Dagur - 12.05.1999, Side 3

Dagur - 12.05.1999, Side 3
MIDVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 - 3 Ttopir FRÉTTIR Ráðherraefni eru farin að safna fylgi Umræðiir um að fjtfljja ráðherrum í 12 verða æ háværari. Fram- sóknarmenn sagðir vilja losna við þungu ráðuneytin. Stjórnarmyndunarviðræður stjórnarflokkanna héldu áfram í gær. Akveðið hefur verið að vara- formenn flokkanna, þeir Finnur Ingólfsson og Geir H. Haarde, annist viðræðurnar til að byija með og fari yfir málefnalista flokkanna, skiptingu ráðuneyta og fleira. Formennirnir Davíð Oddsson og Halldór Asgrímsson koma svo inn í viðræðurnar þeg- ar frá líður. Halldór Asgrímsson sagði í gær að hann gerði ráð fyr- ir að stjórnarmyndunarviðræð- urnar standi út þennan mánuð. Þingmenn stjórnarflokkanna, sem Dagur hefur rætt við, full- yrða að ef stjórnarflokkarnir ná saman aftur og mynda ríkisstjórn verði ekki sama skipting ráðu- neyta og var í síðustu stjórn. Framsóknarmenn munu ákveðn- ir í að Sjálfstæðisflokkurinn taki við hinu þunga heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti og Sjálfstæð- / þingflokki framsóknar eru margir sem gera tilkall til ráðherradóms. isflokkurinn hefur samþykkt á landsfundi að leggja áherslu á að fá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt- ið. Halldór „heim“ Margir framsóknarmenn vilja að Halldór Asgrímsson „komi heim“ eins og þeir kalla það, þ.e. að hann láti af starfi utanríkisráð- herra. Taki hann ekki við forsæt- isráðuneytinu er helst talið að hann taki fjármálaráðneytið. Ymsir hafa nefnt þann möguleika að þeir Halldór og Davíð verði sín tvö árin hvor forsætisráðherra á kjörtímabilinu. Eins og sagt var frá í Degi í gær eru fleiri kallaðir en útvaldir til ráðherradóms hjá báðum flokk- unum. Samkvæmt upplýsingum sem Dagur telur áreiðanlegar eru þeir Halldór Ásgrímsson og Finnur Ingólfsson taldir öruggir sem ráðherrar Framsóknar- flokksins og Guðni Ágústsson er sagður hafa svo sterka stöðu að fram hjá honum verði ekki geng- ið. Verði ráðherrum fjölgað í 12 eins og menn velta fyrir sér nú, telja ýmsir líklegt að konurnar þrjár í þingflokki Framsóknar- flokksins, Ingibjörg Pálmadóttir, Valgerður Sverrisdóttir og Siv Friðleifsdóttir, verði allar ráð- herrar. En þeir Kristinn H. Gunnarsson og Hjálmar Árnason banka líka fast á dyrnar. Hart sótt Hjá Sjálfstæðisflokknum eru þeir Davíð, Björn og Geir H. Haarde, allir úr Reykjavík, sagðir öruggir sem ráðherrar. Sfðan er fullyrt að útilokað sé að ganga fram hjá Árna M. Mathiesen oddvita flokksins í Reykjanesi. Síðan er það kona og þá er talað um Sólveigu Pétursdóttur og Arnbjörgu Sveinsdóttur. Sólveig gæti goldið þess að vera úr Reykjavíkurkjördæmi. Síðan eru það þeir Halldór Blöndal, Sturla Böðvarsson, Hjálmar Jónsson og Árni Johnsen, sem allir banka fast á dyrnar. Mjög mikil vinna er hafin hjá þeim, sem ætla sér ráðherradóm, við að tryggja sér fylgi þessa dag- ana því skipan ríkisstjórnarinnar gæti brostið á fyrr en síðar þótt talað sé um stjórnarmyndunar- viðræður út mánuðinn. - S.DÓR Kemtarar mótmæla Margir kenn- arar Tónlist- arskólans á Akureyri fjöl- menntu í mótmæla- skyni á fund bæjarfulltrúa í fyrrakvöld vegna óá- nægju með kjaramál. All- margir nem- endur skólans sýndu kenn- urunum stuðning með því að fylgja þeim sem og foreldrar nemendanna. Hannes Guðrúnarson, einn talsmanna tónlistarkennara, segir brýnt að þeir ræði við fleiri fulltrúa frá bænum en kjara- nefnd. Formaður kjaranefndar sagði í Degi fyrir skömmu að bærinn gæti ekki teygt sig lengra en orðið væri til að koma á móts við kröfur tónlistarkennara, en þeir segja á hinn bóginn að bær- inn hafi engin rök fundið gegn því að þeir fái sömu kjarabætur og grunnskólakennarar fengu í fyrra. Hannes segir að um tugur kennara hafi sagt upp störfum í vetur og spili kjaramál þar mis- mikið inn í. Þetta er um þriðj- ungur kennaraliðsins og segir Hannes að stór hluti til viðbótar sé að hugleiða uppsögn. Því sé mikil óvissa um framtíð skólans ef deilan leysist ekki. Boðað hef- ur verið til fundar með kjara- nefnd 17. maí nk. - Bi> Hannes Guðrúnar- son vill tala við fleiri en kjaranefnd. 1 i 1 Alíka margar upp- sagnir og í fyrra Grunnskólakennarar úr Breiðholtsskóla skila inn upsögnum á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur í síðustu viku. mynd: pjetur 64 uppsagnir. Þar af 38 vegna óánægju með laun. Mest úr fjórum skólum. Að- gerðir ekki útilokað- ar. Boltinn hjá borgar- stjóra. „Þetta er ekki orðið meira en í fyrra,“ segir Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur, um upp- sagnir grunnskólakennara. 64 uppsagnir I fyrrakvöld höfðu borist um 64 uppsagnir kennara til fræðslu- miðstöðvarinnar. Þar af voru 38 sem sérstaklega voru vegna óá- nægju kennara með launakjör sín. Það er nýjung frá fyrra ári. Hinar 26 uppsagnirnar voru af ýmsum öðrum ástæðum. Starfs- mannastjórinn segir að þessar uppsagnir vegna Iaunakjara séu einkum frá 5-6 skólum af 37 sem borgin rekur. Þar af skera fjórir skólar sig einkum úr, en það eru Breiðholtsskóli, Melaskóli, Há- teigsskóli og Selásskóli. Lítið bar á uppsögnum í gær hvað sem síð- ar kann verða. Aðgerðir ekki útUokaðar Trúnaðarmenn grunnskólakenn- ara í borginni komu saman til fundar seinnipartinn í gær til að bera saman bækur sínar. Magnús Þór Jónsson, trúnaðarmaður kennara í Breiðholtsskóla, sagði aðspurður um hugsanlegar að- gerðir kennara að það væri ekk- ert útilokað í þeim efnum. Hann segir að boltinn sé hjá borgaryfir- völdum við lausn kjaradeilunnar við kennara. Hinsvegar hefur ekkert heyrst frá þeim, þótt Ijóst sé að ekkert verði af tilrauna- samningi á milli kennarafélag- anna og launanefndar sveitarfé- laga. Þess vegna geti borgarstjóri ekki lengur skýlt sér á bak við þennan samning og gert hann að forsendu þess að hægt sé að ræða um framkomnar launakröf- ur kennara um 230 þúsund króna eingreiðslu vegna yfir- standandi skólaárs. Réttlætismál Þá hefur stjórn Félags grunn- skólakennara í Hinu íslenska kennarafélagi lýst yfir stuðningi við kröfur kennara í borginni. Þær séu réttlætismál vegna auk- ins vinnuálags en séu engin heildarlagfæring á launum kenn- ara. Stjórnin skorar á borgar- stjórn að ganga strax til samn- inga við kennara og koma þannig í veg fyrir að vandræðaástand skapist f skólum borgarinnar í haust. - GRII 12 Lnuuui i INNLENT Lágmarkslaim í kiaradóm Stjóm Alþýðusambands Vestfjaroa skorar á lauri launafólk að krefjast strax leiðréttingar á launum sínum með því að ná samkomulagi við ríkis- vald og atvinnurekendur um kjaradóm. Tilgangur dómsins sé að ákveða lágmarkslaun með samanburði við laun verkafólks í Noregi, Svfþjóð og Danmörku eins og gert var í dómi Kjaradóms á kjördag. Þá fagnar stjórnin því að góðærið skuli veita svigrúm til að hækka laun þingmanna, ráðherra og annarra háttsettra embættismanna svo myndarlega sem nemur mánaðarlaunum verkafólks. Að auki sé það gott vegarnesti fyrir verkafólk í næstu kjarasamningum að ráðamenn þjóðarinnar skuli með svona skýrum hætti senda þau skilaboð, að verulegar launahækkanir ógni á engan hátt stöðugleikanum í efna- hagsmálum. - GRH Hlýr sjór í Síldarsmuguimi Fyrsti síldarfarmurinn úr norsk-íslenska síldarstofninum á þessu vori barst til Eskifjarðar í gær er Jón Kjartansson SU kom þangað með fullfermi. Um er að ræða nokkuð stóra síld, en í henni er töluverð áta. Hitastig sjávar á veiðisvæðinu í norðausturhorni Síldarsmugunn- ar er óvenju hátt, eða um 8 gráður. Svend Aage Malmberg, haffræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að mikið streymi hlýsjávar sé nú í Noregsstraumi sem sé kvísl úr Norðuratlantshafsstraumnum eða Golfstraumnum og það valdi þessum hlýindum. „Þegar nær dregur Islandi verður Austur-íslandsstraumurinn, eða svokölluð kalda tunga, alltaf fyrir okkur sem veldur kaldari sjó hér nær. Því heldur síldin sig svo langt frá okkur og norðarlega auk þess sem þarna gæti verið um nægjanlegt æti að ræða fyrir hana. Ástand sjávar er því fremur gott nú sem gefur okkur leyfi til vissrar bjart- sýni,“ segir Svend Aage Malmberg. - GG Bylgjan í Ólafsvík Nýr útvarpssendir Bylgjunnar hefur verið tekinn í notkun í Olafsvík. Hann sendir út á tíðninni 92,1 og er afl hans 100 vött. Sendirinn í Ólafsvík er fjórði sendir Bylgjunnar á Vesturlandi, en sendar eru fyr- ir í Stykkishólmi, Þjóðólfsholti í Borgarfirði og Borgarnesi. Nýi sendirinn í Ólafsvík dregur upp á Fróðárheiðina miðja, þar sem útsendingarsvæði Vatnsendasendis Bylgjunnar ofan Reykjavíkur sleppir. Bylgjan heyrist nú vel í allri Ólafsvík, á Rifi og sæmilega á Hellissandi. - GG mniiíiufi [tidmi fftu

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.