Dagur - 17.04.1999, Qupperneq 4

Dagur - 17.04.1999, Qupperneq 4
f - ri V i' t \ \ < i I f l t 4 -LAUGARDAGUR • í *' ». tí ; #> Vt i\ Ji 17. APRÍL 1999 FRÉTTIR Líknardeild opnuð í Kópavogi í gær var opnuð fyrsta líknardeildin hér á landi en níin er til húsa þar sem Kópavogshælið var áður. I fréttatilkynningu frá ríkisspítölum segir að fyrir um áratug hafi verið farið að ræða stofnun líknardeild- ar hér á landi í anda hospice hugmyndafræðinnar en hún byggi á því að þegar sjúklingur verði ekki læknaður fái hann meðferð sem miði að því að honum líði sem best. A deildinni eru 10 sjúkrarúm og öll aðstaða fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra sögð góð. Oddfellow reglan gaf veglega peningagjöf í fyrra til að standa und- ir kostnaði við endurbætur á húsnæðinu í Kópavogi og búnaði fyrir líknardeildina. I framhaldinu ákváðu heilbrigðisyfirvöld að fela ríkis- spítölunum að reka deildina. Ekkert athugavert við Miðstjórn Frjálslynda flokksins segir ekkert athugavert við þá ákvörðun kjördæmisfélags flokksins á Suður- landi að velja Eggert Haukdal í efsta sæti á framboðslista flokksins í kjör- dæminu, segir í tilkynningu frá mið- stjórninni. Eins og fram hefur komið er hafin opinber rannsókn á embættis- færslum Eggerts sem oddvita í V- Landeyjum en vegna þeirrar umræðu minnir miðstjórnin á að það sé undir- stöðuatriði í réttarríki að einstaklingur teljist saklaus uns sekt hafi verið sönn- uð. Hreppsnefnd í héraði hafi talið málið upplýst og ekki óskað eftir frek- ari rannsókn „enda hafði Eggert lagt öll spilin á borðið og m.a. greitt sem sína skuld stórfé vegna brigða annars manns“, eins og segir orðrétt í ályktun miðstjórnar. Eggert Eggert Haukdal. Morgunkaffi á laugardegi! MörðurÁrnason kemur í heim- sókn á kosningamiðstöð Samfylkingarinnar í Skipagötu 18, annarri hæð, í dag kl. 10 - 12. Frambjóðendur í kjördæminu verða einnig á staðnum. Komum og spjöllum um starfið framundan yfir kaffibolla og vöfflum. Opnun á Dalvík Samfylkingin opnar kosninga- skrifstofu á Dalvík kl. 14 í dag. Efstu menn í kjördæminu koma á staðinn og sérstakur heiðurs- gestur verður Mörður Árnason. Ásta Ragnheiður og Svanfríður funda með eldri borgurum og lífeyrisþegum í Húsi aldraðra á mánudaginn kl. 17. Kristín Sigursveinsdóttir og Heimir Ingimarsson verða einnig á staðnum. Breytum rétt Samfylkingin Páll Pétursson og Sigrún Magnús- dóttir eiginkona hans á Landspítalan- um, þar sem Páll gekkst undir erfiða hjartaaðgerð í fyrri viku. Páli heilsast vel eftir aðgerðina og eflist með hverjum degi. mynd: gva Pállá batavegi „Páli heilsast vel og af honum eru góðar fréttir,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra. Páll Péturs- son gekkst á þriðjudag í fyrri viku undir hjartaaðgerð á Land- spítaianum, þar sem hann dvelst nú. „Þetta hefur gengið allt mjög vel og Páll eflist og styrkist með hverjum degi. Hann er nú kom- inn með síma og sjónvarp á sjúkrastofuna til sín og fylgist vel með því sem er að gerast og binda má vonir við að Páll geti jafnvel komið í baráttuna á Norðurlandi vestra síðustu vik- una fyrir kosningar. Þau Arni Gunnarsson og Herdís Sæ- mundardóttir hafa staðið í fylk- ingarbrjósti að undanförnu og hefur tekist vel upp, þó þetta sé fyrsta barátta þeirra beggja," segir Gunnar Bragi. - SBS. Björn Hermannsson og Úlafur Proppé frá Landsbjörgu og Gunnar Tómasson og Ester Guðmundsdóttir frá Slysavarnafé- laginu skrifuðu undir sameiningu þessara tveggja félaga um borð í Sæbjörgu, slysavarnaskipi sjómanna, við hátíðlega at- höfn í gær. Risafélag í björgun og slysavömiun Bjartsýni og gleði. Nýr framkvæmda- stjóri. Félagatala um 20 þiísuiid. Ársvelta um 200 milljónir. „Við erum full bjartsýni og gleði ineð sameiningu í eitt stórt og öflugt slysavarna- og björgunarfé- lag,“ sagði Olafur Proppé verð- andi formaður Slysavarnafélags- ins Landsbjargar, landssambands björgunarsveita. 20 þixsimd félagar í gær var skrifað undir samein- ingu Slysavarnafélags Islands og Landsbjargar í eitt félag. Athöfn- in fór fram í Sæbjörgu, skipi Slysavarnaskóla sjómanna. Form- Ieg starfsemi hins nýja félags hefst 1. júlí nk. Fulltrúaráðs- fundir beggja félaganna hafa samþykkt að leggja til við lands- þing þeirra, sem haldin verða í lok næsta mánaðar að félögin verði sameinuð í eitt. Stofnþing nýja félagsins verður svo haldið í haust, eða 2. október. Höfuð- stöðvar félagsins verða í Reykja- vík og verða allar núverandi fé- lagseiningar Landsbjargar og Slysavarnafélagsins aðilar að nýja félaginu. Heildarfélagar í nýja fé- laginu verða um 20 þúsund og áætluð ársvelta þess er um 200 milljónir króna. Nýr franikvæmdastjóri Gunnar Tómasson, forseti Slysa- varnafélags Islands, verður vara- formaður nýja félagsins. Þá verð- ur á næstu vikum ráðinn fram- kvæmdastjóri til að stýra skrif- stofu félagsins. Verðandi formað- ur segir að hvorugur af núverandi framkvæmdastjórum félaganna, Ester Guðmundsdóttir hjá Slysa- varnafélaginu né Björn Her- mannasson hjá Landsbjörgu, muni skipa þá stöðu. Verðandi formaður segir að full samstaða sé um þetta. Hann segir að þetta þýði þó ekki að þau tvö muni ekki vinna með nýja félaginu að ýms- um verkefnum nema síður sé. Aukiii skilvirkni Á blaðamannafundi í gær kom fram að aðalmarkmið sameining- arinnar sé að bæta slysavama- og björgunarstarf í landinu, auk þess sem stjórnun björgunarað- gerða og fræðslustarf mun eflast. Sameiningin mun jafnframt gefa smærri björgunareiningum víða um land tækifæri til að samein- ast. Þá er talið að sameiningin muni stuðla að aukinni sam- heldni björgunarsveita, einfalda og auðvelda samskipti við opin- bera aðila og önnur hagsmuna- samtök. Síðast en ekki síst er þess vænst að stjórnun félaga- starfsins verði skilvirkari með betri nýtingu fjármuna. - GRH Hærri bílastyrkir til hreyfihaiHlaóra Ingibjörg Pálmadóttir hefur und- irritað reglugerð þar sem fjölgað er bifreiðastyrkjum til hreyfi- hamlaðra og styrkirnir jafnframt hækkaðir. Er þetta gert að höfðu samráði við nefnd sem skipuð var fulltrúum Sjálfsbjargar, Ör- yrkjabandalagsins og heilbrigðis- ráðuneytisins. Viðbótarkostnaður vegna þess- ara breytinga mun nema um 60 milljónum króna en þar af ktístar fjölgun styrkjanna 16 milljónir. I samtali við Dag sagði Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra það sérstaklega ánægjulegt að Ijúka þessu máli því þar með hefði verið komið til móts við þau þrú atriði sem fulltrúar Ör- yrkjabandalagsins hefðu skil- greint sem brýnustu vandamál öryrkja á fundi með henni um áramótin. Þessi þrú atriði hafi verið að rétta stöðu einstæðra foreldra í hópi öryrkja, hækka vasapeninga fólks á stofnunum og síðan þessi bílamál. Ráðherra bendir á að þegar sé búið að Ingibjörg Pálmadóttir og Arnór Pét- ursson, formaður Sjálfsbjargar, eftir útgáfu reglugerðar um hærri bifreiða- styrki til hreyfihamlaðra. breyta reglum í tryggingaráði varðandi það að einstæðar mæð- ur sem eignist barn fái skerðingu á heimilisuppbót eins og áður var. Nú sé ekki lengur talið að fólk hafi „fjárhagslegt hagræði af sambýli" við börn sfn sem ekki séu orðin 18 ára. Jafnframt hafi vasapeningar fólks á stofnunum hækkað um einar 5000 krónur. Aðspurð hvort það væri tilvilj- un að þessi bílastyrkjaviðbót kæmi nú svo skömmu fyrir kosn- ingar sagðist ráðherra ekki geta stöðvað starfsemi ráðuneytisins bara vegna þess að kosningar væru framundan. Málið hafi ver- ið í vinnslu frá því í haust og það hafi einfaldlega verið tilbúið núna. Hækkunin á bifreiðastyrkjun- um verður þannig að hærri styrkirnir verða ein milljón króna til fjögurra ára í stað 700 þúsund króna til þriggja ára (að meðaltali 7,1% hækkun), en lægri styrkirn- ir úr 235 í 250 þúsund til fjög- urra ára. Þeim sem sækja um í fyrsta sinn gefst kostur á að sækja um tvöfaldan styrk og eins gefst þeim sem þurfa á sérstak- lega mikið útbúnum bílum að halda kostur á hærri styrkjum. Með nýju reglugerðinni íjölgar styrkjum um 70, þeim hærri úr 50 í 60, en hinum lægri úr 335 í 375. Breytingar þessar kosta rík- issjóð um 60 milljónir króna á ári, en 16 milljónir á þessu ári.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.