Dagur - 13.04.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 13.04.1999, Blaðsíða 1
Geng í fötum - ekki merkjum Hún vill ekki okra, launin hennareru ánægjan. Hún sel- urföt, húsgögn, skrautmuni, skart- gripi, myndirog málverk. Fatasqfnið. Allar tegundir af fatnaði, til dæmis leðurfatn- aði, skmutmunir úr listgleri, fótstigin saumavél, eikarstofu- borð og fjórir stólar. Handa- vinna (unnin), skurtgripir - gull, silfur, perlur og semeliu- steinar. Bólstraðir skmutkass- ar. Málverk og ýmsir munir, gamlir og nýir, og alla vega drasl. Upplýsingar i síma 462 2261. Ingibjörg. Þannig auglýsir Ingibjörg Tryggvadóttir sem býr í Hafnarstrætinu á Akureyri. Fyrir um Ijörutíu og fimm árum hóf hún að safna föt- um, alls kyns fallegum flík- um, glæsikjólum, höttum og mörgu öðru. En hvers vegna byijaði hún að safna? IJIlm stakk „Upphafið að þessu er sennilega það að ég átti heima í torfbæ til tíu ára aldurs," segir Ingibjörg. „Þá var allt úr ull. Hún stakk mig og mér var of- boðslega illa við hana. Maður var í prjónasokkum, pijónaskyrtum, prjónanærbuxum, prjónakjól og prjónapeysu. Eg vissi að það voru til falleg föt en ég hef ekki hug- mynd um hvaðan ég hef haft þær hugmyndir. Strax þegar ég fór að heiman og fór að vinna fyrir mér lagði ég mikið í að eignast falleg föt, bæði til að nota og eins ef var að ég var beðin um að taka dánarbú til að selja. Forsendan fýrir því að ég gerði það er trjáreitur frammi í Eyjafjarðarbotni í eigu systranna frá Torfufelli. Þar er stór og veglegur skógarreitur og verið að girða og koma upp sumarbústað þar,“ segir Ingibjörg. Hún tek- ur rétt svona fyrir auglýs- ingakostnaðinum en læt- ur ágóðann annars renna í þessa skógrækt. „Ég leigði mér herbergi hérna á neðri hæðinni og fyllti það. En þetta hefur breitt úr sér og ég er komin með þetta hérna inn á hæðina hjá mér líka. Síð- an hefur þetta hlaðið svolítið utan á sig. Eg auglýsti einu sinni að þetta væri eitt tonn af fötum en sennilega væri nær lagi að þetta séu tvö tonn.“ Ingibjörg segir mest gaman við þessa iðju hve allir fara ánægð- ir eftir að hafa komið til hennar. Sérstaklega seg- ist hún ánægð með hve mikið af ungu fólki kaup- ir hjá henni falleg föt og muni. - Ertu mikið í því að leita sjálf uppi muni eða föt? „Eg var það, ég var um allt, uppi á öllum háaloftum og alls- staðar þegar ég var með æðið. En sextíu og fjögurra ára gömul kona verður að fara að stilla sig.“ - Eitthvað þarft þú sjálf að hafa fyrir þinn snúð? „Veistu það, ég hef bara haft ánægjuna fram að þessu. Ég vinn bara fyrir mér á öðrum stað. Ég er þjónn í Smiðjunni,“ segir Ingi- björg Tryggvadóttir. - H1 Ingibjörg Tryggvadóttlr er ekki mikið fyrir að trana sér fram. „Ef ég fæ að skýla mér á bak við kjóiana, “ sagði hún þegar hún féllst á myndatöku. Ingibjörg skartar forláta hatti og heldur á tveimur kjólum. mynd: brink fötin voru falleg. Það skipti í rauninni ekki máli þó ég notaði þau ekkert, ég hafði gaman af að eiga þau og horfa á þau. Ég á marga kjóla sem ég hef aldrei komið í. Ég safnaði bara fötum. Ég lærði ekki á bíl og drakk ekki vín en það fór allt í föt. Ég hikst- aði ekki á því þegar ég var tvítug að láta rúm mánaðarlaun fyrir flík í Bárubúð í Reykjavík ef mér þótti flíkin falleg. Svo var vin- kona mín sem var alveg sama sinnis og hún safnaði líka fötum. Við slógum þessu saman og fór- um að setja niður í kassa en höfðum alltaf jafngaman af að taka þetta upp og skoða.“ - Spáðirðu mikið í gæðin þegar þú keyptir þér flíkur? „Ég horfi ekki á merkin heldur skoða flíkurnar. Ef þetta eru ein- hver dýrindis merki þá eru aðrir sem sjá það en ekki ég. Ég fer bara eftir því hvernig er að koma við flíkurnar. Ég klippi merkin af fötunum því ég geng í fötunum en ekki merkjunum." Tvö torai af fötum Þegar ákveðið var að safna fötum fyrir Kúrda gáfu þær úr safninu sinu allt sem heita mátti utanyf- irflíkur. „Allt sem hét skjólföt lét- um við fara þá, úlpur, pelsa, peysur og fleira,“ segir Ingibjörg. Fyrir rúmu ári ákvað hún að reyna að losa sig við eitthvað meira úr safninu og hóf að koma fatasafninu sínu á framfæri. „Upphafið að því að ég fór í að koma þessu fatasafni á framfæri Magnari: 2 x 100W RMS • Utvarp með 24 stöðva minni • Sound Morphing RDS • Þriggja diska spilari • Hátalarar þrískiptir: 100W -16 sm bassi 3 ára ábyrgð hljómtaekl sklpta máll Magnari: 2 x 100W RMS • Útvarp með 24 stöðva minni • Sound Morphing RDS • Þriggja diska spilari • Hátalarar þrískiptir: 100W -17 sm bassi Power Bass

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.