Dagur - 17.04.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 17.04.1999, Blaðsíða 7
 LAVGARDAGUR 17. APRÍL 1999 - 7 RITS TJÓRNARSPJALL Tölvur hætta að úreldast og stöðguleiM tekur við Ekki er nema áratugur síðan einkatölvan fór að halsa sér völl svo um munaði. Arið 1990 voru samt tölvur á 15 af hundraði bandarískra heimila en mun minna í öðrum ríkjum. Nú eru tölvur sjálfsögð heimilisgögn á öðru hvoru bandarísku heimili og í mörgum hinna efnaðri ríkja, eins og hér á Iandi, er hlutfallið svipað. Allir þekkja það vanda- mál tölvukaupenda, að það er sama hvenær þeir kaupa nýju tækniundrin sín, þau eru orðin úrelt og nýjar og fullkomnari út- gáfur eru að koma á markaðinn. En nú kann þetta að vera að breytast. Teikn eru á lofti um að einkatölvan sé um það bil að ná þeirri tæknigerð, sem hún mun búa yfir til framtíðar. Svipað kann að vera uppi á teningnum hvað varðar fyrirtækjatölvur. Framþróun mun eiga sér stað og tæknin verður endurbætt og tölvan er komin til að vera, um það efast enginn, en breyting- arnar verða hægfara miðað við það öra og stutta skeið sem einkatölvan hefur orðið til á og þróast með ótrúlegum hraða. Vestur í Ameríku hefur maður að nafni Hickey gefið út tímarit um tölvur frá 1987. Hann hefur fylgst flestum öðrum betur með þróun og markaðssókn þessa ört vaxandi iðnaðar. Nú segir hann teikn á lofti um að stöðugleiki sé að komast á þróunina. Kaupend- ur einkatölva muni brátt hætta að óttast að þær séu orðnar úr- eltar um það leyti sem þeir koma með þær heim úr búðinni og stinga í samband inni í stofu. Fyrirtæki muni heldur ekki þurfa að endurnýja tölvukerfi sín með stuttu millibili vegna þess að alltaf er eitthvað nýtt og betra og kannski hagkvæmara að koma á markaðinn. Stöðugleikinn er þegar farinn að segja til sín með merkjanlegum samdrætti í sölu stóru tölvuframleiðendanna. Þeir hafa eytt miklu til að þróa aðferðir sem koma eiga í veg fyr- ir 2000 vandann, en þegar hann er yfirstaðinn munu fyrirtækin draga saman seglin og spara þró- unarstarfsemi, þar sem þau sjá ekki fram á að vaxtarbroddurinn stækki eins ört og hann hefur gert síðasta áratuginn. Endimörk vaxtar Það þarf engum að koma á óvart þótt einhver stans verið á þróun- arferli einkatölvunnar og tölvu- væðingu yfirleitt. Allur vöxtur á sér endimörk, ekki síst sá sem vex úr sér þegar á bernskuskeiði. Það er ekki allt sem verður stærra og meira og hraðara með tíð og tíma og vex endalaust. Sé litið til þróunarferils flugs- ins, sem er ein merkasta upp- finning nútímans, reka menn sig á að framþróunin á sér takmörk og verður öðru vísi en viðteknir spádómar hljóðuðu upp á. Árið 1947 flaug Howard Hughes stærstu flugvél sem smíðuð hef- ur verið. Hún átti að taka 750 farþega og var knúð átta hreyfl- um. Hún var á lofti í 25 sekúnd- ur og flaug eina mílu. Síðan hef- ur flugvélarbáknið verið safn- gripur. Fyrir 30 árum voru smíð- aðar nokkrar Concordeþotur sem fljúga með tvöföldum hljóð- hraða. Notagildið er sáralítið og tímasparnaður farþega takmark- aður því þótt flogið sé hratt verð- ur sífellt tímafrekara að komast að og frá flugvöllum og gegnum flugstöðvarbyggingar. Þetta eru dæmi um að tæknin og notagildi hennar eiga sér endimörk. Til eru á teikniborð- um flugvélar sem eru bæði stærri og fljúga hraðar en þær sem hér eru nefndar, en hag- kvæmni þeirra er mjög dregin í efa og vafasamt að þær verði nokkru sinni smíðaðar. En það þýðir samt ekki að þróun og end- urbætur haldi ekki áfram í flug- vélasmíði þótt ekki verði um neinar stökkbreytingar að ræða. Áhersla er lögð á að gera flugvél- ar öruggari, sparneytnari og hljóðlátari. Stóru stökkin í fram- þróun flugsins eru liðin, að minnsta kosti farþegaflugsins. Ef Hickey ritstjóri hefur rétt fyrir sér mun tölvuþróunin brátt kom- ast á Iygnan sjó og að fremur verði um endurbætur á núver- andi kerfum og tæknibúnaði að ræða, fremur en stórstökkar breytingar. Dregur úr framfönun Undanfarið hefur einkatölvusal- an tvöfaldast á hverju ári. Sá ótrúlegi vöxtur á meginþátt í uppsveiflu efnahagslífs í Banda- ríkjunum, en um milljón störf hafa orið til við að framleiða tölvur. Kerfisfræðingar og hug- búnaðarsnillingar bætast þar við. En sitthvað bendir til að draga fari úr ffamförum, framleiðslu og sölu á einkatölvum og búnaði sem sérstaklega er gerður til notkunar í fyrirtækjum. 1990 voru 20% fjárfestinga fyrirtækja í tölvum og tölvustýrðum tækni- búnaði. A síðasta ári var hlutfall- ið 40%. Sem geta má nærri hef- ur þetta haft gífurleg áhrif á hlutabréfamarkað og efnahagslíf yfirleitt. En nú bendir margt til að stöð- ugleiki sé að komast á þennan markað. Tölvuvæðingin heldur ekki endalaust áfram. Framleið- endur eiga í síharðnandi sam- keppni og hafa keppst við að framleiða betri og ódýrari tölvur. Þetta kemur niður á fjárhags- stöðu fyrirtækjanna, sem þá hafa úr minna að moða til rannsókna og þróunar. En sé þróunin að komast á einhvers konar stöðug- Ieikastig, skiptir ekki miklu máli hvort eytt er meira eða minna í rannsóknarstörf. Óþarfi að endumýja Dregið hefur úr söluaukningu á einkatölvum og talar Hickey um, að það bendi til að stöðugleiki í framleiðslu sé á næsta leiti. Þeir sem nú eiga nýjar eða nýlega tölvur munu ekki endurnýja þær í lyrirsjáanlegri framtíð, þar sem fátt eitt mun bætast við tækni- búnað og starfsgetu þeirra tölva sem þeir eiga núna. Rafeinda- iðnaðurinn mun í auknum mæli snúa sér að öðrum greinum, þar sem framþróunar er von. Almannatenglar tölvufram- leiðenda hafa auðvitað mótmælt þeim kenningum, að það sjái fyr- ir endann á vexti og viðgangi tölvuiðnaðarins með tilheyrandi verðhruni hlutabréfa, sem mundi hafa mikil og óheillavæn- leg áhrif á efnahagslífið. En kvis- ast hefur í Wall Street, að nýlega létu forstjórar þriggja fyrirtækja sem framleiða tölvur, selja einka- hlutabréf sín í fyrirtækjunum fyrir 60 milljónir dollara. Sl. þriðjudag birtist grein á viðskiptasíðu Morgunblaðisins sem staðfestir að grunur Hickey ritstjóra sé á rökum reistur. Compaq, sem er með stærstu tölvuframleiðendum og er þekkt fyrir vanda vöru, sendi frá sér af- komuviðvörun, eins og skylt er þegar gefur á bátinn hjá hlutafé- lögum sem skráð eru á almenn- um markaði. Samkeppnin neyðir fyrirtækið til að selja á of lágu verði, samtfmis því að eftirspurn- in minnkar. En forstjórar Compaq eru meðal þeirra sem hafa verið að selja einkahluta- bréf sín í fyrirtækinu. En það gerðu þeir áður en afkomuvið- vörunin var gefin út. Ofmat og vanmat Trúin á almáttugar tölvur og bjartsýnin um að þær muni vaxa og dafna með sama ógnarhraða og á síðasta áratug eða svo er að dala. Það sést greinilega á hæg- ari vexti og minnkandi hraða á umsvifum tölvuframleiðenda. En notagildi tækninnar minnkar ekki, en verður ef til vill aðeins hófsamara og beitt af meiri skyn- semi en á því tímabili sem nýj- ungagirnin hefur tröllriðið fram- leiðslu og notkun tölvunnar, sem yfirleitt er gott atvinnutæki, miðlari upplýsinga og síðast en ekki síst skemmtitæki. Töhotna ber hvorki að ofmeta né vanmeta og það er engin goð- gá að benda á að þróun hennar og geta sé takmarkalaus. Aróður þeirra sem framleiða og selja tölvur og búnað er ákaflega ein- hliða og staðhæfingar um fram- tíðina reynast oft staðlausir staf- ir. Og tölvueigendur ættu að taka því fagnandi ef einhver stöðug- leiki er að komast á þróunina, svo að þeir geti dundað við skjá- ina sína, lyklaborð og mýs án þess að vera sífellt truflaðir af því, að allt sé þetta dót orðið úr- elt og einskis virði. Og nú þegar punktur er settur aftan við þessar hugrenningar í lok starfsdags mun höfundur tæma huga sinn og láta tölvuna galdra fram spilakapal til að kljást við. Svona er nú tölvan gott og notalegt tæki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.