Dagur - 17.04.1999, Page 10

Dagur - 17.04.1999, Page 10
10 - LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 ro^tr ÞJÓÐMÁL Hugleiðingar á andvöku stimdum iim samhjálp „Ellilífeyri, sem er jöfn greiðsla til allra lífeyrisþega, er sjálfsagt að hækka umtalsvert, grípa tækifærið og gera það núna á ári aldraðra, “ segir Þor- steinn m.a. í grein sinni. ÞORSTEINN ÓLAFSSON SKRIFAR Allir vilja gott velferðarkerfi, en skiptar skoðanir eru um hvemig grunnur þess og fyrirkomulag eiga að vera. Eg held að meirihluti þjóðar- innar vilji að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, annist að mestu leyti þá þjónustu. Þ.e.a.s. umönnun og hjálp við alla sem þurfa á því að halda vegna sjúkdóma, fötlunar, ellihrumleika eða af einhveijum öðrum ástæðum geta ekki séð sér og sfnum farborða. Öflugt velferðarkerfi er dýrt og kostnaðurinn við það mun fara vaxandi af ástæðum sem liggja í augum uppi. Því miður sjá margir ofsjónum yfir því mikla Ijármagni sem fer til samhjálparmála. Mér stendur mikil ógn af hinum mikla áróðri og almennri andstöðu við alla skattlagningu - öflun tekna í sameiginlega sjóði okkar. Eg vil að fjárþörf hins opinbera sé í ríkari mæli en nú er mætt með beinum sköttum. Þ.e.a.s. sköttum sem lagðir eru á eftir efnum og ástæðum. Beinir skatt- ar eru lægri hér en í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. I þessu sambandi kemur mér tvennt í hug. Skatt sem lagður er á tekjur vegna eigna, svonefndur fjármagnsskattur, er sjálfsagt að hækka. Það væri e.t.v. rétt að gera það í áföngum. Það er óeðlilega mikill munur á þeim skatti sem er aðeins 10% og skatti sem lagður er á lífeyrissjóðs- og vinnutekjur. Nú annað skattþrepið, sem kallað er hátekjuskattur, mætti einnig hækka. Sumir tala um að íjölga skattþrepum. Eg set spum- ingu við það. Eg skil vel að þeir sem vilja sem minnst ríkisafskipti og telja rétt að hver einstaklingur borgi miklu meira fyrir þá samfélagslegu þjónustu sem hann þarf á að halda, og að einkaaðilar, trygg- ingafélög, góðgerðarstarfsemi af ýmsum toga, sjái í meira mæli um velferðarmál, þeir vilja skiljanlega hafa beina skatta sem lægsta. En við sem viljum að ríki og sveitar- félög sjái svo til alfarið um vel- ferðarmál og að allir standi sem jafnast að vígi í sambandi við heil- brigðismál og almenna velferð, ættum að Iíta til allra átta, áður en við förum fram á að beinir skattar Iækki. Eg vil að óbeinir skattar hækki sem allra minnst. Þar á ég við ýmis þjónustugjöld hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga. Alveg sér- staklega þarf að sporna af alefli gegn því að þátttaka sjúklings í lækniskostnaði verði aukin. Launamunur í þjóðfélaginu er mikill og fer vaxandi. Það er erfitt að vinna gegn þeirri þróun, þvl stór hluti heimsbyggðarinnar er orðinn eitt vinnusvæði. Til að- koma í veg fyrir atgervisflótta verðum við að borga ýmsum sér- fræðingum okkar og vísinda- mönnum svipuð Iaun og þeir eiga kost á að fá annars staðar. Þetta á ekki hvað síst við sérfræðinga á sviði heilbrigðismála. En það er ekki þar með sagt að ég og mínir líkar þurfi að fylgja í kjölfarið hvað launakjör varðar. Þó að mörgum blöskri launa- munur hjá vinnandi fólki, þá tek- ur ekki betra við þegar mínir menn eru hættir að vinna og fá eingöngu tekjur frá lífeyrissjóðum og Tryggingastonfnun. Eins og staðan er í dag þá eru því miður margir sem fá sáralitlar lífeyris- sjóðsgreiðslur. En þetta stendur vonandi til bóta í framtíðinni. Ég skil ekki það réttlæti, sem ýmsir halda fram, að skattleggja beri 2/3 hluta lífeyrissjóðstekna sem Ijár- magnstekjur, þar sem skatturinn er aðeins 10%. Þetta kæmi þeim best sem hafa háar lífeyrissjóðs- tekjur. Hinum verst settu, sem fá litlar sem engar tekjur frá lífeyris- sjóðum, kemur þetta að litlu gagni. Þetta myndi því auka bilið milli ríkra og snauðra ellilífeyris- þega, sem er þó ærið fyrir. Það er ekki langt síðan verð- bólgan var lögð að velli. A verð- bólguárunum varð lítið úr þeim fjármunum sem geymdir voru í peningastofnunum. Það er því ekki sanngjarnt að leggja að jöfnu vaxtatekjur í bönkum og lífeyris- sjóðstekjur þeirra sem höfðu verðtryggðan lífeyrissjóð á hinu langa tímabili verðbólgunnar. Fyrir nærri 30 árum var komið á tekjutryggingu fyrir þá tekju- lægstu. Hún var ekki ætluð þeim ellilífeyrisþegum sem höfðu sæmileg eftirlaun. Notagildi pen- inga er jafnt hvaðan sem það kemur. Það skiptir ekki máli hvað afkomu varðar, hvort um er að ræða tekjur frá Iífeyrissjóðum, arð af eignum (ijármagnstekjur) eða vinnulaun. Eg tel ekki rétt að gera engan greinarmun á ellilífeyri og tekju- tryggingu, eins og mér virðist margir gera. Ellilífeyri, sem er jöfn greiðsla til allra lífeyrisþega, er sjálfsagt að hækka umtalsvert, grípa tækifærið og gera það núna á ári aldraðra. En tekjutryggingin á að vera öryggisventill fyrir þá tekjulágu eins og tilgangurinn var í upphafi. Margir tala íjálglega um nauð- syn þess að jafna lífskjörin, en þegar gera á eitthvað raunhæft í því efni kemur heldur betur hljóð úr horni. Það er hægt, og það á að nota skattkerfið og bætur al- mannatrygginga til að ná því marki. Þetta gerist með því að hafa beina skatta háa en óbeina skatta lága og að tekjutengja bæt- ur almannatrygginga, almennur ellilífeyrir þó undanskilinn. En ég vil undirstrika að lokum að takist að halda uppi blómlegu atvinnulífi og draga verulega úr skattsvikum, sem eru öllum til skammar, þá er þörfin fyrir mikla skattheimtu ekki eins mikil. FRAMSÓKNARFLOKKURINN Akureyringar, nærsveitamenn Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, flytur ávarp á samkomu sem haldin verður í dag laugardaginn 17. apríl, kl. 16.00 á Fiðlaranum 4. hæð, Skipagötu 14, Akureyri. Þar flytja frambjóðendur flokksins í kjördæminu einnig ávörp. Kaffiveitingar Skemmtiatriði B-listinn Halldór Asgrimsson á Norðurlandi eystra Ný f ramsókn til nýrrar aldar FRAMS0KNARFL0KKURINN www.framsokn.is TILBOÐ Nautagúllas.890 kr/kg Nautahakk...690 kr/kg KNORR DAGAR P HRISALUNDUR j/ / - fyrir þig!

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.