Dagur - 30.03.1999, Side 9

Dagur - 30.03.1999, Side 9
8- ÞSIÐJUD AGU R 30. MARS 19 99 Xfc^MíT ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 1999 - 9 FRÉTTA SKÝRING UTBOÐ 15.000 m3 6.000 m3 400 m2 350 m2 150 m2 Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 31. mars 1999, gegn 10.000 kr skilatryggingu. Opnun tilboða: 21. apríl 1999 kl. 11:00 á sama stað. gar 36/9 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 - 121 Reykjavík - Sími 552 5800 Bréfsími 562 2616/561 1120. Netfang: isr@rhus.rvk.is Veffang: www.reykjavik.is/innkaupastofnun - 660169-4079 F.h. Slökkviliðs Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í einkennis- fatnað 1999-2002. Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu okkar. Opnun tilboða: 18. maí 1999 kl. 14:00 á sama stað. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. ssr 42/9 F.h. Garðyrkjustjóra Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í 1. áfanga við gerð ylstrandar í Nauthólsvík. Helstu magntölur eru: Fylling og jöfnun á skeljaefni: Grjótfylling: Þéttiþil m/dúk: Timburklæðning (Azobe): Hleðslugrjót: c;udj\jum) URRUNAR HEIÐARSSON SKRIFAR Samtðk um betri byggð ásaka stjóm- völd um blekkingar. Eudurbætumar meiri en fyrir innanlands- flugið. Útúrsnúningar að mati ráðherra. Borgaryflrvöld hafna blekkingum. Ný flug- stöð. „Við ætlum að sjálfsögðu að gera athugasemdir við þetta umhverf- ismat sem er til kynningar. Við munum kæra það eins lengi og hægt er,“ segir Orn Sigurðsson, arkitekt og stjórnarmaður í Sam- tökum um betri byggð á höfuð- borgarsvæðinu. Hann boðar einnig athugasemdir við skipulag Reykjavíkurflugvallar, bæði f aðalskipulagi og deiliskipulagi. Asakaiiir uni blekktngar Skiptar skoðanir eru um það hvort ráðamenn í samgönguráðu- neyti og flugmálastjóm séu að fara á bak við borgaryfirvöld með boðuðum endurbótum á Reykja- víkurflugvelli. Samtökin um betri byggð á höfuðborgarsvæðinu telja að verið sé að blekkja borgaryfir- völd og almenning í þessu máli. Þau halda því fram að endurbæt- urnar á vellinum séu gerðar til að styrkja hann enn frekar sem þotuflugvöll fyrir millilandaflug en ekki einvörðungu með hags- muni ,jnnanlandsflugs í huga. Með því sé verið að festa flugvöll- inn enn frekar í sessi í Vatnsmýr- inni með þeirri „áþján T)g kvöf' sem fylgir flugumferð í hjarta borgarinnar. Máli sínu til stuðn- ings benda samtökin m.a. á áform um byggingu nýrrar flug- stöðvar suður af Loftleiðahótel- inu. Orn Sigurðsson segir að þar sé gert ráð fyrir bílastæði fyrir nokkur hundruð bíla og að braut- irnar eigi að geta borið þotu allt að 120 tonn að þyngd. Útiíxsnúningur Halldór Blöndal samgönguráð- herra hafnar því alfarið að verið sé að blekkja borgaryfirvöld í þessu máli og vísar ásökunum um það til föðurhúsanna. Þá sé ekki fótur fyrir því að hægt sé að ráð- ast í endurbætur á Reykjavíkur- flugvelli fyrir 220 milljónir króna í staðinn fyrir 1,5 milljarða ef þær séu aðeins hugsaðar fyrir innan- Iandsflugið eins og Samtökin um betri byggð á höfuðborgarsvæð- inu halda fram. Ráðherra segir að endurbæturnar á vellinum séu hugsaðar til að endast að minns- ta kosti út þann tfma sem gert sé ráð fyrir honum á þessum stað, eða til ársins 2016 samkvæmt að- alskipulagi borgarinnar. I þeim efnum sé ekki hægt að notast við einhverjar „holufylIingar“ eins og ráðherra orðar það. Þess í stað séu áformaðar endurbætur til þess að halda í við þær ítrustu ör- yggiskröfur sem gerðar séu til flugvallarins og þeirrar flugum- ferðar sem um hann fer. I því sambandi sé nauðsynlegt að full- ur burður sé í flugbrautunum út af öryggissjónarmiðum. I þeim efnum sé ekki hægt að hætta á neitt. Þá sé það hreinn og klár út- úrsnúningur ef menn halda því fram að með endurbótunum sé ætlunin að gera Reykjavíkurflug- völl að einhverjum þotuflugvelli íyrir aðrar vélarstærðir en litlar þotur. Ný flugstöð Ráðherra segir að rætt hafi verið um að byggja nýja flugstöð suður af Loftleiðahótelinu. Hann segir að hugmyndin sé að sú stöð muni einnig nýtast hópferðabílum, enda einatt verið gagnrýnt að hópferðabílar skuli ekki vera staðsettir nálægt komustað flug- farþega á Reykjavíkurflugvelli. Ráðherra segir að byrjað sé að huga að undirbúningi fyrir bygg- ingu þessarar flugstöðvar. Hins vegar hafa engar ákvarðanir verið teknar né Ijármagn fyrir hendi. Hann áréttar þá skoðun sína til Samtaka um betri byggð að þótt menn vilji færa flugvöllinn, þá mega þeir ekki ganga of Iangt í gagnrýni sinni. Ráðherra minnir einnig á að Reykjavíkurflugvöllur sé alþjóðlegur flugvöllur og verði því áfram sem einn af þremur varaflugvöllum íyrir Keflavíkur- flugvöll. Hann telur þó að það komi ekki oft fyrir að fært sé á Reykjavíkurflugvöll en ekki í Keflavík. Af þeim sökum sé það í mjög fáum tilvikum sem sú staða kemur upp. Fráleitt Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar og formaður skipulags- og umferðamefndar, telur að ekki sé verið að blekkja borgaiyfirvöld í þessu máli. Þá telur hún að af hálfu samgönguyfirvalda að millilandaflug færist yfir til Reykjavíkurflugvallar í einhveij- um mæli. Sé það hins vegar reyndin sé verið að fara mjög gróflega á bak við borgaryfirvöld. Sjálf segist hún ekki hafa neina trú á að svo sé. Enda væri það fráleitt af flugmálayfirvöldum að láta sér detta það í hug að fara á bak við höfuðborgina. Hún er engu að síður á því að borgaryfir- völd verði að halda vöku sinni í þessu sem öðru. Hins vegar sé það rétt að áform hafa verið uppi um byggingu nýrrar flugstöðvar við Reykjavíkurflugvöll, enda hef- ur byggingin verið á skipulagi árum saman. Aftur á móti hafa engar ákvarðanir verið teknar um byggingu hennar né fjármögnun af hálfu samgönguráðuneytisins. Það eina sem sé nýtt í þessu máli séu endurbæturnar á flugbraut- unum og hækkun á enda norður- suður brautar. Áhrif í skoðun Hún segir flugmálayfirvöld hafa fullyrt það við sig að þessi 1,5 metra hækkun á brautarendan- um muni hafa jákvæða þýðingu fyrir byggðina vegna þess að þá munu flugvélar koma hærra inn Árlega eru veitt úr Menningarsjóði Akureyrar, starfslaun lis- tamanna eða listamanns. Menningarmálanefnd velur lista- mennina sem starfslaun hljóta. Hér með er auglýst eftir rökstuddum ábendingum frá ein- staklingum, samtökum listamanna eða öðrum, um hverjir skuli hljóta starfslaun á árinu 1999. Menningarmálanefnd er ekki bundin af ábendingunum. Ábendingar skulu sendar til menningarskrifstofu Akureyrar, Glerárgötu 26, fyrir 8. apríl nk. Menningarmálanefnd Akureyrarbæjar H arónandi stríð 11111 flugvöllinn Starfslaun lista- manna til Iendingar. Guðrún segist hins vegar ætla að láta skoða þessa fullyrðingu í ljósi þess að Sam- tökin um betri byggð telja að það muni hafa þveröfug áhrif. Hún bendir einnig á að breytingin á deiliskipulagi vegna flugvallarins sé sáralítil. Þá finnst henni það fráleitt ef ætlunin sé að halda áfram að nýta Reykjavíkurflugvöll sem varaflugvöll fyrir millilanda- flugið. Sérstaklega í ljósi þeirra miklu fjármuna sem fóru í að gera Egilsstaðaflugvöll að vara- flugvelli. Auk þess sé varaflug- völiur einnig á Akureyri. Hindrar ekki flutning Formaður umferðar- og skipu- lagsnefndar bendir einnig á að samkvæmt ákvörðun R-listans í aðalskipulagi borgarinnar til árs- ins 2016 sé ekki gert ráð fyrir því að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýr- inni á skipulagstímanum. Hún leggur áherslu á að áformaðar endurbætur á flugvellinum eigi ekki að hindra það að hann verði fluttur, þegar og ef ákvörðun um það verður tekin. Enda ekki mik- ið mál að breyta aðalskipulagi ef þröf krefur. Hún áréttar einnig þá skoðun sína að endurbæturnar séu afleiðing af margra áratuga vanrækslu í viðhaldi vallarins. Guðrún telur líka að ef fram kemur skynsamleg tillaga um flugvöllinn á öðrum stað, þá verði einfaldlega ráðist í það verk. Sjálf segist hún vera áfram hörð í þeirri afstöðu sinni að vilja völlinn burt úr Vatnsmýrinni. Sú skoðun hafi hins vegar orðið undir í meðför- um málsins hjá R-listanum þar sem Guðrún varð að beygja sig fyrir meirihlutanum sem var á öndverðri skoðun við hana í þessu máli. Opið bréf I opnu bréfi frá Samtökunum um betri byggð á höfuðborgarsvæð- inu til Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur borgarstjóra og Ingu Jónu Þórðardóttur, oddvita sjálfstæðis- manna í borgarstjórn, kemur m.a. fram að í lauslegu mati sérfræð- inga sé talið að hægt sé að koma ástandi Reykjavíkurflugvallar í viðunandi horf fyrir 220 milljónir króna. Þetta verk sé hægt að vinna á sex mánuðum. Af þeim sökum þarf ekki að ráðast í íjög- urra ára verk fyrir 1,5 milljarða króna nema eitthvað meira liggi að baki þeim framkvæmdum en látið hefur verið í veðri vaka. I það minnsta virðist bráðavandi Reykjavíkurflugvallar ekki brýnni en svo að leysa megi hann á fjór- um árum, samkvæmt áætlun Flugmálastjórnar. Samtökin benda einnig á að í aðalskipulagi Reykjavíkur til ársins 2016 sé miðað við að innanlandsflug verði á vellinum en annað flug flytjist þaðan á brott. Samtökin telja jafnframt að þar sem núver- andi flugvélar í innanlandsflugi séu þær stærstu sem reikna þarf með f framtíðinni sé eðlilegt að kannað verði hvort ekki megi komast af með styttri og færri brautir. Nýr flugvSUur Samtökin telja enn fremur að í tillögum Flugmálastjórnar blasi við mjög svo ólík mynd um fram- tíð flugvallarins, sé miðað við þá forsögn sem Iiggur til grundvallar aðalskipulagi borgarinnar til árs- ins 2016. Samtökin fullyrða að í boðuðum framkvæmdum virðist sem ekki sé verið að ræða um endurbætur eða viðhald. Nái þau áform fram að ganga sé hreinlega verið að fjarlægja þann völl sem tekinn var í notkun árið 1942. Bent sé á að öllum jarðvegi eigi að moka af föstu bergi og í stað nú- verandi flugvallar verði gerður nýr og rammbyggðari völlur á sama stað. Þá sé reiknað með nýjum akstursbrautum. Þær munu auka afköst fyrirhugaðs vallar þótt í að- alskipulagi borgarinnar sé gert ráð fyrir minni flugstarfsemi á vellinum. Enn fremur sé gert ráð fyrir því að norðurendi norður- suður-brautar verði 150 senti- metrum hærri en á núverandi velli. Samtökin telja einnig að svo virðist sem Flugmálastjórn hafi komist hjá lögformlégu mati á umhverfisáhrifum með því að kynna þessa nýframkvæmd sem bráðaviðhald. Síðast en ekki síst hafi verið gefin villandi mynd af eðli framkvæmdanna og m.a. full- yrt að fljótlega á nýrri öld megi endurskoða framtíð flugrekstrar og landnotkun í Vatnsmýrinni. Samtökin telja þó að með því að endurbyggja flugvöllinn eins og kynnt hafi verið sé svo miklu mannvirki ætlað að standa út 21. öldina. Margfaldur ábati I bréfi sínu staðhæfa samtökin að starfsmenn, gestir og gangandi í miðborginni og í aðliggjandi hverfum munu finna fyrir mikilli loft- og hávaðamengun frá flug- vallarsvæðinu á þessum fjögurra ára framkvæmdartíma. Hins veg- ar sé ábati borgarbúa margfaldur af því að flugrekstri verði hætt í Vatnsmýrinni og í staðinn verði reist þar íbúða- og miðborgar- byggð. Þá sé rétt að láta komandi kynslóðum það eftir að ráðstafa á eigin forsendum þeim fáu byggi- legu jarðsvæðúm sem eftir séu. Drep í byggð Samtökin benda einnig á að flug- völlurinn í Vatnsmýrinni hafi leitt til óhagstæðrar byggðaþróunar frá stríðslokum og sé skipulag borg- arinnar og höfuðborgarsvæðisins komið í ógöngur. Byggðin sé slitr- ótt, umferðarkerfin gölluð og miðborgarstarfsemin sé dreifð. Þá sé byggin dýr í rekstri og óskilvirk. Það bitnar á atvinnulífi, rekstri sveitarfélaga, Ijárhag heimilanna og Ieiðir til lakari efnahags og lífs- gæða. Drep sé komið í byggðina vestast í borginni sem breiðist til austurs. Þá missir öll sú vinna marks sem hafin sé við gerð svæð- isskipulags höfuðborgarsvæðisins ef lokað sé á þá möguleika sem opnast í skipulagsmálum með flutningi flugrekstrar til Keflavík- ur, á nýjan flugvöll í Kapellu- hrauni, á nýjan flugvöll á uppfyll- ingu í Skerjafirði eða nýjan flug- völl í Engey. Samtökin um betri byggð fullyrða einnig í bréfi sínu að að óbætanlegur skaði muni hljótast af ef ekki Iiggur fyrir ákvörðun um breytta landnotkun í Vatnsmýrinni áður en svæðis- skipulagið verður afgreitt í árs- byrjun á næsta ári. Þá mundi fest- ast í sessi gölluð forsögn um þró- un byggðar í borginni og á höfuð- Skiptar skoðanir eru um það hvort ráðamenn í samgönguráðuneyti og flugmálastjórn séu að fara á bak við borgaryfirvöld með boðuðum endurbótum á Reykjavíkurflugvelli. Freyvangs- leikhúsið Hamingjuránið - frábær gamansöngleikur eftir Benght Alfors Leikstjóri: Jón Stefán Kristjánsson Tónlistarstjóri: Garðar Karlsson 10. sýning miðvikudaginn 31.3. kl. 20.30 11. sýning fimmtudaginn 1Á. (skírdag) kl. 20.30. 12. sýning laugardaginn 3.4. kl. 20.30. Engin sýning annan páska- dag. Frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa. Miðapantanir í síma 463-1195 kl. 16.00 - 19.00 alla daga Fermingar Prentum á fermingarservíettur Gyllum á sálmabækur og kerti Margar gerðir af servíettum fyrirliggjandi alprent Glerárgötu 24-26 Akureyri s: 462-2844

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.