Dagur - 30.03.1999, Side 4

Dagur - 30.03.1999, Side 4
4 - ÞRIÐJUUAGU K 30. MARS 1999 FRÉTTIR rD^ir Fráleitur hraði Sjö ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur um helgina og 42 um of hraðan akstur, að því er fram kemur í dagbók Reykjavíkurlög- reglunnar. Þá eru skráð 58 umferðaróhöpp með eignatjóni um helg- ina. Lögreglan er alltaf öðru hvoru með hraðamælingar í Hvalfjarðar- göngunum. Um helgina mældust þar bifreiðar á yfir 100 km hraða sem er fráleitur hraði á þessum stað þar sem aðstæður eru svo sér- stakar og hámarkshraði 70 km/klst. Skömmu eftir hádegi á föstudag slasaðist maður í fyrirtæki á Funahöfða er hann klemmdist á milli lyftara og brettis sem féll á hann. Meiðslin voru talin minniháttar. Kvartað var yfir hópi af heiðargæsum sem trufl- uðu umferð á Gnoðarvogi. Reynt var að reka þær burtu en þær flugu einn hring og settust aftur því fólk hafði verið að gefa þeim brauð. Síðar um daginn var einnig kvartað yfir gæsum sem voru á gangi á Miklubraut og trufluðu umferðina en létu umferðina ekki trufla sig! Stolið lir frystiMstunni Síðdegis á föstudag var tilkynnt um innbrot í íbúð við Hraunbæ. Stolið var myndbandstæki og myndum. Þá var einnig tilkynnt um innbrot í geymslur við Laugarnesveg. Þar hafði verið stolið mynd- bandstæki og matvöru úr frystikistu. A föstudagskvöldið var nokkuð kvartað yfir unglingahópum víðs- vegar um borgina. Þeir munu hafa verið að halda upp á það að vera komnir í páskafrí. Olvun var ekki áberandi meðal unglinganna. Kvartað yfir gæsiun Gæsir geta verið til vandræða í umferðinni. Brotist iim í bíla Fremur fátt var í miðborginni eftir miðnætti á föstudaginn, almennt ástand talið gott, ölvun miðlungi mikil, leigubifreiðar nægar og heim- flutningur fólks gekk vel. Unglingar voru ekki áberandi. Tveir voru handteknir vegna ölvunar og einn fluttur á slysadeild. Stuttu eftir miðnætti var kvartað yfir stúlkum sem væru að fara inn í bíla við Lindargötu. Stúlkurnar voru handteknar og voru þær með dót úr bílunum í fórum sfnum. Þær gistu síðan fangageymslu. Eigandajium alveg sama Um kl. hálfíjögur á laugardag var tilkynnt um að nýlegri bifreið hafi verið stolið við Hverfisgötu. I Ijós kom að bifreiðin hafði verið ólæst og kveikjuláslyklar geymdir í veski eigandans í hanskahólfi. Svona frágangur bifreiðar bendir helst til þess að eigandanum sé alveg sama þó henni sé stolið. Um morguninn var tilkynnt um innbrot í vinnuskúr við Norðurfell. Litlu var stolið. Þá var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki við Höfðatún. Stolið var tölvubúnaði, fatnaði o. fl. Síðdegis var bifreið ekið á girð- ingu við Miðtún og festist hún í girðingunni. Ökumaður var grunað- ur um ölvun við akstur. Réðist á lögregliina Fátt fólk var í miðborginni eftír aðfaranótt sunnudags- ins, lítil ölvun og ástandið gott. Ekki þurfti að hafa nein afskipti af unglingum. Einn maður var handtekinn og annar fluttur á slysadeild. Ekki varð vart við neinar ryskingar á svæðinu eða árásarmál. Um kl. 03 hafði lögreglan afskipti af bifreið sem var með dökkar filmur á hliðar- rúðum en slíkt er bannað. Farþegi í bifreiðinni Heldur friðsælt var í miðborg Reykjavíkur um heigina. var ósáttur við þetta og réðst að lögreglumönnunum og reyndi að hindra þá í starfinu. Maðurinn var fluttur á stöð og fékk síðan gistingu í fangageymslu. Átök í austurborginni Nokkru síðar voru tveir menn í slagsmálum á Laugavegi. Annar var fluttur í fangamóttöku en hinn á slysadeild en var lítið meiddur. Um morguninn kom til átaka milli manns og konu í austurborginni og hlaut maðurinn stungu í bijóst. Hann var fluttur á slysadeild en er ekki hættulega slasaður. Þá var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Vogunum. Þar var stolið myndbandstæki og fleiru. Síðdegis á sunnudag var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki og þrjár íbúðir í austurhluta borgarinnar. Stolið var myndbandstækjum, hljómtækjum og fleiru. N áttunifræðinám stóraukið í skólum Ný aðalnámskrá gnumskóla. Sveigjan- legra nám. Fleiri kennslustundir. Val- frjáls samræmd próf. Nýjar námsgreinar. „Það er víðtæk pólitísk samstaða um þetta mál og því enginn stjórnmálalegur ágreiningur um það,“ segir Björn Bjarnason menntamálaráðherra um nýja að- alnámskrá grunnskóla. Hún tek- ur gildi frá með 1. júní nk. en verður að fullu komin til fram- kvæmda að þremur árum liðnum. Enskan fyrst Helstu breytingarnar í nýju nám- skránni eru m.a. þær að kennsla í náttúrufræðigreinum hefst þeg- ar í sex ára bekk og tími til nátt- úrufræðináms eykst um allt að 60%. Þá er tími í stærðfræði- kennslu aukinn um allt að 12%. Samtals fá íslenska og stærð- fræði um 40% alls kennslutím- ans. I tungumálum verður enska fyrsta málið sem nemendur læra. Tími til enskukennslu er aukinn og kennsla hefst mun fyrr, eða við tíu ára aldur í stað tólf ára. Lögð verður sama áhersla á dönsku og áður en kennsla hennar hefst nú í 7. bekk. Með námskránni koma formlega inn nýjar kennslugreinar í upplýs- ingatækni og tölvunotkun. Ný námsgrein, lífsleikni, verður tek- in upp sem á að efla alhliða þroska nemandans. Þá verður um umtalsverða lengingu að ræða á kennslutíma. Eftir þrjú ár, eða árið 2001, verður vinnu- vika allra nemenda, tíu ára og eldri, orðin 35-37 stundir að Iág- marki. Með því hefur heildartími til kennslu í grunnskólum verið aukinn um 15% frá skólaárinu 1994-1995. Valírjáls samræmd próf Nýja námskráin eykur einnig sveigjanleika náms og valfrelsi nemenda í efstu bekkjum grunn- skóla. Þá verður samræmdum prófum í 10. bekk fjölgað úr fjór- um í sex ef Alþingi samþykkir breytingar á grunnskólalögun- um. Auk íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku geta nemendur þá þreytt samræmd lokapróf í náttúrufræði og samfélagsgrein- um. Aukið valfrelsi þýðir líka að nemendur geta lokið námi í grunnskóla með mismunandi áherslum og einnig á skemmri tíma en áður, eða á níu árum í stað tíu. Um leið er horfið frá því að skylda alla að gangast undir samræmd próf í lok 10. bekkjar. Mismunandi inntökuskilyrði í framhaldsskóla og val í 9. og 10. bekk eykur ábyrgð nemandans. Þá verður skólagangan samfelld frá fyrstu árum leikskóla til framhaldsskóla með nýjum nám- skrám fyrir þessi skólastig sem unnar hafa verið samhliða. - GRH Samfylkmg vestra Listi SainfýlMiigariim ar á Vesturlandi vegna kosningaima í vor var einróma samþykktur. Fjögur efstu sætin eru í sam- ræmi við niðurstöður prófkjörs- ins sem haldið var á dögunum. I 1. sæti er Jóhann .Ársælsson, skipasmiður og fyrrverandi þing- maður Alþýðubandalagsins, Akranesi og í 2. sæti Gísli S. Ein- arsson, alþingismaður Akranesi. I næstu sætum eru Dóra Líndal Hjartardóttir, kennari, Vestri- Leirárgörðum, Hólmfríður Sveinsdóttir deildarstjóri Borgar- nesi, Eggert Herbertsson rekstr- arfræðinemi Ólafsvík, Kol- brún Reynis- dóttir húsmóðir Grundarfirði, Erling Garðar Jónasson um- dæmisstjóri, Stylddshólmi, Guðrún Konný Pálmadóttir, húsmóðir Búð- ardal, Eiríkur Jónsson, lög- fræðinemi Akra- nesi og í 10. sæti Klara Bragadótt- ir, sálfræðingur Staðarstað. Fjórir efstu menn á lista Samfyikingar á Vesturiandi. Sennilega ekkert páskabret Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Islands eru engar lík- ur á neinu „alvöru páskahreti" nú um páskana. I gær var þó illviðri víða um land, ófært á Vestfjörðum um Steingrímsfjarð- arheiði sem og frá Blönduósi til Skagastrandar. Líkurnar á stór- hríðarbyl næstu daga eru hins vegar litlar eða engar og ætti að ganga þokkalega að halda sam- göngum opnum ef svo fer sem horfir. Samkvæmt langtímaspánni verður hæg breytileg átt á morg- un og víðast bjart yfir. A skírdag og föstudaginn langa er spáð suðvestan golu eða kalda með éljum vestast en annars staðar bjartviðri. A laugardag er spáð éljum austanlands og austan kalda en á páskadag gæti orðið snjókoma á Austur- og Norður- landi með stífri austanátt. Frost- laust verður á Suður- og Vestur- Iandi að mestu en vægt frost norðanlands og austan.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.