Dagur - 16.04.1999, Side 3

Dagur - 16.04.1999, Side 3
FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 - 19 LÍFIÐ t LANDINU Iistin sem frelsar.. Eilífðarvandamál skólans er að stappa lærdómi í bömin án þess að hefta hinafrjálsu sköpun og gagnrýna hugsun. í Svíþjóð hafa rannsóknir sýnt að sköpunarhæfileikar bælasthjá bömum eftirað þau byrja ískóla. Hvað kann að valda?Agnes Nobel hefur reyntað svaraþví. „Eg vissi ekki mikið um Waldorf-uppeld- isfræðina þegar ég byrjaði en ég vissi þó það að börnin voru að mála og sinntu vel hinu listræna, hvernig maður skipuleggur umhverfi sitt, hvernig maður byggir hús, hvernig maður stendur að matnum og svo er mikið lagt inn hjá þeim almennt hvað hið Iistræna varðar. Mig langaði til að kanna hvort ég fengi fjármagn til að rannsaka þetta nánar, kanna hvers vegna unnið er á þennan hátt í Waldorf-skólun- um, hvort maður gæti skilið Steiner, sem byggði þessar kenningar upp, og það sem vakti fyrir honum, hvað hann sagði um þetta sjálfur. Ég fékk fjármagnið og hef skrifað bók um það,“ segir Agnes Nobel, Iektor í uppeldisvísindum í Svíþjóð. Agnes Nobel er góður gestur Waldorf- skólans í Lækjarbotnum en hún hefur dvalist hér á landi að undanförnu og meðal annars flutt erindi um Waldorf- uppeldisfræði á sýningu skólans í Ráð- húsinu. Agnes er upprunalega barnasál- fræðingur að mennt en síðustu 30 árin hefur hún unnið að rannsóknum í upp- eldisvísindum. Hún hefur einbeitt sér sérstaklega að list og þekkingu, sköpun barna og hvaða þýðingu hún hefur í skól- anum og í uppeldinu. Agnes hefur skrifað margar bækur um þekkingarfræðilega og uppeldislega þýðingu sköpunarinnar og doktorsritgerð hennar fjallar einmitt um það efni. Þorðu ekki að tala Waldorf-uppeldisfræðin er komin frá Þjóðveijanum Rudolf Steiner, sem hefur skrifað Ijöldann allan af bókum og haldið um 6.000 erindi um kenningar sínar út um alla Evrópu. Agnes segir að ekki sé auðvelt að lýsa þessum kenningum í stuttu máli en þær grundvallist á kenn- ingum Goethes um litina. Hugsunin sé sú að örva börnin í skapandi starfi. „Þetta er að miklu leyti eitthvað sem maður skil- ur ekki en er mjög spennandi og áhuga- vert, mér fannst það spennandi vegna þess að hin vísindafræðilega umræða var óþekkt á alþjóðavísu.“ Agnes hefur gert fjöldann allan af rannsóknum í Svíþjóð og hefur þá skoðað sérstaklega hina frjálsu tjáningu og sköp- unarhæfni barna. Hún starfaði um skeið sem barnasálfræðingur á háskólasjúkra- húsinu í Uppsölum og fékk þá til með- ferðar börn og unglinga sem voru að kljást við gríðarlega erfiðleika í skóla. Börnin þorðu ekki að fara í skólann, gátu ekki einbeitt sér eða höfðu ekkert tungu- mál, þau þorðu kannski ekki að tala... „Ég tók eftir því að þegar þau fengu að tjá sig frjálst í málun, leik eða samtali við fullorðinn sem hafði tíma til að hlusta þá gátu þau vel tjáð sig. Ef einhver fullorð- inn hafði tíma til að hlusta og hafði áhuga á því sem þau höfðu að segja þá gátu þau einbeitt sér eins lengi og þau vildu, ef þau bara fengu að gera eitthvað sem snerti þau sjálf, fá útrás fyrir það sem kom að innan - hið listræna sem all- ar manneskjur hafa að einhverju leyti inni í sér. I Svíþjóð tölum við um að lítil börn séu svo skapandi en hvað gerist þeg- Agnes Nobel og Guðni Rúnar Agnarsson, skólastjóri Waldorf-skólans, í skólastofu þar sem lífskrafturinn er í fyrirrúmi. Þegar myndin var tekin var spumingakeppni meðal nemendanna. Varla þarfað taka fram að þau áttu sjálf hugmyndina, skipulögðu hana og héldu alveg sjálf. myndir: e. ól. „Ég tók eftirþví að þegar þau fengu að tjá sig frjálstí málun, leik eða samtali við fullorðinn sem hafði tíma til að hlusta þá gátu þau vel tjáð sig,“ segir Agnes. Myndin er af íslenskum börnum sem fá að tjá sig frjálst í Waldorf-skólanum í Lækjarbotnum, labba eftir slá og hreyfa sig eins og þau lystir. ar þau koma í skólannr1 Þá hverfur það og enginn skilur hvers vegna.“ Á að vera virktir ferill Upp úr 1960 áttu Svíar gríðarlega mikið af góðum og dýrmætum skólabókum og gott kennslukerfi með öllum nýjungum innan kennslunnar þar sem fyrir fram var búið að skipuleggja allt af höfundum skólabókanna. Hvaða kennari sem var átti að geta nýtt sér kennsluefnið og kerf- ið. Þetta varð Agnesi efni i ritgerð. Hún velti fýrir sér hvað gerðist með þekkingar- ferilinn þegar börnin fengu allt tilbúið upp í hendurnar og ekkert reyndi á sköp- unarhæfileikana. „Þekkingarferillinn á að vera virkur ferill þar sem maður virkjar eitthvað inni í barninu ef kennsluefnið kemnr raun- verulega við þau og fest- ist í þeim lengur en bara rétt fyrir eitt próf. Hvað gerist ef börnin fá allt til- búið upp í hendurnar í námsbókinnir’ Hvað ger- ist með nemandann? Kennslan er meira kennsla sem tækni en kennsla sem list, kennar- inn verður jú líka að skapa eitthvað og töfra eitthvað fram innan úr sjálfum sér,“ segir hún. Svíar hafa verið að kljást við efnahagskreppu undanfarin ár og það hef- ur líka komið niður á skólanum. Agnes telur að skólinn virki meira sköp- unarhæfnina og -hæfi- leikana nú en betur megi ef duga skal. Efnahags- kreppan komi niður á íjármagni skólanna og „fólk, hvort sem það eru skóla- menn, stjórn- málamenn eða foreldrar, sé ekki vant að hugsa á þessum nótum, að það sé mikil- vægt fyrir þróunina og þroskann að umgangast lifandi efni, meira lifandi efni en er í kennslubókun- um því að hið listræna kemur jú öðruvísi við mann en það sem er tilbúið í skólabókunum." ViljaekMinn á þessar brautir Námsbækurnar geta gefið mikla hefðbundna þekkingu þar sem nemandinn er þjálfaður til að hugsa á vélrænan og óvirkan hátt, að mati Agnesar, en þær örva ekki að sama skapi. Agnes bendir á að ungt Ijölskyldu- fólk í Evrópu í dag leggi stöðugt meiri áherslu á menntun, rannsóknir og tækni- menntun og hún telur ýmislegt benda til he<;« að fullorðna fólkið beini börnunum inn á sömu brautir þó að heldur gangi það nú erfiðlega, blessaðir unglingarnir vilja ekki inn á þessar brautir. „Og það er eitt af stærstu vandamálun- um í Svíþjóð og mörgum öðrum löndum í dag,“ segir hún. „Þess vegna hef ég verið að velta fyrir mér þessum gríðarlega tón- listaráhuga sem unglingarnir hafa þar sem tónlistin hefur svo óskaplega mikla þýðingu. Hvað þýðir það? Þeir finna kannski að þeir hafa þörf fyrir eitthvað annað ...“ Manneskjan hefur að hluta til efnislegar þarfir og að hluta til félagsleg- ar. Agnes bætir við „óefnislegum" þörfum og er þá að meina það sem er innst inni f manneskjunni, það sem hefur með tón- listina og listina að gera. Það telur hún að sé kannski grunnurinn sem hver ein- staklingur þurfi og vissulega virðist ásókn sænskra unglinga í leikhúsmenntun og listaskóla gefa ýmislegt til kynna. „Spurningin er hvort við verðum ekki að sinna þessu betur í kennslunni og uppeldi barnsins," segir hún og telur eng- an vafa leika á því að börnunum líði mun betur sé það gert. Því miður sé þróunin sú að börnin nái ekki að tileinka sér grunnlærdóm- inn í skólanum, það er að lesa, skrifa og reikna, og það sé það mikilvægasta af öllu. „Ef þau læra það ekki fer allt á ringul- reið í samfélag- inu, skólinn verður órólegur, foreldrarnir verða órólegir og börnin...þau stíflast alveg, skilja ekkert í tölunum í stærðfræðinni og þora ekki að nota tungumálið sem þau hafa. Það er þá sem hið listræna getur haft frelsandi áhrif, það er jú listin sem frelsar..." -GHS „Námsbækumar geta gefið mikla hefð- bundm þekkingu þar sem nemandinn er þjálfaður til að hugsa á vélrænan og óvirkan hátt en þærörva ekki að sama skapi. “

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.