Dagur - 09.04.1999, Qupperneq 4
4 -FÖ STUDAGUR 9. APRÍL 1999
FRÉTTIR
Vinnubrögðiun vegna bæjarstjóra-
ráðningar mótmælt
Fulltrúar Olafsfjarðarlistans í minnihluta bæjarstjórnar Olafsfjarðar
mótmæltu á fundi bæjarstjórnar Olafslj'arðar 30. mars sl. vinnu-
brögðum meirihlutans við ráðningu í starf bæjarstjóra í Ólafsfirði, en
þar var einn fulltrúi meirihlutans, Asgeir Logi Asgeirsson, ráðinn.
Réttur mánuður sé Iiðinn síðan umsóknarfrestur rann út og allan
þann tíma hafi minnihlutinn ítrekað óskað eftir fundi um málið með
öllum bæjarfulltrúum til að fjalla um umsóknir og einhverja þeirra
sex umsækjenda til að geta valið hæfasta umsækjandann í þetta
vandasama starf. Bæjarfélagið þurfi á hæfum manni að halda og
einnig að víðtæk sátt ríki um þann aðila sem taki starfið að sér.
Minnihlutinn fordæmir vinnubrögð meirihlutans í þessu máli og tel-
ur að ekki hafí verið unnið með hag bæjarfélagsins í huga. Asgeir
Logi var ráðinn með atkvæðum Gunnars Reynis Kristinssonar, Önnu
Marfu Elíasdóttur, Jónu Arnórsdóttur, Astu Sigurfinnsdóttur og
Helga Jónssonar en Guðbjörn Arngrímsson og Svanfríður Halldórs-
dóttir sátu hjá.
Ábyrgð á reikningi Félags eldri
borgara
Á fundi bæjarráðs var lagt fram bréf frá Sparisjóði Ólafsfjarðar þar
sem bent er á að Ólafsíjarðarbær er í ábyrgð fyrir skuld á reikningi
Félags eldri borgara. Sparisjóður Ólafsfjaröar hefur einnig óskað eft-
ir endurskoðun álagningar sorpgjalds hjá Sparisjóði Ólafsfjarðar.
Styrkbeiðni Tónskóla Ólafsfjarðar um að senda tvo kennara á heims-
ráðstefnu í Suzuki-aðferðinni í Japan var vísað til skólanefndar.
Bætt norræn samskipti
í bréfí frá Norræna félaginu í Karlskrona/Ronneby til bæjarráðs
Ólafsfjarðar er lögð áhersla á að gagnagrunnur um fulltrúa sem
koma að vinabæjarsamskiptum verði uppfærður eins fljótt og verða
má þegar breytingar verða á honum.
Leikskólanefnd mótmælir innritnn
arreglum
Leikskólanefnd hefur mótmælt harðlega samþykkt bæjarstjórnar frá
5. nóvember 1998 þar sem innritunarreglum fyrir leikskólann er
breytt án vitundar nefndarinnar. Það er álit nefndarinnar að leikskól-
inn eigi að vera opin börnum frá 1-6 ára en það skal tekið fram að
undanfarin fimm ár hafa börn frá 1 árs aldri verið innrituð í leikskól-
ann. Ennfremur óskar nefndin eftir því að allar ákvarðanir bæjar-
stjórnar hvað varðar leikskólann verði sendar leikskólastjóra og for-
manni nefndarinnar.
Ánægja með kaffi og með því
Erindisbréf landbúnaðarnefndar var kynnt á fundi nefndarinnar ný-
verið og lýstu nefndarmenn yfír ánægju með að hlutverk nefndarinn-
ar lægi Ijóst fyrir. Það felst m.a. í eyðingu refa, minka og vargfugls og
tilnefningar búljáreftirlitsmanns. Fleira var ekki gert samkvæmt
fundargerð en ástæða þótti að bóka að ekki hafi verið fleira tekið fyr-
ir nema ef vera skyldi kaffí og með því. - GG
Ævintýrabókin á Akureyri
Leikklúbburinn Saga á Akur-
eyri sem varð að hætta við að
sýna Skilaboðaskjóðuna eftir
Þorvald Þorsteinsson eftir að
nafa æft verkið í nokkrar vikur
iætur ekki deigan síga,
Leikklúbburinn, sem eingöngu
ar sldpaður ungu fólki, æfir nú
á fullu barnaleikritið Ævintýra-
bókina eftir Pétur Eggerz og
stefnt er að frumsýningu 1.
maí. Leikklúbburinn féklv ný-
iega 200.000 króna framlag frá
menningarmálanefnd Akureyr-
ar en einnig er vonast eftir
framlagi frá íþrótta- og tóm-
stundaráði. Mestur hluti kostnaðarins er laun leikstjóra en allt ann-
að starf er unnið í sjálihoðavinnu og afnot af Kompaníinu til æfinga
og sýninga er hópnum að kostnaðarlausu. Ævintýrabókin er að sögn
bráðskemmtilegt leikrit en Möguleikhúsið hefur sýnt þetta verk með-
al annarra. Tíu leikarar leika í sýningunni en hátt í tuttugu ung-
menni taka þátt í starfinu á einn eða annan hátt. - III
Þessi mynd var tekin þegar æfingar á
Skilaboðaslyóðunni stóðuyfir. Hópurinn
sem nú æfir Ævintýrabókina er að mestu
sá sami. mynd: brink
SDMjfiT
Benedikt Kristjánsson, framkvæmdastjóri Siifursjörnunnar segir að menn væru ekki að fara út í björgunaraðgerðirnar nú, ef
rekstrargrundvöllur væri ekki fyrir hendi.
Fiskeldið höggvið
nærri Byggðastofnun
Silfuxstjaman í Öxar-
firði er eina stóra
fiskeldisfyrirtækið
sem ekki hefur farið í
nauðasamninga og
gjaldþrot. Hundruð-
um miUjóna varið nú
í hjörgunaraðgerðir.
Tap Byggðastofnunar á fiskeldis-
fyrirtækjum nemur í heildina á
annan milljarð. Talið er að sam-
keppnisstaða landfiskeldis sé
ekki nægilega góð til að keppa
t.d. við norska strandeldið. Mikil
bjartsýni ríkti þegar Islendingar
tóku fyrstu skref í fiskeldinu og
er skemmst að minnast uppslátta
í dagblöðum um allt að 800
króna kílóverð á eldisafurðum.
Raunveruleikinn hefur orðið all-
ur annar og verið þjóðinni kostn-
aðarsamur. Mikil þekking hefur
á hinn bóginn áunnist sem talin
er nýtast í framtíðinni.
Stórfelldar afskriftir
Byggðastofnun á um 47% eignar-
hlut í Silfurstjörnunni. Guð-
mundur Malmquist, forstjóri
Byggðastofnunar, segir að rætt sé
um að færa heildarhlutafé Silfur-
stjörnunnar niður um 90%. Það
séu um 100 milljónir og jafn-
framt er áætlað að Byggðastofn-
j un læ’kki kröfur sínar um 60% én
j þær nema um 230 milljónum. Þá
i er rætt um að lánasjóður sá er
I Byggðastofnun sér um fyrir land-
búnaðarráðuneytið í tengslum
við fískeldi lækki sínar kröfur um
70%. Það fé er 50-60 milljónir og
einnig er búið að semja við aðra
kröfuhafa um að þeir lækki sínar
kröfur um 50%. Þá er reiknað
með að hlutafé verði alls aukið
um 40 milljónir.
Veik samkeppnisstaöa
„Silfurstjarnan hefur aldrei farið
í gjaldþrot eða nauðasamninga,
en það hafa öll hin stóru eldisfýr-
irtækin gengið í gegnum," segir
Guðmundur Malmquist og segja
þau orð allt sem segja þarf um
sögu fískeldisins á Islandi. Guð-
mundur segir samkeppnisstöðu
landeldis veika miðað við strand-
eldið, þar sem kjöraðstæður eru
t.d. í Noregi. Silfurstjarnan
greiddi t.d. um 12 milljónir fyrir
rafmagn í fyrra, en forstjóri
Byggðastofnunar bendir á í fjörð-
um Noregs séu engir rafmagns-
reikningar greiddir.
Verðiö hrundi
Guðmundur bendir á að Islend-
ingar hafi orðið að fylgjast með
hræringum í kringum sig og
reynslan af fískeldinu sé mikils
virði. En er þó ekki ljóst að stjórn-
unarleg mistök hafí verið gerð þar
sem almannafé sem runnið hefur
í gegnum Byggðastofnun hefur
orðið að engu í gjaldþrota fyrir-
tækjum? Sem dæmi má nefna að
fyrir nokkrum árum fékk Byggða-
stofnun aukaframlag frá ríkissjóði
upp á 1200 milljónir.
Þessu svarar Guðmundur á
þann veg að á tíma áætlanagerð-
ar hafi tölur sagt að 700-800 kr.
fengjust fyrir kílóið en nú fari
verðið niður í 200 krónur. Fram-
leiðslan hafi hins vegar verið
stöðug á undanförnum árum og
það sé engin spurning í hans
huga að eftir endurskipulagn-
ingu eigi fiskeldi að geta gengið.
Silfurstjarnan hafi líka skipt
sköpum fyrir byggðarlagið. Þar
hafí verið greiddar milli 40 og 50
milljónir í laun að undanförnu
og Guðmundur vill einnig taka
fram að Byggðastofnun hafí ekki
veitt peningum nýlega til Silfur-
stjörnunnar. „Síðast mun íyrir-
tækið hafa fengið fé frá okkur
árið 1991 og þá í formi styrks,"
segir Guðmundur.
Röng fjárfesting og
sjúkdóiiiur
Áföll Silfurstjörnunnar að und-
anförnu eru m.a. sjúkdómur sem
upp kom í stöðinni árið 1997
sem og röng fjárfesting í reyk-
ingu á laxi. Þar var um að ræða
samstarfsverkefni við KEA.
Framkvæmdastjóri Silfurstjörn-
unnar, Benedikt Kristjánsson,
segir að menn væru ekki að fara
út í björgunaraðgerðirnar nú, ef
rekstrargrundvöilur væri ekki fyr-
ir hendi. T.a.m. hefði fóðurverð
nú Iækkað en það hækkaði um
20% fyrir tveimur árum samhliða
því að afurðirnar stóðu í stað.
Um 25 stöðugildi eru hjá Silfur-
stjörnunnni og er fyrirtækið þvf
einn stærsti atvinnurekandinn í
héraðinu. - bþ
I
Hétiin vegna
„kynningar66 á urskurði
Samkeppnisstofnun hefur gert at-
hugasemd við auglýsingu frá Eð-
alvörum ehf., umboðsaðila Rauðs
( Eðal Ginsengs, þar sem fyrirtæk-
ið kynnti úrskurð Samkeppnis-
ráðs um að fyrirtækinu væri
bannað að nota orðin „varist eftir-
iíkingar" í auglýsingum sínum.
Forstjóri Eðalvara hefur kvartað
undan því hversu skamman tíma
hann fékk til að skila athuga-
semdum.
Eðalvörur auglýstu í Morgun-
blaðinu undir yfirskriftinni „Sam-
keppnisráð hefur bannað Eðal-
vörum ehf. að vara við eftirlíking-
um af þessari vöru... þess vegna
verður það ekki gert að svo
stöddu". Samkeppnisráð úrskurð-
aði nýverið að lýrirtækinu væri
hannað að nota orðin „varist eftir-
líkingar" og í bréfi Samkeppnis-
stofnunar 7. apríl segir að Sam-
keppnisstofnun fái ekki betur séð
en umræddar auglýsingar fari
gegn ákvörðun Samkeppnisráðs.
Var Eðalvörum gefínn frestur til
kl. 13 næsta dag að gera athuga-
semd við þá túlkun. Einnig er
bent á að brotið geti varðað „fé-
sektum, varðhaldi og fangelsi“.
í svarbréfi Eðalvara bendir Sig-
urður Þórðarson framkvæmda-
stjóri á að ætlunin með auglýsing-
unni hafi eingöngu verið að
kynna niðurstöðu Samkeppnis-
ráðs fyrir almenningi og boðað að
þeirri niðurstöðu verði áfrýjað.
- FÞG