Dagur - 16.04.1999, Side 5

Dagur - 16.04.1999, Side 5
FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 - 21 LEIKHUS KVIKMYNDIR TONLIST SKEMMTANIR fiör Birtan, hraðinn og flugið litantia... Sýningin á verkum Þorvalds spannar tímabilið 1965 til 1980 og segir Ólafur Kvaran, safnstjóri Listasafns Islands, óhætt að full- yrða að þetta tímabil sé það gróskumesta og áhugaverðasta í list hans. Þorvaldur var í farar- broddi íslenskra málara sem höll- uðu sér að abstraktlistinni um miðja öldina á sama tíma og sú stefna var að ryðja sér til rúms í Evrópu. Var þetta raunar í fyrsta skipti sem íslensk myndlist tók breytingum í takt við erlenda ný- sköpun - ekki síst vegna þess að í fyrsta sinn voru íslenskir listamenn á réttum stað á réttum tíma, þ.e. í París í kringum 1950. Sýningin í Listasafninu tekur hins vegar til þess tímabils þegar Þorvaldur er að þróa abstraktmálverkið á persónu- legan hátt. Ahrif Ölfusár „Um ‘65 verða sterk kaflaskipti í list Þorvalds. Hann hafði allan sjötta áratuginn verið einn helsti fulltrúi þessa geómetríska mál- verks í íslenskri myndlist," segir Ólafur en þá einkenndust verk Þorvalds af heilum og kyrrstæðum flötum. „Svo gerist það upp úr ‘60 að það fer að losna ákaflega mikið um alla myndbyggingu og form. Við erum að sýna hvernig hann vinnur með þetta Elektra, 7977. Á tímabilinu 1965-80 dvelur Þorvaldur yfirleitt sumarlangt við Ölfusá hjá kunningjafólki sínu og taldi hann sjálfur að þessi tengsl við náttúr- una hafi endurnýjað list hans. „Hreyfingin er stóra málið, það er bæði hægt að uppiifa þetta sem hreyfingu í vatni eða sem kosmískar víddir." abstrakt myndmál sem hann hafði þróað og þessa sterku náttúruskírskotun sem kemur Umbrotatrmi Sama ár og abstraktlist Þorvaldar gengur í endurnýjun lífdaga, bendir Ólafur á „er Sigurður Guð- mundsson að sýna heysátuna, SUM-ið að verða til og þessi al- gera endurnýjun á listhugtakinu sem sú kynslóð stendur lyrir í ís- Ienskri myndlist. Þannig að 7. ára- tugurinn er gífurlegur umbrota- tími í íslenskri myndlistarsögu.“ Sýningin Nýraunsæi d 8. áratugn- um sem enn stendur yfir í Lista- safninu er einmitt um þá kynslóð. - En má þá ekki segja að þessi myndlist Þorvaldar sé orðin úr- eltíhluti af hefðinni í kringum ‘65?“Jú, það má segja að abstrakt- ið sé eiginlega orðinn ráðsettur stíll í íslensku menningarlífi þegar komið er fram undir 1970. Geó- metrían, abstrakt málverkið var á sjötta áratugnum stíll heillar kyn- slóðar og þetta er því orðið hluti af því sem er viðurkennt sem tján- ingarmiðill." -Er Þorvaldur mjög útbreiddur á íslenskum heimilum?“Nei, ég held við getum fullyrt að Þorvaldur seldi ekki mikið meðan hann lifði. Eg hugsa að hann hafi nú rekið sitt fyrirtæki með tapi...“ Sverrir Sigurðsson safnaði hins vegar Þorvaldi sérstaklega og gaf síðar Listasafni Háskóla Islands safn sitt en Listasafn HI á því safn verka hans í opinberri eigu. stærsta Sýningin stendur til 24. maí. Á morgun opmríLista- safni íslands sýning á gróskumesta tímabili í listÞorvalds Skúlasonar undir nafninu Hreyfiafl inn þegar Þorvaldur dvelur í ná- grenni Ölfusár um ‘65,“ segir Ólafur en er fljótur að bæta því við að Þorvaldur hafi að sjálfsögðu ekki verið að mála Ölfusá sem slíka. „Þær eru abstraktari en svo. Þetta fjallar meira um birtuna, rýmið, hraðann og flugið." OpiðhúshjáVMA Akureyri. Þarverðurhið fjölbreytta námsframboð skólans kynnt ásamt því að húsnæði skólans verð- urtilsýnis. í gamla húsi Húsmæðraskóla Ak- ureyrar við Þórunnarstræti verður kynning á hússtjórnarsviði auk hluta af list- og handverksnámi því sem boðið er upp á í VMA. Þar munu nemendur og kennarar bjóða gestum að þiggja veitingar. í húsnæði skólans á Eyrarlandsholti verð- ur kynning á iðnnámi því sem skólinn býður upp á og verða nemendur við vinnu sína í verknámsstofum, svo sem á málmsmíðaverk- stæði, á verkstæði í raf- og rafeindavirkiun og í vélstjómarál margslungin ken Mikið verður um að vera í Verkmenntaskólanum á Akureyri á sunnudag klukkan 73-16. Þá munu nemendur og kennarar kynna starfsemi skólans. Auk þessa mun bóklegt nám skólans einnig verða kynnt á Eyrarlandsholtinu. Útvegssvið VMA á Dalvík heldur einnig opið hús á Heimavistinni en svo er húsnæði skólans nefnt. Þar verður meðal annars kynning á siglinga- og fiskveiðihermi, fjar- skiptahermi og tölvustofu útvegssviðsins. Á Eyrarlandsholti munu nemendur kynna starfsemi nemendafélagsi’ Skapandi bútasaiumu: Nemendur á mynd- og handmenntabraut VMA opna sýningu á verkum sínum sem unnin voru í áföngum skapandi búta- saums í Gallerí Svart- fugli í Listagilinu klukk- an 17.00 á morgun. Sýningin er lokapunkt- urinn í námi þeirra nemenda sem lagt hafa stund á nám í skapandi bútasaum. Fléttað er saman allskyns tækni en unnið var að mestu með einlit efni, sem þrykkt var á ef þurfa þótti. Sýningin er opin þriðjudaga til föstudaga klukkan 15-18 og um helgar klukkan 14-18. Sýningunni lýkur sunnudaginn 2. maí. Búast má við nemend- um að störfum innan veggja gallerísins á meðan á sýningu stendur. Á sunnudaginn klukkan 13-16 verðuropið hús í Verkmenntaskólanum á Gryljunni og bókasafn VMA verður opið. Létt- ar veitingar verða í boði. Allir eru velkomnir á opið hús hjá VMA. UM HELGINA Onegin í MÍR Og hátíðar- höldin í MIR standa enn en þar á bæ fagna menn því að 200 ár eru liðin frá fæðingu rússneska skáldsins Alexand- ers Púshkins. Á sunnudaginn kl. 15 verður kvikmyndin Év- geníj Onegin sýnd í bíósal MÍR að Vatnsstíg 10. Myndin var gerð í Moskvu á sjötta áratugnum og er byggð á samnefndri óperu Pjotrs Tsjaíkovskíjs en efni óperu- textans er sótt í sagnaljóð Púshkins. Enskur skjátexti, aðgangur ókeypis og öllum heimill. Sjálfstætt fólk Á mánudagskvöldið 20.30 geta einlægir áhangendur Sjálf- stæðs fólks (eftir Halldór Lax- ness, fyrir þá sem það ekki vita) skroppið í Listaklúbb leik- húskjallarans því þar verður dagskrá um uppfærslu Þjóð- leikhússins á samnefhdu leik- riti. Sýndir verða kaflar úr verkinu og verða svo umræður með þátttöku aðstandenda uppfærslunnar, m.a. leikstjór- ans Kjartans Ragnarssonar. Það er hins vegar leikhúsfræð- ingurinn Melkorka Tekla Ólafsdóttir sem hefur umsjón með dagskránni. Meistaramót í atskák Ritstjórinn, barþjónninn og skákmaðurinn Hrafn Jökuls- son \ildi koma því á framfæri að Skákfélag Grandrokk held- ur Meistaramót í atskák í næstu viku. Mótið hefst á mánudaginn kl. 20 og verða alls tefldar 9 umferðir. Aðeins félögum í Skákfélagi Grandrokk er heimil þátttaka en það ætti að vera rúmt um þá að þessu sinni því barinn flutti sig um set fyrir skömmu, af Klapparstígnum og yfir í rúmgott fyrrum hús- næði Habitat/Mirabelle við Smiðjustíg. v_____________________________/

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.