Dagur - 30.03.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 30.03.1999, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 1999 - 21 LÍFIÐ í LANDINU Kóramót í Noregi Háttáannað hundrað söngmennísexís- lenskum kðrum sungu- saman í Ósló á dögun- um. Frábærsöng- skemmtun og þjóð- söngurinn hápunktur- inn. Islenskir kórar í útlöndum, héldu árlegt kóramót sitt laugar- daginn 13. mars. Að þessu sinni var íslenski kórinn í Osló gest- gjafi og bauð til ógleymanlegrar söngskemmtunar í Frogner- kirkju í Osló. Fyrir utan gest- gjafana mættu fimm kórar á svæðið. íslenski kórinn í Bergen ætlaði sér að vera með en varð að hætta við vegna veikinda í hópnum. Fyrrum höfuðborg íslands, Kaupmannahöfn í Danmörku, átti að sjálfsögðu sinn kór á svæðinu. Landar vorir frá Ála- borg, í danska heimsveldinu, létu sitt ekki eftir liggja þó hóp- urinn sé enn blautur á bak við bæði eyrun. Þau mættu með sinn sönghóp sem skemmti áheyrendum með léttum ís- lenskum dægurflugum. Finnur Bjarnason og enski kórinn sungu einstaklega vet í Frognerkirkju. Tveir kórar frá Svíþjóö íslendingar í Svíþjóð eru einnig afar söngelskir og mættu með tvo kóra, frá Lundi og Gauta- borg. Þá mætti íslendingakórinn í London. Sá kór er miklu betri en í meðallagi enda skipaður snillingum sem eru í söngnámi í heimsborginni eða hafa lokið slíku námi. Finnur Bjarnason söng einsöng með enska kórn- um og sló rækilega um sig í hjörtum áheyrenda. Þar er frá- bær söngvari á ferðinni enda orðinn vinsæll og eftirsóttur söngvari í London. Upphaf og endir kóramótsins var samsöngur kóranna. Hver Kór gestgjafanna í Úsló var með skemmtilega söngskrá. Ánægðir kórfélagar að lokinni góðri söngskemmtun. Kórarnir sex í lokin eftir að hafa sungið íslenska þjóðsönginn. kór valdi eitt Iag sem stjórnandi viðkomandi kórs stjórnaði. Há- punktur tónleikanna var lokalag- ið, íslenski þjóðsöngurinn, sem Brynhildur Auðbjargardóttir, líka hæst ánægð með mótið og heimtaði myndatöku í Iokin. GÞÖ stjórnandi gestgjafanna frá Ósló, stjórnaði. Flutningurinn var hreint frábær enda skein gleðin úr hverju andliti söngfólksins. Og þó íslenski þjóðsöngurinn sé bara sálmur þjappaði hann þeim Ijölmörgu íslendingum sem mættu í Frognerkirkju vel sam- an. Við vorum einfaldlega stolt af okkar fólki. Brynhildur var Slysavamafélagið gefurhjálma SVOJMA ER LIFIÐ Pjetur St. Arason skrifar Pjetur svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Pjetur svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is Umræðan um óhöpp á skíðasvæðum hefur verið óvenju mikil í vetur. Á dögunum gáfu Slysavarfélag íslands og Tryggingamið- stöðin 50 hjálma á skíðasvæðin í Bláfjöllum og Skálafelli. Hjálmarnir verða þar lánaðir börnum og unglingum. í fréttatilkynningu segir að markmiðið sé að skíðasvæðin geti boðið gestum sínum upp á viðurkenndan öryggsbúnað og rannsóknir hafi leitt í ljós ótvírætt gildi hjálma við skíðaiðkanir. Valgerður Sigurðardóttir kynningarfulltrúi Slysavarnafélags- ins segir að félagið stefni að því að gefa hjálma á öll skíðasvæði Iandsins. Þannig að þau geti lánað gestum sínum, en borið hafi við að hjálmar sem hafðir væru til útláns væru gamlir og slitin- ir. Valgerður segir að meira beri á því nú en áður að fullorðið fólk noti hjálma við skíðaiðkun sína. Fullorð- inir lenda líka í slysum og þá skiptir hjálm- urinn oft máli. Þeir eru fyrir- mynd og hjálmanotkun þeira sem eldri eru leiðir til þess að börnum Iíði betur með hjálm á höfðinu Það eru ekki bara skíðamenn sem þurfa hjálma brettamenn nota þá einnig. Valgerður segist vilja sjá hjálma á höfðum hj ólabrettafólks. Páskarnir eru ein mesta skíðahelgi ársins, skíðum varlega og með hjálm á höfðinu. Gamlar myndir Kristín E. Sigurðardóttir er dóttir myndlistarmannsins Sigurð- ar Benedikssonar. Hún hefur í fórum sínum gamlar myndir sem faðir hennar málaði. Þetta eru olíumálverk og vatnslita- myndir. Sigurður málaði mikið á ferli sínum en hann var kunn- ingi Jóhannesar Sveinsonar Kjarvals. I safni Kristínar eru ma. myndir úr Vestmannaeyjum, sem málaðar eru fyrir gos og myndir af fiskibátum. Kristín vill losa sig við myndirnar og seg- ir að verð þeirra sé samkomulagsatriði. Þeir sem áhuga hafa geta haft samband við Kristínu í síma. 551 3768 eða 552 7712. HVAD ER Á SEYfll? GÍTARTÓNLEIKAR í SALNUM I kvöld klukkan 20.30 verða verða tónleikar í „Tíbrá“, en þá heldur Kristinn H. Árnason gítartónleika í SALN- UM. Á tónleikunum verða ílutt verk eftir Fernando Sor, J.S. Bach, Jón Ásgeirsson, Joaquin Turina og Isaac Al- beniz. Miðasalan verður opin tónleikadaginn frá kl. 17.00 í anddyri Tónlistarhúss Kópavogs, s. 570-0404, og er miðaverð kr. 1.200. Kristinn H. Árnason. LANDIÐ My Fair Lady á Egilsstöðum Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýndi My fair lady, eftir Alan J. Lerner & Frederick Loewe í Valaskjálf, Egilsstöðum um helg- ina. Leikstjóri: Oddur Bjarni Þorkelsson. 2. sýning miðvikudag 31. mars, 3. sýning laugardag 3. apríl, 4. sýning 5. apríl, ann- an í páskum. Sýningar hefjast ld. 20.30 Miðapantanir frá kl. 17 sýningardagana í síma 471 1805. Einar Rafn Haraldsson leikur hlutverk prófessors Henry Higgins og Agnes Vogler leikur EIízu. Fuglafjarðar Sangkór Nú um páskana verður hér í söngferð Fuglafjarðar Sangkór, sem er blandaður kór frá Fuglafirði í Færeyjum. Kórinn er gestur Vörðukórsins í Árnessýslu. Stjórn- andi kórsins er Frits Jóhannesen og und- irleikarar Eyðun á Lakjuni, Heðin Kambsdal og Jóhan Hentze. Kórinn syng- ur ásamt Vörðukórnum í Félagsheimilinu Flúðum miðvikudaginn 31. mars kl. 21.00. Að loknum tónleikunum verður stiginn dans jafnt að íslenskum sem fær- eyskum sið. Kórinn syngur í Skálholts- kirkju á skírdag kl. 14.00 og Selfosskirkju kl. 17.00 sama dag, í Vinaminni á Akra- nesi laugardaginn 3. apríl kl. 17.00 og Hafnarfjarðarkirkju annan páskadag ld. 14.00. Eftir tónleikana í Hafnarfirði munu félagar úr Færeyingafélaginu selja kaffi í safnaðarheimilinu Strandbergi. Söngferð kórsins lýkur með tónleikum í Langholtskirkju þriðjudaginn 6. apríl klukkan 20.30. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Söngdansar Jóns Múla í Salnum Þann 31. mars nk. kl. 20.30 mun hljóm- sveitin Delerað leika söngdansa Jóns Múla í Salnum í Kópavogi. Hljómsveitina skipa Óskar Guðjónsson á saxofón, Eð- varð Lárusson og Hilmar Jensson á gít- ara, Þórður Högnason á kontrabassa og Birgir Baldursson, Matthías M. D. Hem- stock og Pétur Grétarsson á slagverk. Miðaverð kr. 1.200. Stórfundur í Tjarnarbíói I tilefni af því að 30. mars eru 50 ár liðin frá því að ísland gekk í Atlantshafsbanda- lagið (Nato) efna Samtök herstöðvarand- stæðinga til stórfundar í Tjarnabíói í kvöld ldukkan 20.30. Þar verða flutt ávörp, leikin tónlist og lesin ljóð. Ávörp flytja Drífa Snædal og Steingrímur J. Sig- fússon, Baldvin Halldórsson les ljóð eftir Snorra Hjartarson. Lesinn verður Of- beldisannáll, brot úr sögu barsmíða og meiðinga i herstöðvabaráttunni. Tónlista- mennirnir Bubbi Mortens, Hörður Torfa, Ingólfur Steinsson, Kolbeinn Bjarnason, Einar Kristjánsson og fleiri. Fluttur verð- ur Leikþáttur eftir Karl Ágúst Úlfson. Kynnir verður Vernharður Linnet. Frá félagi eldri borgara Reykjavík Almenn handavinna þriðjudag og mið- vikudag kl. 9.00 Skák kl. 13,00. Allra síð- asta sýning á Maðkar í mysunni og Ábrystir með kanel í Möguleikhúsinu við Hlemm miðvikudaginn 31. mars kl. 16.00. Kaffistofan opin frá kl. 9.00 - 13.00 alla virka daga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.