Dagur - 17.04.1999, Síða 1

Dagur - 17.04.1999, Síða 1
BLAO Verð í lausasölu 200 kr. 82. og 83. árgangur - 72. tölublað H E L G Sigurðar- málið tapast Hæstiréttur Noregs hefur ógilt sýknudóm undirréttar (lög- mannaréttar) í Noregi yfir skip- stjóra og útgerð nótaskipsins Sig- urðar frá Vestmannaeyjum. Hér- aðsréttur Hálogalands í Bodö í Noregi dæmdi eiganda skipsins, ísfélag Vestmannaeyja, í 4 millj- óna króna sekt og málskostnað og skipstjórann, Kristbjörn Arnason, í 400 þúsund króna sekt. Dómur héraðsréttar öðlast því gildi á nýj- an leik. Sýknudómi undirréttar var skotið til hæstaréttar af norsk- um stjórnvöldum. Sigurður VE var færður til norskrar hafnar í júnímánuði 1997 er skipið var á síldveiðum við Jan Mayen þar sem norska strandgæslan taldi að vera skips- ins hefði ekki verið tilkynnt með löglegum hætti. Taka skipsins olli mikilli stífni í samskiptum norskra og íslenskra stjórnvalda. „Þetta mál allt lýsir kannski hugi Norðmanna til samskipta við Is- lendinga í sjávarútvegi," segir Kristbjörn Arnason, skipstjóri á Sigurði. - GG Margir telja að sjávarútvegsmálin hafi ekki fengið nægjanlega athygli íyfirstandandi kosningabaráttu. Það kemur þó ekki í veg fyrir að menn ræði um kvótakerfið við Reykjavíkurhöfn. - mynd: e.ól. Fjölbreytt efni er í helgarblaði Dags. Sj álfstæðissókn á Norðiirlandi eystra Risastökk Sjálfstæðis- flokks sem nú mælist með tæplega 10% meira fylgi en í síðustu kosningum. Samfylk- ing dalar en VG-fram- boðið styrkist. Sjálfstæðisflokkurinn á Norður- landi eystra hefur aukið fylgi sitt verulega að undanförnu ef marka má nýja skoðanakönnun Rann- sóknarstofnunar Háskólans á Ak- ureyri sem unnin var fyrir Dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú 37,7% fylgi hjá þeim sem afstöðu taka, en Framsókn mælist tæpum sex prósentum lægri en í nýrri könnun Gallup sem birt var fyrr í vikunni. Vinstri hreyfingin - grænt framboð eykur fylgi sitt upp i 20,6% en Samfylking mælist með aðeins 14,7%. Miðað við þetta fengi Sjálfstæðisflokkur tvo menn kjördæmakjörna en Fram- sókn, Samfylking og VG einn Fylgi framboða í Norðiixlandi eystra |H ® Dagur . M m m Gallup w c ^°sn' ^ ■B _ IM F S Framboó annað Súluritið sýnir fylgi framboða á Norðurlandi eystra í könnun Dags og Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri í samanburði við nýja könnun Gallup og niðurstöðu síðustu kosninga. mann. Ekki er ljóst hvaðan upp- bótarmaðurinn kæmi. Framsóknarflokkurinn mælist nú með 26,2% fylgi, en var með 32% í síðustu könnun Gallup. Þegar talið var upp úr kjörkössun- um árið 1995 fékk Framsókn 36,8% þannig að flokkurinn mælist 10,6% undir kjörfylgi í könnuninni nú. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 28,2% í síðustu kosningum og hefur samkvæmt þessu aukið fylgi sitt um 9,5%. í könnun Gallup fyrr í vikunni mældist Sjálfstæðis- flokkurinn með 29,9% þannig að hann er hástökkvari kjördæmisins. Afhroð Síiiiilylkiiigar Samfylkingarsinnar fá nú aðeins 14,7% en höfðu 18,2% í síðustu könnun Gallup. Fylgi gömlu flokkanna sem standa að Samfylk- ingunni nú var samanlagt 35% í síðustu kosningum. Steingrímur J. Sigfússon, efsti maður VG-framboðsins, hefur sterka stöðu skv. könnuninni. VG fékk 18,6% í könnun Gallup á dögunum, en mælist nú 20,6%. Frjálslyndir dala úr 1,3% í 0,4% frá Gallup könnuninni. 0,4% nefna aðra kosti, 5% segjast skila auðu og 10,4% ætla ekki að kjósa. Könnunin var gerð dagana 12.- 16. apríl og var úrtakið 730 manns. Svörun var 73,3% og eru vikmörk um 3,5%. Oákveðnir voru 26,5%. Rannsóknarstofnun Há- skólans setur þann fyrirvara að hlutfallsleg svörun Akureyringa hafi verið aðeins meiri en annarra í kjördæminu. — bþ Sjá viðbrögð stjómmálamanna bls. 5. Össur er sjálfur tíma- sprengjan „Ossur er ekki bara sjálfur stór hluti af tímasprengjunni, hann er líka sjálf hvellhettan. Það er gamaldags og ógeðfelld kosn- ingabarátta að halda að menn kaupi fólk til fylgilags með lof- orðaskvaldri í tölum.“ Þetta seg- ir Davíð Oddsson m.a. í athyglis- verðu helgarviðtali í helgarblaði Dags í dag. Davíð gagnrýnir harðlega Samfylkinguna í viðtal- inu og segir hana vera að reyna að „hækka í sér hlutabréfin með því að velja sér svo burðugan andstæðing sem Sjálfstæðis- flokkurinn óneitanlega er.“ Sam- starfinu \ið framsókn gefur hann hins vegar háa einkunn. Af öðru athyglisverðu efni í helgarblaði Dags má nefna sér- stætt próf sem Dagur lagði fyrir nokkra pólitíkusa. Hvað gera þeir þegar þjónninn missir vax í fötin þeirra, vandamál með skó- burstun koma upp eða þegar tyggjóklessa festist á óæðri end- ann? Mörg skondin og skemmti- leg tilsvör. Þá má nefna kynlífspistilinn þar sem fullnægingu karla eru gerð skil. Ragnhildur Eirfksdótt- ir kynlífsskríbent Iíkir karlafull- nægingu við fallhlífarstökk og af öðru efni má nefna heilsuþátt, tískusyrpu og áhrif landhelgis- sigurs íslendinga á breska sjó- menn svo fátt eitt sé nefnt. Sjón er sögu ríkari. Mörður Árnason og Æmjkk Ásta Ragnheiður funda á Norðurlandi eystra Opnun kosningaskrifstofu á Dalvík Nánar á bls. 4 Samfylkinginglgg TVÖFALDUR 1. VINNINGUR

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.