Dagur - 16.04.1999, Page 7

Dagur - 16.04.1999, Page 7
I r FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 - 23 PAB ER A SEYOI? HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ Hljómeyki í Hafiiarfirði Sönghópurinn Hljómeyki heldur tón- leika í Hásölum Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar sunnudaginn 18. apríl n.k. kl. 17.00. A efnisskránni eru kórperlur frá ýmsum tímum tónlistarsögunnar. 1 kórnum eru starfandi 19 söngvarar en kórinn hefur starfað frá árinu 1974 og komið víðs vegar fram. Stjórnandi kórsins er Bernharður Wilkinson. A tónleikunum mun Eyjólfur Eyjólfsson leika á flautu. Aðgangseyrir er kr. 1000 en kr. 500 fyrir eldri borgara, öryrkja og nemendur og frítt fyrir börn. Tónleikar Háskólakórsins Háskólakórinn heldur tónleika á laug- ardaginn kl. 17.00 í Seltjarnarnes- kirkju og á mánudaginn í Salnum Tón- listarhúsi Kópavogs kl. 20.30. A efnis- skránni verður fjölbreytt úrval ís- lenskra sönglaga sem flutt verða af Há- skólakórnum, karlakórnum Silfri Egils, kvennakórnum Streng Hallgerðar og Vox acedemiae. Stjórnandi kórsins er Egill Gunnarsson. Aðgangseyrir er kr. 1000 nema fyrir stúdenta sem greiða kr. 700. Félag harmónikuunnenda Félag harmónikuunnenda í Reykjavík heldur hæfileikakeppni ungs fólks í harmónikuleik laugardaginn 17. apríl í Loftkastalanum. Síðasta keppni í þess- um dúr var haldin í Gamla bíói árið 1938. Þá sigraði 13 ára Reykvíkingur Bragi Hlíðberg og var það upphafið að löngum og giæsilegum ferli, sem enn stendur yfir. Verðlaunin eru hugsuð sem kennslustyrkur og fá allir sigur- vegararnir 35.000 krónur ásamt viður- kenningu fyrir þátttökuna. Nánari upplýsingar í síma 588-8000. Eldri félagar Karlakórs Reykja- víkur Eldri félagar Karlakórs Reykjavíkur halda tónleika í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs sunnudaginn 18. apríl kl. 17.00. A efnisskránni verða mörg þekkt Karlakórslög auk annarra nýrri. Einsöngvarar eru Guðrún Lóa Jóns- dóttir, sópran og Magnús Astvaldsson, baritón. Undirleikari á píanó er Bjarni Þór Jónatansson. Stjórnandi er Kjartan Sigurjónsson. Kórinn mun einnig halda tónleika í Búðardal á sumardag- inn fyrsta. Yngri félagar Karlakórs Reykja- víkur Vortónleikar Karlakórs Reykjavíkur verða næst haldnir í Langholtskirkju laugardaginn 17. apríl kl. 16.00. Ein- söngvari með kórnum er Loftur Er- lingsson og undirleikari á píanó er Anna Guðný Guðmundsdóttir. A efnis- skránni, sem er Qölbreytt að vanda má finna íslensk og erlend kórlög, óp- erukórlög og þjóðlög. Söngstjóri kórs- ins er Friðrik S. Kristinsson en ásamt honum annast Signý Sæmundsdóttir raddþjálfun. Lúðrasveit verkalýðsins Vortónleikar Lúðrarsveitar verkalýðsins verða haldnir í Seltjarnarneskirkju laugardaginn 17. apríl kl. 14.30. A efnisskrá eru m.a. verk eftir Jón Leifs, Stravinsky, Pál P. Pálsson og Saint-Sa- ens. Alls leika um 40 hljóðfæraleikarar með sveitinni og stjórnandi er Tryggvi M. Baldvinsson. Rás 2 tileinka söfnuninni drjúgan hluta af dagskránni og í kvöld er tveggja tíma skemmtiþáttur í Sjónvarpinu 011 heimili á landinu hafa nú fengið HAPPDRÆTTISMIÐA að gjöf Dregið verður í skemmtiþættinum. hönd gegn ALZHEIMER og BEINÞYNNINGU svo fleiri geti notið lífsins - lengur. mdu i sofnunina! Samstarfs- og stuðningsaðilar: Heilbrigðisráðuneytið - Félag öldrunarlækna - Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni - Landssamband eldri borgara RÍKISÚTVARPIÐ ÍSLANDSBANKI SÍMINN Tekið er við framlögum í síma 7 50 50 50, t.d. af greiðslukorti og á reikningi söfnunarinnar nr. 5 I 5-26-505050 í íslandsbanka. Bæði Heimabankinn og vefsíða bankans www.isbank.is.gera þér kleift að leggja inn á reikninginn. '« Á No»° FYRSTUR MEÐ FRETTIRNAR d Norðurlandi vestra 16. og 17. aprfl FRAMSÓKNARFLOKKURINN www. framsokn. is imsson Ný f ramsókn til nýrrar aldar

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.