs- ingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefnar í síma 551 8888. Neyðarvakt Tannlæknafélags íslands er starfrækt um helgar og á stórhátíð- um. Símsvari 681041. HAFNARFJÖRÐUR: Apótek Norður- bæjar, Miðvangi 41, er opið mánud.- föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 10-14, sunnud., helgidaga og almenna frí- daga kl. 10-14 til skiptis við Hafnar- fjarðarapótek. Upplýsingar í símsvara nr. 565 5550. AKUREYRI: Apótekin skiptast á að hafa vakt eina viku í senn. í vaktapóteki er opið frá kl. 9.00 til kl. 19.00 virka daga og á laugardögum frá kl. 13.00 til kl. 17.00. Þessa viku er vaktin í Akureyrarapóteki og er vaktin þar til 29. mars. Þá tekur við vakt í Stjörnuapóteki. APÓTEK KEFLAVÍKUR: Opið virka daga frá kl. 9.00-19.00. Laugard., helgidaga og almenna frídaga kl. 10.00-12.00. APÓTEK VESTMANNAEYJA: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokað í hádeginu milli kl. 12.30-14.00. SELFOSS: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. AKRANES: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00- 14.00. GARÐABÆR: Apótekið er opið rúm- helga daga kl. 9.00-18.30, en laugar- daga kl. 11.00-14.00. ■ KROSSGÁTAN Lárétt: 1 tegund 5 ráfa 7 fjallaskarð 9 málmur 10 fálmar 12 vindi 14 látbragð 16 frjó 17 flöt 18 hlóðir 19 fé Lóðrétt: 1 poka 2 kát 3 gengur 4 þrjósk 6 gamalt 8 heppnast 11 hroka 13 glöðu 15 barði LAUSN Á SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 hjör 5 festa 7 flug 9 él 10 togna 12 slen 14 bol 16 vin 17 róleg 18 iðn 19 gný Lóðrétt: 1 haft 2 öfug 3 regns 4 sté 6 alinn 8 loforð 11 alveg 13 eign 15 lón ■ GENGIfl Genglsskráning Seðlabanka íslands 25. mars 1999 Fundarg. Kaupg. Sölug. Dollari Sterlp. Kan.doll. Dönsk kr. Norsk kr. Sænsk kr. Belg.frank. Sv.franki Holl.gyll. Þý. mark Ít.líra Aust.sch. Port.esc. Sp.peseti Jap.ien írskt XDR XEU GRD 71,81000 117,50000 47,64000 10,57500 9,29500 8,76100 11,98100 1,94820 49,35000 35,66260 40,18240 ,04059 5,71140 ,39200 ,47230 ,61200 71,61000 117,19000 47,49000 10,54500 9,26800 8,73500 13,17690 11,94380 1,94220 49,21000 35,55190 40,05770 ,04046 5,69370 ,39080 ,47080 ,61000 99,47900 98,14000 78,35000 ,24120 72,01000 117,81000 47,79000 10,60500 9,32200 8,78700 13,25890 12,01820 1,95420 49,49000 35,77330 40,30710 ,04072 5,72910 ,39320 ,47380 ,61400 100,09840 98,74000 78,83000 ,24280 pund 99,78870 98,44000 78,59000 ,24200 Finn.mark 13,21790 Fr. franki ———. fræqa fólkið Mögur Calista 1 Calista Flockhart, stjarn- an úr sjónvarpsþáttunum Ally McBeal, er að falla úr hor. Sögur hafa lengi gengið um að Calista þjá- ist af anorexíu. Leikkon- an harðneitar þessu. „Eg borða eðlilega. Eg borða það sem ég vil þegar ég vil það. Er ég anorexíu- sjúldingur. Svar mitt er neitandi," segir hún. Orðrómurinn um anorex- íu Calistu heyrðist fyrst þegar hún mætti við Emmy verðlaunaveiting- una í september síðast- liðnum í baklausum kjól. Þá kom greinilega í ljós að ekkert hold var á bein- unum. Síðan hefur hold- arfar Ieikkonunnar verið stöðugt umræðuefni fjöl- miðla en hún hefur kom- ist upp með að neita orðrómnum. Nýjustu myndir sýna þó greini- lega að ekki er allt með felldu. Calista Flockhart er að falla úr hor en harðneitar því að vera haldin anorexíu. MYIUDASÖ6UR KUBBUR DÝRAGARÐURINN ST JDRNUSPA Vatnsberinn Þú verður mat- armikill í dag. Gæti verið verra. Fiskarnir Þú verður flug- fiskur í dag. Þannig eiga föstudagar að vera. Hrúturinn Líkamsvöxtur þinn minnir á majonnes í dag. Stefán á Geirs- götunni minnir hins vegar dá- lítið á Jóhannes. Nautið Þú verður Ijós- soginn af geim- verum í dag en finnst það býsna fínt og góð tilbreyting frá erli dagsins. Þú ert megapervert. Tvíburarnir Þú borðar kókóshnetur í dag af einskærri tilhlökkun yfir pálmasunnudeginum sem er hinn daginn. Þú ert snjall. Krabbinn Þú verður með besta móti í dag og þá sérstak- lega í ástarlífinu. Pakkaðu þér snemma undir sængina og sýndu rekkju- nautinum hvar Davíð brugg- aði ölið. Ljónið Hæ. Meyjan Þér finnst stjörnuspáin i Ijónsmerkinu eitthvað kunnug- leg. Getur verið að endur- vinnslan sé í gangi. Vogin Þú vegur salt í stóru máli í dag og ráðast örlög þín að verulegu leyti eftir því hvort þú verður undir eða ofan á. Nú reynir á Sporðdrekinn Þú segir voff í dag sem er ágætt og sæmir þér vel. Konan verður glöð yfir þessari undir- gefni. þolgæðið. Bogmaðurinn Furðugóður föstudagur með eyrnasneplaívafi. Campari þegar kvöldar og fagurt sólsetur. Steingeitin Þú verður geð- veikur af spennu í kvöld yfir hand- boltaleiknum sem skiptir meira máli en flest annað. Svo lýkur leiknum og þá fagnarðu ógur- lega eða drekkir sorgum þín- um. Allt kemur út á eitt. Morg- undagurinn verður nett- timbraður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.