Dagur - 15.04.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 15.04.1999, Blaðsíða 2
2 -FIMMTUDAGUR 1S. APRÍL 1999 thypir FRÉTTIR Daníel Árnason hjá AKO/Plastos hefur sagt að þenslan á höfuðborgarsvæðinu hafi valdið losi hjá starfsmönnum fyrirtækisins í Garðabæ og það sé ein ástæða þess að menn telji framleiðslunni betur borgið norðan heiða. Öðruvísi agi sem ríMr á Akureyri Framkvæmdastjóri VSÍ segir ríimuveitendiir hafa lent í vandræðum vegna mikillar hreyfingar á starfsfólki að undan- fömu. Grasið græuna hinu megin. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambandsins, seg- ist skilja vel þá afstöðu forráðamanna AKO/Plastos að flytja framleiðsluþátt Plastos frá Garðabæ til Akureyrar í von um stöðugra vinnuafl. Daníel Arnason hjá AKO/PIastos hefur sagt að þenslan á höfuðborgarsvæðinu hafi valdið Iosi hjá starfsmönnum fyrirtækisins í Garðabæ og það sé ein ástæða þess að menn telji framleiðslunni betur borgið norðan heiða. Annar agi á Akureyri „Vinnuveitendur hafa orðið varir við mikið los á vinnumarkaðí að undan- FRÉ TTA VIÐTALIÐ förnu vegna þenslunnar sem byijaði í fyrra og allt þetta ár hefur verið mjög mikil hreyfing. Þetta ástand er ekki sfst í framleiðslugreinum af þessum toga, þar sem menn hafa mátt sæta mjög miklu gegnumstreymi. I þessu Ijósi hef ég fullan skilning á þessari ákvörðun með plastframleiðsluþáttinn. Akureyri hefur það fram yfir flest önnur bæjarfé- lög að byggja á mjög langri iðnaðarhefð á meðan mörg önnur byggðarlög hafa byggst meira upp á skorpuvinnu. Aginn er með öðrum hætti á Akureyri og frá því sjónarmiði held ég að menn séu að gera hárréttan hlut með því að færa þennan þátt til norður,“ segir Þórarinn. Varasöm þróun Þórarinn nefnir Selfoss sem annað dæmi þar sem farsæl iðnaðarhefð hafi þróast að undanförnu. Hann segir hreyfinguna á höfuðborgarsvæðinu hafa valdið vinnuveitendum töluverð- um vandræðum að undanförnu. Vissu- lega sé það vonin um hærri laun sem fái fólk til að hreyfa sig, menn telji grasið oft grænna hinu megin. Það væri hins vegar farsælla til lengri tíma að ná meira jafnvægi en nú er. „Ef við keyr- um lengi á þensluástandi sem þessu, hlýtur það að grafa undan þeim fyrir- tækjum sem veikust standa og þá getur slegið í bakseglin," segir Þórarinn. Akranes hluti höfuðborgar- svæðisins Telur framkvæmdastjóri VSI hættu á því að þjónustuþátturinn verði einn ráðandi á höfuðborgarsvæði framtíðar- innar, en iðnaðurinn og framleiðslan muni eiga heima úti á landi? „Nei, það tel ég ekki. Framfarir í flutningum og fjarskiptum valda því að auðveldara er að stunda margs konar þjónustu utan Reykjavíkursvæðisins. Breytingarnar snúa einnig að framleiðslustarfsem- inni. Að öllu jöfnu finnst mönnum best að vera sem næst markaðssvæðinu en framfarir í flutningum hafa stækkað markaðssvæði höfuðborgarinnar veru- lega og má nefna þá ákvörðun SS að flytja höfuðstöðvamar til Hvolsvallar. Akranes er Iíka hluti af höfuðborgar- svæðinu í þessari merldngu." - Bl> Orð Guðmundar „Lobba“ Ólafssonar hagfræð- ings um að í Samfylkingunm væri „allt vitlaus- asta fólMð í peningamálum" sameinað vöktu at- hygli, enda hnyttin. Að vísu þótti yfirmanni hag- fræðistofu Háskólans ekki viðeigandi að starfs- maður skólans væri með slíkar pólitískar yfirlýs- ingar og skammaði Guðmund. Einum pottverja fannst hins vegar að Guðmundur hefði farið yfir mörkin af annarri ástæðu. Harni rifjaöi upp þau „efnahagsafrek" Guðmundar að hann var fjár- málastjóri Hagvirkis undir Jóhaimi G. Bergþórs- syni forstjóra þar til íyrirtækið fór í 800 millj- óna króna þrot. Honum færi því ekki vel að tala um vitlausa íjármálastjómendtn. í heita pottinum á Akureyri vom menn óvenju pólitískir í gær. ís- lendingur, hlað sjálfstæðis- manna, er vaknað til lífsins á ný og nú með eyrnamarki Braga Bergmami hjá kyimingarþjónust- unni Fremri. Slagorð sjálfstæðis- manna að þessu sinni er „Áfram Norðurland" en það hljómar kunnuglega í eyrum framsóknarmanna, sem notuðu einmitt slagorð- ið „Áfram Akureyri!" fýrir bæjarstjómarkosning- amar 1994. Þá var Bragi einmitt kosningastjóri hjá framsóknarmönnum og slagorðið skilaði góð- um árangri. Samtylkingarsinnar í heita pottinum hafa hins vegar hreytt slagorðinu rétt og gert úr því spuminguna: Áfram Halldór Blöndal????... Menn hafa dálítið velt íýrir sér þeim miklu fréttum og áhuga sem einsetukonunni í Öskju hefur verið sýndur í Sjónvarpinu. Hún dvaldi sem kunnugt er í Öskju yfir páskana. Skýiingin á áhuga fréttastofunnar mun vera sá að Ómar Ragnarsson er mjög hrifimi af þessu uppátæki hennar og hyggst skrifa um það bók sem kemur út í haust. Áhugi Ómars er smitandi og haim hefur náð aö kveikja í kollegum sínumá ________ Úmar Ragn- arsson. Krístín Blöndal stjómaiformaðurhjá Dagvist bama. Kröfitrum viðbótarsamn- inga verðaskoðaðar. Háttí 30 leikskólar lokaðir í sumar vegna sumarleyfa. Mikil hreyfing meðal starfsmanna. Vantarfleiri leikskólakenn- ara. Leikskól akeimarar þrýsta á borgina mn betri kjör - Er þoð eitthvaö á döfinni að gera viðhót- arsamninga við leikskólakennara í horg- inni eins og mörg önnur sveitarfélög hafa gert? „Eg get voðalega lítið tjáð mig um það á þessu stigi. Það eru ekki beinar viðræður í gangi, en það má segja að þessi mál verði skoðuð. Hinsvegar hafa verið í gangi viðræð- ur við grunnskólakennara af hálfu borgar- innar.“ - Óttast þið kannski að leikskólakenn- arar í borginni muni grípa til uppsagna til að þrýsta á um hetri kjör? „Nei. Ég held að við munum reyna að vera í góðu sambandi við þá og ræða málin.“ - Hafa leikskólakennarar verið að þrýsta á ykkur um gerð viðhótarsamninga? „Já, það má segja það. Leikskólakennarar hafa lýst sig óánægða með kjör sín og vilja að þau verði sambærileg við það sem gert hefur verið í nágrannasveitarfélögunum.11 - Hvað verða margir leikskólar lokaðir í sumar? „Mig minnir að það verði 26 leikskólar lokaðir í sumar vegna sumarleyfa. Svo verða einhveijir lokaðir vegna viðgerða eins og gengur og gerist. Heildaríjöldi leikskóla í borginni er um 70 talsins. Þessum sumar- Iokunum leikskóla er dreift um allan bæinn, en það virðist fara svolítið eftir hverfum hvernig er að fá starfsfólk og halda því. í þeim efnum virðist sem jaðarhverfin séu erf- iðari en önnur eins og t.d. í Grafarvogi. Þá hefur þetta einnig verið erfitt í Vesturbæn- um. Það er samt svolítið hæpið að nefna þetta vegna þess að ástandið á leikskólum er mjög misjafnt." - Hvemig er staðan almennt hjá leik- skólum borgarinnar með tilliti til starfs- mannahalds? „Það gengur allt ágætlega núna. Við höf- um verið f starfsmannavandræðum í vetur, sem hafa verið erfiðari en stundum áður. Þetta virðist hinsvegar ekki hafa versnað. Við erum engu að síður með mjög góðan hóp af tryggu ófaglærðu starfsfólki. Við erum með um 1700 manns í vinnu á leikskólum borgarinnar sem er með stærri vinnustöðum landsins. Það er mjög mikilvægt að hafa þetta í huga þegar rætt er um starfsmanna- vanda leikskóla borgarinnar. Þar af hafa ver- ið um 300-400 sem hafa verið að koma og fara. Enda hafa margir hverjir staldrað skemur við núna en áður, eða kannski í tvo til þijá mánuði. Það stafar m.a. af því að það er meira rótleysi á vinnumarkaði þar sem fólk fær meira borgað í einhveijum öðrum störfum. Þetta hefur oft verið mjög gott fólk, sem er t.d. búið að taka stúdentspróf, er að hugsa sig um hvað það ætlar að gera.“ - Hefur hlutfall faglærðra í starfsmanna- jjölda á leikskólum minnkað? „Nei, það hefur eiginlega staðið í stað, eða 40% faglærðra á móti 60% ófaglærðum þrátt íyrir Ijölgun leikskóla. Þetta er samt engan veginn nógu gott. Aðalvandinn er að það vantar fleiri leikskólakennara." - Mum ný aðalnámskrá fyrir leikskóla hafa einhvem kostnað í för með sér fyrir horgina? „Nei, ég held ekki. Ég er hinsvegar ekki búin að skoða hana ítarlega. Það hefur verið unnið eftir uppeldisáætlun menntamála- ráðuneytisins og ég held að það verði ekki neinar stórfelldar breytingar, enda er unnið mjög markvisst og gott faglegt starf í leik- skólum borgarinnar." - GRH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.