Dagur - 15.04.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 15.04.1999, Blaðsíða 6
6 -FIMMTUDAGUR 1S. APRÍL 1999 ro^tr ÞJÓÐMÁL Utgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Simbréf auglýsingadeildar: Simar auglýsingadeildar: Netfang auglýsingadeildar: Símbréf ritstjórnar: ■•-. hk»i DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.800 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir omar@dagur.is 460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Duglegur maður, Kristján í fyrsta lagi Atli Magnússon blaðamaður sagði mér einhverju sinni sögu sem hann kunni af sjónum og sjómennsku. Hún var um það þegar Tryggvi Ofeigsson, síðar útgerðarmaður, var enn skip- stjóri og Bjarni Ingimarsson var 1. stýrimaður hjá honum. Bjarni mun hafa verið atorkumaður og mikil læti oft í honum og asi. Einhverju sinni var hamagangurinn svo mikill og viljinn til að láta Tryggva nú taka eftir sér, að Bjarni hljóp á járnbita sem lá milli afturgálga og brúar og kallaðist bar, með þeim af- leiðingum að hann rotaðist. Þegar Tryggi sá þetta mun hann hafa sagt: „Duglegur maður hann Bjarni.“ í ödru lagi Kristján Ragnarsson hefur komið fram og fundið nýgerðum samningi við Rússa og Norðmenn um veiðar í Barentshafi allt til foráttu. Kristján hefur komið fram í hverjum Ijölmiðlinum af öðrum og tínt til að þessi sporður sé keyptur og annar sýnd veiði en ekki gefin. Islendingar séu því þegar upp er staðið ekki að fá 8.900 tonna þorskkvóta heldur aðeins um 5.000. Ekki hefur verið á formanni útvegsmanna að heyra að nokkuð já- kvætt sé við þerínan samning og eflaust telur hann sig vera að vinna útgerðarmönnum mikið gagn af miklum dugnaði með þessum málflutningi öllum. í þriðja lagi Hins vegar er Kristján einn á báti, ef frá eru taldir kollegar hans í Noregi, sem hugsa á nákvæmlega sömu línum. Yfir- gnæfandi flestir sem um þetta mál hafa fjallað fagna því að ná í burtu þessum fleyg, sem verið hefur í vináttu þjóðanna. Langflestir sjá að þarna munu nú opnast ný tækifæri og nýir möguleikar í samstarfsverkefnum og samskiptum í sjávarút- vegi t.d. í Rússlandi. Kristján er vissulega annálaður dugnað- arforkur þegar kemur að hagsmunagæslu fyrir útgerðina. Um það er auðvitað ekki nema gott eitt að segja. En þegar menn eru komnir út í slíkan einstrengingshátt að þeir skilja ekki að fleira er matur en feitt kjöt, styttist í að þeir roti sig á barinu. Það má því segja eins og Tryggvi forðum: „Duglegur maður, hann Kristján." Birgir Guðmundsson Bömin og kosn- ingabaráttan Garri er ákaflega hrifinn af því sem hann hefur séð og heyrt enn sem komið er af kosninga- baráttunni. Hrifinn er reyndar ekki rétta orðið. Snortinn er nær lagi. Sérílagi af kröftugum auglýsingum nýja stjórnmála- aflsins, sem kallar sig Samfylk- ingu, en andstæðingarnir hafa verið svo ósmekklegir að kalla Fylkinguna þótt þeir viti sem er að allir Fylkingarmennirnir sem eitthvað vit er í hafi geng- ið til liðs við rauðgræna fram- boðið. En hvað um það. Samfylk- ingin hefur undanfarið birt auglýsingar f sjónvarpi sem hafa komið mjög við viðkvæmt hjarta Garra. Þar sem sjá má sviphreina og huggulega fram- bjóðendur við Ieik og störf, sumir dunda sér í Bláa Ióninu en aðrir við önnur skemmtileg viðfangsefni. En það eru fyrst og síðast börnin sem hreyfa við Garra jafnvel þótt hann viti að það sé eldgamalt „trix“ í vinsældasöfnun að láta taka myndir af sér með börnum. Leiðtogar - og menn sem vildu gjarnan vera leiðtogar - um all- an heim hafa stundað þennan leik. Meira að segja páfinn sem „leggur hendur á börn,“ eins og fréttamaður útvarps komst að orði þegar hans heil- agleiki sótti Islendinga heim. Garri veit þetta vel, en samt bráðnar hann allur þegar hann sér Rannveigu Guðmunds- dóttur hossa litla, sæta krílinu eða Ossur Skarphéðinsson taka við kossi frá Iitlu V pabbastelpunni sinni, að ekki sé talað um Bryndísi Hlöðvers- dóttur með börnunum. Fjöl- skyldustefna Samfylkingarinn- ar er kannski óljós nema hvað Garri veit að hún vill allt fyrir fjölskylduna gera svo fremi hún hafi litlar eða engar tekj- ur. Samt fellur Garri fyrir þessu bragði og trúir því eins og nýju neti að fólk sem „legg- ur hendur á börn“ hljóti að vera flest allt til Iista Iagt, ekki síst að stjórna Iandinu. Míklu álirifarík ara Þetta er miklu áhrifaríkara en langorðaðar og skrautlegar heilsíðu auglýs- ingar Fram- sóknarflokksins um gömul og ný kosningaloforð. Þetta er jafnvel áhrifaríkara en að boða til fundar með sjálfum Davíð Oddssyni eins og sjálfstæðis- menn hafa ákveðið að gera. Forsætisráðherrann hefur haldið sig til hlés og ekki nennt að ómaka sig í kappræður við hina forystumennina til þessa. Hann hefur hins vegar ákveðið að Iáta sjá sig á fundum sem flokkurinn hefur boðað til í öll- um kjördæmum og verður það að teljast verulega sterkur leik- ur hjá íhaldinu. Garri er samt harðákveðinn í að kjósa barna- fólkið, nema ef Davíð tekur upp á því að „leggja hendur á börn“. Þá vandast málin hjá Garra. GARRI 51™ JÓHANNES SIGURJÓNS- SON skrifar Lengi var alið á Danaandúð hér- lendis á þeim forsendum að Danir hefðu um aldir farið svona heldur illa með Islendinga í margvíslegum málum, þó jafn nærri sanni sé að Islendingar hafi verið sjálfum sér verstir löngum og eru kannski enn. En alltént er tortryggni fyrrum ný- lendubúa í garð fyrrum herra- þjóðar eðlileg og sömuleiðis ekk- ert undarlegt við það að herra- þjóð líti svona heldur niður á fyrrum þegna sína. Um slíkt eru mýmörg dæmi í mannkynssög- unni. A síðustu áratugum' hefur orð- ið nokkur hugarfarsbreyting á Is- landi hvað varðar afstöðuna til Dana. Við höfum gleymt fornum og meintum ávirðingum og farið að trúa því að Danir séu vinir okkar og bræður og í það minnsta skömminni skárri en helvítis Norðmennirnir sem ekki vilja leyfa okkur að veiða allan þann fisk sem við teljum okkur íslenskir „kjöltuhestar66 í Danaveldi eiga heimtingu á að veiða. Og svo hafa Danir verið að senda okkur kóngafólk í roki og rign- ingu sem hefur fokið um landið í góðum fagnaði og verið vinsam- legt í vindhviðum. Danadramb En við höfum samt ávallt verið á varðbergi gagnvart Dönum og undir niðri hefur blundað grunur um að sitthvað sé rotið í Danaveldi, hvað varð- ar afstöðu þeirra til okkar sem bræðra- þjóðar. Að enn eimi eftir af herraþjóðar- hrokanum í okkar garð. Þetta kemur m.a. fram í Iandsleikjum í boltaíþróttum. Okkur þykir ekki eins bölvanlegt að tapa fyrir Dönum og áður, það sem við þol- um alls ekki er hin staðfasta fyr- irframvissa danskra að þeir vinni okkur í öllum leikjum, það sé sjálfgefíð að bursta Iitla ísland, ekki kannski alltaf 14-2, en eitt- hvað í námunda við þann Ámunda. Og þetta er sárt, án þess þó að skapi hættu á vinslitum þjóð- anna. Sú hætta yrði hinsvegar veruleg ef Danir kæmu ein- hverntímann og ynnu Þingeyinga eða Is- lendinga i lands- flokkaglímunni. Og ef þeir dirfðust að lítil- læklia sjálft þjóð- arstoltið, íslenska hestinn, þá er voðinn vís. Löng prinsessa Og voðinn er staðreynd, því Danir hafa einmitt opinberað hug sinn til íslensku þjóðarinnar í verki með því að sproksetja okk- ar einstæðu fagurfáka, og það í sjálfu Morgunblaðinu! I Mogga var sem sé greint frá því að íslenskur dýralæknanemi hefði á dögunum fengið styrk danska Hestaverndunarfélags- ins. Einhver Benedikta prinsessa afhenti verðlaunin og lýsti því þá yfir að íslenski hesturinn væri of lítill íyrir sig, enda mikil beina- sleggja. Þetta þýðir að sjálfsögðu að íslenski hesturinn er af hár- réttri stærð en prinsessan er bara alltof löng. En það er ekki að spyrja að dönsku drambi. Og Benedikta þessi segir jafnframt að íslenski hesturinn, þessi flug- vakra konungsgersemi, hefði verið notaður af dönsku kon- ungsljölskyldunni til að draga kerru fulla af hrínandi kónga- krógum! Kjöltuhestur kónga- fólksins! I þessari sömu frétt kemur fram að íslenskum hest- um sé lítið sinnt í Danmörku og þeir iðulega Iátnir standa úti sem ógni heilsu þeirra. Og þarf ekki frekari vitnanna við. Slítum stjórnmálasambandi við Danmörku án tafar! spurtla svaiiraið Hvemigfinnst þér E urovis io n higid okka r í ár? Geirmimdur Valtýsson tónlistamadur á Sauðárkróki. „I takti og tón er það svipað svo mörgum öðrum lögum og auð- Iært. Fínt Eurovisionlag. Það er einsog maður kunni þetta lag, strax þegar maður heyr- ir það í fyrsta sinn. Því gæti ég vel trúað að þetta lag virki vel í aðal- keppninni í Jerúsalem, ekki síst vegna þess að sungið er á ensku. En auðvitað er það líka ákveðinn bömmer fyrir okkur Islendinga að sungið sé á ensku." Eva Ásrún Albertsdóttir umsjónannaönrBrots úr degi á Rás 2. „Þetta er fínt popplag hjá Þor- valdi og Selmu. Það er spenn- andi að vita hvernig þetta Iag kemur út í keppninni í Jer- úsalem, sem er með breyttu sniði þar sem engin hljómsveit leikur undir, heldur eru lögin meira og minna flutt af bandi. Því munu dæmigerð Eurovisionlög ef til vill eiga undir högg að sækja. Mér finnst allt í lagi að sungið sé á ensku, það hefur sett fámennum þjóðum skorður að mega ekki flytja sín lög á tungumálum fjöld- ans og það sjáum við að sigursæl- ustu þjóðirnar eru enskumæl- andi. Að gefa eftir hvað varðar tungumál jafnar mjög möguleika þjóða í keppninni." Stefán Hílmarsson „Þó einhverjum þyld það hlálegt, hef ég hingað til horft á þessa samkomu sem menningarvið- burð því þarna koma saman listamenn af ýmsu þjóðerni, hver með sín sérkenni sem kristallast í sjálfu tungumálinu. Mér finnst skemmtilegast að fylgjast með Iögum landa sem jafnan eru þjóð- leg í lagavali, fasi og framkomu. Eg hef blendnar tilfinningar gagnvart því að sungið sé á ensku, en skil kröfu þeirra sem vilja velja sér tungumál, því ef menn vilja eiga möguleika, þá standa minni þjóðir - sér í lagi við - aldrei jafnfætis þjóðunum sem tala stóru tungumálin. Þó ég sé í eðli mínu mótfallinn „keppni“ þá er Eurovision góður vettvangur til kynningar." Pálmi Guðmimdsson dagskrárstjóri á Mono. „Alveg rosalega fínt. Það er vel saman sett og vel sungið og ég veit að Selma á eftir að komast vel frá sínu í Jer- úsalem. Kannski vantar sálina ofurlítið í þetta lag, en alltjend er þetta þó góður Eurovision slagari." söngvan.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.