Dagur - 30.03.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 30.03.1999, Blaðsíða 3
ÞRinjUDAGllR 30. MARS 1999 - 19 LÍFIÐ í LANDINU Lífið vegur þyngra Krístbjörg Þórhallsdóttir er ein af mörgum konum hjá Krabbameinsfélaginu sem styður konur sem þurfa að fara í aðgerð vegna krabbameins í brjósti. Sjálffékk hún krabbamein í brjóst fyrir 19 árum og telur að konur verði að treysta því að læknarnir geri hið rétta í stöðunni. Það sé betra að halda lífinu en brjóstunum. - mynd: pjetur sigurðsson Fyrirnokknim árum máttu konur, sem fengu kmbbamein í brjóst, búast við því að læknarþyrftu að fjar- lægja brjóstið. Svo er ekki endilega lengur. Konurmeðkrabba- mein í brjósti eiga nú ágæta von um lækn- ingu - án þess að brjóstið séfjarlægt. Eins og Dagur greindi frá í síð- ustu viku telja sænskir vísinda- menn að skimun hafi ekki orðið til þess að dánartíðni kvenna úr brjóstakrabbameini hafi lækkað að neinu ráði eða aðeins um 0,8 prósent. I tímaritinu British Medical Journal birtust upplýs- ingar frá sænska lækninum dr. Göran Sjönell, sem telur að um 4.000 sænskar konur hafi farið í brjóstaaðgerð í kjölfar skimunar. I þeim hópi eru einnig konur hverra brjóst hafa verið fjarlægð að óþörfu. I sumum tilfellum hefur skimunin haft neikvæð áhrif. Islenskir læknar eru al- gjörlega ósammála niðurstöðum sænsku rannsóknarinnar. Baldur Sigfússon, yfirlæknir á röntgen- deild Krabbameinsfélagsins, tal- ar um hreint rugl. Breytir engu „Þessi sænska rannsókn er marklaus með öllu. Þetta eru menn sem hafa aldrei komið ná- lægt hópskoðunum og geta greinilega ekki sett sig inn í þann hugsanagang sem þarf. Þeir reyna að koma niðurstöð- um vel unninna rannsókna yfir á dánartölu. Þeim tekst það ekki vegna þess að þeir hafa snarvit- lausar forsendur og vita greini- lega ekki hvað þeir eru að gera. Það er búið að mótmæla þessu, Það var gert strax af sænskum heilbrigðisyfirvöldum í sænska læknablaðinu. Þau Iýstu því yfir að þetta myndi í engu breyta þeirra stefnu í hópskoðunum. Það vekur furðu að svona rann- sókn hafi verið birf,“ segir hann. Olafur Olafsson, íyrrverandi Iandlæknir, segir að niðurstöður af svipuðu tagi og þessarar sænsku hafi komið upp nokkrum sinnum, telur þær þvert á niðurstöður Islendinga og bendir á að Islendingar hafi sérstöðu hvað krabbameins- skimun varðar. „Við erum fyrsta þjóðin sem byrjaði á landsskim- un og þetta passar ekki heim við það sem við höfum fengið að vita. Við sjáum árangur af skimuninni, kannski vegna þess að við náum fólkinu betur. Ar- angur svona rannsókna fer mjög eftir því hve margir taka þátt og hve margir taka ekki þátt,“ segir Ólafur. Onnur sænsk rannsókn hefur gefið svipaða niðurstöðu en Olafur segir að þar hafi gleymst að taka tillit til þess að þær konur sem ekki tóku þátt hafi sinnt skimuninni lítið síður en þær sem tóku þátt. Niður- staðan hafi því verið villandi. Ólafur viðurkennir að skimun geti valdið viðkvæmum konum „Fólk ætti ekki að kippa sér lengur upp við það að sjá konu með eitt brjóst í sund- lauginni “.. .persónu- leikinn okkarerekki allurfólginn íbrjóst- unum. óróleika en bendir á að aðalat- riðið sé að draga úr tíðni krabbameins og þá sé nú kannski hægt að lifa með smá kvíða. I dag er fátíðara að allt brjóstið sé íjarlægt hjá konum, yfirleitt er aðeins smá fleygur Ijarlægður úr brjósti kvenna og síðan fyllt upp í þann fleyg. I gamla daga er hins vegar hugs- anlegt að brjóst hafi verið fjar- lægð frekar en að taka áhættu með krabbamein. Góð von lun lækningu Um 1.200 konur eru lifandi í dag á Islandi eftir að hafa fengið krabbamein í brjóst, þar af eru hátt í 600 virkar í óformlegum stuðningshóp „brjóstakvenna", Samhjálp kvenna, sem aðstoðar konur eftir föngum og heimsæk- ir þær á sjúkrahúsið eftir skurð- aðgerð í brjósti ef þær óska þess. Um 115-130 konur greinast með krabbamein í brjósti á hverju ári hér á landi og eiga þessar konur góða von um að hljóta lækningu. Kristbjörg Þórhallsdóttir heldur utan um starfsemi stuðn- ingshópsins. Hún segir erfitt fyrir sig að samþykkja sænsku niðurstöðuna eftir að hafa lifað góðu og heilbrigðu lífi í 19 ár með aðeins eitt bijóst og trúað því að það hafi bjargað lífi henn- ar. Hún telur ólíklegt að læknar séu full fljótir á sér að Ijarlægja bijóst kvenna miðað við þær rannsóknir og þá rannsóknar- möguleika, sem til eru í dag. Ólafur Ólafsson fyrrverandi land- læknir um skimunina hér á landi: „Við sjáum árangur." „Ég held að niðurstaða sænsku rannsóknarinnar sé ekki rétt samkvæmt íslenskum niður- stöðum því að það hefur fjölgað mjög mikið greiningum á ári en dánartíðni hefur ekki aukist í sama hlutfalli. Þetta þýðir að það hljóta að lifa hlutfallslega fleiri konur frá ári til árs,“ segir Kristbjörg Þórhallsdóttir. „Eg held að við sem höfum farið í gegnum svona aðgerð og höfum lifað með því verðum og hljótum að trúa því að það sem er gert fyrir okkur til heilsubótar sé gert í hvert skipti í samræmi við bestu þekkingu. Ég held að það sé yfirleitt staðreyndin," segir hún. Til falleg hjálpartæki - E/ rétt er að brjóst séu jjarlægð að óþörfu, breytir það þá ein- hverju fyrir konur? „Auðvitað er áfall að missa brjóst eins og annan líkams- Baldur Sigfússon yfirlæknir telur að sænska rannsóknin sé rugl þar sem ekki sé hægt að tengja þessar nið- urstöðu við dánartölu. hluta. Það er mjög erfitt en þeg- ar maður missir brjóst vegna krabbameins þá hugsar maður ekki um það sem missi. Maður hugsar fyrst og fremst um það að lifa. Það er lítið gagn að því að vera með brjóst ef maður er dauður. Þegar maður stendur frammi fyrir því að hafa greinst með krabbamein, sem lengi hef- ur þótt harður dómur og mörg- um þótt sárt, þá hlýtur konan að setja á vogarskál lífið og brjóstið og þá hlýtur Iífið að vega þyngra.“ Kristbjörg segir að smám „ Við erumfyrsta þjóð- in sem byrjaði á lands- skimun og þetta pass- arekki heim við það sem við höfumfengið að vita. Við sjáum ár- angur afskimun- inni“... saman fari konur, sem misst hafa annað brjóstið, að finna fyrir því að það sé líkamslýti en tæknin nú til dags gefi mikla möguleika, til dæmis á því að láta byggja upp brjóst með skurðaðgerðum. „Það eru líka til mjög góð og falleg hjálpartæki þannig að það er hægt að ganga með brjóst í sérhönnuðum brjóstahaldara. Það skal ekki nokkurri manneskju detta í hug annað en að maður sé eins og fólk er flest. Auðvitað er erfitt að missa brjóst. Það getur verið erfitt að fara í sund og leikfimi, ekki vegna manns sjálfs heldur vegna fordóma þeirra sem eru í kringum mann,“ segir hún. „Fólk ætti ekki að kippa sér lengur upp við það að sjá konu með eitt brjóst í sundlauginni. Við teljum líka brjóstakonurnar, eins og við köllum okkur með röngu, að persónuleikinn okkar sé ekki allur fólginn í brjóstun- um.“ - c.HS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.