Dagur - 17.04.1999, Qupperneq 8

Dagur - 17.04.1999, Qupperneq 8
8- LAUGARDAGVR 17. APRÍL 1999 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 - 9 FRÉTTASKÝRING Allir vilja Mða Eyjabakka Umliverfisverndar sjónanmðuin var mjög hampað á fundi full- trúa stjómmálaflokk- anna með samtökum útvistarfólks í gær. Gallinn var bara sá að oft og tíðum töluðu stj ómmálamennimir þvert á stefnu flokka sinna. Samút samtök útivistarfélaga blésu til fundar með fulltrúum stjórnmálaflokkanna á fimmtu- dagskvöldið til þess að fá fram af- stöðu þeirra til ýmissa umhverfis- og náttúruverndarmála. Það hef- ur verið mjög rætt og deilt um umhverfismál undanfarin miss- eri, meira en áður hér á landi og ýmsir talað um vakningu í þeim efnum. Hins vegar hafa þessi mál ekki borið jafn hátt í kosninga- baráttunni og mátt hefði ætla í ljósi mikilla deiina t.d. um virkj- anir, Kyoto bókunina og skipulag hálendisins. Meira af kappi en forsjá „Islensk náttúra er mikil auðlind. Hún hefur verið nýtt á ýmsan hátt í gegnum aldirnar en fá- menni þjóðarinnar og takmörkuð tækniþekking dugði lengi vel til að hvorki var gengið of nærri landsins gæðum með ofbeit eða ágangi og fiskistofnar voru ekki í hættu. En með iðnbyltingunni breyttist þetta,“ sagði Gunnar Hjálmarsson formaður Samút í ávarpi sínu á fundinum. Hann rifjaði upp hvernig framfarir í at- vinnu- og samgöngumálum hefðu á ýmsan hátt orðið á kostnað náttúrunnar og valdið spjöllum og mengun, en sem betur fer hefðu viðhorfin breyst og um- gengnin við landið batnað. „A einu sviði erum við samt á svip- uðu stigi nýtingarstefnunnar og þegar Rauðhólunum var ekið ofan í Vatnsmýrina, í stóriðju og virkjanamálum. Nú á að ganga í helstu náttúruperlur landsins og sökkva þeim undir miðlunarlón, meira af kappi en forsjá. Þjórsár- ver hafa þegar verið stórskemmd og til stendur að gera enn meir í þeim efnum. Eyjabakkar eru næstir á dagskrá. Samkvæmt stefnu stjórnvalda á ekki einu sinni að Iáta fara fram umhverfis- mat samkvæmt lögum. Nei nú skal flýta sér að sökkva þeim und- ir miðlunarlón jafnvel þótt engin þörf sé fyrir raforkuna frá Fljóts- dalsvirkjun eins og er,“ sagði Gunnar. Skýr svor Hann sagði að auðvitað yrði hald- ið áfram að virkja en það yrði að gera það af virðingu fyrir náttúr- unni. „Auðlind okkar felst mikið heldur í því að varðveita hana sem minnst spillta fyrir aðra starfsemi og afkomendur okkar. Skynsamleg nýting verður að ráða. Ferðaþjónustan sem byggir á og mun f vaxandi mæli byggja á sem minnst spilltri náttúru, er mjög vaxandi atvinnugrein. Stór óbyggð og tiltölulega Iítið snortin víðerni eru orðin fá í Evrópu. Gildi þeirra er þvf mikið og fer vaxandi. ... Utivistarfólk, íslenskt og frá öðrum löndum, mun sækja í þessa auðlind og skila arði til þjóðarbúsins." sagði formaður Samtaka útvistarfélaga. Hann óskaði eftir skýrum svörum um stefnu flokkanna í þessum mál- um og ekki verður annað sagt en stjórnmálamennirnir hafi oftast talað nokkuð skýrt, en sá var hængur á að í sumum tilfellum gengu skoðanir þeirra þvert á stefnu þeirra flokka sem þeir voru fulltrúar fyrir. Hjörleifur Guttormsson mætti fyrir hönd Vinstri hreyfingar- græns framboðs, Kristján Pálsson fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Olafur Orn Haraldsson fyrir Framsókn- arflokkinn og Ossur Skarphéðins- son fyrir Samfylkinguna, en allir sátu þessir þingmenn í umhverf- isnefnd á kjörtímabilinu. Leitað var sérstaklega eftir afstöðu þeirra til stjórnar á hálendinu og umgengi við það, virkjanamála og Kyotobókunarinnar. Siðferðilega óverjandi „Það er alveg Ijóst að við í Sam- fylkingunni viljum að Kyoto bók- unin verði undirrituð. Við teljum að það sé siðferðilega óverjandi fyrir okkur að taka ekki þátt í því,“ sagði Ossur. Hann minnti á að ef verstu spár gengju eftir myndu nokkur eyríki í Kyrrahafi bókstaflega hverfa undir yfirborð sjávar og Island yrði óbyggilegt innan tiltölulega skamms tíma. I besta falli gætu loftslagsbreyting- ar valdið breytingum á fiskimið- unum og helsta auðlind landsins gæti þorrið. „Það er alveg ljóst að við getum ekki staðið hjá og látið aðra hreinsa upp eftir okkur.“ Stöðvar alla uppbyggingu I sama streng tók Hjörleifur og talaði um rökleysu og siðblindu ríkisstjórnarinnar. Stjórnarliðarn- ir í pallborðinu vörðu hins vegar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að undirrita ekki Kyoto sam- komulagið. „Vaxandi mengun í andrúmsloftinu er að sjálfsögðu mjög alvarlegt mál og ber að bregðast við því af fullri ábyrgð," sagði Kristján og fullyrti að Is- lendingar hefðu gengið lengra í notkun mengunarlausra eða mengunarlítilla orkugjafa en nokkur önnur þjóð í heiminum. „Hér er ein minnsta mengun í heiminum og því mjög erfitt fyrir okkur að samþykkja það að við megum ekki sleppa nema 10% meira af gróðurhúsalofttegund- um en við gerðum árið 1990. Það myndi stoppa alla uppbyggingu í landinu og um leið virkjun fall- vatna nema þá til að selja raf- magn um streng til annarra Ianda. Bygging eins álvers fyllir kvótann í Kyotobókuninni eins og hún er gagnvart okkur,“ sagði Kristján. Hjörleifur benti hins vegar á að losun gróðurhúsaloft- tegunda á Islandi væri jafnmikil og að meðaltali í Evrópusam- bandsríkjunum. „Þetta er ekki betra en það og ætlum við svo að sitja hjá í þessu?,“ spurði Hjör- leifur. Albræðsluhlussa á Reyðar- fírði Fram kom í máli fjórmenning- anna að allir vilja þeir vernda Eyjabakkana og að Fljótsdals- virkjun fari í Iögformlegt um- hverfismat. Vinstri hreyfingin leggst gegn frekari stóriðju og vill endurskoða allar virkjanaáætlanir, sagði Hjör- leifur. „Auðvitað verður að afla orku í landinu til almennra nota en við eigum að stöðva okkur af í stóriðjunni. Við eigum að slá striki yfir þessar fráleitu hug- myndir um að fara að ráðstafa allri þessari orku í eina ál- bræðsluhlussu austur á Reyðar- firði. Það er einhver mesta Ijar- stæða sem ég hef heyrt." Hjörleif- ur sagði vaxandi fylgi við það að setja Fljótsdalsvirkjun í umhverf- ismat og hann tryði því ekki að fram hjá því yrði gengið. „Það er alveg Ijóst að við viljum að Fljótsdalsvirkjun verði sett í lögformlegt umhverfismat. Við viljum undir engum kringum- stæðum að Eyjabakkar verði sett- ir undir vatn. Við viljum heldur ekki nota Dettifoss eða láta ganga frekar á Þjórsárver. Það á miðað við breyttar aðstæður sem eru Kyoto bókunin og breytt viðhorf til umhverfisvendar að slá virkj- unum á frest og endurskoða allar virkjanaáætlanirnar. Þessi stefna liggur skýr fyrir,“ sagði Ossur en Hjörleifur benti á að þetta væri ekki stefna Samfylkingarinnar allstaðar á landinu því frambjóð- endur hennar á Austurlandi vilji gjarnan fá „álvershlussuna" sem áformað sé að reisa á Reyðarfirði. Nauðsynlegt að staldra við „Eg tel nauðsynlegt að við stöldruðum við í stóriðjumálum og endurmetum algjörlega hvert stefna skuli," sagði Ólafur Örn. Hann sagðist hafa barist fyrir því að lögformlegt umhverfismat færi fram vegna Fljótsdalsvirkjunnar og sömuleiðis fyrir því að Eyja- bökkum verði algjörlega hlíft. Það er hins vegar ekki stefna Fram- sóknarflokksins eins og félagar Ólafs í pallborðinu voru fljótir að benda fundarmönnum á. „Ég vildi sannarlega að það væri meiri inni- stæða í þeirra flokkum fyrir mörg þau sjónarmið sem þeir standa fyrir persónulega, en því miður er það ekki sem skyldi," sagði Hjör- Ieifur. Ólafur Örn fullyrti hins vegar að Framsókn væri orðinn um- hverfisvænni flokkur en áður var og jafnvel grænni en flestir. I ályktunum sem samþykktar hafi verið á síðasta flokksþingi Fram- sóknar sé skýr áhersla á mun rík- ari náttúru- og umhverfisvernd en rekin hafi verið til þessa í landinu. „Enda þótt Framsóknarflokkurinn hafi gengið fram með miklum krafti í stóriðju- og atvinnumál- um, jafnvel sterkar en margur hér inni hefur viljað, þá eru nýjar áherslur komnar fram,” sagði Ólafur. Skiptar skoðanir í Sjálfstæð- isfíokknum „Innan Sjálfstæðisflokksins eru skiptar skoðanir um þetta mál,“ sagði Kristján um Fljótdsdals- virkjun og Eyjabakka. „Ég hef lýst því yfir sjálfur að ég telji að það eigi að friða Eyjabakkasvæðið al- veg óháð því hvort farið verði í umhverfismat eða ekki. Ég mun sem slíkur vinna því fylgi innan Sjálfstæðisflokksins en Sjálfstæð- isflokkurinn hefur ekki samþykkt að fella þau lög úr gildi sem sam- þykkt voru 1983 sem heimiluðu Landsvirkjun að fara í þessa vinnu (virkjun á Fljótsdal),“ sagði Kristján. Kristján og Ólafur Örn ræddu báðir um að margt hefði áunnist á kjörtímabilinu í umhverfismálum og nefndu m.a. lögin um þjóð- lendur og nýju náttúruverndarlög- in sem tryggt hafi almenningi mun ríkari rétt til umgengni um landið en áður var. Undir það tóku stjórnarandstæðingar. Átök um samviiimim'finliiia Skipulag miðhálendisins var eitt mesta hitamálið á Alþingi í fyrra- vor en þá voru sem kunnugt er samþykkt umdeild lög sem skiptu öllu Iandinu milli sveitarfélaga, líka miðhálendinu. Eftir mikinn slag innan þings og utan varð að samkomulagi að skipa sérstaka samvinnunefnd um svæðiskipulag miðhálendisins og þar eiga Reyk- víkingar, Reyknesingar og Vest- firðingar fulltrúa eins og kjör- dæmin sem liggja að miðhálend- inu og einnig samtök útvistarfé- laga. Stjórnarandstæðingar eru jafn ósáttir og áður við að miðhálend- inu skyldi vera skipt upp milli sveitarfélaganna sem að því liggja, en stjórnarsinnar á fundinum sögðu það nauðsynlegt. „Nú er í fyrsta komið skipulagslegt vald yfir það land sem fram að þessu hefur verið einskismannsland og bændur jafnt sem einstaklingar og ýmis samtök nánast getað gert það sem þeim hefur sýnst,“ sagði Kristján. „Það er ljóst að það verð- ur ekki hægt áfram og það land sem enginn getur sannað eignar- rétt sinn yfir verður sjálfkrafa land í eigu ríkisins eða fólksins. Það er ekki ljóst hversu mikið land mun falla undir ríkið með þessum hætti en í umræðum í allsherjarnefnd taldi formaður óbyggðanefndar að þetta land gæti orðið allt að 50% af öllu landi sem yrði þá í eigu ríkisins. Hin opinbera umsýsla þessa Iands verður í höndum forsætisráðherra í umboði þjóðarinnar. Skipulagið verður í höndum sérstakrar nefndar sem í sitja fulltrúar frá útivistarfélögum, frá Reykjavík, Reykjanesi og Vestfjörðum auk þeirra kjördæma sem liggja að miðhálendinu." Allir voru fjórmenningarnir nokkuð ánægðir með samvinnu- nefndina og vildu reyndar eigna sér heiðurinn af henni. Fram kom í máli stjórnarþingmannanna að það hefði kostað veruleg átök að tryggja útivistarfélögunum full- trúa, einkum og sér í lagi við sveitarfélögin. Össur hélt fram að sá væri galli á gjöf Njarðar varðandi samvinnu- nefndina að kæmi til árekstra væri aðalskipulag sveitarfélaga æðra svæðisskipulagi samvinnu- nefndarinnar. Það hafði umhverf- isráðherra sagt. „Það er mín nið- urstaða að málið sé í uppnámi," sagði Össur en þessu mótmæltu hinir þingmennirnir. Þeir sögðu það hafið yfir allan vafa að svæð- isskipulag samvinnunefndarinnar væri æðra. „Þarna er skipulags- valdið hjá nefndinni en ekki hjá einstökum sveitarfélögum og ég er alveg undrandi á jafn grandvör- um manni og Össuri Skarphéð- inssyni að reyna að halda öðru fram,“ sagði Hjörleifur. Lifeyrissjóður Norðuriands Ársfundur Lífeyrissjóðs NorÖurlands verður haldinn að Skipagötu 14, Akureyri, 4. hæð mánudaginn 26. apríl 1999 kl. 1600 Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum Dagskrá: 1 Venjuleg ársfundarstörf 2 Breytingar á samþykktum 3 Önnur mál Lífeyrissjóður Norðurlands • Skipagötu 14 • 600Akureyri Sími: 460 4500 • Fax: 460 4501 • Netfang: mottaka@lnord.rl.is Auglýsing frá yfirkjörstjórn Austurlandskjördæmis um móttöku framboðslista Framboðsfrestur til alþingiskosninga, sem fram eiga að fara hinn 8. maí 1999 rennur út kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 23. apríl nk. Framboðslista skal afhenda yfirkjörstjórn Austurlandskjör- dæmis þann dag kl. 11.00-12.00 í útibúi sýslumannsins á Seyðisfirði, að Lynqási 15, Egilsstöðum. Á framboðslista skulu vera að lágmarki nöfn 5 frambjóð- enda og eigi fleiri en 10. Framboðslista skal fylgja yfirlýsing þeirra, sem á listanum eru, um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Flverjum lista skal og fylgja skrifleq yfir- lýsinq um stuðning við listann frá kjósendum í Austurfands- kjördæmi. Skulu meðmælendur vera 100 hið fæsta og eigi fleiri en 150. Enginn kjósandi getur mælt með fleiri en ein- um framboðslista. Þá skal fylgja framboðslista skrifleg til- kynninq frá frambióðendum listans um hverjir tveir menn séu umooðsmenn listans. Tilgreina skal skýrleqa fullt nafn frambjóðanda, kennitölu, stöðu oq heimili. Við nöfn meðmælenda skal greina kenni- tölu og neimili. Fundur yfirkjörstjórnar með umboðsmönnum framboðslista, skv. 38. gr. laga nr. 80/1987 um kosningar til Alþingis, verður haldinn að Lyngási 15, Egilsstöðum, laugardaginn 24. apríl kl. 10.00. Meðan kosning fer fram lauqardaginn 8. maí 1999, verður aðsetur yfirkjörstjórnar í skrifstofu sýslumannsins á Seyðis- firði, en talning atkvæða mun fara fram í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði. Seyðisfirði, 14. apríl 1999. F.h. yfirkjörstjórnar Austurlandskjöraæmis, skv. umboði yfirkjörstjórnar, Lárus Bjarnason, formaður. Undur nq stnrmerki www visir is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.