Dagur - 30.03.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 30.03.1999, Blaðsíða 2
18 — ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 1999 ro^tr r LÍFIÐ í LANDINU r r ■ SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: SIGURDÓR SIGURDÓRSSON Sjáið þið mig mikið Lítill strákur var einu sinni að reyna að ná at- hygli foreldra sinna og annarra viðstaddra þeg- ar hann hoppaði af stökkbretti út í laug. Hon- um þótti athyglin lítil og hrópaði: „Sjáið þið mig mikið.“ Mér datt þetta í hug þegar ég sá blað sem gefið er út í Vestmannaeyjum til stuðnings Arna Johsen alþingismanni og heitir Eyjamaðurinn. Þar kemur fram að nánast ekk- ert hefur verið gert í Vestmannaeyjum sl. 16 ár nema fyrir forgöngu Ama. Hann tók af skarið og langning varanlegs slitlags hófst á allar göt- ur „langt á undan áætlun." Arni var í íjárlaga- nefnd þegar tryggð var bygging nýs Heijólfs og það var hann sem tryggði fjármagn til bygging- ar á móttökusvæði Herjólfs. Það var fyrir bar- áttu Arna að annað prestsembættið sem flutt var til lands eftir gos var aftur flutt til Eyja. Og Arni Johnsen er „guðfaðir Háskólasetursins" í Eyjum. Stafkirkju á að reisa við Skansinn fyrir forgöngu Arna. Ami „var á vaktinni" þegar fjármagn fékkst til kaupa á björgunarbátnum Þór. Þetta er aðeins lítið brot af afrekaskrá Árna í Eyjamanninum. „Maðurinn sem skrifaði bókina, er aftur kominn á kreik...“ Jónas Sigurgeirs- son sagnfræðingur í grein um Þorvald Gylfason í Mbl. sl. laugardag. Misstu af Jóni Sigurðssyni Olafur G. Einarsson, forseti Alþingis, lætur nú af þingmennsku. Hann var á dögunum að lýsa því í hópi þingmanna hvað hann hefði verið samtfmis mörgum þingmönnum á Alþingi eða 1/3 af þeim sem setið hefðu á þingi síðan 1849. Hann sagði að Ragnar Arnalds, sem einnig er að hætta, hefði verið samtímis enn fleiri þingmönnum. Þegar Jón Kristjánsson heyrði þetta orti hann: Ólafog Ragnar, vildarvini visu um þá ég set á blað. Misstu afjóni Sigurðssyni en sárafáum eftir það. Óþolandi I viðskiptablaði Flugleiða hf. eru viðtöl við fólk sem er í viðskiptum og telur sig spara peninga með því að ferðast á Saga Class og borga fyrir það hátt verð miðað við almenn fargjöld. Með- al viðmælenda blaðsins er Guðmundur Túliní- us, skipaverkfræðingur og starfsmaður hjá Mecklenburger Hochseefischerei. Hann hælir Saga Class möguleikanum en segir svo: „Þó verð ég að viðurkenna að vegna þess hvað ég flýg oft með Flugleiðum verð ég stundum Ieið- ur á matnum um borð. Hann er að vfsu mjög góður en nokkuð keimlíkur til lengdar. Þá fer það í taugarnar á mér að stundum er fyllt upp í Saga Buisness Class sætin með farþegum sem ekki komast fyrir á almenna farrýminu." Einu sinni talaði frægur maður um „skíta- pakk.“ Það er betra að sitja fyrir á mynd en að vera í landa- fræðitíma eða ein- hverjum öðrum tíma. Hafdís Inga Rafnsdóttir skóia- vinur, önnur frá vinstri, og Sölvi Blöndal, lengst til hægri, ásamt vin- um sínum, ungling- unum í skólanum. Vama skrópi Skólavinir eru nýjasta uppfinn- ingin í unglingastarfi grunnskól- anna. Krakkarnir eru hressir með þessa nýju vini. Hafdís Inga Rafnsdóttir, 25 ára, hefur verið skólavinur í Aust- urbæjarskóla í vetur ásamt Sölva Blöndal og telst því ein af frum- heijunum í þessu verkefni. Haf- dís byrjaði í skólanum um miðjan september að undangengnu námskeiði og hefur síðan gert sér far um að kynnast krökkunum, spjalla við þau, varna skrópi og leiðbeina þeim eftir föngum þeg- ar þeim líður illa. Skólavinirnir hafa aðstöðu uppi í risinu í Austurbæjarskóla og þar geta þeir spilað tónlist með krökkunum í frímínútum, spilað eða spjallað við þau - allt eftir því hvað krakkarnir sjálfir vilja gera. Skólavinir eru verkefni í nokkrum grunnskól- um á höfuðborgarsvæðinu og eru þeir á aldrin- um 20-25 ára. Þetta er tilraunaverkefni í vetur en ef vel gengur fá fleiri skólar skólavini næsta haust. í Austurbæjarskóla hafa skólavinirnir lagt áherslu á krakka í 8. bekk tii að geta fylgt þeim eftir í 9. og 10. bekk en að sjálfsögðu hafa þau einnig kynnst og leiðbeint krökkum í eldri bekkjunum tveimur. Þau reyna að vera krökkun- um vinir og fara með þeim í ýmsar ferðir, til dæmis á skauta, skíði, eða á námskynningu í fjölbrauta- eða menntaskólum um leið og þau stuðla að því að þau mæti í skólann og sinni náminu. Sakna okkar „Þau hafa tekið okkur rosalega vel en verða pirruð ef við erum að reka þau í tíma,“ segir Hafdís. „Þau virðast sakna okkar ef við erum ekki í vinnunni og það er mjög já- kvætt.“ - Náið þið að kynnast öllum krökkunum, eru ekki alltaf ein- hverjir sem verða út undan ? „Við Iöbbum að öllum krökk- unum og tölum við þau. Það eru alltaf nokkrir sem koma ekki upp í risið en það er samt mjög stór hópur sem kemur og talar við okkur. Við reynum að fá athygli hinna með því að vera út um allt og tala við þau öll,“ svarar hún og segist ekki hafa tekið eftir því að neinn unglingur ýti skóla- vinunum frá sér. Krakkarnir leiti til þeirra með ýmislegt sem liggur þeim á hjarta. „Þau eru já- kvæð því að við erum jákvæð. Við erum bara til þess að tala við þau, leiðbeina þeim, til dæmis um vímuefni og hvað er rétt og rangt." Betra en pabbi og mamina Ef einhver vandamál koma upp hjá unglingun- um benda skólavinirnir þeim á námsráðgjafa, sálfræðing eða einhvern annan fullorðinn sem getur hjálpað þeim. „Við megum ekki taka ákvarðanir sjálf,“ segir hún og þegar rætt er við krakkana kemur strax í ljós að þetta telja þau helsta kostinn við skólavinina. „Það er fínt að hafa þau, gott að tala við þau,“ sagði Kristján Freyr Kristjánsson. Þau eru öll sammála um að það sé miklu betra að tala við skólavinina en pabba og mömmu. -GHS Unglingamir hafa tekið skólavinunum rosalega vel en verða stundumpirmð ef þau em rekin í tíma. SPJflLL ■ FRÁ DEGI Spakmæli er stutt setning byggð á Iangri reynslu. Miguel de Cervantes Þetta gerðist 30. mars • 1816 var Hið íslenska bókmenntafélag stofnað. • 1858 fékk maður að nafni Hyman L. Lipman einkaleyfi á blýöntum með áfast strokleður. • 1867 keyptu Bandaríkin Alaska af Rússlandi fyrir 7,2 milljónir dala. • 1870 fengu svartir karlmenn kosninga- rétt í Bandaríkjunum. • 1934 hófst eldgos í Grímsvötnum í Vatnajökli. • 1949 aðild íslands að Atlantshafs- bandalaginu samþykkt á Alþingi. • 1981 skaut geðveikur maður Ronald Reagan Bandaríkjaforseta, sem náði sér þó fljótlega. Þau fæddust 30. mars • 1746 fæddist spænski listamaðurinn Francisco de Goya. TIL DAGS • 1840 fæddist breski skipaeigandinn og félagsfræðingurinn Charles Booth, sem skrifaði 17 binda ritverk um líf og störf almennings í London. • 1844 fæddist franska ljóðskáldið Paul Verlaine. • 1886 fæddist bandaríska ljóðskáldið Frances Cornford, sem m.a. orti frægt ljóð um feita konu. • 1937 fæddist bandaríski leikarinn Warren Beatty. • 1945 fæddist breski gítarsnillingurinn Eric Clapton. • 1965 fæddist Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir skáld. • 1968 fæddist kanadíska sönkonan Celine Dion. Vísa dagsins Vísa dagsins er eftir Orn Arnarson Ég á leið um heiðar og hraun, hjartað mitt, fylgdu mér. Annarsfer ég villur vegar, vel skal ég launa þér. Hollenski málarinn Vincent van Gogh fæddist 30. mars 1853. Fyrstu verk van Gogh eru máluð í dökkum jarðlitum og lýsa frumstæðu bænda- samfélagi, t.d. Kartöfluætumar. Arið 1986 flutti hann til bróður síns Theo sem bjó í París. Þar kynntist hann málrunum Toulouse Lautrec og Paul Gouguin. Van Gogh flutti síðan til Arles í Suður-Frakklandi þar sem hann skar af sér eyrað og færði vændiskonu sem tákn ástar sinnar. Hann var um tíma á geðveikraspítala í St. Rémy-de-Provence. Hann féll íyrir eigin hendi út á akri voriðl890. Brandari Eiginkonan var að því komin að fæða og eiginmaðurinn þurfti að bíða frammi, enda gerðist þetta snemma á öldinni. Eftir nokkra stund kemur læknirinn fram og biður eiginmanninn um rörtöng. Eigin- maðurinn fölnar, en finnur handa honum rörtöng. Nokkru síðar kemur læknirinn aftur fram og spyr um hamar og meitil. Eiginmaðurinn hvítnar, en þá segir lækn- irinn: „Hafðu engar áhyggjur, ég er bara í vandræðum með að opna töskuna mína. Veffang dagsins Vefsetur sem nefnist „Comic Book Reso- urces" er hreinasta gullnáma fyrir áhuga- fólk um teiknimyndasögur, og er að finna á www.comicbookresources.com r

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.