Dagur - 22.04.1999, Side 3

Dagur - 22.04.1999, Side 3
 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 - 3 FRÉTTIR L Iitíl andstaða Frekar fylgjandi ______________________________________19%_________________________________ Aðeins 8% aðspurðra í skoðanakönnun Háskólans á Akureyrir voru andvíg Kísiliðjunni við Mývatn. Mikill meirihluti kjósenda í Norð- urlandskjördæmi eystra er fylgj- andi því að vinnsluleyfi Kísiliðj- unnar við Mývatn verði framlengt. Þetta má Iesa út úr skoðanakönn- un sem Rannsóknastofnun Há- skólans á Akureyri gerði fyrir Dag dagana 12.-16. apríl sl. Aðeins 8% aðspurðra segjast frekar andvíg eða mjög andvíg framlengingu vinnsluleyfisins. Spurt var: Hversu fylgjandi eða andvígur ertu því að vinnsluleyfi Kísiliðjunnar verði framlengt? Þegar svör þeirra sem tóku af- stöðu eru skoðuð, kemur í ljós að 39,6% segjast mjög fylgjandi. 19,2% eru frekar fylgjandi. 33,2% segjast hvorki né, 4% segjast frek- ar andvíg og 4% mjög andvíg. Athygli vekur að stuðningur við verksmiðjuna er hvað mestur á Akureyri. SMpttr AMueyri miMu máli Fulltrúum stærstu stjórnmála- flokkanna á Norðurlandi eystra kemur saman um að þessar niður- stöður komi ekki á óvart. Svanfríð- ur Jónasdóttir hjá Samfylkingu bendir á að Norðlendingar meti atvinnuhagsmuni mjög mikils og trúi því að fyrirtækið skipti sköp- um íyrir byggðina við Mývatn og hafi einnig veruleg áhrif bæði á I lúsavík og Akureyri. „Akureyring- ar gera sér mjög vel ljóst hvað það skiptir miklu máli fyrir þá að hafa öflugt bakland í byggðunum í kring,“ segir Svanfríður. Hvað varðar vinnu vísindamanna sem lagst hafa gegn framlengingu seg- ir Svanfríður að menn hefðu þurft að leggja meira í rannsóknir. „Við höfum ekkert annað í höndunum í dag en hagsmuni fólksins sem býr þarna.“ Engin siinnun fyrir skaðsemi Valgerður Sverrisdóttir, oddviti Framsóknar, segir: „Það hefur ekki verið sannað að verksmiðjan skaði lífríki vatnsins. Þetta er fvT- irtæki sem rekið er með góðum hagnaði og veitir mörgum vinnu. Það er skiljanlegt að menn vilji það áfram í rekstri.“ Valgerður tel- ur að lögin um verndun Laxár og Mývatns séu þess valdandi að framtíð Kísiliðjunnar ráðist ekki af pólitískum vilja eða þorra lands- manna. „Heldur er það tiltölulega fámennur hópur sem hefur um þetta að segja og þess vegna er óvissan svona mikil. I tíð síðustu ríkisstjórnar var málið sett í ákveð- inn farveg og út úr honum er ekki þægilegt að komast," segir Val- gerður, en bendir á jákvætt skref hjá iðnaðarráðherra að hyggjast fá hlutlausa aðila til að fara yfir alla þætti málsins. A grundvelli þeirra upplýsinga verði svo nýjar ákvarð- anir teknar til framtíðar. Meiri andstaða í Reykjavík Tómas Ingi Olrich, frambjóðandi Sjálfstæðisflokks, túlkar niður- stöðu könnunarinnar þannig að rannsóknavinna hafi ekki sýnt fram á að lífríki Mývatns hafi skaðast vegna Kísiliðjunnar. „Eg held að þetta sé bæði stjórnmála- mönnum og fólkinu í Mývatns- sveit hvatning í að styrkja grund- völl starfseminnar. Ég bjóst við ívið meiri andstöðu en þessi könn- un leiðir í Ijós, en ég veit að það er miklu meiri andstaða við Kísiliðj- una f Reykjavík en í þessu kjör- dæmi. Þar eru menn fjær hags- munum fólksins og meta þá minna,“ segir Tómas Ingi. Ekki náðist í Steingrím J. Sig- fússon, oddvita VG-framboðsins. - BÞ Seðalabankinn spáir nú örlítið hærri verðbólgu. Spáir aiiMnni verðbólgu Seðlabanki Islands hefur endur- metið verðlagshorfur og spáir nú 2,4% verðbólgu á milli ársmeð- altala þessa og síðasta árs og 2,8% hækkun frá ársbyrjun til ársloka. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,6% frá fjórða ársfjórðungi 1998 til fyrsta ársfjórðungs 1999, sem samsvarar 2,6% verð- bólgu á heilu ári. Þetta er svipuð hækkun og Seðlabankinn spáði í janúar. Þrátt fyrir það spáir bankinn nú heldur meiri hækk- un verðlags það sem eftir lifir ársins. Spáin í janúar gerði ráð fyrir 1,9% hækkun neysluverðs á milli ára og 2,2% hækkun á ár- inu. Nú er spáð 2,4% hækkun á milli ársmeðaltala og 2,8% hækkun frá upphafi til loka árs- ins. Meginorsökin er mikil hækkun húsnæðisliðar vísitölu- neysluverðs og Iíkur á áfram- haldandi hækkun. Nokkur óvissa ríkir um erlend áhrif á verðlagsþróun næstu missera. Dregið hefur úr lækk- un innflutningsverðs frá í fyrra og hefur verð á olíu og bensíni hækkað verulega á síðustu vik- um. Aðrar forsendur eru svipað- ar og áður. — bþ Árni Einarsson sem rannsakað hefur kísilgúrvinnsluna um áratugaskeið segir ummæli ráðherra, Halldórs Blöndal, dæma sig sjálf. Varla svaravert Árni Einarsson, líffræðingur og forstöðumaður Náttúrurann- sóknastöðvarinnar við Mývatn, hefur rannsakað afleiðingar kís- ilgúrvinnslu á lífríki vatnsins um áratuga skeið. Hann segir orð samgönguráðherra um fyrirfram gefnar niðurstöður vísinda- manna við Mývatn og aðra gagn- rýni varla svaraverða. „Orð ráðherra í Degi dæma sig sjálf og eru varla svaraverð. Hall- dór segist sjálfur ekki hafa kynnt sér rannsóknastörf við Mývatn en virðist halda að rannsókna- niðurstöður mótist af því hvar vísindamenn eiga heima. Slík orð vekja manni óneitanlega nokkurn ugg. Mjivatn og ná- grenni er kjörinn vettvangur náttúruvísindamanna og þar ættu að geta starfað nokkrir menn árið um kring við rann- sóknir. Til þess að það geti orðið þarf að hlúa að þeim vaxtar- broddum sem þegar eru fyrir. Ef byggðamál eru Halldóri hugleik- in væri honum sæmra að efla rannsóknastarfsemi við Mývatn í stað þess að ófrægja hana,“ segir Árni. - BÞ •Jlihv huí Rússar reyna nýiar Mðartillögur RUSSLAND - Rússar ætla ao gera aðra tilraun til þess að binda endi á stríðið í Kosovo með því að bera friðartillögur undir stjórnvöld í Júgóslavíu. Viktor TsjernómyTdín, fyrrverandi forsætisráðherra sem Ror- is Jeltsín forseti hefur gert að sérlegum sendimanni í málefnum Júgóslavíu, ætlar að halda til Belgrað í dag, fimmtudag, þar sem hann ætlar að ræða við Slobodan Milosevic og aðra ráðamenn. Reiknað er með að Tsjernómyrdín komi heim aftur að kvöldi. Jevgení Prímakov hélt til Belgrað í Iok mars í svipuðum erindagjörðum en hafði þá ekki árang- ur sem erfiði. Soniu Gandhi falin stjómarmyndun INDLAND - I gær var hinni ítalsk-ættuðu Soniu Gandhi, ekkju Rajivs Gandhis, fengið umboð til stjórnarmyndunar á Indlandi. Hugðist hún reyna að mynda minnihlutastjórn, en fráfarandi ríkisstjórn missti meiri- hluta sinn á þingi í lok sfðustu viku. Þjóðernissinnar á Indlandi hafa lát- ið í Ijós andúð sína á því að hún myndi stjórn, þar sem hún er ekki ind- versk að uppruna. Óttast alnæmi meira en kjamorkuvopn INDLAND - Indverska hernum stendur meiri ógn af alnæmi en kjarn- orkuvopnum, að [m' er yfirmenn hersins segja. Nú þegar hafa 6.000 her- menn smitast af alnæmi, og er talið að innan fárra ára geti fjöldi þeirra sem smitast hafa verið kominn upp í 20.000. í indverska hernum eru um það bil milljón hermenn, bæði karlar og konur. Hlutfall alnæmissmit- aðra í hernum er álíka hátt og hlutfallið í þjóðfélaginu almennt. Palestmumenu sakaðir um manurétt- indabrot Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa sakað yfirvöld á sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna um alvarleg mannréttindahrot, eink- um að því er varðar pólitíska fanga á Vesturbakkanum og á Gazasvæð- inu. Fjölmargir fangar hafa setið inni mánuðum saman án þess að koma fyrir rétt. Þeir hafa mátt sæta pyntingum og sumir hverfa sporlaust. Am- nesty intemational telur að nú séu um 220 pólitískir fangar í haldi án þess að neinar kærur hafi verið Iagðar fram á hendur þeim.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.