Dagur - 12.05.1999, Page 2

Dagur - 12.05.1999, Page 2
! \ V MU V í\ W ,S1 iV ,1 íi íwljl 2 - MIDVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 FRETTIR Krossanesverksmiðjan á Akureyri hefur ákveðið að bjóða öllum íbúum Akureyrar sem þess óska að fá ókeypis fiskimjöl til að bera á húsalóðir sínar. Fiskmtjöl á allar lóðir Akureyrmga! Flugur geta sótt í físki- mjölið og það kaun eiuuig að valda lyktarmengun ef það er notað í óhófí á garðana. Krossanesverksmiðjan á Akureyri hef- ur ákveðið að bjóða öllum íbúum Ak- ureyrar sem þess óska að fá ókeypis fiskimjöl til að bera á húsalóðir sínar. Mjölið verður afhent í mjölskemmu Krossaness mánudaginn 17. maí og þriðjudaginn 18. maf frá kl. 08.00 til 12.00 og 13.00 til 17.00 báða dagana. Fiskimjölið verður afhent £ pokum en í hverjum poka er hæfilegt magn mjöls á lóð af hefðbundinni stærð. Trygg- ingafélagið Sjóvá-Almennar styrkir þetta framtak verksmiðjunnar með því að leggja til pokana sem mjölið er af- hent í. Arni Steinar Jóhannsson, umhverf- isstjóri Akureyrarbæjar og nýkjörinn þingmaður, segir að fiskimjöl sé ágætt efni á lóðir, en í hófi. „Það er auðvitað hægt að nota þetta efni í óhófi ég tala nú ekki um ef það er nánast verið að þekja lóðina með mjölinu, sem alltaf er hætta á, sérstaklega ef fólk er að fá þetta ókeypis, og það er ekki gott fyrir gróðurinn, undan því kann að brenna. Svo geta sótt í þetta flugur og af þessu stafað Iykt sem ekki hefur verið mjög vinsæl meðal Akureyringa. Hins vegar hafa margir notað loðnumjöl í árarað- ir með prýðisgóðum árangri enda ágætis efni og mjög gott fyrir gróður- inn sé það rétt notað. Ef garðeigendur vilja ekki nota loðnumjöl geta þeir t.d. fengið blákorn sem hefur tiltölulega hátt fosfór- og kalíinnihald en minna af köfnunarefni sem eykur yfirvöxtinn. Fosfórinn er meira fyrir rótarkerfið og styrkir það. En hvoru tveggja veldur því að oftar þarf að slá blettinn yfir sumartímann," segir Arni Steinar Jó- hannsson. Jóhann Pétur Andersen, fram- kvæmdastjóri Krossanesverksmiðjunn- ar, segir að því fari víðs fjarri að Iágt verð á fiskimjöli á erlendum mörkuð- um hafi ráðið þeirri ákvörðun að gefa bæjarbúum fiskimjöl í garðana. Hug- myndin hafi lengi verið í geijun en mörg vor hafi ákveðinn fjöldi fólks komið í verksmiðjuna og fengið mjöl í garðinn sinn án endurgjalds. Um er að ræða venjulegt fiskimjöl, ekki hágæða- mjöl, og segir Jóhann Pétur að margt eldra fólk telji þetta vera besta áburð- inn sem hægt sé að fá í garðinn. „Eg veit ekki hvað þetta er mikið magn ef allir Akureyringar mundu þiggja okkar boð en gert er ráð fyrir að hver maður sem kemur fái allt að 15 kg. Auðvitað er lykt af fiskimjöli, það verður ekki undan því komist, en alls ekki í margar vikur, mjölið rignir niður og jarðvegurinn vinnur úr þessu. Sterkust verður lyktin þegar verið er að bera á í vindi og þurrki. Skorkvik- indum og flugum finnst þetta gott og sækja í þetta en varla er að óttast að í görðum myndist flugnasveimar,“ segir Jóhann Pétur Andersen. Um 5.500 íbúðir eru á Akureyri en ef gert er ráð fyrir heldur minna magni á hverja íbúð í fjölbýlishúsi, gæti heildarmagnið samt orðið um 70 tonn, sem jafngildir um 400 tonna loðnu- afla. Verðmætið miðað við gildandi heimsmarkaðsverð gæti numið liðlega 2 milljónum króna. GG Pottverjar voru á því máli í gær að með ákvörðuninni um breytta fréttatíma ríkis- útvarpsins og sjónvarpsins hefði hagsmunum útvarps- ins verið fómað. Með því að skikka útvarpsmenn til að gefa eftir sjöfréttirnar á kvöldin væri í reynd verið að afskrifa möguleika frétta- stofu útvarpsins á að halda sínum hlut þegar hádegis- Markús Órn Antonsson. fréttunum lýkur. Þess í stað hafi Markús Öm Antons- son útvarpsstjóri veðjað á möguleika sjónvarpsins til að ná upp á nýjan leik áhorfi á kvöldfréttimar með því að vera á undan fréttum Stöðvar 2.... Eitt af þvi sem lítt hefur verið talað um eftlr kosning- amar cr að Sjálfstæðisflokknum tókst ekki að laga stöðmia í Reykjavík svo nokkra næmi. í pottinum var tekið eftir því að frá borgarstjómarkosningunum í fyrra tókst Davíð Oddssyni og félögum aðeins að auka fylgi sitt úr 45,2 í 45,7%, en kannanir Gallups fyrir kosningar sýndu 50,5 til 51,5% fylgi. Framsókn, Samfylking og Vinstri-Grænir fengu hins vegar 48,8% og telja mennþetta benda tU að Davíð - líkt og Ami Sigfússsyni hefði ekki tekist að vinna borgina af R-listamun.... Davíð Oddsson. Davíð var annars yfirlýs- ingaglaður eítir kosningam- ar um að borgarstjórinn hcfði skemmt íyrir Samfylk- ingunni með þvi að „reka fatlaða" úr vhmu. Borgar- starfsmaður í pottinum bcndir hins vcgar á að ger- endumir í brottrekstrarmál- inu liafi vcrið embættis- mennimir hjá Borgarverk- fræðingi, Stefán Hermanns- son borgarverkfræðingur, Jóhann Pálmason garð- yrkjustjóri og Pétur Kr. Pétursson starfsmannastjóri og bætir við að líklegt sé að flokksskírteini þessara manna séu heiðblá á litinn og kyrfilega merkt fálkan- mn.. FRETTA VIÐTALIÐ Frammistaða RÚV verður könnuð Markús Öm Antonsson útvarpsstjóri Fréttamenn RÚV eru sagfórhafa „vegiðað“m.a. Halldóri Ásgrímssynifyrír kosningamar og sagt erað of langt hafi veriðgengið í birt- ingu skoðanakannana. - Hvað finnst þér um þú gagnrýni Hall- dórs Ásgrímssonar, varðandi spurningar um kvótaeign jjölskyldu hans? „Eg hef ekki heyrt mikla gagnrýni á þessa kosningaþætti og framgöngu fréttamann- anna. Halldór er að tala um einn tiltekinn þátt og ég geri ráð fyrir að þar hafi mjög verulegum tíma verið varið í þetta eina til- tekna atriði, sem er í sjálfu sér umdeilan- legt.“ - Fannst þér forystumönnum mismunað í þessum yfirheyrsluþúttum hvað linkind eða hörku varðar? „Eg fylgdist ekki með allri umræðunni í þessum þáttum. Eg gat ekki greint neinn mun á í þvf sem ég gat fylgst með af þessu mikla magni, en vantar marktækan saman- burð. Eg hef hins vegar mjög víða heyrt lof falla í garð fréttastofanna fyrir það sem var verið að gera í þessum framboðs- og kosn- ingamálum almennt. Dagskráin var viða- mikil og vakti athygli - ég hygg að fólki finn- ist að RUV hafi komið sterkt fram sem þjónn lýðræðisins." - Alvarlegar athugasemdir komu, m.a. frú forsætisráðherra, vegna umfjöllunar fréttastofunnar fyrir síðustu borgarstjóm- arkosningar. Sýnist þér að gæti stefnt í rannsókn núna? „Það komu vissulega fram gagnrýnisradd- ir þá um mismunun í fréttum frá hausti til vorsins. Gagnrýni af því tagi hefur ekki komið fram núna og ekkert tilefni gefist til að fara að rannsaka slíka hluti. Eg hef hins vegar ákveðið að gerð verði almenn við- horfskönnun eins og eftir kosningarnar í fyrra, um hvernig fólki hafi fundist útvarp og sjónvarp RUV hafa staðið sig í umfjöllun um kosningabaráttuna og niðurstöðurnar. Eg bíð spenntur eftir niðurstöðunum." - Höfðu kvartanimar síðast áhrif á um- fjöllunina nú? „Eg vann álitsgerð eftir umfjöllunina þá og tók fram að það mætti vafalaust breyta skipulagi vinnunnar þannig að sérstakir verkefnisstjórar yrðu tilnefndir til að hafa á hendi yfirstjórn kosningaumfjöllunarinnar og samræmingu á henni, þannig að alltaf lægi fyrir vitneskja um hvað væri búið að Ejalla mikið um tiltekin framboð og að menn gætu þannig haft aðgæslu með að ekki væri verið að mismuna framboðum. Þetta mætti ekki bara fara eftir því hver væri vaktstjóri á hverri vakt og menn kannski ekki með á hreinu hvað hefði gerst á öðrum vöktum. Ég hygg að tillit hafi verið tekið til þessa og ágæt verkstjórn í gangi.“ - Að lokum. Menn gagnrýna birtingu kannana fratn á liosningadag og vilja bann. Hvað finnst þér um þessa umræðu? „Þessi spenningur fyrir skoðanakönnun- um er alþjóðlegt fyrirbæri. RUV vill vera með og á ekki að standa til hlés í saman- burði við aðra miðla. Eg hef hins vegar sagt hér innanhúss að ég hef vissa fyrirvara um tilgang þessara daglegu raðkannana síðustu vikuna fyrir kosningarnar. Að það svari kostnaði og fyrirhöfn að mæla þannig ein- hverjar dægursveiflur í fylginu. Það finnst mér frekar úr hófi gengið. Eg er ekki þar með að segja að það eigi að setja reglur um að það megi ekki gera kannanir og birta niðurstöðurnar síðustu vikuna." - FÞg

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.