Dagur - 30.03.1999, Page 5

Dagur - 30.03.1999, Page 5
Xfc^MT' o •> « > 7 v . o c > r r* \{ * . 4 | w «| _ I’RIÐJUDAGUR 3 0. MARS 1999 - S FRÉTTIR Magnus Reynir stvður lista Sverris Lýsir yfir ánægju með þá Guðjón A. Krist- jánsson og Pétur Bjamason í tveimur efstn sætum Frjáls- lynda flokksins á Vestfjörðum. „Það má heita ákveðið að við Guðjón A. Kristjánsson, forseti FFSI og varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins, tökum efstu sætin, Guðjón í fyrsta sætið og ég í annað sæti á Iista Frjálslynda flokksins hér á Vestfjörðum," sagði Pétur Bjarnason, fræðslu- stjóri á ísafirði og fyrrum vara- þingmaður Framsóknarflokks- ins, í samtali við Dag í gær. „Eg get staðfest þessi ummæli Péturs Bjarnasonar og það eru allar líkur á því að við verðum í efstu sætunum þótt formlega eigi eftir að tilkynna það,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson í gær. Heimildir herma að Magnús Reynir Guðmundsson, sem lengi hefur verið í forystusveit Fram- sóknarflokksins á Vestfjörðum, muni styðja listann með þá fé- verður í 1. sæti laga í efstu sætunum og hafi raunar verið með í ráðum um þetta allt saman. Magnús tapaði í prófkjöri fulltrúaráðs flokksins í vetur um efsta sætið á lista Framsóknarflokksins fyrir Kristni H. Gunnarssyni alþingis- manni. Hann lýsti því þá yfir í hita leiksins að hann myndi ekki taka sæti á öðrum Iistum og við það segist hann ætla að standa. Pétur Bjarnason verður í 2. sæti. Hins vegar getur hann stutt aðra lista án þess að svíkja loforð. „Eg hef engu lýst yfir opin- berlega en mér líst mjög vel á að þessir tveir vinir mínir taki þarna efstu sætin. Þar með eru loks komnir frambærilegir kandidatar hér fyrir vestan og það er ánægjulegt að þetta skuli vera ákveðið," sagði Magnús. Breyttar forsendur Pétur Bjarnason sagði í gær að hann hefði neitað að taka sæti á Iista Frjálslynda flokksins frá því í haust er það var fyrst nefnt við hann. En sfðan þegar tólfmenn- ingarnir, áhugamenn um auð- Iindir í almanna eigu, komu fram og viðræður hófust milli Guðmundar G. Þórarinssonar og Ellerts B. Schram við Sverri Hermannsson um framboð tóku línur að skýrast og viðhorf að breytast. „Ég met það svo að Guðmund- ur G. Þórarinsson muni styðja Frjálslynda flokkinn í þessum kosningum og þess vegna ákvað ég að taka slaginn. Eg met það svo að nú sé kominn sá styrkur sem menn hafa verið að bíða eft- ir og að Frjálslyndi flokkurinn nái góðu flugi. Við Guðjón A. erum búnir að kanna jarðveginn vel hér fyrir vestan og mér virðist hann vera nokkuð frjór," sagði Pétur. Þessi niðurstaða þýðir að Sverrir Hermannsson tekur efsta sæti listans í Reykjavík en Valdimar Jóhannesson verður oddviti listans á Reykjanesi. - S.DÓR Davíð Oddsson forsætisráðherra opnaði i gær vefsíðu Þjóðmenning- arhússins. Þjóðmenn- mgarhús fær vefsíðu Davíð Oddsson forsætisráðherra opnaði í gær vefsíðu Þjóðmenn- ingarhússins en það er nýtt nafn á Safnahúsinu við Hverfisgötu. Nafnið á að endurspegla þær miklu breytingar sem verða á starfseminni innandyra þegar húsið verður opnað aftur í apríl á næsta ári. „Framvegis verða ekki söfn í húsinu heldur verður það opinbert sýningar- og fund- arhús, vettvangur ýmiss konar funda, opinberra athafna og list- viðburða en einkum þó kynning- ar á íslenskri sögu og menning- ararfi," segir í fréttatilkynningu frá Þjóðmenningarhúsinu. Upplýsingar um fyrirhugaða starfsemi, sögu hússins og fram- kvæmdirnar sem nú standa yfir má fá á vefsíðunni sem forsætis- ráðherra opnaði í gær. Slóðin er www.kultur.is Mjólkursamlag KEA fékk í gær fyrst íslenskra matvælafram- leiðslufyrirtækja ISO 9001 vott- un fyrir gæðastjórnunarkerfi. Að sögn Hólmgeirs Karlssonar mjólkursamlagsstjóra KEA er þetta stórt skref í framtíðarupp- byggingu fyrirtækisins. „Þetta er mikilvægur áfangi í að styrkja stöðuna og gera frekari hug- myndir um útflutning á íslensk- um mjólkurvörum mögulegan," segir Hólmgeir. Um árahil hefur verið unnið markvisst að uppbyggingu innra eftirlitskerfis og gæðastjórnunar- kerfis hjá Mjólkursamlagi KEA. Árið 1996 fékk Mjólkursamlagið vottað innra eftirlitskerfi sam- kvæmt GÁMES gæðakerfi. í kjölfar þess var lögð höfuðá- hersla á uppbyggingu gæða- stjórnunarkerfis með það að markmiði að fá það vottað sam- kvæmt hinum alþjóðlega ISO 9001 staðli. Sá áfangi er nú í höfn og er Mjólkursamlag KEA nú fyrst íslenskra matvælafram- leiðslufyrirtækja til að fá ISO Hólmgeir Karlsson mjólkurbússtjóri til vinstri er ánægður með áfangann sem náðist með vottun ISO 9001 staðalsins í gær. - mynd: brink 9001 vottun og þar með fyrsta mjólkursamlagið hérlendis. Vott- unin tekur einnig til starfsemi Safagerðar KEA og Smjörlíkis- gerðar KEA. Starfsmönniun að þakka ISO 9001 er alþjóðlegur staðall sem snýr að uppbyggingu gæða- stjórnunarkerfis og innra eftirliti fyrirtækja. Gæðastjórnun er mun víðtækara hugtak en hefð- bundið gæðaeftirlit og snýst í raun um stjórnunarhætti fyrir- tækja. Með þessum áfanga er staðfest að gæðastjórnunarkerfi KEA stenst alþjóðlegar kröfur og viðskiptavinir fyrirtækisins geta gengið að því vísu að gæði fram- leiðsiunnar séu þau sem til er ætlast. Hómgeir segir starfs- menn eiga stóran þátt í viður- kenningunni. - BI> Skarphéðinn nMslögmaður Forsætisráðherra hefur skipað Skarphéðin Þórisson hæstarétt- arlögmann í emhætti ríkislög- manns frá 1. maí næstkomandi. Jón G. Tómasson, núverandi rík- islögmaður, lætur þá af störfum fyrir aldurs sakir. Skarphéðinn er rúmlega fimmtugur. Hann lauk embætt- isprófi í lögfræði frá Háskóla Is- lands 1973 og stundaði eftir það framhaldsnám í Noregi. Hann öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir Héraðsdómi 1975 og fyrir Hæstarétti 1980. Skarphéðinn hefur rekið eigin lögmannsstofu í samvinnu við aðra frá 1979. Þá hefur hann setið í nokkrum nefndum, ráð- um og stjórnum á vegum stjórn- valda og lögmannafélagsins. Fyrst íslenskra mjólk- urbúa til aðfálSO 9001 vottun fyrir gæðastjóruuuarkerfl. MUdlvægt skref fyrir Mjólkursamlag KEA Flutti hótamál og tapaði Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm gagnvart ríkinu í máli þar sem Bjarni Jónasson krafðist skaða- og miskabóta vegna uppsagnar hans sem framkvæmdastjóra verndaðs vinnustaðar, Kertaverksmiðjunnar Heimaeyjar í Vestmannaeyjum. Bjarni flutti mál sitt sjálfur og krafðist 2,8 milljóna króna bóta. Hann hafði verið ráðinn tímabundið og átti ráðningu hans að ljúka sjálfkrafa 31. desember 1987. Honum var sagt upp störfum 13. októ- ber 1987 með þriggja mánaða fyrirvara, og var síðasti starfsdagur hans 31. janúar 1988. Talið var að ekki hefði verið brotið gegn lög- vörðum rétti Bjarna með uppsögninni og að ekki hefði verið sýnt fram á að Bjarni ætti rétt á miskabótum. Þá þóttu ákvæði um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ekki geta Ieitt til bótaskyldu ríkisins, eins og starfslokum hans var háttað. Hins vegar þótti ástæða til að fella málskostnað niður vegna þess háttar sem ríkið hafði á uppsögn Bjarna. — FÞG Slasaðist síðasta viimudagiiui Steypufyrirtækið BM Vailá hefur í Hæstarétti verið sýknað af skaða- bótakröfu manns sem varð fyrir slysi á síðasta \innudegi sínum hjá fyrirtækinu. Hins vegar taldi Hæstiréttur að fyrirtækið ætti að greiða manninum laun í slysaforföllum. Slysið varð þegar maðurinn var að fara yfir steypumót vorið 1995. Talið var að með þeirri aðgát, sem ætlast hefði mátt til af manninum, hefði hann átt að geta komist klakklaust yfir steypumótið. Var það ekki metið BM Vallá til sakar að ekki hafði verið komið fyrir tröppu við mótið eins og vinnueftirlitið hafði gert athugasemd við. Var slysið talið óhapp sem BM Vallá bæri ekki ábyrgð á og var fyrirtækið því sýknað af viðurkenningarkröfu mannsins um skaðabætur. Laun mannsins í slysaforföllum voru ákveðin 265.411 krónur, en ofan á þau bætast dráttarvextir. Þá greiðir fyrirtækið málskostnaðinn. — FÞG Georg í Útlend- ingaeftMit Georg Kr. Lárussyni hefur verið falið að gegna embætti forstjóra Utlendingaeftirlits frá 1. október 1999 og gildir sú skipan mála til 30. apríl 2003. í byrjun október öðlast gildi ný Iög um eftirlit með útlendingum og samkvæmt þeim iögum skipar ráðherra forstjóra til fimm ára í stað þess að ríkislög- reglustjóri veiti stofnuninni for- stöðu. Georg Kr. Lárusson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.