Dagur - 30.03.1999, Qupperneq 13

Dagur - 30.03.1999, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGU R 30. MARS 1999 - 13 Dogur. ÍÞRÓTTIR Stúdínur inrnu tvöfalt Þrettándi meistara- titill Þróttara Þróttur Reykjavík tryggði sér um helgina Islandsmeistaratitilinn í blaki karla, þegar liðið lagði IS að velli í þremur hrinum gegn engri í Austurbergi. Sigur Þróttara var öruggur, en þeir unnu fyrstu hrinuna auðveldlega 15-8. Onnur hrinan var meira spennandi, en hana unnu Þróttarar með aðeins tveggja stiga mun 15-13. Síðustu hrinuna unnu Þróttarar svo ör- ugglega 15-7 og tryggðu sér þar með Islandsbikarinn Ijórða árið í röð og hafa þeir þá unnið hann alls þrettán sinnum frá upphafi. Þróttarar unnu hér með sinn annan titil í vetur en þeir urðu einnig deildarmeistarar, en eru fallnir út í bikarnum, þar sem stúdentar eiga eftir að spila til úr- slita gegn.KA. gjöra yfírburði og tryggðu sér íslands- meistaratitilinn með 15-5 sigri. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem þessi tvö sterkustu lið landsins leika til úrslita, en Stúdínur unnu Víking einnig í æsispennandi úrslitaleik bikarkeppninnar fyrr í vet- ur. Stúdínur sönnuðu með sigrinum um helgina að þar fer sterkasta blak- lið landsins í dag. Þær voru frekar seinar í gang í byijun vetrar, en sóttu í sig veðrið eftir áramótin. Víkingar sem urðu Islandsmeistarar í fyrra hafa einnig sterku liði á að skipa og til dæmis spilar Birna Halls- dóttir, sem nýlega var kjörin besti leikmaður 1. deildar kvenna, með lið- inu, en hún var einnig stigahæsti smassari deildarinnar í vetur. Islandsmeistarar Þróttar í karlaflokki. - mynd: hilmar íþrðttafélag stúdenta varð íii ii helgina íslands- meistari í blaki kvenna, eftir 3-0 sigur á Víking- um og Þróttur Reykjavík sigraði í karlaflokki eftir 3-0 sigur á ÍS. Bikarmeistarar IS í blaki kvenna unnu um helgina sinn annan titil í vetur þegar þær lögðu deildarmeist- ara Víkings 3-0 í úrslitaleik Islands- mótsins í Víkinni. Stúdínur mættu ákveðnar til leiks og höfðu mikla yfir- burði í fyrstu hrinunni sem þær unnu 15-5. I annarri hrinunni lifnaði að- eins yfir Víkingsliðinu og tókst þeim þá að halda í við stúdínur lengst af. Stúdínur voru svo sterkari á loka- sprettinum og unnu hrinuna með tveg- gja stiga mun 15-13. I þriðju og síð- ustu hrinunni höfðu stúdínur aftur al- Ingibjörg Gunnarsdóttir, fyrirliði ÍS, tekur við /slandsbikarnum. - mynd: e.ól. Keegan baud til veislu á Wembley Kevin Keegan er sigur- vegari og þjóðhetja í Englandi. Solskjær stakk upp í Nils Jo- hann Semh. Nú lágu Danir í því. Þjóðverjar og Spánverjar vakna loks af værum dvala. Bræðumir skoruðu fjögur mörk. Fingraför Kevin Keegan voru greinilega á Ieik enska landsliðsins gegn Pólveijum á laugardaginn. Leikgleði og sigurvilji skein úr hveiju andliti og leikmenn liðsins blómstruðu eins og túlípanar á vordegi. Paul Scholes þakkaði Keegan traustið með þrennu, þeirri fyrstu sem Englendingar skora í landsleik í sex ár. Tim Sherwood átti líka Rnan leik og sannaði tilveru sína i landsliðs- hópnum. Sigurinn, 3-1, var sann- gjarn og hefði getað orðið stærri. Það var þó kaldhæðni örlaganna, að þegar Pólveijar skoruðu sitt mark, var það maðurinn sem Paul Scholes átti að fylgja sem komst í þetta flotta færi eftir 30 metra hlaup og renndi boltanum auð- veldlega fram hjá Seaman í mark- inu. Það er greinilegt að David Beck- ham hefur engu logið þegar hann sagði að aldrei hefði verið betri andi í enska liðinu síðan hann hóf að leika með því eins og í þessari síðustu viku. Misjafnt gengi Norðurlanda- þjóóanna Svíar héldu áfram sigurgöngu Paul Scholes fullkomnar sína fyrstu þrennu og það í landsleik á Wembley. sinni og Iögðu Lúxemborg að velli, 2-0 í Svíþjóð. Henrik Larson átti stórleik og lagði upp fyrra markið fyrir félaga sinn hjá Celtic, Johan Mjallby, og skoraði seinna markið sjálfur. I skotum á mark fór Ieikur- inn 24-0 fyrir Svía. Frændur okkar, Danir, ríða ekki feitum hestum frá viðureignum sínum í lyrsta riðli Evrópukeppni landsliða, að þessu sinni. Þeir verma næst síðsta sætið í riðlinum með aðeins tvö stig og eru nánast öruggir meða að sleppa við úrslita- keppnina í Hollandi og Belgíu. Italía fór tiltölulega létt í gegnum leikinn á Parken á laugardaginn. Reyndar fengu fyrrum heims- meistarar draumabyijun þegar ný- Iiðinn í danska Iiðinu, Jesper Gronkjær, gaf boltann á Inzagi, sem fór auðveldlega fram hjá Peter Schmeichel og skorað tyrsta mark- ið á fyrstu mínútu leiksins. Italía er með örugga forystu í riðlinum og staða Wales er nokkuð góð f öðru sætinu. Norðmenn gerðu góða ferð til Grikklands og skoruðu úr báðum færum sínum. Þar var Ole Gunnar Solskjær að verki í bæði skiptin. Það verður erfitt fyrir landsliðs- þjálfarann, Nils Johann Semb, að ganga fram hjá Solskjær næst eftir fí-amistöðuna í Grikklandi. Ekki hefur verið alltof hlýtt á milli þeirra undanfarna mánuði. Mörk- in voru þau fyrstu sem Solskjær skorar fyrir landsliðið í tíu mánuði og þau urðu til þess að planta Norðmönnum í efsta sæti annars riðils. Þjóöverjar Mtu loks frá sér Þjóðveijar fóru eltki erindisleysu til Belfast, þar sem þeir unnu heima- menn, Norður-íra, 0-3. Þetta var aðeins annar sigur Þjóðveija í sex landsleikjum og ár og dagar eru síðan þýslta landsliðið hefur mátt þola slíka útreið. Þeir verða að sætta sig við annað sæti í sínum riðli, þrem stigum á eftir Tyrkjum, sem unnu Moldavíu 2-0. I okkar riðli rumskaði rússneski bjöminn loks og sigraði fyrrum samlanda sína í Armeníu 0-3. Heimavöllur Armena, Jerevan Stadion, sem tekur 75.000 áhorf- endur er í svo lélegu ástandi að UEFA bannaði heimamönnum að selja meira en 20.000 áhorfendum aðgang að leiknum. Heimsmeistararnir, Frakkar, eru enn á hælunum og voru heppnir að ná 0-0 jafntefli gegn Úkraínu. Andrj Sjevtsjenko fékk tvö dauða- færi á lokamínútum leiksins en Fabien Barthez bjargaði í bæði skiptin og sýndi af hveiju hann er einn besti markvörður heims. Hroðaleg útreið AusturrOds Loksins þegar Spánverjar hristu af sér slenið voru það Austurríkis- menn sem urðu fyrir barðinu á þeim. Stórsigur Spánveija, 9-0, segir allt sem segja þarf um viður- eign landanna. Nágrannar Spánverja, Portúgal- ir, voru einnig í stuði þegar þeir mættu Azerbajdsjan á föstudaginn og settu á þá 7 mörk gegn engu. íbúar Iberiuskagans gátu því fagn- að 16 mörkum um helgina og hafa varla fagnað öðru meira síðan Col- umhus fann Ameríku. Pedro Pauleta Iék sinn fyrsta leik fyrir Portúgal og skoraði tvö síðustu mörk þeirra. Portúgal leiðir sinn riðil, sjö- unda, en Spánverjar verða að sætta sig við þriðja sætið í sínum riðli þrátt fyrir sinn stóra sigur. Austurríki er enn fyrir ofan þá og af öllum þjóðum er það Kýpur, sem leiðir sjötta riðilinn. Ungverjar fóru létt með Liechtensteina og sigruðu 5-0. Það voru bræðurnir Jozsef og Vilmos Sebök sem skoruðu Ijögur af mörkum LJngveija og Illes sá um eitt markanna. Tékkar ar góðu flugi í þessari Evrópukeppni eins og í þeirri síð- ustu. Þeir hafa unnið alla leiki sína til þessa í riðlakeppninni og eru með afgerandi forystu í 9. riðli. Leikir Makedónfu og Irlands og Júgóslavíu og Króatíu, í áttunda riðli, fóru ekki fram vegna stríðsins í Júgóslavíu.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.