Dagur - 13.04.1999, Qupperneq 2

Dagur - 13.04.1999, Qupperneq 2
18 — ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 X^IT' LÍFIÐ t LANDINU SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: SIGURDÓR SIGURDÓRSSON Framsýnn maður Guðni Agústsson alþingismaður varð fimm- tugur sl. föstudag og var mikið um að vera á Selfossi þann dag í tilefni afmælisins. Húllum- hæið hófs strax kl. sjö um morguninn er vinir og samflokksmenn Guðna tóku hús á honum, sungu fyrir hann, færðu honum mjólk í Viskí- flösku og höfðu uppi önnur skemmtilegheit. Morgunhanar Bylgjunnar voru í sambandi við Selfoss óg var skemmtilegheitunum lýst í út- varpinu. Loks var rætt við Guðna og þar kom að hann var spurður hvort þessi afmælishátíð væri ekki upphaf kosningabaráttunnar. Hin skemmtilega útvarpskona Margrét Blöndal skaut þá inní að „afmælið væri flott tímasett.“ „Já,“ sagði Guðni, „hann var löngum framsýnn maður Agúst á Brúnastöðum." Guðni Ágústsson. Ragnar Arnalds. Botn á þessum Ragnar Arnalds lét af þingmennsku á dögun- um eftir meira en þrjátíu ára þingmannsferil. Hann var sem kunnugt er fjármálaráðherra á árunum 1980 til 1983. Það hefur sjaldan þótt neitt sældarbrauð að gegna Ijármálaráðherra- embættinu á Islandi, ríkishirslan oftast tóm og margir um þær fáu krónur sem þangað rata. Ragnar á lögheimili í Varmahlíð í Skagafirði. Eitt sinn á ráðherraárunum var hann fyrir norðan og rogaðist með stóra trékassa í fang- inu. Nágranni hans kom þar að og spurði: „Er þetta ríkiskassinn Ragnar?" Ragnar snéri kass- anum við og sagði raunamæddur: „Nei, því miður. Það er botn á þessum.“ GULLKORN „Mér virðast ís- lenskar konur yf- irvegaðri í þessum efnum en kynsyst- ur þeirra víða út í heimi. Eg hef til dæmis ekki verið spurður um væn- Iegar aðferðir til árangurs enda veit fólk hér hvernig á að bera sig að.“ Arnar Hauksson kvensjúkdómalæknir í DV um drauma fólks hér á landi að eignast fyrsta bam ársins 2000. Eftir kjördags argaþras Framsóknarmenn á Austur-Héraði sóttu um vínveitingaleyfi í tilefni opnunar kosninga- skrifstofu og vegna kosningavöku á kjördag 8. maí. Björn Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri í A-Héraði, veitti þeim leyfið og lét þessar vís- ur fylgja með: Eftir kjördags argaþras ýmsir besta ráðið þekkja; þá lotið hafa lágt i gras að láta Bakkus sorgum drekkja. Allt á gangi annan veg enginn hinna sigri fagni; öls þá drykkja, óska ég, ykkar gleði í hófi magni. Aldamótareiðin Mikið hefur gengið á síðustu daga vegna löng- unar margra til að eignast lyrsta barnið á nýrri öld en tíminn til að búa það til var í síðustu viku að sögn. Magnús Halldórsson, hagyrðingur á Hvolsvelli, segir að þetta geti flýtt fyrir stóra Suðurlandsskjálftanum og orti í því tilefni: Við hér syðra vitum flest afvænum skjálfta á leiðinni. Hann orsakast þó eflaust mest af aldamótareiðinni. „Ef við eigum að hafa áhuga fyrir því að leysa viðfangs- efnin þá þurfa þau að snerta okkur, “ segir Matthildur Guðmundsdóttir kennsluráðgjafi. Hún telur upplagt að nota barnabæk- ur til að búa til þrautir og efia áhuga barna á stærðfræði. Stærðfræði á hverri síðu Stærðfræðin er snar þáttur í lífi okkar allra og hana er að finna á nánast hverri blaðsíðu í barna- bókunum. Með því að færa við- fangsefnin nær börnunum eykst áhugi þeirra á stærðfræðinni. „Þessar tvær greinar, móður- mál og stærðfræði, tengjast mjög sterklega þegar nemendur hlusta, lesa, skrifa og tala um stærð- fræðilegar hugmyndir. Börn læra stærðfræði í gegnum tungumálið og þess vegna hjálpa barnabæk- urnar nemendum til að skilja ákveðin hugtök þegar þau koma fram í tengslum við efni í sög- unni. Þá verða hugtökin, sem eru jafnframt stærðfræðileg, svo skiljanleg. Það er mjög nauðsyn- legt að minnka þetta bil á milli talaðs máls og táknmáls stærð- fræðinnar," segir Matthildur Guðmundsdóttir kennsluráðgjafi. Matthildur flutti erindi á stærðfræðidögum kennara og foreldra í Hafnarfirði nýlega og fjall- aði þar um stærðfræði í barnabókum. Hún sagði að stærðfræði og stærðfræðihugmyndir væru á nánast hverri síðu í öllum barnabókum og lítið mál væri að fá hugmyndir að þrautum og stærð- fræðiverkefnum fyrir börn og unglinga með því að lesa barnabækur. Mikilvægt væri að færa stærðfræðina nær börnunum. Verða að snerta okkur „Ef við eigum að hafa áhuga fyrir því að leysa viðfangsefnin þá þurfa þau að snerta okkur. l)m leið og þau snerta okkur á einhvern hátt eins og kemur upp þegar við lesum bók sem við höfum ánægju af þá verða persónurnar tengdar okkur og við höfum áhuga fyrir því sem þær eru að gera. Ef við getum leitt stærð- fræðina inn í þá umfjöllun þá verður það svo sjálfsagt og eðli- legt,“ segir Matthildur. Þegar bók er lesin kemur fljót- lega í Ijós að stærðfræðin er þar bókstaflega á hverri blaðsíðu, oft mörg atriði á hverri síðu. „Þetta er stærðfræði sem tengist um- hverfinu. Ef við horfum á það hvað einkennir stærðfræði og hvað einkennir innihald bók- mennta þá eru stærðfræðileg hugtök í bókmenntunum í formi tímatals, fjarlægðar, stærðar og umfjöllunar um umhverfið yfir- leitt. Ef við horfum á ýmsa þætti stærðfræðinnar, eins og bara það að það þarf að flokka allt mögu- legt niður í stærðfræði, þá gerum við það líka í sögunum. Við flokk- um niður aðalpersónur, aukaper- sónur, atburðarás...,“ segir hún. „Alls kyns þrautir sem er mikið rætt um að þurfi að vera snar þáttur í stærðfræðikennslu eru alltaf að koma upp í sögunum. Persónurnar eru alltaf að lenda í alls kyns ævintýrum," held- ur hún áfram og nefnir nokkur dæmi, fyrst atvik í verðlaunabókinni GriIIaðir bananar eftir Ingi- björgu Möller og Fríðu Sigurðardóttur þegar drengur fellur fram af bjargi og hangir þar á klettasnös. Það er geigvænleg staða, þraut sem unglingarnir í bókinni verða að leysa. Matthild- ur spyr: „hvað þarf langa taug til að drengurinn nái henni? Hvað þarf hún að vera sterk? Hvað þarf marga til þess að geta dregið hann upp ef hann nær tauginni? Hvað er hugsanlegt að hanga lengi á handaflinu einu. Þetta er fullt af þrautum." -GHS „Alls kyns þrautir sem ermikið rætt um að þurfi að vera snar þáttur í stærðfiæði- kennslu eru alltafað koma upp í sögun- um. Persónumar eru alltafað lenda íalls kyns ævintýmm“... SPJALL ■ FRÁ DEGI TIL DAGS Heitasti staðurinn í helvíti er ætlaður þeim sem halda hlutleysi sínu þegar upp koma siðferðileg álitamál af stærri gerðinni. - Dante Þau fæddust 13. apríl • 1885 fæddist ungverski rithöfundurinn György Lukács. • 1901 fæddist franski sálgreinirinn Jacques Lacan. • 1944 fæddist Geirmundur Valtýsson tónlistarmaður. • 1945 fæddist Rúnar Júlíusson tónlistar- maður. • 1960 fæddist Illugi Jökulsson rithöf- undur. • 1963 fæddist Gary Kasparov skákmeist- ari. Þettagerðist 13. apríl • 1565 staðfesti Danakonungur löggjöf um stóradóm, þar sem ákveðnar voru refsingar fyrir brot í siðferðismálum. • 1742 var tónverkið Messías eftir Hand- v 4;A • 'Vit' el frumflutt í Dyflinni á írlandi. • 1844 var Jón Sigurðsson kosinn á þing í fyrsta sinn. • 1849 var Lýðveldið Ungverjaland stofn- að. • 1919 frömdu breskir hermenn fjöldamorð í bænum Amritsar á Ind- landi, þegar þeir skutu á fylgismenn Mahatmas Gandhis og myrtu nærri 380 manns. • 1972 lést Jóhannes Sveinsson Kjarval listmálari. • 1992 skýrði Nelson Mandela frá því að hann hyggðist sækja um skilnað frá þá- verandi eiginkonu sinni, Winnie. Vísa dagsins Bólu-Hjálmar datt einhverju sinni á leið út úr búð í Grafarósi, og orti þá: Oft hefir heimsins gálaust glys gert mér ama úr kæti, - hæg er leið til helvítis, hallar undan fæti. j-’ ðfAj <uy.j : 69. |ljt®#if9 írska skáldið Seamus Heaney fædd- ist 13. apríl 1939 á sveitabæ í Derry, sem er 50 km frá Belfast á Norður- írlandi. Hann gekk í Queens háskól- ann í Belfast. Þar sem hann átti eftir að kenna bókmenntir síðar meir. Snemma á 7. áratugnum hóf hann að birta ljóð í blaðinu New Statesmen. Árið 1966 kom íyrsta ljóðbók hans The death of an Naturalist út. Hean- ey hefur haldið fram að Ijóðlistin geti sameinað fólk í heimalandi sínu Norður-írlandi. Hann fékk Nóbels- verðlaunin árið 1995. Valdi tíkallinn! Alfreð sjoppueigandi hefur tekið eftir litl- um snáða sem er oft að þvælast í sjopp- unni með hinum krökkunum. Af einhverj- um ástæðum eru krakkarnir alltaf að stríða þeim litla, kalla hann asna og virðast aldrei fá nóg af því að spila með hann. Mest hafa þau gaman að láta hann velja á milli tíkalls og fimmtíukalls, því sá litli vel- ur alltaf tíkallinn og þá hlæja krakkarnir, því þeim finnst hann svo vitlaus að halda að tfkallinn sé verðmeiri, bara af því hann er stærri. Loks getur Alfreð ekki á sér setið og tek- ur snáðann á spjall. „Segðu mér, af hverju velurðu alltaf tíkallinn?" spyr hann. „Þú hlýtur að sjá að krakkarnir eru bara að stríða þér.“ „Það er allt í Iagi,“ segir sá litli og er satt að segja dálítið rogginn. „Ef ég tæki fimm- tíukallinn myndu þau strax hætta að gefa mér tíkallana.“ sf IfabV&tU ‘YtO ’BgÚÁí ‘lWérj 1-h ‘tKA

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.