Dagur - 08.04.1999, Síða 2

Dagur - 08.04.1999, Síða 2
18 - FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 rD^tr LÍFIÐ í LANDINU SMÁTT OG STÖRT UMSJÓN: SIGURDÓR SIGURDÓRSSON Eggert Haukdal. Skítamórall Það er ekki ofsögum sagt að andrúmsloftið hafi verið þrungið spennu og mórallinn slæm- ur í V-Landeyjum síðustu misserin. Andstæð- ingar Eggerts Haukdal, fyrrum oddvita, hafa hreinlega farið hamförum við að koma honum frá sem oddvita og voru meðölin ekki öll vönd- uð í þeim leik. I þessum átökum hafa hrepps- búar klofnað í tvær fylkingar sem varla talast við. Það má því segja að í hreppnum hafi ríkt sannkallaður skítamórall í nokkuð langan tíma. Þess vegna töldu menn það alveg við hæfi að á dansleiknum í Njálsbúð í V-Landeyj- um, á annan dag páska, skyldi hljómsveitin Skítamórall vera fengin til að leika fyrir dansi. Árrti Johnsen. „Samt urðum við að fá fólk til að fara á Vagninn og fá sér bjórglas á meðan beðið var eftir næstu messu.“ Lýður Arnason, Iæknir á Flateyri, um mikla aðsókn á poppmessu þar vestra. 1300rauðarrósir Við sögðum á dögunum frá nokkrum gullkorn- um úr því fræga blaði „Eyjamanninum.“ Þar var birt skrá yfir flest það sem gert hefur verið í Vestmannaeyjum sl. 8 ár og það er allt sagt Arna Johnsen að þakka. Árni kann vel að meta svona taumlausa aðdáun, því fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi í vetur er sagt að Arni hafi sent 1300 rauðar rósir með Herjólfi til Eyja og var rósunum dreift á meðal kosningabærra manna í Eyjum á prófkjörsdag. Svona eiga sýslumenn að vera! Vit fyrir tvo „Kæra frænka," sagði oflátungurinn. „Eg væri alveg fús til að giftast frænku þinni ef hún væri ekki svona heimsk.“ „Eg skil það vel, kæri frændi," svaraði frænkan. „Þú þarft að eiga konu sem hefur vit fyrir tvo.“ Nú má Davíð draga í land Á þessu kosningaári hafa þrenn stjórnmálaöfl sent prédikara við messu í Stórólfshvolskirkju. Á pálmasunnudag var það fulltrúi Samfylking- arinnar sem predikaði. Hagyrðingarnir snjöllu á Hvolsvelli hafa ort um þessar predikanir og við birt vísur þeirra í Degi. Hér koma svo vís- urnar um predikunina á pálmasunnudag. Bjarni Helgason vélsmiður orti: Nii má Davíð draga í land og Dóri létta förum, því Samfylkingin segir grand með sigurbros á vörum. Víst ég um það vonir el að vel þeir duga megi, seni predika svo prýðisvel á pálmasunnudegi. Og Magnús Halldórsson orti um sama atburð: Á Hlíðarenda fylking fín fer að sáluhliði. Eflaust hefði Gunnar grín gert að svona liði. Jóhannes Helgi, rithöfundur, segir að Jón Engilberts hafi ekki einungis verið mikill málari hann hafi einnig sagt sögur betur en aðrir menn. -mynd: þúk Sögur úr húsi málarans Þessa dagana er verið að lesa sem útvarpssögu bók Jóhannesar Helga Hús málarans, endur- minningar Jóns Engilberts. Er það endurflutningur á lestri Ósk- ars prófessors Halldórssonar frá 1974, sem var þjóðkunnur sem afburða lesari. „Jón segir í bókinni m.a. frá samtíðarmönnum sínum í hópi listamanna og námsmanna í Kaupmannahöfn, Ósló og Reykjavík, Sverri Kristjánssyni, Þorvaldi Skúlasyni, Svavari Guðnasyni, Snorra Hjartarsyni, að ógleymdum Sigurjóni Ólafs- syni, og Kristmanni Guðmunds- syni, sem var mikil hjálparhella Islendingum f Ósló. Miklu fleiri listamenn koma við sögu. Eg hygg að þetta séu nokkuð magn- aðar persónulýsingar, að maður ekki segi harkalegar á köflum. „Jón var einhver stór- brotnasti persónu- leiki semég hef kynnst. Égman hvemig mérféllust stundum hendurþeg- ar ég leit upp úr texta mínum, á myndimar sem hann varað draga upp með magn- aðri litasamsetn- ingu. “ SPJALL Reiðufé í brú n um lunslögum Sagan er rituð árið 1960. Forsaga viðkynningar minnar við Jón er sú, að faðir minn var hálfan annan áratug Ioftskeytamaður á Gullfossi eldri. I þá daga voru fjármunir yfirfærðir með öðrum hætti en nú tíðkast, og faðir minn beðinn fyrir sendingarnar; reiðufé í sterkum brúnum um- slögum sem eru mér í barnsminni. Listamenn og námsmenn í Kaupmannahöfn fengu ljár- muni frá styrktarmönnum og skyldmennum á Islandi með þessum hætti, og Jón Engilberts var f hópi þeirra manna sem fyrstir urðu upp land- ganginn við komu Gullfoss til Hafnar og upp í íbúð föður míns í brúnni að sækja umslögin sín, og var þá jafnan slegið upp veislu f brúnni. Faðir minn og Jón urðu miklir mátar og bjó faðir minn jafnan hjá þeim hjónum meðan skipið stóð við í Höfn. Faðir minn flutt- ist svo með fjölskylduna til Kaup- mannahafnar 1936 og þar vorum við búsett ein 2 ár og samgangur því mikill við Jón, konu hans Tove og dæturnar tvær. F.kki aðeins niikill inálari Faðir minn var svo enn starfandi á Gullfossi þegar Þjóðverjar hertóku Danmörku 1940 og lögðu um leið hald á Gullfoss sem þá Iá við bryggju í Höfn. Áhöfn Gullfoss, Jón Engilberts og fjölskylda, og sægur Islendinga, sem búsettir voru á Norðurlönd- um, komu heim með Esjunni um Petsamó nokkrum mánuðum eftir hernámið. Jón og Ijölskylda höfðu til umráða herbergi í íbúð foreldra minna í Vesturbænum fyrst eftir heimkomuna. Jón var ekki aðeins mikill málari. Hann átti það sammerkt með mörgum í þeirri stétt að segja sög- ur betur en aðrir menn. Og hann velti sér svo sannarlega uppúr sjó minninganna þá átta mán- uði sem verkið tók og skipti sér ekkert af efnis- tökum mínum. Hann málaði sfn verk eftir sínu höfði og hafði fullan skilning á rétti mínum til hins sama í mínu fagi,“ segir Jóhannes. Hann situr nú við að semja leikrit, sviðsyerk, og kveðst ljúka því síðsumars, ef guð Iofar. -PJESTA ■ FRÁ DEGI TIL DAGS Forvitnin sjálf er flestum efnum for- vitnilegri. - Broddi Jóhannesson Þetta gerðist 8. apríl • 1571 var Guðbrandur Þorláksson vígð- ur Hólabiskup. • 1989 var fyrsta Bónusverslunin opnuð í Reykjavík. • 1904 undirrituðu Bretar og Frakkar sögulegan samning um Iausnir á öllum helstu deilumálum sínum. • 1946 var haldínn síðasti fundur Þjóða- bandalagsins sáluga í Genf. • 1966 var Leonid Bresjnef kosinn aðal- ritari Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. • 1993 hlaut Makedónía, sem formlega heitir „Fyrrverandi júgóslavneska lýð- veldið Makedónía", aðild að Samein- uðu þjóðunum. • 1986 var Clint Eastwood kosinn borg- arstjóri í Carme) í Kaleforníu, og gegndi því embætti í tvö ár. • 1973 lést í Frakklandi málarinn Pablo Picasso, 91 árs að aldri. Þau fæddust 8. apríl • 1605 fæddist Filipus IV. Spánarkonungur. • 1818 fæddist Kristján IX. Danakóngur. • 1859 fæddist þýski heimspekingurinn Edmund Husserl. • 1912 fæddist norska skautadrottningin Sonja Henie. • 1919 fæddist Ian Smith, sem lengi vel var forseti hvíta minníhlutans í Ródesíu, sem nú heitir Simbabve. • 1938 fæddist Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna. • 1947 fæddist enski rokksöngvarinn Steve Howe. • 1963 fæddist Julian Lennon, sonur Johns og Cynthiu. Vísa dagsins Herdís Andrésardóttir kvað svo á efri árum: Þið, sem eruð ung og frá og engu viljið sinna, getið ekki giskað á, hvað gaman er að vinna. Afmælisbam dagsins Geir Hilmar Haarde, Ijármálaráða- herra, fæddist í Reykjavík 8. apríl 1951. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1971. Lærði stjórnmálafræði og þjóðhagfi-æði í Bandaríkjunum. Á námsárunum vann Geir sem blaða- maður við Morgunblaðið á sumrin. Að loknu námi starfaði hann sem hagfiræðingur í alþjóðadeild Seðla- hanka Islands og aðstoðarmaður Ijármálaráðherra. Hann hefur setið á þingi frá árinu 1987. Geir hefur góða söngrödd eins og má glögglega heyra á síðustu plötu Árna Johnsen. Brandariim Jón og Gunna voru að taka til í gömlu drasli þegar Gunna rak allt í einu augun í miða frá skóverkstæðinu í næstu götu. Sam- kvæmt dagsetningunni á miðanum var hann sjö ára gamall. Bæði voru þau búin að steingleyma hvaða skór þetta voru, en brostu í kampinn og ákváðu að Iáta reyna á það hvort þeir væru enn hjá skósmiðnum. Skósmiðurinn lyfti aðeins brúnum þegar hann sá miðann, en sagði svo hinn róleg- asti: „Við skulum athuga málið,“ og brá sér á bak við. Eftir aðeins þrjár mínútur kom hann aftur fram í afgreiðslu, að vísu tóm- hentur en sagðist hafa fundið skóna. „I alvöru," hrópaði Jón, „eftir allan þennan tíma?“ ,Já,“ svaraði skósmiðurinn, en varð svo dálítið vandræðalegur á svipinn: „Þeir verða tilbúnir á fimmtudaginn."

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.