Dagur - 26.03.1999, Síða 1
Ingi Þór Jónsson, fyrrum sundkappi, nú leikari og veitingamaður í London. „Ég er ekkert að taka
þetta ofalvarlega. Þetta er bara eins og hver önnur vinna. Það er voða gaman þegar það gerist
og svo bara nýtur maður þess.“
Ingi Þór Jónssonfór íprufu
hjá Spielberg... ogkemurtil
greina í næstu mynd.
Skagamenn, gamlir sundáhugamenn og
fleiri ráku upp stór augu á miðvikudags-
kvöldið þegar Skagamaðurinn og sund-
kappinn fyrrverandi, Ingi Þór Jónsson,
birtist á skjánum í breska sakamálaþættin-
um Illþýði (Touching Evil), í gervi rúss-
nesks glæpamanns. Dagur sló á þráðinn
til Inga Þórs í London, þar sem hann rek-
ur Iítinn veitingastað og stundar Ieiklistina
þegar verkefni fást.
Leikur útlendinga
- Hver eru helstu afrekin í leiklistinni?
„Eg hef aðallega verið í sjónvarpi,“ og
bætir svo við af stakri hógværð: „Ég fór í
prufutöku fyrir nýjustu mynd Stevens Spi-
elberg, var svo kallaður aftur í það f febrú-
ar og ég er enn inni í myndinni varðandi
hlutverk í þeirri mynd. Hann er framleið-
andi að myndinni en Ridley Scott er leik-
stjóri. Myndin heitir Gladiators og ég held
að tökur eigi að byrja í ágúst eða septem-
ber. En þeir eru enn að skrifa handritið og
það er allt dálítið í lausu lofti. Þeir komu
til Bretlands og völdu tuttugu leikara sem
þeir vildu hitta og svo var ég valinn ásamt
þremur öðrum og kem enn til greina.“
Hlutverkið sem um ræðir er eitt af mörg-
um sem koma næst tveimur aðalhlutverk-
um að umfangi.
Ingi Þór hefur Ieikið í nokkrum sjón-
varpsþáttum. „Það er yfirleitt þannig að
þegar það eru útlendingar í þáttum þá er
ég kallaður inn. Eg er kominn á þann ald-
ur að ég get farið að leika þessa krimma.
Eg leik held ég alla útlendinga í London,
Rússa, Norðmenn, Svía, Þjóðverja og
fleiri.“
- Þií hefur ekki verið mikið á skjánum
hér heima.
„Eg held ég hafi verið í einhverjum öðr-
um þáttum sem sýndir hafa verið heima
en ég hef alltaf haldið þessu dálítið
leyndu. Þetta er bara mitt. Eg hef ékkert
verið að auglýsa þetta sérstaklega."
Allt í einu eða ekki neitt
- Fórstu í leiklistina um leið og þú hættir i
sundinu?
„Eg vann heima í fjögur ár hjá Flugleið-
um en svo fór ég í leiklistarskóla í Bret-
landi, var þar í fjögur ár og er búinn að
vera hérna í rúm tíu ár. Eg er búinn að
vera að leika mér síðan þá og svo opnaði
ég þennan stað fyrir tveimur árum síðan,
bara til að hafa meira að gera. Ég ákvað að
opna veitingastað áður en ég yrði rfkur og
frægur," segir Ingi Þór.
Hann segir únnuna við leiklistina vera
gloppótta og því gott að hafa eitthvað ann-
að að gera líka, auk þess sem hann er sinn
eigin herra í veitingabransanum og getur
því hagað sínum tíma nokkuð að vild.
„Þetta er aldrei stabílt í leiklistinni. Það
er annað hvort allt í einu eða ekki neitt,
þannig að það er ágætt að hafa nóg að
gera annað. Þetta er bara lítil búlla hérna
í Vestur-London og gengur bara mjög vel,“
segir Ingi Þór um veitingastaðinn sinn.
„Hann er einn af tuttugu veitingastöðum
sem BBC valdi til auglýsingaherferðar hjá
BBC World Service. Það var voða gaman
og hefur haft góð áhrif á staðinn. En þetta
er bara svona lítið og notalegt, fimmtíu
manna staður og gengur þrusuvel."
- Tekur veitingabransinn ekki tíma frá
leitinni að hlutverkum?
„Það er mjög hentugt að eiga sjálfur
staðinn. Þá ræður maður sjálfur ferðinni
þannig að ég bara finn tíma. Síðan er ég
með mjög góðan umboðsmann. Það skipt-
ir öllu máli og líka að halda samböndun-
um sem maður nær, senda jólakort og svo-
leiðis. Þú þarft að láta vita af þér og þeir
biðja um það líka. Svo er það eins og til
dæmis með þetta hjá Spielberg, þó ég fái
ekki hlutverkið núna þá fer myndbandið
um allt og verður geymt. Þeir fara alltaf
yfir þetta öðru hverju þegar þeir leita að
nýjum karakterum og annað, þannig að
maður veit aldrei hvað gerist næst.“
Draumahlutverkið með Helgu Brögu
- Er eitthvað inni í myndinni að leika hér
heima?
„Ekki nema ég fái að leika með Fóst-
bræðrum. Þá kem ég heim. Það væri
draumahlutverkið mitt að fá að leika með
Helgu Brögu. Við erum góðir vinir frá því
í gamla daga. Vorum saman í öllum skóla-
leikritunum."
- Stefnirðu á eitthvað ákveðið í þessum
bransa?
„Nei, bara taka því sem að höndum ber.
Eg er ekkert að taka þetta of alvarlega.
Þetta er bara eins og hver önnur vinna.
Það er voða gaman þegar það gerist og svo
bara nýtur maður þess.“ - HI
1
.1
1
'
1
1
1
1
1
1
1
1