Dagur - 16.04.1999, Qupperneq 4

Dagur - 16.04.1999, Qupperneq 4
20-FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 LÍFID í LANDINU l'í'S1 'Á' •' ' Og síðasta skotið í aug- lýsingunni - afhenni Birtu að kyssa pabba sinn - er svo unaðsiegt að það ætti eiginlega að flokkast undir ósvífni en gerir það samt ekki af einhverjum dularfullum ástæðum. Samsett mynd. Ætti ég nú að varpa önd- inni léttar - eftir að hafa kvakað svolítið hér í síð- ustu viku yfir því hversu daufleg og málefnasnauð kosningabaráttan virtist ætla að verða; menn eru þó aðeins farnir að kýta núna og ætti ég þá sumsé að varpa öndinni léttar? Reyndar ekki, því þau rifrildri sem enn bólar á virðast helstil tillærð og snúast að mestu um keis- arans skegg - hin raunverulegu deilumál í íslensku samfélagi liggja einkennilega hljóðlát og kyrr, og flestum virðist til dæmis allt í einu standa meirog minna á sama um kerfið í sjávarútvegsmálum - kerfi sem meirihluti þjóðarinnar er á móti en stjórnarflokkarnir eru fylgjandi þvf og þá virðist best að leyfa þeim að hafa það eins og þeir vilja. Undantekningin hingað til, frá þeirri reglu að ekki skuli rifist um það sem máli skiptir, er helst það rifrildi sem Ossur Skarphéðinsson hefur hafið við fjármála- ráðherra um viðskiptahallann við útlönd; þar er óneitanlega kjöt á beini, og þótt vitaskuld voni allir að Össur hafi ekki rétt fyrir sér þegar hann talar um tifandi tímasprengju, þá er þó allrar virðingar vert að hann skuli vekja athygli á því sem gæti verið að gerast. Og það er langt fyrir neðan virðingu Qármálaráðherra og ann- arra talsmanna ríkisstjórnarinnar að vilja afgreiða áhyggjur hans og annarra af því að góðærið blessaða kunni á hverri stundu að springa eins og loftbóla með hálfgerðum skætingi; Össur og nótar hans séu ekki annað en spillikrókar og leiðindaskjóður sem eyðileggi gleði fóíks yfir því að vera að kaupa sér nýjan bíl og nýtt húsnæði á þeim veltiárum sem nú ríkja. Meirað segja burtséð aðgerðum eða aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar núna, þá er það einfaldlega eðli efnahagslífs að það skiptast á skin og skúrir og ekkert nema gott um það að segja að stjórnmála- menn vari okkur við því og bendi á að hugsanlega séum við að keyra okkur um koll. Birta kyssir pabba sinn Mér skilst að rétt fyrir hrunið mikla í finnsku efnahagslífi fyrir nokkrum árum hafi einmitt verið alveg sérstök uppgrip í þjóðfélaginu, fasteignamarkaðurinn blómstrað eins og vitlaus og bílasala meiri en áður hafði þekkst þar í landi. Vonandi munum við ekki sitja í sömu súpunni og Finnar en teikn á lofti eru þó alvarlegri en svo að fjármálaráðherra geti leyft sér að segja bara iss, þó viðskipta- hallinn sé „einhveijir milljarðar", hvað með það? En fyrir utan þetta hefur semsé fátt verulega markvert borið til tíðinda í kosn- ingabaráttunni ennþá, en þó gerðist það í gærkvöldi í fréttatíma á Stöð tvö að kosn- ingarnar voru settar í nýtt menningar- sögulegt samhengi. Arni Snævarr frétta- maður hafði þá áttað sig á því að sú tón- list sem leikin er í sjónvarpsauglýsingum Samfylkingarinnar hafi að líkindum djúpa táknræna og pólitíska merkingu. Um er að ræða glaðlega auglýsingu þar sem frambjóðendur Samfylkingarinnar eru sýndir í leik og starfi, aðallega Ieik því það er yfirleitt glatt á hjalla í auglýsing- unni þó þulur segi eitthvað á þá leið að bæta þurfi kjörin; þetta er reyndar nokk- uð óvenjuleg kosningaauglýsing að þvf leyti að hún er ekki óþolandi, sem er afar sjaldgæft um kosningaáróður, þótt auðyit- að segi auglýsingin svosem ekki meira um þá pólitík sem hún vill halda að fólki heldur en svona auglýsingar gera yfirleitt. Og síðasta skotið í auglýsingunni - af henni Birtu að kyssa pabba sinn - er svo unaðslegt að það ætti eiginlega að flokk- ast undir ósvífni en gerir það samt ekki af einhverjum dularfullum ástæðum. „Þjóðsöngur“ Evrópusambandsins? Nema hvað, undir þessu er leikinn Óður- inn til gleðinnar eftir Ludwig van Beet- hoven, og Arni Snævarr fréttamaður hafði sem sé áttað sig á því að Óðurinn til gleð- innar er eins konar þjóðsöngur Evrópu- sambandsins, þótt „þjóð“-söngur sé reynd- ar varla rétt orð um einkennistónlist svona fjölþjóðaapparats eins og Evrópu- sambandið. En látum svoleiðis orðheng- ilshátt Iiggja milli hluta; Evrópusamband- ið hefur altént kastað eign sinni á Óðinn til gleðinnar og Arni varpaði fram þeirri spurningu hvort val Samfylkingarinnar á þeim sama Óð sýndi að henni væri meir í mun að við Islendingar gengjum í Evr- ópusambandið en hún Iætur í veðri vaka. Og um það spurði hann Guðmund Arna Stefánsson, eða hvort þetta væri einfald- Iega „klaufaskapur11, eins og Arni Snævarr komst að orði. Og hann spurði Iíka Ög- mund Jónasson og ég held verði að virða Ögmundi vini mínum það til vorkunnar að hann skyldi taka þátt í þessari vitleysu, því það hlýtur að verða lítt mótstæðileg freisting fyrir pólitíkus að taka undir þeg- ar sjónvarpsfréttamaður kemur rétt fyrir kosningar og veitir manni þó ekki sé nema örlítið færi á að spæla hina. Vitleysu, segi ég, vegna þess aðjaað er auðvitað argasta firra, sem bæði Arni Snævarr og Ögmundur gera sér auðvitað fulla grein fyrir, vona ég, að Óðurinn til gleðinnar sé fyrst og fremst einhvers kon- ar tákn Evrópusambandsins. Nú er það meirað segja svo að val Evrópusambands- ins á sínum einkennissöng er einhver ósvífnasti og bíræfnasti þjófnaður sem um getur á nokkru Iistverki á þessari öld og jafnvel síðan sögur hófust. Því hvernig má það vera að einhver stofnun og skrifræðisbákn skuli mega eigna sér eitt- hvert mikilfenglegasta listaverk sem mannsandinn hefur alið af sér og gera það að svokölluðu einkennislagi fyrir sitt pappírsflóð fram og til baka? Óðuriun til SamfylMngarinnar? Eins og allir vita er Óðurinn til gleðinnar hápunktur Níundu sinfóníu Beethovens og er þeirrar merkilegu náttúru að þótt hann sé í rauninni svo einfaldur að hann er meðal þess fyrsta sem börn læra til dæmis á píanó, þá er hann Iíka svo háleit- ur að enginn getur orðið svo gamall að ekki tendrist einhver svolítill neisti í bijóstinu þegar hann tekur að hljóma. Óðurinn til gleðinnar stendur utan og ofan við allt heimsins argaþras, og það ætti engum að líðast að stela honum. Á sínum tíma reyndi Hannes Hólmsteinn að stela honum með því að vísa til þess að ef til vill hugsanlega kannski hafi Friedrich von Schiller, sem orti ljóðið sem Beethoven bjó til lag við, haft bakvið eyrað þá merkingu orðsins „Freude" að geta Iíka þýtt frelsi, og af því tilefni vildi Hannes gera Óðinn til gleðinnar að lof- gjörð til sinnar eigin fijálshyggju og gott ef ekki peningastefnu Miltons Fried- manns. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um að þessi tilraun til að stela Gleðisöngnum fór út um þúfur. Hann stendur jafn keikur eftir sem áður. Að vissu Ieyti teflir reyndar Samfylking- in á tæpasta vað í þessum skilningi með því að nota Óðinn til gleðinnar í kosn- ingaauglýsingu sinni; það er svona alveg á mörkunum að stjórnmálaflokkur geti staðið undir því að notast við þessa mikil- úðlegu músík í hvunndagslegum kosn- ingaáróðri. Því með fullri virðingu fyrir vafalaust ágætum frambjóðendum Sam- fylkingarinnar, og myndinni af Birtu og pabba hennar, þá leyfi ég mér að efast um að þó Samfylkingin kæmist til valda í íslensku samfélagi gæti hún til Iengdar fylgt í sinni daglegu pólitík þeim anda sem ríkir í Óðnum til gleðinnar. Helst til lítil gleði Það er því margt að varast þegar listaverk eru tekin í þjónustu mannsins, eða öllu heldur einstakra manna, hópa og mál- efna. En eitthvað verður nú samt að leyfa fólki og það getur svosem ekki talist ýkja alvarlegt mál þótt Óðurinn til gleðinnar eða önnur Iistaverk séu nýttur í svona einstökum tilfellum, eins og í stuttri kosningabaráttu. Verra er að apparatið Evrópusambandið skuli hafa stolið þessu tónverki svo rækilega að þegar jafnvel fróður og ágætur fréttamaður eins og Árni Snævarr heyrir það, þá skuli honum strax detta þetta apparat í hug og kalla það hugsanlega „klaufaskap" að Óðurinn til gleðinnar sé notaður í öðru samhengi en við skrifræðisbáknið í Brussel. Þetta stelsjúka Evrópusamband er nú þegar á góðri leið með að ræna sjálfu nafni heimsálfunnar Evrópu, svo að orðið „Evrópa" er nú í vaxandi mæli notað fyrst og fremst um það leiðindabákn og aðrir Evrópubúar þar með gerðir að einskonar annars flokks þegnum í sinni eigin álfu. Og þegjandi og hljóðalaust er svo Evr- ópusambandið að eigna sér sjálfan Óðinn til gleðinnar, og þá er nú skörin farin að færast upp í bekkinn, ef sjálf vongleðin í brjósti mannfólksins hvarvetna í veröld- inni á fyrirhafnarlítið að verða einkaeign möppudýra og skriffinna og tákn um þeirra reglugerðarfargan og allsherjarleið- indi öll. Við eigum ekki að \dðurkenna þann þjófnað með því að tala um Óðinn til gleðinnar fyrst og fremst sem „þjóð- söng“ Evrópusambandsins, þegar um er að ræða allt annað og víðfeðmara verk en svo að það geti nokkurn tíma átt neitt skylt við stofnanabákn - sem reyndar fylg- ir helst til lítil gleði. Sameinast í gleðmni... Við Islendingar eigum duglega kver- úlanta, svokallaða, sem, lúsiðnir berjast fyrir réttindum sínum, jafnvel þar sem ekki er öldungis Ijóst að nokkur réttindi sé að hafa. Eg hef því miður ekki tima til þess sjálfur en mér finnst að einhver dug- Iegur kverúlant ætti að fara með þetta mál fyrir einhvern mannréttindadómstól - hvort leyfilegt sé að fara svona með lista- verk, gera það að tákni fyrir bákn í stað þess frelsis og þeirrar gleði sem þrátt fyrir allt býr í mannssálinni. Það sýndi sig í fréttatíma Stöðvar tvö í gærkvöldi að það þarf greinilega að bjarga Óðinum til gleð- innar úr klóm Evrópusambandsins, svo hann verði að nýju tákn um það eitt sem hann er - að einhvern tíma - kannski er sorglega langt þangað til en þó getur það verið svo stutt, að allir mepn verði bræð- ur og systur, og einhvern tfrna sameinist manneskjurnar, ekki í fundarsal í Brussel og ekki innan Schengen-samkomulags- ins, heldur í gleðinni. Pistill llluga varfluttur í morgunútvarpi Rúsar tvö í gær. UMBÚÐfl- LAUST

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.