Dagur - 22.04.1999, Síða 1

Dagur - 22.04.1999, Síða 1
Alþýðus amb and á barmi klofnings Guðmimdur Gunnars- son, formaður Rafiðn- aðarsambandsins, segir sambandið á leið út úr ASÍ og að þaö muni beita sér fyrir stofnun Lands- sambands starfs- greinasambanda. Á fundi laga- og skipulagsnefnd- ar Alþýðusambands Islands í gærmorgun var skýrt frá því að ASI hefði samþykkt að innan þess raða væru bara sambönd með iðnlærðu fólki og svo sam- bönd með öðrum. Blönduð sam- bönd gætu ekki verið í Alþýðu- sambandinu. Þessi ákvörðun verður til þess að hið nýja og blandaða samband Matvís, sem er samband matreiðslumanna, þjóna og starfsfólks í veitinga- húsum, fær ekld inngöngu í ASÍ og sömuleiðis fær Rafiðnað- arsambandið ekki að vera þar ef það tek- ur inn félaga úr Félagi síma- manna og fleiri óiðnlærða, sem sótti' um inngöngu í Rafiðnaðar- sambandið í vetur en var áður í BSRB. „Þetta verð- ur til þess að Alþýðusam- bandið klofnar. Það kemur ekki til greina að reka sfma- menn úr okkar félagi. Þetta vita menn hjá ASI og þess vegna eru þetta bara skilaboð til okkar að fara úr ASI. Eg mun leggja þessa niðurstöðu laga- og skipulagsnefndar íyrir landsfund okk- ar á morgun (í dag) og ég er ekki í vafa um hver niður- staðan hjá mínum mönn- um verður. Ég mun í fram- haldinu síðan beita mér fyrir því að stofnað verði Lands- samband starfsgreina- sambanda," sagði Guð- mundur Gunnarsson, formaður Raf- iðnaðarsam- bands Islands, í samtali við Dag síðdegis í gær. Gekk af fundi Guðmundur segir að fram til þessa hafi Rafiðnaðarsambandið ávallt verið blandað og því í raun eina starfsgreinasambandið. Innan Alþýðusambandsins hafi það alltaf verið samþykkt þar til nú. „Það var svo Verslunarmanna- félag Reykjavíkur sem lagðist af alefli gegn því að Félag síma- manna gengi í okkar samband og fyrir því að blönduð sambönd fengju ekki að vera í ASI. Við spurðum um ástæður en fengum aldrei nein svör. Þessi viðbrögð VR og síðan ákvörðun laga- og skipulagsnefndar ASI koma okk- ur fullkomlega í opna skjöldu. Ég spurði fóíkið á miðstjórnar- fundi ASI í dag hvort það ætlaði að hafa þetta svona og því var svarað játandi. Ég benti þeim þá á hvað þeir væru í raun að gera með þessu og gekk síðan út af fundi,“ sagði Guðmundur Gunn- arsson. Engin Ieið var að ná í forystu- menn ASI í gær, þar sem þeir voru lokaðir inni á miðstjórnar- fundi. — S.DÓR Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins. Ljótt að skrökva Eldri borgarar og öryrkjar héldu mikinn baráttufund á Ingólfs- torgi í gær í þeirri viðleitni sinni að fá kjör sín bætt. Ólafur Ólafs- son, formaður Félags eldri borg- ara í Reykjavík, Benedikt Davíðs- son, formaður Landssambands eldri borgara, og Haukur Þórðar- son, formaður Öryrkjabanda- lagsins, fluttu ávörp á fundinum. Benedikt Davíðsson sagði m.a. í sínu ávarpi að aldraðir væru ekki kvartsárir og oftast lang- þreyttir til vandræða, en þeir vilji engir bónbjargarmenn vera. Hann sagði dapurlegt að heyra stjórnmálamenn slá ryki í augu fólks með villandi talnaleikfimi. „Og ég vil segja að það sé Ijótt af embættismönnum að skrökva tölum inn í ræður ráðherra, sem svo aðrir stjórnmálamenn hafa eftir án þess að þekkja rangfærsl- urnar. Hann sagði ráðherra rang- túlka niðurstöðurnar í Gallup könnuninni um hag og aðstæður eldri borgara sem birt var í vik- unni. — S.DÓR Frá útifundi eldri borgara og öryrkja á Ingólfstorgi í gær. Jón Ásgeir Sigurðsson. Krefjast svara Heitar umræður hafa orðið um fjármál RUV á síðustu tveimur út- varpsráðsfundum vegna krafna starfsmanna og einstakra útvarps- ráðsmanna um upplýsingar um hvað hagræðingaraðgerðir síðustu ára hafa skilað í sparnaði. Á síð- asta útvarpsráðsfundi Iagði Hall- dóra Ingvarsdóttir, framkvæmda- stjóri útvarpsins, fram tölur, sem útvarpsráð taldi ófullkomnar og fól Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson, formaður útvarpsráðs, framkvæmdastjóranum að skila greinarbetri skýrslu á næsta fundi. Málið má rekja til þess að Starfsmannafélag útvarpsins hef- ur um nokkurra mánaða skeið haldið uppi fyrirspurnum um ár- angur af hinum ýmsu hagræðing- araðgerðum sem gripið hefur ver- ið til. I samtali við Dag staðfestir Jón Ásgeir Sigurðsson, formaður starfsmannafélagsins, að félagið hafi spurt um þessi mál. „Við höfum enn ekki fengið neinar tölulegar sannanir fyrir því að sparnaður hafi átt sér stað og teljum raunar að ekki hafi ein ein- asta króna sparast, heldur að þvert á móti hafi stefnulausar hagræð- ingaraðgerðir jafnvel Ieitt til út- gjaldaaukningar. Nú síðast hefur verið tekin ákvörðun um að ráða nýjan þul til að lesa frá og með 3. maí allar morgunfréttir og hádeg- isfréttir og fær þessi nýja mann- eskja með sér aðstoðarmann til að annast um tónlistina. Spytja má hvað aðrir þulir eiga að gera. Þetta er nýjasta dæmið um að enginn sparnaður sé í rauninni í gangi,“ segir Jón Ásgeir. Móralltim á lágu stigi Þetta nýjasta ráðningarmál Iýtur að ráðningu Vilhelms G. Kristins- sonar og voru heitar umræður um þau mál og afleysingarmál al- mennt einnig á síðustu fundum útvarpsráðs. Umræða um þessi mál verða áfram á dagskrá út- varpsráðs á næsta fundi. „Mórall- inn meðal starfsfólks útvarpsins er á mjög lágu stigi," segir Jón Ásgeir. - FÞG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.