Dagur - 09.04.1999, Page 9
lögu um sveigjanlegan starfsaldur.
Sú tillaga fór fyrir Alþingi og þingið
samþykkti þingsályktunartillögu,
sem borin var fram af þingmönnum
allra flokka um að þetta yrði tekið til
athugunar. Síðan var skipuð nefnd í
málið. Nefndin hélt einn fund og
síðan ekki söguna meir. SöguIok,“
sagði Ólafur Ólafsson, fyrrverandi
Iandlæknir og núverandi formaður
Samtaka aldraðra í Reykjavík.
Hann segir að upphaf þess að far-
ið var að miða starfslok við ákveðinn
aldur megi rekja til þess þegar Otto
von Bismarck fór að hugsa um upp-
gjafa hermennina sína fyrir meira
en hundrað árum. Hann mun hafa
lagt til að eftirlaunaaldur yrði mið-
aður við 67 ára en niðurstaðan varð
sú að miðað var við sjötugt og
þannig varð það í Þýskalandi þar til
1916 að hann var lækkaður niður í
67 ár.
Ólafur var spurður hvort samtök
hans muni taka upp baráttu fyrir
sveigjanlegum starfslokum og kvað
hann svo vera.
„Eg veit ekld betur en að menn
styðji það almennt að hafa sveigjan-
Ieg starfslok eins og lagt var til 1991
og eins fundar nefndin góða var
stofnuð um. Þar var lagt til að
starfslok gætu verið frá 64ra ára
aldri til 75 ára aldurs. Þessu hefur
landslæknisembættið haldið fram í
tæp tíu ár,“ segir Ólafur Ólafsson.
Fundarfólk í Tónlistarhúsi Kópavogs hlýðir á rædu forsetans.
Fnunkraftur lifir
ævina á enda
Ræða forseta íslands,
herra Ólafs Ragnars
Grímssonar, um aldr-
aða á alþjóða heil-
hrigðisdeginum.
Milli fyrirsagnir eru
blaðsins.
Eldri borgarar er að mörgu leyti
undarlegt orðtak; nýlegt, kannski
tískufyrirbæri sem við notum
iðulega og höldum að merkingin
sé skýr. Við getum spurt: Fellst í
því dómur um ákveðna hegðun,
athæfi eða lífsstíl? Er það ávísun
á brotthvarf úr önn hversdagsins,
iðjuleysi og rólegt líf? Eða er það
þægileg formúla sem þjóðfélags-
þróunin hefur smátt og smátt
smíðað til að rýma til á vinnu-
markaði og skapa reglur og siði
sem henta hinum yngri?
Hvað er aldur eða öldrun? Er
það einhver ákveðin vegamót,
þáttaskil á lífshlaupinu þar sem
tilkynnt er með tilstuðlan Iag-
anna að nú sé ævistarfið orðið
nokkuð gott, best fyrir alla að
hætta á sama tímapunkti, telja
svo sjálfum sér og öðrum trú um
að upp frá því sé hvorki hægt að
skapa nokkuð nýtt né vera til
gagns og sætta sig við að vera
samkvæmt opinberum skilgrein-
ingum bara byrði, byrði á lífeyris-
sjóðunum, byrði á Trygginga-
stofnun, byrði á ríkiskassanum?
Hvernig í ósköpunum höfum
við og aðrar vestrænar þjóðir náð
að koma þessari firru í skipulagt
lagakerfi og þar með gefa út leið-
arvísi sem færir okkur frá frjóum
akri og út í botnlausa mýri?
Kraftur til áhrifa
Hvaðan er sú speki að sköpunar-
krafturinn falli í dá um Ieið og
tekið er við fyrstu eftirlauna-
greiðslunni? Hvers vegna afsalar
samfélagið sér þeim auðæfum
sem felast í nýsköpunargetu og
framfarasókn þeirra sem komnir
eru á efri ár?
Dæmin eru samt óteljandi um
að frumkraftur til nýrra verka lif-
ir ævina nánast á enda, kraftur
til nýrra uppgötvana, nýrrar Iist-
sköpunar, nýrra hugmynda,
nýrra framkvæmda, kraftur til
áhrifa á sjálfa sögu mannkyns
með mótun örlagríkra atburða og
nýrri heimssýn.
Á fyrsta ári mínu við háskól-
ann í Bretlandi hlýddi ég á heim-
spekinginn Bertran Russell, þá
rúmlega níræðan halda fyrirlest-
ur í troðfullum 2000 manna sal;
blaðalaus og í nærri tvo tíma stóð
hann einn á sviðinu og snilldin
og stílbrögðin voru slík að hægt
hefði verið að skrá fyrirlesturinn
orðréttan og búa til birtingar án
nokkurra breytinga. Og eru þau
ekki mörg glæsisöfn heimsborg-
anna sem draga til sín hundruð
þúsunda ef ekki milljónir manna
á hverju ári til að skoða málverk-
in sem Picasso og aðrir höfuð-
snillingar aldarinnar máluðu á
því skeiði ævinnar sem reglu-
gerðir svokallaðra þróaðra sam-
félaga hafa úrskurðað að eigi að
einkennast af verklokum og iðju-
Ieysi.
Var ekki Winston Churchill
lögformlegt gamalmenni þegar
hann leiddi lýðræðisríki veraldar
til sigurs í hatrammri styrjöld
gegn glæpaveldi Hitlers? Var ekki
Ronald Reagan venjulegur ellilíf-
eyrisþegi þegar hann sigraði í
forsetakosningunum í Bandaríkj-
unum og var svo endurkosinn
með glæsibrag kominn væna leið
að áttræðu? Ætli Einstein hafi
hætt að hugsa þegar hárið tók að
grána?
Ágóði og ánægja
Væri ekki viturlegra að leita nú
leiða sem færa munu samfélagi,
atvinnulífi, menningu og vísind-
um ágóða og ánægju af sköpunar-
verkum hinna eldri og hætta að
úrskurða nær alla úr leik á þeim
vettvangi um leið og ákveðnu ald-
ursmarld er náð?
Við heyrum hér í dag texta
tveggja aldraðra fræðimanna,
Jónasar Kristjánssonar og Páls
Bergþórssonar, sem báðir hafa
varið hinni svokölluðu elli til að
skrifa bækur sem umbylt hafa
hugsun okkar um forna tíma.
Flutningur Gunnars Eyjólfssonar
verður örugglega innblásinn þeir-
ri snilli sem einkennt hefur hver-
ja persónusköpun hans á fætur
annarri í Þjóðleikhúsinu á undan-
förnum árum. Væri ég spurður
hvort Gunnar sé betri nú sem
ellilífeyrisþegi á sviði Þjóðleik-
hússins eða þegar ég ungur sá
hann skapa Hamlet og Pétur
Gaut þá finnst mér hann reyndar
snjallari nú en nokkru sinni fýrr
þótt reglugerðin segi að hann ætti
nú bara að vera hættur þessu
stússi.
Og málverkin hans Kristjáns
Davíðssonar; aldraður hefur
hann að undanförnu verði að
skapa slíka töfralist Iitanna að
verk hans frá síðustu misserum
eru nú þegar talin til hins allra
besta sem Islandi hefur verið
gefið á þessari öld - og eru reynd-
ar líka talin til afreksverka í evr-
ópskri málaralist. Hver ætlar sér
svo þá dul að afþakka tónverk
nafnanna Nordal og Þórarins-
sonar og Jórunnar Viðar þótt þau
séu að ögra aldursmörkum laga-
bálkanna um verkalokin? Eða
rífa upp með rótum skógarlund-
ina sem Leó og aðrir áhugasamir
og sívirkir öldungar hafa ræktað
með elju og alúð? Eða strika yfir
framlag aldraðs athafnafólks,
bænda, verkamanna og sjó-
manna sem þrátt fyrir ákvæði
reglugerðanna eru enn að skapa
sóknarfæri í atvinnulífi og á
vinnumarkaði.
Ólgandi sköpunarkraftur
Það er fagnaðarefni að á alþjóða
heilbrigðisdeginum sem helgað-
ur er málefnum aldraðra skuli
hafa verið efnt til þessa mann-
fagnaðar og skilaboðin gerð skýr:
Að hinir öldruðu búa yfir ólgandi
nýsköpunarkrafti sem við eigum
að fagna og virkja og gera síðan
lög og reglugerðir þannig úr
garði að þessi fjársjóður nýtist
þjóðfélagi okkar, menningu,
mannlífi og framförum til hins
ýtrasta.
I bréfi sem mér barst nýlega
frá hinum nýja framkvæmda-
stjóra Alþjóða heilbrigðismála-
stofnunarinnar Gro Harlem
Brundtland, fyrrum forsætisráð-
herra Noregs, hvatti hún til nýrr-
ar hugsunar í þessum efnum og
óskaði eftir því að forseti íslands
legði, ásamt öðrum þjóðhöfðingj-
um, þeim breytingum lið. Það
verður mér sérstök ánægja að
lýsa í svarbréfi mínu þeirri hug-
myndaauðgi sem endurspeglast í
dagskrá samkomunnar hér í dag
og flytja Gro Harlem árnaðarósk-
ir frá ykkur öllum og hvatningu
til hennar um að halda áfram á
þeirri braut að skapa um veröld
\íða nýjan skilning á málefnum
aldraðra.
Eg þakka fyrir að fá að vera
með ykkur hér í dag og óska ykk-
ur farsældar og árangurs um alla
framtíð.
Lil.it uúiiijaiiritijLiiiiiir.iLi
ínÍD InllnBirl fiöl h i~B illtnlril ,11
LEIKFÉLA6 AKUREYRAR
Föstud. 9. apríl kl. 20
Laugard. 10. apríl kl. 20
ÖRFÁ SÆTI LAUS
Föstud. 16. apríl kl. 20
Laugard. 17. apríl kl. 20
I kbit F,rI»
Yfir 10.000 áhorfendur hafa
séð þetta frábæra fjölskylduleik-
rit um einelti og fordóma og nú,
loksins, komum við norður.
Laugard. 17.04.
kl. 12.00 og 15.30
Sunnud. 18.04.
kl. 12.00 og 15.30
Skólasýningar:
Mánud. 19.04. kl. 09.00,
11.30 og 14.00
ATH.
Aðeins þessi eina
sýningarhelgi!
Miðaverð 1.500 fyrir börn
1.800 fyrir fullorðna.
Georgsfélagar fá
30% afslátt
[LiI tjúi»al?3iULlli>iÍTJlJ
Iblrilnli'niflI^Íinl.ilf
?BJcBí;rBfl
ILEIKFELA6 AKUREYRAR
Miðasala: 462-1400
Miðasalan er opin þriðjudaga til
föstudaga kl. 13-17 og fram að
sýningu sýningardaga.