Dagur - 26.03.1999, Síða 4

Dagur - 26.03.1999, Síða 4
20-FÖSTUDAGUR 26. MARS 1999 ro^tr LÍFIÐ í LANDINU Hæstiréttur íslands hefur nú hafnað öðru sinni beiðni Sævars Ciecielskis um að Geirfinnsmálið svokallaða verði tekið upp að nýju. Er Hæsti- réttur komst að sömu niðurstöðu fyrir nokkrum misserum lét ég segja mér þrisvar áður en ég trúði því; aftur á móti kemur niðurstaðan núna ekki mikið á óvart. Því hvernig mátti svo sem annað vera? Hæstiréttur segir einfaldlega að engin ný gögn hafi komið fram í mál- inu sem réttlæti endurupptöku málsins, og án þess að ég hafi að þessu sinni kynnt mér nákvæmlega þessa nýju beiðni Sævars Ciecielskis, þá er það ugglaust rétt hjá Hæstarétti; sennilega eru flestöll markverðustu gögn Geirfinnsmálsins þegar komin fram fyrir allnokkru, og ekki víst að von sé á fleirum. Og þá var svo sem varla við því að búast að þeir Hæsta- réttardómarar sem fyrir þessum misser- um síðan komust að þeirri niðurstöðu að ekki nokkur ástæða væri til að taka upp Geirfinnsmálið að nýju skyldu núna hafa skipt um skoðun. Sem hefði náttúrlega fyrst og fremst verið til marks um að þeir viðurkenndu að hafa tekið ranga ákvörð- un hér áður fyrr. Og svoleiðis viðurkenna menn ekki. Kannski var Hæstaréttardómurunum nokkur vorkunn að þessu sinni. Vissulega hefði það verið bæði skemmtilegra og stórmannlegra ef þeir hefðu getað hugsað sér að ganga gegn eigin niðurstöðu, eigin skoðunum og jafnvel kannski eigin hags- munum, og komið málum þannig fyrir að unnt væri að taka málið upp aftur og reyna að hreinsa það einhvern veginn út af borðinu áður en ný öld gengur í garð. Að það hefði verið „skemmtilegra" er annars líklega ekki rétta orðið í þessu samhengi, því auðvitað verður endurupp- talca Geirfinnsmálsins ekkert skemmti- efni, ekkert grfn, hvenær svo sem kemur að því að málið verður rannsakað að nýju - en það er vitaskuld alveg óhjákvæmilegt og að því mun koma, þó margir hafi hags- muni af því að tefja málið eins lengi og kostur er, þangað til sem allra flestir verða dauðir sem fá munu kusk á hvít- flibbann. „Rannsóknir almenns eðlis...“ Sé það nú svo að Hæstiréttur hafi eitt- hvað fyrir sér í því að samkvæmt þröng- um skilningi lögfræðinnar þurfi einhver „ný gögn“ til að endurupptaka máls sé heimil, þá var sem sagt varla við því að búast að þeir sömu Hæstaréttardómarar og áður höfðu komist að því að best væri að láta kyrrt liggja skyldu nú eiga að kom- ast að annarri niðurstöðu. Enda sýnist mér að niðurstaða Hæstaréttar nú sé svona helstil billeg uppsuða úr fyrri nið- urstöðu - að þeim fyrirvara höfðum að bæði endurupptökubeiðni Sævars Cieci- elskis og niðurstöðu Hæstaréttar þekki ég eingöngu af fréttum. Athyglisverðust virð- ist vera sú setning Hæstaréttar sem fjall- ar um nýlegar rannsóknir á því hversu einangrun og fangavist eiga auðvelt með að brjóta niður sálarþrek þeirra sem fyrir því verða - þar segir Hæstiréttur einung- is: „Rannsóknir almenns eðlis um áreið- anleika framburðar manna, sem sæta ein- angrun við frelsissviptingu, geta ekki ein- ar sér talist til nýrra gagna.“ Gott þetta „almenns eðlis“. Skyldu þeir Pétur Kr. Hafstein, Hrafn Bragason og Markús Sigurbjörnsson Hæstaréttardóm- arar hafa velt lengi vöngum yfir þessu orðalagi? Niðurstöður rannsóknir færustu sálfræðinga og afbrotafræðinga um að gæsluvarðhald og einangrun geti á undra skömmum tíma fengið menn til að játa á sig næstum hvað sem er, það er bara svona eitthvað „almennt". Það kemur okkur ekkert við. Hreinsum andrúmsloftið Ekki frekar en sú staðreynd að þeir Pétur, Hrafn og Markús eru æðstu dómarar landsins að taka afstöðu til dómsmáls sem þeir vita fullvel að var illa unnið og svo stórkostlega gallað frá upphafi að með hreinustu ólíkindum er - en það skiptir þá ekki máli, réttlætið skiptir þá UMBUÐA- LAUST lliugi Jökulsson skrifar Hæstiréttur segir einfaid- lega að engin ný gögn hafi komið fram í málinu sem réttlæti endurupp- töku málsins, og án þess að ég hafi að þessu sinni kynnt mér nákvæmlega þessa nýju beiðni Sævars Ciecieiskis, þá er það ugglaust rétt hjá Hæsta- rétti; sennilega eru flest- öll markverðustu gögn Geirfinnsmálsins þegar komin fram fyrir all- nokkru, og ekki víst að von sé á fleirum. Hvað dvelur ormiim langa? ekki máli, sannleikurinn ekki heldur, byrðin á herðum þjóðarinnar, enda er allt slíkt svona heldur „almennt". Ollu skiptir hins vegar í þeirra augum hvort Sævar Ciecielski hefur getað fundið einhverja pappíra sem einir sér geta talist til nýrra gagna, „í skilningi laga“, eins og þar stendur. Já, mönnunum var vissulega vor- kunn. Satt að segja var ég grátandi í alla nótt, ég vorkenndi þeim svo. Geirfinnsmálið var klúður, frá upphafi til enda. Alveg burtséð frá örlögum Geir- finns Einarssonar og hvað kann að hafa orðið um hann, þá var rannsóknin á hvarfi hans klúður og aftur klúður, og þarf vonandi ekki að hafa um það mörg orð. Jafnvel þó svo við gerðum ráð fyrir því að Geirfinnsmálið hefði gengið fyrir sig eitthvað í þá áttina sem lokaniður- staða dómsmálayfírvalda sagði - þá var rannsókn málsins samt klúður, uppfull af vanhæfni, fávisku, fordómum, harðræði, ruddaskap, og þannig mætti lengi telja. Jafnvel þó sem sagt allir væru sekir sem að lyktum voru dæmdir, þá er málið samt klúður og full ástæða til að taka málið upp - niðurstaðan getur aldrei orðið önn- ur en sú að hreinsa andrúmsloftið í þessu skammarlegasta sakamáli Islandssögunn- ar á tuttugustu öld, og þó lengra væri leitað aftur í tímann. Píramídarnir voru reistir með handafli Það er ekki þægileg tilhugsun að vita til þess að alvarlegasta og sennilega um- fangsmesta sakamálsrannsókn á Islandi á öldinni skuli hafa verið jafn skammarleg vitleysa og rannsóknin á Geirfinnsmálinu var, og ennþá óþægilegra að vita til þess að þó þær staðreyndir æpi beinlínis fram- an í hvern þann sem tekur að blaða í málsskjölunum, þá skuli ekki með nokkru móti hægt að endurskoða þessa vitleysu - það skuli vera eins og að ætla sér að reisa píramída með berum höndunum að hreyfa við þessu sorglega máli. En reynd- ar verður Geirfinnsmálið að lokum end- urskoðað - það er alveg óhjákvæmilegt - rétt eins og píramídarnir voru í rauninni reistir með berum höndunum; það er bara hörmulegt hvað það virðist þurfa að taka langan tíma og hvað það virðist þurfa að kosta. Astæðan fyrir því liggur ekki í augum uppi. Reyndar væri forvitnilegt að fá ein- hvern tíma að heyra sannfærandi ástæðu fyrir því að hvað sem á gengur, skuli dómsmálayfirvöld í landinu streitast við að taka málið upp og reyna að komast að einhvers konar heilbrigðri niðurstöðu. Það er með öllu óþolandi að það skuli þurfa að hvíla ljótur svartur blettur á ís- lensku samfélagi áratugum saman, af því einu að fáeinir menn sem stóðu að saka- málsrannsókn fyrir meiren tuttugu árum, og fáeinir í viðbót sem stóðu að dómsnið- urstöðu - að þessir fáeinu menn skuli ekki hafa verið starfi sínu vaxnir, og látið eigin vanhæfni, fordóma og blindu ráða gerðum sínum. Hvað hafa þessir menn eiginlega afrekað í þágu lands og þjóðar sem réttlætir það að þessi ótóttlegi blett- ur skuli eiga að fylgja okkur inn í tuttug- ustu og fyrstu öldina, frekar en að smá- vegis slettist á þeirra fagra mannorð? En það mannorð er nú reyndar nú þegar far- ið í hundana, það vita allir sem vilja vita hverjir það voru sem klúðruðu Geirfínns- málinu, það vita allir svo allt er þetta unnið fyrir gýg, allt í þykjustunni - en það virðist vera í lagi, bara ef ekki er hróflað við neinu á yfirborðinu. Ef Geirfiimur hefði hara horft á sjónvarpið... Þessi sorgarsaga Geirfinnsmálsins er orð- in lengri og þyngri en tárum taki. Ég er viss um að ef Geirfinnur Einarsson hefði gert sér grein fyrir því hvað það myndi kosta íslenskt samfélag þegar hann fór að hitta mann í sjoppunni í Keflavík, þá hefði hann hætt við allt saman og bara setið heima og horft á sjónvarpið. En það gerði hann ekki og af því erum við enn að súpa seyðið. En nú hljótum við að spyija, úr því leiðin að Hæstarétti virðist harð- lokuð - hvað dvelur orminn langa? For- sætisráðherra í einu landi getur vart liðið að þar hafi verið framin dómsmorð, eins og hann komst sjálfur að orði. Og hvað ætlar maðurinn eiginlega að gera í því? Pistill Illuga varfluttur t' morgunútvarpi Rdsar 2 í gær.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.