Dagur - 13.04.1999, Side 5
ÞRIÐJUDAGU R 13. APRÍL 19 99 - 21
T>Mptr
LÍFIÐ í LANDINU
Ragnheiður
ogRúnar
Gefin voru saman í Akureyrar-
kirkju þann 20. júní á sl. ári, af
sr. Svavari Alfreð Jónssyni, þau
Ragnheiður Jakobsdóttur og
Rúnar Hermannsson. Heimili
þeirra er á Akureyri. (Mynd: Þór
Gísla, Akureyri.)
Hún frá Akureyri en hann er frá Aserbædjan, Unnur Lovísa Steinþórsdóttir og
Zakir Gasanov. (Ljósm.: Norðurmynd - Ásgrímur.J
„Ég er héðan frá Akureyri en
Zakir er frá Aserbædjan," segir
Unnur Lovísa Steinþórsdóttir á
Akureyri. Þann 26. september á
sl. ári gaf sr. Svavar Alfreð Jóns-
son þau Unni og Zakir saman í
Akureyrarkirkju og eftir annars
vel heppnað brúðkaup var veisla
haldin á Fiðlaranum, en frá
kirkju til veitingahúss var þeim
hjónum ekið í rauðum Chervo-
Iet Impala, árgerð 1965, sem
faðir brúðarinnar gerði upp.
Brúðkaupsnóttinni sælu
eyddu hin nýbökuðu hjón í sum-
arhúsi í Vaðlaheiði, sem vinkona
Unnar hafði skreytt allt hátt og
lágt með rósablöðum, kertaljós-
um, kampavíni og fleiru.
„Haustlitirnir í Vaðlaheiðinni
voru einkar fallegir þegar við
vorum þarna á ferð,“ segir Unn-
ur og bætir því við að þau hjónin
kunni vel við sig á Akureyri. „Ég
er héðan úr bænum, á hér allt
mitt fólk og vini og hér líður
okkur mjög vel. Þó Zakir sé
vissulega langt að kominn hefur
hann mig hér. Við erum búin að
vera saman í eitt ár, en við
kynntumst fyrstu dagana eftir að
Zakir kom hingað til að vinna
hér við fiskvinnslu. I dag starfar
hann við höfnina hér á Akureyri
og er lausamaður við löndun úr
skipum,“ segir Unnur, sem er
sjúkraliði við Hlíð - dvalarheim-
ili aldraðra.
„Brúðkaupsferðalagið erum
við enn ekki búin að fara í, ætl-
um kannski suður til Reykjavík-
ur í næsta mánuði en telst varla
brúðkaupsferð,“ segir Unnur.
SBS.
Hann hefur mlg
Þór og Elísabet
Inga
Gefin voru saman í Saurbæjar-
kirkju þann 3. júní á sl. ári, af
sr. Hannesi Erni Blandon, þau
Elísabet Inga Ásgrímsdóttir og
Þór Jóhannsson. Heimili þeirra
er á Krcnustöðum í Eyjafjarðar-
sveit. (Ljósm.: Norðurmynd -
Ásgrímur.)
Hairna Bima og
Jóhannes
Gefin voru saman í Akureyrar-
kirkju þann 25. júlí á sl. ári,
Svavari Alfreð Jónssyni, þau
Hanna Birna Sigurbjörnsdóttir
og Jóhannes Ellingssen. Heimili
þeirra er að Nesbala 126 á Sel-
tjarnarnesi. (Ljósm.: Norður-
mynd - Ásgrímur.)
Um fataviðgerðir
SVOJMA
ER LIFIÐ
Pjetur
svarar
í símann!
Ertu með ráð,
þarftu að spyrja,
viltu gefa eða
skipta?
Pjetur svarar í
símann kl. 9—12.
Síminn er
563 1626 (beint)
eða 800 7080.
Póstfang:
Þverholt 14 Rvk.
eða Strandgötu 31
Akureyri.
Netfang:
rits(jori@dagur.is
Sumu fólki þykir afar vænt um fötin sín. Það myndast eitthvað
afar sérstakt tilfinningasamband milli manns og fatanna sem
hann klæðist dags daglega, yfir húð sfna, til að hylja nekt sína
og til að vemda sig gegn kulda. Það er hins vegar kunnara að
föt slitna með aldrinum, yfirhafnir trosna upp og það koma
saumsprettur á ótrúlegustu stöðum.
Sumt fólk hefur gaman af saumaskap. Aðrir eru með svo-
kallaða saumvélafælni. Hafa aldrei snert saumavél á ævi sinni
og geta ekki hugsað sér að snerta á þessum leyndardómsfullu
vélum. Þetta fólk er kannski hrætt við að stinga sig á nálum og
fá blóðeitrun eða eitthvað þaðan af verra.
Það kom til mín kona á dögunum sem var alveg í öngum
sínum. Hún sagði mér að hún ætti svo fallega kápu sem væri
farin að trosna pínulítið við faldinn. Þessi kona vildi fá að vita
hvað hún ætti að gera.
I bænum eru starfandi saumastofur sem taka að sér að gera
við flíkur fyrir fólk. Saumakona hjá saumastofunni Artemis
sagði mér að það færi eftir eðli viðgerðana hversu langan tíma
þær taki og hversu mikið kosti að gera við flíkur. Það færi
einnig eftir því hvernig verkefni væru þar í gangi hverju sinni
hvort hægt væri að skjóta flíkinni þar inn, en oftast tækju
svona viðgerðir frekar fljótt af.
I þessum tilfellum þarf oft að meta hvað flíkin hafi kostað í
upphafi og hvað sambærilegar flíkur kosti áður en tekin er
ákvörðun um það hvort borgi sig að gera við flíkina. Sauma-
konan sagist vita til þess að maður hafi komið þar á stofuna
með jakka sem ermarnar voru að detta af, hann hafi gengið í
þessum jakka í 10 ár og ekki getað hugsað sér að láta hann frá
sér. Þessi maður var hinn hamingjusamasti þegar hann fékk
jakkann sinn úr viðgerð.
■ HVAD ER Á SEYÐI?
SVEINN EINARSON í ALLIANCE
FRANCAISE
Miðvikudaginn 14. apríl kl. 20.30
heldur Sveinn Einarsson fyrirlestur
um Fedru eftir Jean Racine, franskan
17. aldar rithöfund. Fyrirlesturinn
nefnist „Að setja upp Fedru á Islandi“
og er í tilefni uppsetningar Þjóðleik-
hússins á Fedru í haust. Sveinn er sér-
fræðingur í frönskum leikbókmennt-
um. Hann var nemandi Jacques Scher-
er í Sorbonne háskólanum í París.
Hann hefur þýtt og leikstýrt leikverk-
um eftir Moliére en núna er hann að
undirbúa sýningu á Fedru eftir Racine.
Fyrirlesturinn er haldin í húsakynnum
Alliance Francaise, Austurstræti 3, og
er öllum opin sem áhuga hafa.
HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Kórtónleikar í Salnum
Karlakórinn Stefnir verður með tónleika í
Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs í kvöld
kl. 20.30. Stjórnandi er Lárus Sveinsson,
undirleikari er Sigurður Marteinsson. Á
efnisskrá eru m.a. hefðbundin íslensk
karlakórverk, bæði gömul og ný, syrpa úr
Leðurblökunni eftir Strauss og aría
Sarastrós úr Töfraflautunni eftir Mozart.
Félag eldri borgara Ásgarði, Glæsibæ
Handavinna í umsjón Kristínar Hjalta-
dóttur, perlusaumur og fl. kl. 9.00. Skák
kl. 13.00. Kaffistofan er opin frá kl.
10.00 til 13.00. Þar getur fólk komið og
lesið dagblöðin eða bara til þess að
spjalla. Matur í hádeginu. Allir velkomn-
ir. Snæfellsferð 14. til 16. maí, upplýs-
ingar á skrifstofu.
Félag eldri borgara Þorraseli
Opið í Þorraseli, Þorragötu 3 í dag. Leik-
fimi kl. 12.20. Handavinna, perlusaumur
o.fl. kl. 13.30. Spilað alkort kl. 13.30.
Kaffi og pönnukökur með rjóma kl.
15.00 til 16.00. Allir velkomnir.
Waldorf-fyrirlestur í Ráðhúsinu
í kvöld kl. 20.00 heldur Ulrik Hofsöe fyr-
irlestur í Ráðhúsi Reykjavíkur um
Waldorfuppeldisfræði og þann andlega
bakgrunn sem hún hvílir á. Fyrirlesturinn
nefnir Ulrik: „Waklorípedagogikens
manniskobild." í þessum fyrirlestri fjallar
Ulrik um þá sýn á manneskjum sem
Waldorfuppeldisfræðin hefur um þroska
barna. Fyrirlesturinn er liður í sýning-
unni „Hugur, hjarta og hönd“ sem nú
stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fyrir-
lesturinn er fluttur á skandinavísku og er
öllum opinn.
LANDIÐ
Tónlist fyrir alla í Ólafsvíkurkirkju
Gunnar Kvaran, sellóleikari og Selma
Guðmundsdóttir, píanóleikari hafa verið
á ferð um Dali og Snæfellsnes. Heimsótt
skóla og haldið almenna tónleika. I kvöld
verða þau með tónleika í Ólafsvíkur-
kirkju. Á efnisskrá kvöldsins eru sónötur
fyrir selló og píanó, nr. 5 í e-moll eftir
Vivaldi og op. 38 í e-moll eftir Brahms,
Fantasiestucke op 73 eftir Schumann
auk vel þekktra smáverka fyrir selló og pí-
anó s.s. Ave Maria eftir Bach-Gounod,
Svanurinn eftir Saint-Saéns og Vacalise
eftir Rachmaninoff.